Þjóðviljinn - 16.01.1987, Blaðsíða 5
Umsjón:
Kristín
Ólafsdóttir
Ég kvíði framtíðinni
Karen Guðmunds-
dóttir: Hefskipt
fimm sinnum um
húsnœði á tveimur
árum
„Ég hefði aldrei trúað því
að ég ætti eftir að ganga í
gegnum það sem ég hef
gengið eftir að ég skildi.
Það sem kemur mér þó
mest á óvart í þeirri reynslu
er það hversu illa ég hef far-
ið út úr viðskiptum mínum
við þær stofnanir, sem hafa
þann tilgang að hjálpa
fólki.“ Þetta segir Karen
Guðmundsdóttir, einstæð
móðir með tvö börn, 7 og 8
ára. Þær stofnanir sem Kar-
en er að tala um hér að ofan
eru Félag einstæðra for-<
eldra og Félagsmálastofn-
un Reykjavíkurborgar, en til
þessara aðila leitaði Karen
vegna húsnæðisörðug-
leika, en húsnæðisleysið
hefur verið eitt helsta
vandamál Karenar eftir að
hún skildi að skiptum við
eiginmann sinn fyrir
tveimur árum.
„Fyrst eftir skilnaðinn bjó ég í
leiguíbúðinni í Hraunbæ sem
eiginmaður minn hafði jafnframt
búið í og því næst í Breiðholti en
leigusamningur þessara íbúða var
mjög stuttur. Eftir að leigusamn-
ingur seinni íbúðarinnar rann út í
maí í fyrra átti ég ekki annarra
kosta völ en leita athvarfs hjá Fé-
lagi einstæðra foreldra því ég
hafði ekki fengið íbúð á frjálsum
markaði þrátt fyrir mikla leit. Ég
réði heldur alls ekki við þá leigu
sem þurfti að borga fyrir það sem
var í boði. Ég fékk tvö samliggj-
andi herbergi leigð hjá félaginu,
með sameiginlegum aðgangi að
salerni og eldhúsi og fyrir það
borgaði ég 10 þúsund krónur.
Þetta var auðvitað athvarf og
bjargaði mér á þessu augnabliki,
en ég verð nú að segja að mér
finnst þetta dýr leiga miðað við
það að Félag einstæðra foreldra
telst vera líknarfélag. Mér varð
endanlega ljóst að svo er ekki
þegar ég fékk einn góðan veður-
dag í ágúst skeyti þar sem mér og
annarri konu á heimilinu var til-
kynnt að við hefðum 1 sólarhring
til þess að koma okkur og börn-
um okkar út úr húsnæðinu. Við
leituðum auðvitað skýringa á
þessum fyrirvaralausu uppsögn-
um, en þá var okkur tjáð að við
þyrftum enga skýringu; við gæt-
um sagt okkur hana sjálfar.
Sagði okkur
ómanneskjur
Við hleruðum að uppsögnin
væri út af því að það hefði þótt of
gestkvæmt hjá okkur og að við
þættum skemmta okkur of mikið.
Ég viðurkenni fúslega að ég
skemmti mér dálítið á þessum
tíma enda börnin mín í sveitinni
og ég ennþá í rusli eftir skilnaðinn
og þreytt á þeim aðstæðum sem
ég bjó við. En ég held að það hafi
ekkert verið meira en fólk gerir
við slíkar aðstæður almennt, né
heldur til truflunar fyrir aðra,
enda skrifuðu íbúar hússins
undir það að við hefðum ekki
truflað friðinn í húsinu og mót-
mæltu brottrekstri okkar. Ég
sendi stjórn félagsins bréf ásamt
þessum undirskriftarlista og þá
fengum við 15 daga frest. Dag-
arnir urðu þó aldrei 15 því á
miðju tímabilinu fengum við aft-
ur tilkynningu um að koma okkur
samstundis út og enn var enga
skýringu að fá. Við fengum að
heyra hjá karlmanninum í stjórn-
inni að við værum ómanneskjur,
en frekari skýringar komu ekki úr
þeirri áttinni. Það var þá sem við
leituðum ráða hjá kvennaráð-
gjöfinni. Guðrún Jónsdóttir fé-
lagsráðgjafi kom inní málið og
bað hún stjórn Félags einstæðra
foreldra um fund um málið fyrir
okkar hönd, en í reglum félagsins
ber þeim að halda fund með íbú-
um sé þess óskað. Beiðni Guðr-
únar var hafnað og ég var komin
á götuna með börnin mín daginn
eftir.
