Þjóðviljinn - 16.01.1987, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 16.01.1987, Qupperneq 2
Hrefna Magnúsdóttir textíi listakona Eyðni. Þetta virðist vera svo gjör- eyðandi sjúkdómur og það er því rökrétt að nota það orð. Söngvakeppnin r—SPURNINGIN Hvaða íslenska orð finnst þér að eigi að nota yfir sjúkdóminn sem hef- ur verið kallaður AIDS á ensku? n- FRÉTTIR Tíu lög valin Höfundarfá 150 þúsund í úrvinnslu- styrk. Lögin kynntí febrúar Verða Gamlar glóðir arftaki Gleðibankans? Eða Lífsdansinn? Ég leyni minni ást? Dómnefnd hefur nú valið tíu lög úr 59 að- sendum til að fara í innan- landsúrslit í söngvakeppni sjón- varpsstöðva, og fá aðstandendur hvers lags 150 þúsund króna styrk til að fullvinna efni sitt. f frétt frá Sjónvarpinu segir að tilhögun nú sé með öðru sniði en í fyrra, höfði frekar til fagmanna en áhugamanna, og hafi því færri tillögur borist. Lögin verða kynnt í sjónvarpi í febrúar, úrslit innan- lands verða 9. mars, en sjálf keppnin í Brussel 9. maí. Lögin sem fara í úrslit eru: Lífs- dansinn (Geirmundur Valtýsson/ Hjálmar Jónsson), Ég leyni minni ást (Jóhann G. Jóhannsson), í blíðu og stríðu (Jóhann Helga- son), Mín þrá (Jóhann G. Jó- hannsson), Lífið er lag (Gunn- laugur Briem, Friðrik Karlsson, Birgir Bragason), Hægt og hljótt (Valgeir Guðjónsson), Sofðu vært (Ólafur Haukur Símonar- son), Hanastél (Gunnar Þórðarson/Ólafur Haukur Símonarson), Gamlar glóðir (Þorgeir Daníel Hjaltason, Ið- unn Steinsdóttir) og Aldrei ég gieymi (Axel Einarsson/Jóhann G. Jóhannsson). í dómnefnd voru Jakob Magnússon, Magnús Eiríksson, Magnús Kjartansson, Hrafn Pálsson og Ásmundur Jónsson. íúnar Garðarsson bóndi Leikfélagið Baldur Ég hef ekki myndað mér nokkra skoðun á því. Áslaug Friðriksdóttir vinnur við afgreiðslu Alnæmi er jákvætt orð, en eyðni er ágætt líka, það lætur betur í munni. Helgi Felixson starfsmaður Útideildar m.m. Eyðni er hreinskilið og gott orð, það er ekki verið að fela neitt með því. Það er best að segja sann- leikann og nota það. Það væri feluleikur að nota jákvæð orð og Ijós hræðslunnar skín í gegnum slíkt. Ingólfur Arnarsson starfar við fiskirækt Alnæmi er besta orðið. Fjársjóður Franklíns greifa fundiim? Fjallar um leit að hamingju segir höfundurinn, Hafliði Magnússon Um þessar mundir sýnir leikfé- lagið Baldur á Bfldudal nýjan ís- lenskan söngleik eftir heima- mann; fjársjóð Franklíns greifa eftir Hafliða Magnússon. Hafliði Magnússon sagði í gær er við spurðum hann um þetta nýja verk hans að söngleikurinn Fjársjóður Franklíns greifa væri gamansöngleikur sem fjallaði um leit fólks að hamingjunni og mis- munandi aðferðir manna við þann verknað og misjafnan skiln- ing manna á hugtakinu. „Atburðarás söngleiksins er í höfuðdráttum sú, að fyrir u.þ.b. öld síðan ferst enskt skip og að- eins einn maður kemst lífs á land með fjársjóð mikinn og góðan í farteski sínu. Hann rekur upp á land á eyðiströnd og grefur þar fjársjóð sinn hinn góða og gerir svo kort af svæðinu til að gera sér léttara að finna sjóðinn síðar. Honum lukkast það þó ekki, því hann verður úti á leið til byggða. Víkur nú sögu til nútímans og er upp risin byggð þar sem skip- brotsgreifa áður bar á land og finnst nú kortið og hefst nú æðis- gengin leit fjölda manns að fjár- sjóðnum og gerast ýmis ævintýri henni tengd. Leikurinn var frum- sýndur þann 29. nóvember sl. og hafa verið 3 sýningar á Bíldudal fyrir fullu húsi, en auk þess ein á Patreksfirði og ein að Birkimel og nú stendur til að leggja upp í leikför norður um Vestfirði og síðan hugsanlega til Reykjavíkur með vorinu.Leikstjóri er Oddur Björnsson, og höfundur laga ásamt Hafliða er Ómar Óskars- son, fyrrum gítarleikari með Pelikan og fleiri stórpopphljóm- sveitum. Fjöldi fólks starfar að sýningunni - Ieikarar, söngvarar, hljóðfæraleikarar o.s.frv. Leikfélagið Baldur á Bíldudal hefur starfað kröftuglega síð- astliðin 20 ár og hefur á þeim tíma ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur og þegar gluggað er í gegn um verkefnaskrána þá gefur að líta mörg stórvirki leikbókmenntanna, bæði innlend og erlend, t.d. Tobacco Road, Mýs og menn, Maður og kona, svo einhver séu nefnd af handa- hófi. -sá Höfundur söngleiksins nýja, Hafliði Magnússon. Markaðsöflun Framleiðnisjóður neitar Samtök sauðfjárbænda sóttu um fjárframlag til markaðsmála. Starri í Garði krefur sjóðstjórnarmenn sagna og eys miljónum á miljónir ofan í stjórn Framleiðnisjóðs sitja til að kaupa upp framleiðslurétt m.a. Ingi Tryggvason formaður bújarða, til að leggja þær í eyði Stéttarsambands bænda og Jónas Samtök sauðfjárbænda sóttu á sl. hausti um fjárveitingu úr Framleiðnisjóði til þess að vinna að markaðsmálum fyrir sauðfjárafurðir, 10 milj. kr. á ári, næstu fimm árin. Stjórn Framleiðnisjóðs afgreiddi þessa umsókn snarlega fyrir áramót með aigerri neitun. Framleiðnisjóður virðist hafa yfir geysimiklu fjármagni að ráða sem slíkar, til byggingar reiðhall- ar í Reykjavík, o.fl. í þeim dúr. En þegar samtök bænda sjálfra, sem tilraun vilja gera til markaðs- uppbyggingar, sem gæti orðið lykillinn að lausn vandans í land- búnaðinum, sækja um fjárfram- lög úr Framleiðnisjóði, þá þeim neitað. er Jónsson, búnaðarmálastjóri. Stóðu þeir að þessari neitun? Því verða þeir skilyrðislaust að svara. Hér er á ferðinni stórt hneykslismál, sem ekki má liggja í láginni, og því kem ég þessari frétt á framfæri í Þjóðviljanum. 14. janúar, 1987. Starri í Garði. Þú gast vel hringt og sagt mér hvað væri að frétta, Steingrímur. Þú veist að ' Matti Matt hefur aldrei samband við mig að fyrra bragði. Ég frétti fyrir tilviljun af þessu sjómannaverkfalli þegar ég hitti sendiherrann yfir glasi, og hann sagði bara að þið virtust vera að redda þessu þannig að ég hafði engar áhyggjur. Já, ^ Þorsteinn en... ’ó Jeflerson Commumcations, Inc 1985 Distributed by Tribune Medja Services, Inc. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Föstudagur 16. janúar 1987

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.