Þjóðviljinn - 16.01.1987, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 16.01.1987, Blaðsíða 13
Einar við störf sína hjá RALA á Keldnaholti arnir. Sem dæmi um það skal ég segja þér sögu. Ég kom eitt sinn á veitingastað og hafði aðeins nokkra kanadíska dollara á mér. Ég spurði afgreiðslukonuna hvort ég mætti borga með þessum kanadísku dollurum. Þegar nefnt var orðið dollarar var eins og ekki væri hlustað frekar á mig. Sjálf- sagt mál að borga með dollurum. Þegar ég ætlaði síðan að borga með þeim kanadísku, kannaðist afgreiðslukonan ekkert við svona seðla og kannaðist ekki við að svona gjaldmiðill væri gjald- gengur þarna. Vildi miklu heldur fá armbandsúrið mitt. Ég neitaði því auðvitað, sagði að þar sem ég væri með peninga vildi ég borga með peningum. Nú, við rifumst lengi um þetta og gekk hvorki né rak. En loksins kom þarna maður sem skar úr um það að þessi gjaldmiðill væri gjaldgengur og sagðist persónulega ábyrgjast það.“ Þið lifið á fiski „En helst vildi fólk greiðslu- kort. Það lá við að ef túristi kom inn í verslun og var ekki með þessi kort heldur mexíkanska peninga, væri hann ekki af- greiddur. Ég held að almenning- ur sé yfirleitt nokkuð vel upplýst- ur í Mexíkó. Eitt dæmið um það. Ég tók leigubfl úr miðborginni og fór brátt að spjalla við bflstjór- ann, komst ég þá að því að hann vissi ýmislegt um ísland. Hann fór að tala um þorskastríðið, „já, þið lifið á fiski,“ „veiðið hval“. Og vissi bara heilmikið um ísland og eins um Skandinavíu. Ég spurði hann hvers vegna hann vissi svona mikið um ísland. „Við göngum í skóla hér,“ var svarið." Nú, þú fórst til Egyptalands í fyrra. Hvernig kom sú ferð til? „Það var nú nokkuð svipað og með Mexíkóferðina. Ég fór í endaðan nóvember þegar farið var að hægjast hjá mér í vinn- unni. Fór til Kaupmannahafnar og keypti mér þar tveggja vikna ferð með Tjæreborg ferðaskrif- stofunni dönsku. Þetta var í gegn- um Samvinnuferðir sem hafði umboð fyrir Tjæreborg. f Eg- yptalandi hélt ég mig ekki við höfuðborgina Kaíró, eins og ég hafði gert í Mexíkó. Það var farið strax annan daginn með lest til Asswan sem er sunnarlega í landinu. Þar var geysilega fallegt. Þar er einnig hin mikla Asswan stífla. Menn muna kannski eftir því að þegar hún var byggð var hofið Abu Simbel syðst í Egypta- landi fært til svo að það hyrfi ekki í Nasservatn sem myndaðist vegna stíflugerðarinnar og er mörg hundruð kflómetra langt. Að hofinu er tæplega klukkust- undar flug frá Asswan. Það er dá- lítið broslegt að sjá risastytturnar af Ramses II utan við hofið með ósköp lítilfjörlega styttu af konu hans við fætur sér. Ramses II var mjög duglegur við að láta reisa sér styttur og rífa eldri hof til að fá byggingarefni.“ Súlnasalur í Karnak „En þegar komið var til baka til Asswan var farið niður Nfl með skipi, allt til Luxor, hinnar fornu Þebu. Og þar, í Karnak, sá ég það sem mér fannst einna tilkomu- mest í þessari ferð. Hinar miklu súlnaraðir eða súlnasal sem þar er að finna tilheyrandi Karnak hofinu. Rúmlega 140 súlur og hver um sig einir fjörtíu metrar á hæð og ca. 12 metrar að ummáli. Og svo náttúrulega píramídarnir frægu stutt frá Kaíró.“ Með þessa Egyptalandsför, var um hið sama að ræða og Mexíkóf- örina, áhugi á fornri menningu? „Já mikil ósköp. Ég hef svo til alveg jafn mikinn áhuga á eg- ypskum fornleifum og þeirri menningu sem þeim tengjast, eins og indíánamenningunni í Ameríku." Og hvað segir þú þá um þau tengsl sem sumir hafa haldið fram um að mögulega séu milli þessara menningarsvæða? „Æ, ég hef nú litla trú að þeim bollaleggingum. Það hafa aldrei svo ég viti, verið færð nein fullnægjandi rök fyrir þeim full- yrðingum. Hef reyndar aldrei. lagt mig mikið eftir þvflíkum um- ræðum.“ Aftur til Mexíkó En hefðir þú nú skyndilega aukin fjárráð til að ferðast langt, hvert yrði þá förinni heitið? „Aftur til Mexíkó, til Yucatan skagans þar sem miklar menjar um Maya menninguna er að finna,“ er Einar fljótur að svara. „Þangað komst ég ekki þegar ég var í Mexíkó en það er næst á dagskrá," segir hann að lokum. IH Nú er kominn tími til að bregða undir sig betri fœtinum og skreppa á skíði til Mayrhofen í Austurríki. Á þessum skemmti- lega skíðastað eru brekkur við allra hœfi, frábœrt gönguskíðasvœði og víðfrœgir skfða- skólar í öllum greinum skíða- ^ fþrótta. Veitingahús eru um allar brekkur þar sem notalegt er að setjast niður með ölkollu og slappa af fyrir nœsta áfanga. Á ölstofum þorpsins safnastfólksaman eftir góðan dag á skíðum, bregður sér á diskótek eða slappar af á glœsilegum gististað. Allt þetta og meira til kostar ekki svo mikið: Tveggja vikna ferð með gistingu og morgunmat á Rauchenwalder- hof, sem er sérlega fallegur gististaður í ekta tírólskum stíl, -- kostar ekki nema kr. 23.272* á mann, sé miðað við tvo í herbergi. Allar nánari upplýsingar fást á söluskrifstofum Flugleiða, hjá umboðs mönnum og ferðaskrifstofum. Upplýsingasími 25100 FLUGLEIDIR * Gildirtil 31/1. Aðrar brottfarir kr. 24.511 \ ÓSA/SlA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.