Þjóðviljinn - 16.01.1987, Blaðsíða 21
HEIMURINN
Sjalfboöa-
liðssveitir
frá sjö írönskum borgum voru í
gær sendar af stað í styrjöldina
gegn írökum. Harðir bardagar
geisa á tvennum vígstövðum, við
írösku hafnarborgina Basra og
hjá bænum Sumar, á landamær-
unum norðaustur af Bagdad. í
íran eru sagðar þær fréttir að her-
sveitir hafi sótt fram um tíu kíló-
metra á suðurvígstöðvunum og
eigi eftir svipaða leið að Basra
sem er næststærsta borg í írak,
mikilvæg olíuútflutningshöfn og
miðstöð birgðaflutninga frá Kuw-
ait. Á nyrðri vígstöðvunum segj-
ast íranar hafa lagt undir sig um
100 ferkílómetra landsvæði.
Adolfo Calero
einn af leiðtogum „contra"-
skæruliða í Nicaragua sagði við
fréttamenn í gær að 120 liðsfor-
ingjar og hernaöarsérfræðingar
væru komnir úr þjálfun í Banda-
ríkjunum og mundu brátt taka til
við að stjórna contramönnum í
nýrri sókn gegn Managua-her.
Hann sagði að um 100 í viðbót
væru í þjálfunarbúðum Banda-
ríkjahers, sennilega í Florida.
Þessi þjálfun er talin hluti 100
miljón dollara aðstoðarinnar sem
Bandaríkjaþing samþykkti í haust
til contraliða.
Á fjórða degi
fimbulkuldans í Evrópu var áætl-
að að yfir 170 manns hefðu farist
beint og óbeint sökum kuldanna.
Víðast voru menn lausir við fann-
fergi í gær, en spáð erframhalds-
kuldum með snjókomu í dag. í
Norður-Noregi kom skyndileg
hláka, fimm stiga hiti í Narvik og
Tromso, og lokuðustflugvellir og
vegir í vatnselgnum.
Hershöfðingja-
stjórnin
í Chile gaf í gær út lög sem leyfa
tilvist pólitískra flokka í landinu í
fyrsta sinn síðan herinn rændi
þarvöldum 1973. Marxískirflokk-
ar eru ekki leyfðir, og flokkar
verða að lúta ströngum lagaá-
kvæðum um innri uppbyggingu.
Öll tengsl við samtök stétta eru
bönnuð. Til að fá viðurkenningu
þarf flokkurinn að leggja fram fé-
lagaskrá með að minnsta kosti
hálfu prósenti kjósenda eða 35
þúsund manns. Sendiráðsmenn
og innlendir stjórnmálamenn
telja nýju lögin einkum til þess
ætluð að bæta ásýnd Pinochet-
stjórnarinnar útávið rétt fyrir
fyrstu Chile-heimsókn páfa.
Norska Stórþingið
samþykkti í gær lög þar sem
líkamleg refsing barna er
bönnuð, og hafa börn rétt til aö
kvarta við lögreglu undan refsi-
glöðum foreldrum. Svipuð lög
eru þegar í gildi í Svíþjóð og Finn-
landi.
Nýjustu tölur
um verðbólgu í OECD-löndum
gefa til kynna að hún hafi ekki
verið lægri síðan árið 1964. í lok
nóvember var meðalverðbólga
talin 2,2%. í Bandaríkjunum var
verðbólgan 1,3%, í Bretlandi
3,5%, í Kanada 4,5%, í Frakk-
landi 2,1 %, mínus 0,3% í Japan
og mínus 1,2% í Vestur-
Þýskalandi.
Shevardnadze
utanríkisráðherra Sovétríkjanna
er væntanlegur til Noregs í vor.
Þetta var tilkynnt í gær í Osló, rétt
eftir að Ryskof forsætisráðherra
yfirgaf Finna. Sovéskir ráða-
menn eru staðráðnir í að vera
sem allra mest á ferð og flugi á
næstunni, nýlega þáði Gorbat-
sjof boð um Grikklandsferð á
næstunni.