Vildi ekki jól
á mæðraheimilinu
Ég leitaði aftur til Félagsmála-
stofnunar, en ég hafði sótt um
íbúð á þeirra vegum. Þar var mér
sagt að ég gæti fljótlega átt von á
íbúð, væri efst á neyðarlista, og
því var komið við að ég fengi at-
hvarf á mæðraheimilinu þangað
til. Þar bjó ég síðan í einu
herbergi með börnin mín tvö í
rúma 3 mánuði, eða þar til ég
heyrði á Félagsmálastofnun að ég
gæti ekki átt von á neinni íbúð
fyrr en einhvern tíma eftir ára-
mót. Það væri ómögulegt að
segja hvenær. Mæðraheimilið
hefur á sér mikinn stofnanablæ
og mér leið mjög illa þar. Börn-
unum leið líka illa, þau voru
óörugg og ég mátti aldrei víkja
frá þeim. Ég gat ekki hugsað mér
að halda jól við þessar aðstæður,
og orðin svo langþreytt á þessu
ástandi að ég fór á stúfana sjálf að
leita mér að íbúð á frjálsum
markaði og fann loks íbúð í
Breiðholtinu sem ég átti kost á að
leigja til 6 mánaða. Ég hafði ekki
leitað mikið sjálf síðustu mánuð-
ina, enda var ég alltaf að fá vilyrði
frá Félagsmálastofnun. Loforðin
voru alltaf svikin. íbúðin sem ég
útvegaði mér er tveggja her-
bergja íbuð og kostar mig 18 þús-
und krónur á mánuði sem ég
þurfti að greiða 6 mánuði fyrir-
fram. Ég vonaðist til þess að Fé-
lagsmálastofnun myndi virða það
að skjólstæðingar sýndu sjálfs-
bjargarviðleitni og fór þess á leit
við húsnæðisfulltrúa Félagsmála-
stofnunar að fá lán fyrir fyrir-
framgreiðslunni. Hann hafnaði
þeirra beiðni, en ég fékk 30 þús-
und króna lán og 15 þúsund krón-
ur í styrk.
íbúð fyrir atkvæði
Þessi upphæð nægði mér að
sjálfsögðu ekki, en ég átti enga
peninga sjálf. Hafði ekki getað
unnið meðan ég bjó á mæðra-
heimilinu vegna þess að ég vildi
ekki taka börnin mín úr þeim
skóla sem þau eru í í Breiðholtinu
og varð þess vegna að koma þeim
þangað uppeftir á daginn alla leið
vestan úr bæ. Mér tókst loks að fá
lán frá manni sem hafði verið
með mér í meðferð og það gerði
mér kleift að leigja íbúðina. En
svo bar undarlega til að rétt eftir
að ég hafði beðið um lán hjá Fé-
lagsmálastofnun og áður en ég
hafði gert leigusamning um íbúð-
ina, er 2 íbúðum úthlutað frá Fé-
lagsmálastofnun hér í Breiðholt-
inu. Mér hafði hins vegar verið
sagt að ekki væri útlit fyrir það að
nokkur íbúð losnaði á næstunni.
Það þarf enginn að segja mér að
íbúðir losni með dags fyrirvara.
Ég talaði að sjálfsögðu við hús-
næðisfulltrúann aftur en hann
sagði bara „þú ert búin að redda
þér og þess vegna kemur þú ekki
til greina“. Önnur þeirra kvenna
sem fékk íbúð hafði búið með
mér á Mæðraheimilinu og hafði
beðið skemur en ég eftir íbúð.
Þessi kona, sem er með eitt barn,
sagði mér að hún hefði farið tií
þekkts stjórnmálamanns fyrir
prófkjör í flokki hans og lofað
honum atkvæðum ef hann hjálp-
aði sér. Fjölskylda hennar öll
gekk í flokkinn og fleiri til og
stúlkan fékk íbúð áður en langt
um leið. Hún sagði einfaldlega að
?vona yrði maður að bjarga sér.
