Þjóðviljinn - 16.01.1987, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 16.01.1987, Blaðsíða 6
hugur og hond R I T HEIMILISIDNADARFÉLAOS I S I. A N I) S I t 8 t, __________MINNING r ® Útboð Kaup á gangstéttarhellum Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, fyrir hönd gatnamálastjórans í Reykjavík, óskar eftir tilboö- um í gangstéttarhellur, alls um 2500 stk. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 29. janúar n.k. kl. 11. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frikirkjuvegt 3 - Simi 25800 _ |||' Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, fyrir hönd Rafmagnsveitu Reykjavíkur, óskar eftir tilboðum í eftirfarandi: a) 11 KW rafbúnaður fyrir aðveitustöð 2. Tilboð verða opnuð þriðjudaginn 24. febrúar n.k. kl. 11. b) 2000 stk. einfasa KWH mælar. Tilboð verða opnuð miðvikudaginn 25. febrúar n.k. kl. 11. c) 132 KV rafbúnaður fyrir aðveitustöð 2. Tilboð verða opnuð fimmtudaginn 26. febrúar n.k. kl. 11. Útboðgsögn verða afhent á skrifstofu vorri, Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað á ofangreindum tíma að viðstöddum þeim umbjóðendum sem þess óska. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 Heimilis- iðnaðar- félagið spor Glæsilegt ársrit Heimilisiðnað- arfélags Islands, Hugur og hönd, er komið út í 21. sinn og flytur ýmist efni um handverk frá iðn- aði til listar. Blaðið er 54 síður, og ríkulega skreytt litmyndum. Meðal efnis er umfjöllun um þrjágullsmiði, Hansínu Jensdótt- ur, Jens Guðjónsson og Jón Snorra Sigurðsson, greinar um salúnsvefnað, krossspor Hólm- fríðar Pálsdóttur frá 18. öld, prjónahönnun til iðnaðarfram- Ieiðslu og sérkenni íslenska sauðfjárins (Stefán Aðalsteins- son), frásögn af vinnustofuheim- sóknum til Hólmfríðar Árnadótt- ur og Steinunnar Marteinsdóttur, auk margvíslegra sauma- og prjónauppskrifta. Safnað er fróðleiksmolum úr jurtaríkinu og - kennt að búa til starkóng sem er gamalt leikfang gert úr starar- blöðum. f ritnefnd blaðsins eru Hildur Sigurðardóttir, Hulda Jósefs- dóttir, Rúna Gísladóttir, Sigríður Halldórsdóttir og Þórir Sigurðs- son. Ritið má fá í bókabúðum og hjá Heimilisiðnaðarfélaginu í Laufásvegi 2. -m Ársritið Hugurog hönd komið út Forsíða Hugar og handar: Bjargfugl, silfur á ís- lenskum steini, eftir Jens Guðjónsson. GREIÐENDUR Á bakhlið launamiðans eru prentaðar leiðbeiningar um útfyllingu einstakra reita launamiðans. Þar kemur m.a. fram að í reit 02 á launamiða skuli telja fram allar tegundir launa eða þóknana sem launþegi fær, ásamt starfstengdum greiðslum svo sem: 1. verkfærapeninga eða verkfæra- gjald, 2. fatapeninga, 3. flutningspeninga og greiðslu far- gjalda milli heimilis og vinnu- staðar. Greidda fæðispeninga skal telja fram í reit 29 ásamt upplýsingum um vinnu- dagafjölda viðkomandi launþega. Frestur til að skila launamiðum rennur út þann 20. janúar. Það eru tilmæli að þér ritið allar upplýsingar rétt og greinilega á miðana og vandið frágang þeirra. RÍKISSKATTSTJÓRI I minningu hetju í miðju skammdegi 1986 dó maður, sem ég hef borið óskipta virðingu fyrir síðan ég kynntist honum gegnum sjóvarpsskjáinn; Gísli Gíslason bóndi á Uppsölum í Ketildalahreppi. Hann varð í huga mínum tákn eðlis, sem um heim allan sækist eftir að verða samfélagi sínu til blessunar á meðan orku er leyft til að lyfta hendi, og hann sýndi að hann var hluti af fornri hámenningu, sem heimtar að menn leggi allt undir til sóknar og varnar lífinu. Ég hafði ekki frekar en allur þorri íslendinga tækifæri til að kynnast Gísla sáluga nema gegn- um fjölmiðla. Enda var hann orð- inn tákn einhvers sem er í senn íslenskt og alþjóðlegt og hefur verið í mönnum síðan mann- skepnan varð að manni, og er í sérhverjum manni, sem þráir að vera í fremstu víglínu til sóknar og varnar lífinu og verða með því annað og meira en aum mann- skepna. Gísla tókst að verjast algerum ósigri íslensks þjóðernis í einu sveitarfélagi einn síns liðs í fleiri ár, og segir mér svo hugur, að oft hafi hann verið beittur miklum sálarþrýstingi til að brotna niður og játa með því ósigur og verða með því eins og aðrir menn og leggja á flótta undan feigðinni og þess vegna mun liðsinni við hann hafa verið í knappasta lagi, enda var auðséð að á sál og líkama hans höfðu verið lagðar þyngri byrðar en ætlast var til af náttúr- unni, og að hann var orðinn lang- lúinn og sár mjög í vörnum sínum fyrir framtíð byggðar á íslandi, en varð með því tákn þess að þrautseigja hefur dugað best mannkyninu í áratugaþúsundir og um leið fleytt íslensku þjóð- inni gegnum aldir. Einar Petersen. Sjúkrasamlag Reykjavíkur auglýsir stöðu framkvæmdastjóra lausa til um- sóknar. Lögfræðimenntun áskilin. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist Sjúkrasamlagi Reykjavíkur, Tryggvagötu 28 fyrir 5. febrúar nk. Frekari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri. Sjúkrasamlag Reykjavíkur Hjúkrunarfræðingar athugið Aðalfundur Reykjavíkurdeildar Hjúkrunarfélags íslands verður haldinn að Grettisgötu 89,4. hæð fimmtudaginn 29. janúar kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Kosning formanns og stjórnar. Kosning fulltrúa á fulltrúafund. Önnur mál. Stjórnin. Auglýsið í Þjóðviljanum Gull- smiðir, star- kóngur, kross-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.