ERLENDAR
FRÉTTIR
MÖRÐUR
I ÁRNASON
/REUIER
Afganistan
Vopnahléð ekki virt
Kabúl-leiðtoginn segirþegar samið við Sovét um herinn burt. Yfirlýsingunni mœtt
með tortryggni en spennan eykst fyrir Genfarviðræður
Kabúl/lslamabad - Skæruliðar
felldu þrjá stjórnarhermenn og
réðust að herjum Kabúl-
stjórnar og Sovétmanna á
fimm stöðum við vesturlanda-
mærin í gær, á fyrsta degi
vopnahlés sem Kabúlstjórnin
lýsti einhliða yfir um áramótin.
Najibullah Kabúl-leiðtogi hélt
ræðu við upphaf vopnahlés-
ins, sagði að stjórnir Afganist-
an og Sovét hefðu samið áætl-
un um brottför Rauða hersins
án þess að tiltaka dagsetning-
ar.
í ræðu sinni hét Najibullah
liðhlaupum úr stjórnarher og lög-
reglu sakaruppgjöf og sagði að
hluta fanga úr stjórnarandstöð-
unni yrði sleppt úr haldi: konum,
körlum undir 18 ára, og þeim sem
fengið hafa vægari fangelsisdóm
en fimm ár. Hann skoraði einnig
á fimm milljónir flóttamanna, að-
allega í Pakistan og íran, að snúa
heim, og tilkynnti um áætlun til
aðstoðar þeim sem sneru aftur.
Áður hafa stjórnvöld í Kabúl
boðið til samsteypustjórnar með
stjórnarandstöðu, og sagst vera
tilbúnir til að gera íslam að ríkis-
trú.
Viðbrögð stjórnvalda í Pakist-
an, helstu stuðningsmanna
skæruliða, einkennast af tor-
tryggni og varúð. Þaðan heyrist
að ræðu Najibullah sé fyrst og
fremst ætlað að komast í blaða-
fyrirsagnir, - Gorbatsjof hafi í
sumar tilkynnt um brottfarará-
ætlun Sovéthers, og meðan ekk-
ert sé sagt um faratíma séu samn-
ingshorfur einsog áður. Það reyni
á þessi orð í viðræðum fulltrúa
Pakistan- og Afganistastjórna í
Genf í febrúar. Síðasta lota
þeirra viðræðna sigldi í strand
vegna ágreinings um farartíma,
Pakistanar vildu fjóra mánuði,
Kabúl-stjórn þrjú ár. í gær kom
upp sá kvittur að viðræðunum
ætti að fresta í tvær vikur eða
þrjár til að gefa betri tíma til
undirbúnings, en við slíkt könn-
uðust milligöngumenn Samein-
uðu þjóðanna í Genf ekki.
Talsmenn bandalags sjö stær-
Skriðdrekar Rauða hersins á fjallasléttum Afganistan. Þeim verður seinfær heimleiðin.
stu skæruliðafylkinga í Afganist-
an neituðu að lýsa viðbrögðum
við ræðu Najibullah í gær og
sögðu að henni yrði svarað á
laugardag þegar lýst verður nið-
urstöðum fundar skæruliðaleið-
toganna sem nú er nýlokið í Pak-
istan. Sá fundur er sagður hafa
Kína
farið fram í mikilli eindrægni, og
bendir flest til þess að skæruliðal-
eiðtogar muni hafna með öllu
friðarboðum frá Kabúl.
Hu heilsulaus
Hreinsanir sagðar framundan
Peking - Hu Yaobang formaður
kínverska kommúnistaflokks-
ins var sagður forfallaður þeg-
ar hann átti að hitta sendi-
nefnd fráfinnska kommúnista-
flokknum í gær. Fréttaskýr-
endur telja að heilsuleysi for-
mannsins standi í nánum
tengslum við stúdentaó-
eirðirnar undanfarið og telja
líkur allar á hreinsunum í for-
ystu flokksins á næstunni.
Fyrr í vikunni gat Hu ekki sótt
fyrirhugaðan fund með japön-
skum stjórnmálamanni, og hefur
ekki sést opinberlega síðan fyrir
áramót. Deng Xiaoping hinn
óopinberi leiðtogi í Kína hitti
Finnana í stað Hus, og tjáði þeim
að stefnu sinni til opnara samfé-
lags og nútímalegra yrði haldið
áfram.
