Þjóðviljinn - 16.01.1987, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 16.01.1987, Blaðsíða 8
GLÆTAN sýnir leikritið um KAJ MUNK í HALLGRÍMSKIRKJU 4. sýning sunnudaginn 18. janúar kl. 16.00, uppselt. 5. sýning mánudaginn 19. janúar kl. 20.30. 6. sýning sunnudaginn 25. janúar kl. 16.00, uppselt. 7. sýning mánudaginn 26. janúar kl. 20.30. Miöapantanir allan sólarhringinn í síma 14455, miöasala opin: sunnudaga frá kl. 13.00 og mánudaga frá kl. 16.00 og á laugar- dögum frá kl. 13.00-18.00 fyrst um sinn. LEIKHÚSIÐ í KIRKJUNNI Þegar minnst var á útvarp framhaldsskóla, rifjaðist upp fyrir okkur að einhver tilrauna- starfsemi var með slíkt hjá svæðisútvarpinu á Akureyri í fyrra. Við náðum tali af Finni Gunnlaugssyni, öðlingi hjá svæðisútvarpinu, en hann hafði umsjón meðtilraunum þessum: „Þannig var aö svæðisútvarpið var mjög gagnrýnt, einkum af ungu fólki sem fannst lítið af efni útvarpsins höfða til sín. Þótti þeim þetta sérlega súrt í brotið vegna þess að við rufum dagskrá Rásar 2 klukkan fimm og þannig misstu þau af síðasta klukkutím- anum án þess að fá neitt í staðinn. Við tókum því á það ráð að leita til framhaldsskólanna hér um að vera hver með hálftíma þátt einu sinni í viku. Mennta- skólinn, myndlistarskólinn, tón- listarskólinn og verkmennta- skólinn tóku vel í þetta og við byrjuðum seinni hluta haustsins 1985 með þessa þætti.“ Og hvernig mæltist þetta fyrir? „Ekki nógu vel. Gallinn var sá að þættirnir snérust of mikið um innri mál hvers skóla og það höfðaði ekki sérlega mikið til hlustenda í Mývatnssveit svo dæmi sé tekið. En hjá foreldrum mæltist þetta mjög vel fyrir. Með því að hlusta á jþættina fengu þau innsýn í það sem börnin þeirra voru að gera í skólanum, en vissu kannski ekki of mikið um það fyrir.“ Hlustaði fullorðið fólk mikið á þetta? „Já. Það er nú einu sinni þann- ig, að á þætti um og eftir unglinga hlustar mjög mikið af eldra fólki. Slíkir þættir geta líka brúað kyn- slóðabilið með því að tala við for- eldra gegnum útvarpið, um hluti sem eru ekki ræddir á heimilun- um. Og það er jú velflest, því á milli unglinga og foreldra er búið að byggja vegg. En með því að hlusta á þætti krakkanna eykst skilningur foreldranna á þeim, svo fremi þættirnir séu vel úr garði gerðir.“ Og höfðu menn áhuga á því að gera góða þætti? „Það verður að segjast einsog er að það fór töluvert mikið fyrir sjálfsánægju og einstaklingshyg- gju hjá mörgum. Vildu verða fjölmiðlastjörnur, en gekk upp og ofan. Og persónulega finnst mér þau hafa lagt þeim mun minni áherslu á að læra á miði- linn. En þetta voru líka svo margir krakkar að það fór mikill tími í að læra byrjunaratriðin.“ Þessir þættir hafa ekki verið aftur nú í vetur? „Nei. Við breyttum útvarpinu mjög þann 1. október og réðum þá meðal annars átta krakka til að vera með klukkutíma langan þátt einu sinni í viku.“ Afhverju hættuð þið að vera með skólana í þessu? „í fyrsta lagi var það til- breyting. Síðan bar dálítið á því í fyrravetur að fólkið sem byrjaði í þessu hætti að hafa tíma og það var enginn ábyrgur fyrir því að það yrði þáttur, þátturinn væri í fullri lengd o.s.frv. Krakkar sem eru í þessum þætti sem nú er, „Um að gera“ vinna hann líka mjög vel. Þau vinna í hóp og eru samhent. Ræða málin fram og aftur, efni og efnistök, en eru ekki að reyna að vera stjörnur. Þó ég hafi enga hlustenda- könnun um þann þátt, hef ég það á tilfinningunni, og hún byggir á reynslu, að á þennan þátt sé afar mikið hlustað.