Guðrún Ágústsdóttir, borgarfull-
trúi Alþýðubandalagsins, gerði
fyrirspurn um íbúðarúthlutunina
á Félagsmálaráðsfundi og þar
fékk hún sömu svör og ég hafði
fengið hjá húsnæðismálafulltrú-
anum: Hún var búin að redda sér.
En þeir vissu vel að einstæð kona
með tvö börn í leit að rúmum 100
þúsund krónum fyrir fyrirfram-
greiðslu í íbúð er ekki búin að
redda sér. Þeir hefðu alla vega
getað athugað fyrst hvernig mér
gengi að klóra mig áfram í stöðu-
nni.
Ég veit ekki hvers vegna hús-
næðisfulltrúinn hefur sýnt mér
svona lítinn skilning. Ég held að
hann hafi eitthvað persónulega á
móti mér og sé ófær um að horfa
framhjá því í starfi sínu. Hann
hefur sýnt mér dónaskap og virð-
ingarleysi frá upphafi. Kannski
vegna þess að ég svara fyrir mig
þegar mér finnst á mér troðið,
eða kannski bara vegna þess að
ég lenti í skilnaði. Hann sagði t.d.
einu sinni að ég hafi komið mér í
þetta ástand sjálf með því að
skilja við manninn sem hefði ver-
ið prýðilegur skaffari. Ég skyldi
því koma mér út úr vítahringnum
sjálf.
Kvíði framtíðinni
Ég held að ég hafi gert ýmislegt
til þess að bæta samvinnuna við
Félagsmálastofnun. T.d. fór ég í
áfengismeðferð sl. haust þó svo
að ég hafi ekki drukkið neitt sér-
staklega mikið; það gerði ég m.a.
með það fyrir augum að eiga bet-
ur upp á pallborðið hjá Félags-
málastofnun. Það var þá alla veg-
anna ekki hægt að kenna drykkju
um ástandið."
Hvernig er málum þínum hátt-
að núna. Vinnur þú úti?
„Ég byrja að vinna í þessum
mánuði á videóleigu þar sem ég
verð á milli 12 og 6 á kvöldin. Ég
hef ekki tök á því að vinna iengri
vinnudag því einhver þarf að
hugsa um börnin.“
Hverjar eru tekjur þínar núna?
„Ég er með 14 þúsund krónur í
meðlag og mæðralaun á mánuði,
en auk þess fær ég 2.500 krónur
frá Félagsmálastofnun á viku til
þess að lifa af. Þegar ég hef borg-
að það sem þarf að borga m.a. af
láninu sem ég fékk hjá kunningja
mínum hef ég 10 þúsund krónur
til framfærslu á mánuði.“
Sumum finnst sjálfgefið að for-
eldrar komi til hjálpar börnum
sínum þegar aðstœður þeirra eru
eins slœmar og þœr eru hjá þér.
Hvernig eru aðstœður foreldra
þinna? Eiga þau tök á að hjálpa
þér?
„Mjög takmarkað. Faðir minn
er öryrki og 2 systkina minna búa
ennþá heima. Móðir mín er sú
eina sem vinnur fyrir því heimili
þannig að kjörin þar eru kröpp og
ekkert aflögufært.
Ég fæ heldur enga hjálp frá
fyrrverandi eiginmanni mín um.
Hann gaukar t.d. aldrei pening-
um að börnunum sínum þótt að-
stæðurnar séu eins og raun ber
vitni.“
Að lokum Karen. Hvað heldur
þú að taki við í október þegar þú
missir þessa íbúð?
„Ætli það byrji ekki sama
hringavitleysan aftur, en ég hef
skipt fimm sinnum um húsnæði á
2 árum og er orðin þreytt á því.
Ég kvíði þeim tíma en maður
verður einhvern veginn að
þrauka. Ég er aðeins farin að
velta því fyrir mér að sækja um
verkamannaíbúð. En ætli það sé
ekki sami klíkuskapurinn þar og
annars staðar. Ég veit það ekki.“
-K.Ól.
Föstudagur 16. janúar 1987 ^ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5