Deng hefur hingsvegar
gagnrýnt Hu fyrir að hafa leyft
stúdentamótmælin, samkvæmt
fréttum frá japanskri fréttastofu,
og yfirmaður áróðursstarfs í
flokknum, Zhu Houze, liggur
einnig undir harðri gagnrýni fyrir
að halda hlífiskildi yfir einum af
þeim frjálslyndu prófessorum
sem á hefur verið ráðist síðustu
daga.
Sagt er að æðstu menn í Kína
séu á fundum þessa daga, og er
því spáð að Hu og fleiri forystu-
menn eigi ekki langa pólitíska líf-
daga fyrir höndum.
Afvopnun
Sjöunda Genfaiiotan hófst í gær
Háttsettari menn en áður íforystu sendinefndanna
Genf - Bandarísku og sovésku
sendinefndirnar hófu í gær
nýja lotu í Genfarviðræðunum
um kjarnorkuvopn og
geimvopn. Nokkrar vonir eru
bundnar við þessa lotu, ekki
síst vegna þess að yfirmenn
samninganefnda eru háttsett-
ari menn en áður, sem þykir
benda til að risaveldin ætli sér
að ná einhverjum árangri.
Max Kampelman aðalsamn-
ingamaður Bandaríkjanna var í
gærdag matargestur hins ný-
skipaða viðræðumanns Sovét-
ríkjanna, Júlí Vorontsof, og var
ekki annað að sjá en sæmilega
færi á með þeim félögum í kuld-
anum. Júlí Vorontsof, sem kom í
stað Viktors Karpofs, er fyrsti
varautanríkisráðherra Sovétríkj-
anna og því einn af æðstu'
mönnum í stefnumótun eystra. í
Kreml var sagt að tilgangur
mannaskiptanna væri að koma
nýju lífi í samræðurnar sem hafa
verið án árangurs í sex lotum síð-
an í mars 1985.
Áður en Kampelman fór til
Sviss var hann hækkaður í tign í
Washington, en sú athöfn var
sögð óháð hrókun Sovétmanna.
Kampelman hefur sagt að hann
komi ekki með neinar nýjar til-
lögur til Genf, þar sem Banda-
ríkjamenn telji að næsta skref sé
Sovétmanna.
Stórblaðið bandaríska New
York Times gagnrýndi
Washington-stjórnina í gær fyrir
þessa afstöðu, og sagði að sendi-
nefnd hennar yrði að færa
eitthvað fram éf viðræðurnar
ættu að enda með árangri. New
York Times taldi einnig að f Genf
þyrfti að skipta um, og leggur til
að Paul Nitze, helsti ráðgjafi for-
setans í vopnasamningum, verði
látinn taka sæti Kampelmans.
Verkföll
Grikkland lamað
Verkamenn mótmœla kreppuráðstöfunum Papandreous
Aþena - Atvinnulíf og sam-
göngur í Grikklandi voru í
lamasessi í gær þegar tvær
milljónir verkamanna fóru í
sólarhrings verkfali til að
andæfa efnahagsaðgerðum
ríkisstjórnarinnar. Laun hafa
ekki batnað í Grikklandi síðan
stjórn sósíalistans Papandre-
ou hóf kreppustefnu sína í
efnahagsmalum í okt. 1985.
Um 30 þúsund starfsmenn raf-
veitna fóru í verkfall strax í fyrra-
dag og í gær lömuðust nær allar
samgöngur í landinu, og var
Aþenuflugvöllur nær óvirkur.
Tugþúsundir fóru í göngu í
Aþenu og mótmælti efnahags-
stefnunni við þinghúsið. Fyrir að-
gerðunum fóru verkalýðsfélög
tengd Kommúnistaflokknum,
sem upphaflega studdi stjórn
Papandreous en hefur nú snúist
gegn henni og segir hana hafa
snúið baki við sósíalisma. Stjórn-
arliðar verja stefnu sína með því
að benda á nokkurn árangur,
meðal annars lækkandi verð-
bólgutölur. Kreppuáætlun
stjórnarinnar náði yfir tvö ár, og
hafa verkalýðssambönd barist
gegn henni frá upphafi.
Föstudagur 16. janúar 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 21