Þjóðviljinn - 16.01.1987, Blaðsíða 17
UT VIL EK
Vetrarferðir
Stiklaö á stóru
Hér á eftir verður reynt að kafa
inn í ferðafrumskóginn og draga
fram nokkuð af þeim tilboðum
sem í boði eru. Ekki nein vísinda-
leg úttekt, frekar nokkurs konar
yfirlit yfir nokkur blóm af mörgum.
Helgar-og
vikuferðir
Styttri ferðir til ýmissa borga
ekki fjarri okkur er eitt ferðafyr-
irkomulagið sem nýtur mikilla
vinsælda þessa dagana. Nýjasta
ferðaskrifstofan, Saga, býður
tveggja til átta daga ferðir til
borga á borð við Kaupmanna-
höfn, Hamborg, Lundúnir, Róm
og Glasgow. Með hóteli og morg-
unverði er verðið á bilinu rúm-
lega 14.000 til rúmlega 21.000
krónur. í öðrum fyrrnefndum
borgum er verðið yfirleitt svipað.
Samvinnuferðir-Landsýn
bjóða upp á ferðir til svo til sömu
borga. Helgarferðir eru frá rúm-
lega 12.000 á mann í tvíbýli til um
það bil 18.000 króna í Hamborg.
En þá er líka um að ræða helgar-
ferð upp á fimm daga. Vikuferð-
irnar eru svo flestar um 20.000
krónur. Samvinnuferðir bjóða
einnig upp á það sem þær nefna
tvær flugur í einu höggi, Amster-
dam og London á tæplega 17.000
krónur á mann í tvíbýli. Þá er um
að ræða eina nótt í Amsterdam
og þrjár í London.
Ferðaskrifstofan Úrval býður
upp á helgar og vikuferðir til Vín-
ar í vetur með viðkomu í Kaup-
mannahöfn eina nótt. í Vín er svo
gist í þrjár til sex nætur. Helgar-
ferðin er á bilinu 24 til 34.000.
Vikuferðin kostar aftur um
27.000 til 34.000. Hjá Úrvali eru
einnig í boði helgar- og vikuferðir
til Glasgow og Edinborgar fram í
endaðan mars. Um er að ræða 3,
5 og 7 nætur á verðinu 12.183 upp
í 31.850.
Ferðaskrifstofan Terra er með
viku- og helgarferðir til allra
þeirra borga sem að framan hafa
verið nefndar en auk þeirra má
nefna Stokkhólm, New York og
París. Glasgow ferðin er ódýrust,
frá 12.288 krónum. Af ódýru
möguleikunum er Vín hins vegar
dýrust, 25.360 krónur. Ekki má
gleyma flugfélögunum sjálfum,
Flugleiðum og Arnarflugi sem
einnig bjóða auðvitað sjálf upp á
Yfirlit yfir blómin í ferðafrumskóginum
helgar- og vikuferðir til fjölmar-
gra borga.
Við látum staðar numið hér og
lítum á...
Skíðaferöir
Hvað skíðaferðirnar varðar er
aðallega um að ræða ferðir til
Austurríkis. Samvinnuferðir-
Landsýn bjóða ferðir til
Saalbach-Hinterglem, St.
Anton-Arlberg og Sölden á tæp-
lega 33.000 krónur, lægsta verð.
Er þá um að ræða tveggja manna
herbergi með morgunverði. Um
er að ræða tvær ferðir í næsta
mánuði, þann 14. og 28. og munu
þær vera að fyllast.
Saga býður skíðaferðir til
Lech, Sell Am Zee og Mayerhof-
en í 15 daga. Verð frá tæpum
30.000 í tæp 46.000 og er það mið-
að við tvíbýli.
Terra býður einnig skíðaferðir
til Austurríkis, Zell am See og
Mayerhofen. Verðið er frá
18.914 og miðast það við viku-
dvöl í tveggja manna herbergi.
Langferðir
Nefna má Útsýn og
heimsreisur hennar. í ár er það
Brasilía, Heimsreisa II. Um er að
ræða þrjá valkosti. 17 daga dvöl í
Recife, höfuðstað Pernambuco
héraðs í norðaustur hluta Brasil-
íu. Borgin er stundum nefnd Fen-
eyjar Brasilíu þar sem hún stend-
ur á bökkum Capibaribe árinnar
en kvíslar hennar liðast um borg-
ina. Annar valkostur er síðan 11
daga dvöl í Recife með ferðum til
stórborganna Rio de Janeiro og
Brasilíu. Sá þriðji er síðan ferðir
um landið að eigin vild frá Recife
á flugfarseðli sem Útsýn útvegar
og kostar 10.750. Ferðin hefst 13.
mars.
Terra og Flugleiðir bjóða einn-
ig upp á ferðir til Bangkok, Flug-
leiðir í tengslum við SAS flugfé-
lagið, 17 daga ferð. Það samstarf
hefur einnig fætt af sér vikudvöl í
Singapore.
Þá má nefna að ferðaskrifstof-
an Farandi er að skipuleggja
þriggja vikna ferð til Filippseyja
þann 6. febrúar auk fjölmargra
annara áfangastaða víða um
heim.
Sólarferðir
Hin klassíska utanlandsferð ís-
lendinga? Hvað um það, upp-
talning á öllum möguleikum í sól-
arferðum fyrir landann myndi
æra óstöðugan. Staðirnir sem
helsta má telja að vetri til eru
Costa Del Sol sem Útsýn hefur
sérhæft sig í. Einnig Kanaríeyjar,
Florida, Mallorca og Benidorm.
í samvinnu við Delta flugfélagið í Bandaríkjunum býður Samvinnuferðir-Landsýn
stórkostlegt tækifæri til að uppgötva Ameríku eða jafnvel heimsækja ættingja og
vini. Frá New York geturðu valið þrjá áfangastaði á áætlunarleiðum Delta, sem ná
til margra helstu borga Bandaríkjanna. Ferðatilhögun og dvalartíma á hverjum
stað ræðurðu að eigin vild. Ef þú vilt sjá meira geturðu fengið 1 -4 borgum bætt í
hringinn fyrir aðeins 2.400 krónur hverja.
Þetta einstaka Ameríkutilboð er háð ákveðnum takmörkunum. Nánari upplýsingar
á skrifstofum Samvinnuferða Landsýnar í Austurstræti.
* Miðað við flug til New York.
Samvinnuferdir - Landsýn
Austurstræti 12 • Simar 91 -27077 & 28899
Hótel Sögu við Hagatorg • 91 -622277 Akureyri: Skipagötu 18 • 96-21400 i