Þjóðviljinn - 16.01.1987, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 16.01.1987, Blaðsíða 10
UT VIL EK Lundúnir Brixton markaðurinn Ólgandi litagleði og lífskraftur Vestur-lndía í miðri Lundúnaborg Sá fjöldi fólks sem „skrepp- ur“ í helgarferðir til Lundúna fer sífellt vaxandi. Það sem oft- ast er nefnt sem aðdráttaraflið í Lundúnum eru verslanir, leikhús, kvikmyndahús, söng- leikir og svo framvegis. En það er auðvitað fleira sem vekur at- hygli í heimsborginni. Eitt af því eru útimarkaðirnir. Og einn þeirra er markaðurinn í Brix- ton. Brixton markaðurinn er einn líflegasti markaðurinn í Lundún- um. Hann er staðsettur á Electic Avenue í suðvesturhluta borgar- innar og í næsta nágrenni. Þessi markaður er þekktur fyrir hina sérstöku karnival stemmningu sem þar er að finna, reggí-calypso tónlistina og sérkennilega kar- aktera. Andi Vestur-Indía ræður þar ríkjum sem best má finna af litríkum klæðum, lífsgleðinni og reggímúsikinni sem er fastur lið- ur í innkaupunum. Brixton markaðurinn er al- mennur markaður en sérhæfður í ávöxtum og grænmeti, húsbún- aði, notuðum fötum að ógleymdu ýmsu ljúfmeti ættuðu frá Karíba- hafslöndunum. Þar má nefna ávexti á borð við yam, okra, Open Every SATUBDAY& SUNDAY From 9.00am-5.00pm Markaðslífið í Lundúnum er ekki síðra en víðast annars staðar og sá í Brixton telst einn sá líflegasti. brauðávexti, mjölbanana, cust- paw. Þó ekki sé ætlunin að versla um og skoða mannlífið í ein- ard epli, mangó ávexti og paw- er ógleymanlegt að ganga þarna hverju skemmtilegasta og lífleg- asta hverfi Lundúnaborgar. Markaðurinn komst á laggirn- ar seint á 19. öld. Hann var fyrst á Atlantic Road en nálægðin við umferðarþungann og óhag- kvæmnin fyrir íbúa götunnar, gerði það að verkum að hann var færður til Electric Avenue. Þar liggur markaðurinn undir fjöl- mörgum járnbrautabrúm og teygir sig síðan eftir Electric Avenue að nokkru leyti undir glerþaki. Hina fjölbreytilegu ávexti úr Karíbahafslöndunum og litrík klæði er fyrst og fremst að finna í þeim enda markaðins sem liggur við járnbrautabrýrn- ar. Hinn spennti andi Vestur- Indíamenningarinnar kemur þeim gestum kannski á óvart sem vita ekki við hverju þeir eiga að búast við en kaupmenn taka gest- um af mikilli hlýju. Fyrir þrjátíu árum síðan var áformað að loka markaðnum. Þá kom hins vegar í ljós að mikill fjöldi ferðamanna sótti í markaðinn auk íbúa hvaða- næva að úr Lundúnum. Markaðurinn er opinn frá mánudögum til laugardaga en að- eins á morgnana á miðviku- dögum. -IH DULUÐ AUSTURLANDA. Kynnist Filippseyjum af eigin raun. PARADÍS Á JÖRÐU. NÝR HEIMUR. Ótrúlega fjölbreytt mannlíf. 3 VIKUR. Brottför 6. febrúar. Heimkoma 25. febrúar. Á heimleiðinni verður dvalið í anddyri Asíu HONG ftONG dagana 19.—23. febrúar. ÍÍf Ferðaskritstofan avandí Vesturgötu 5, Reykjavik, s. 17445. VINARBORG — HABORG TONLISTARINNAR Njótið tónlistar og annarra fagurra lista á listahátíð Vínarborgar. WIENER FESTVOCHEN Brottför 28. maí. 2 vikur. Dvalið á góðu hóteli, morgunverður innifalinni. Skoðunarferðir um Vinarborg og einnig farið til Búdaþest. Ljúft baðstrandarlíf á Dónárbökkum. 41 Ferðaskritstofan avandi Vesturgötu 5, Reykjavik, S. 17445. Frá skíðabrekkium í Austurríki. I þeim frægustu, Zermatt, er nú komin lögga til að hefta áflogum við skíðalyfturnar. Sviss Lögga á skíöum í Zermatt í Sviss hafa þrjátíu menn meö iögregluvald nýlega hafið störf á skíðum í brekkunum til að koma í veg fyrir átök meðal óþolinmóðra skíðaunnenda. í Ijósi reynslunnar Þeim sem hafa hugsað sér að fara í skíðaferð til Zermatt í Sviss væri líkast til best að fara að öllum reglum sem settar eru þar því annars eiga þeir á hættu að lenda í höndum „skíðalögreglunnar". Nú í upphafi ársins hófu þrjátíu lögregluþjónar á skíðum störf í Zermatt, einum vinsælasta skíð- astaðnum í Sviss. Þeir munu hafa leyfi til að leysa upp átök í bið- röðum við skíðalyftur eða milli skíðamanna sem rekast á hvor annan í brekkunum! Slíkt mun vera nokkuð algengt, ekki er að minnsta kosti óttast að verkefna- skortur muni hrjá þessa „skíða- löggu“. En það er sem sagt staðreynd að í Zermatt hafa nú tekið til starfa sérstakir eftirlits- menn sem fylgjast með að skíðaá- hugamenn geti notið útivistar í friði og án þess að til átaka komi milli þeirra. Peter Zahnd, um- sjónarmaður Zermatt skíðasvæð- isins, segir að það sé nauðsynlegt að hafa slfka eftirlitsmenn á skíð- asvæðinu. „Ég hef oft séð átök milli manna í brekkunum. Ég hef séð menn koma alblóðuga á höfði eftir slagsmál þarna uppi. Ég kann auðvitað ekki við þetta heiti á eftirlitsmönnunum en það gefur þeim ákveðið vald.“ Mennirnir verða ekki einkenn- isklæddir á skíðunum en bera merki sem gefur til kynna vald þeirra. Þeir verða á ferðinni alla daga innan um þá fjórtán þúsund skíðamenn sem þjóta um brekk- umar dag hvern í Zermatt. _m 10 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Föstudagur 16. janúar 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.