“ DREGIÐ í AÐRA UMFERÐ í GÆR í gær var dregiö í aöra umferð Mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskólanna á íslandi. Á fimmtudag og föstudag leiða þá saman lið sín eftir- taldirskólar: Fjölbrautarskólinn á Suður- nesjum og Fjölbrautarskólinn á Sauðárkróki. Verður keppnin á Suðurne- sjum og leggja heimamenn til að hætt verði að takmarka landvist- arleyfi útlendinga. Þeir suðurnesjamenn „sig- ruðu“ flensborgara á tvö eitt regl- unni umdeildu. Það er, tveir dómarar dæmdu þeim sigur, en einn flensborg og þeir vinna þó flensborgarar hafi verið hærri að stigum. Sauðkræklingar fengu í fyrstu umferð ósk sína loks uppfyllta: sluppu við M.R. í fyrstu umferð og gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Samvinnuskólann á Bifröst. Menntaskólinn við Sund og Menntaskólinn í Reykjavík. Aumingja M.S.-ingarnir. í fyrsta sinn í sögu sinni komast þeir í aðra umferð og fá þá M.R. Leggja til að kynferðisafbrota- menn verði vanaðir. f ljósi miður góðrar keppni þeirra við M.K. í fyrstu umferð, er hæpið að ætla þeim sigur á þraut-seigum M.R.- ingum. M.R.-ingarnir líka svo til óþreyttir eftir Armúlafarsann. Menntaskólinn á ísafirði og Fjölbrautarskólinn í Garðabæ. Tvö metnaðarfull lið utan af landi keppa á ísafirði og leggja heimamenn til að íslenska verði töluð inná allt erlent sjónvarps- efni. ísfirðingar hafa enn tekið stefnu á Háskólabíó, en í fyrra voru þeir slegnir út í undanúr- slitum af slöku liði M.H. f vetur slógu þeir svo Menntskælinga á Akureyri út og var Ásgeir Þór Jónsson, kjölfesta liðsins til margra ára, maðurinn bak við þann sigur. Lið Garðbæinga var mjög róm- að eftir fyrstu umferð, jafnvel taldir með sterkasta liðið. Það hendir þó vonandi ekki að senda b-liðið á ísafjörð... Verslunarskóli íslands og Menntaskólinn við Hamrahlíð. Versló gerði jafntefli við M.R.-inga í vináttukeppni þeirra í haust og má margs vænta af þessu unga liði. í fyrstu umferð sló það Fjölbrautarskólann úr Breiðholti út, en þar var Börkur hinn seigi (en svo er hann jafnan nefndur eftir þá viðureign) í aðal- hlutverki. Varð ræðumaður kvöldsins, þó kjálkabrotinn væri. Það verður spennandi að sjá Börk með heila kjálka, keppa við M.H. Hamrahlíðin vann nauman sigur á Kvennaskólanum í fyrstu umferð með óreynt lið. Þeir ku stilla upp mjög breyttu liði í þessa umferð og verður gaman að sjá hvort þeir hafa breidd í þessar innáskiptingar, eða hvort hér er um ofmetnað að ræða. M.H. á að leggja til að Sea Shepard samtök verði stofnuð á íslandi, en það gæti breyst, þareð veslingar hafa talað um hval- veiðar einu sinni í vetur. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN li Atvinna Sjúkraliðar og aðstoðarfólk óskast til starfa. Upplýsingar gefur hjúkrunarfor- stjóri í síma 91-29133 frá kl. 8-16. Vinnu- og dvalarheimili Sjálfsbjargar. Vildu vera fjölmiðlastjömur

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.