Þjóðviljinn - 16.01.1987, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 16.01.1987, Blaðsíða 9
Ferðalög Sjálf- stæðið hefur aukist Auður Björnsdóttir hjá Sam- vinnuferðum-Landsýn hefur starfað í ein tuttugu ár að ferða- lögum. Fyrst hjá Flugleiðum í Kaupmannahöfn og síðan í rúm tíu ár þar sem hún er nú. Hún segir íslendinga sækja sífellt meir í að skipuleggja ferðalög sín sjálfir „Ég hóf störf hér hjá Samvinnuferðum-Landsýn þann 5. júlí árið 1976 , átti því tíu ára starfsafmæli í fyrra,“ segir Auður Björnsdóttir hjá Samvinnuferðum-Landsýn í samtali við Þjóðviljann. Auður þekkir því vel til ferðamála ís- lendinga. Áður en hún réðst til Sam- vinnuferða vann hún hjá Flug- leiðum í Kaupmannahöfn sem þá hét Flugfélag íslands, hafði verið þar í níu ár. „Þegar ég kom hér til starfa voru fjórir starfsmenn á skrifstofunni. Nú er þetta hins vegar orðin ein stærsta ferða- skrifstofa landsins þannig að það má kannski segja að ég hafi séð miklar breytingar." -Það hlýtur þá að vera nokkuð gaman að þessu. „Já mikil ósköp. Það er alltaf jafn gaman. Og aðsóknin er alveg gífurlegí störf hérna. Umsóknum um starf rignir bókstaflega inn daglega." 400 manns sóttu um -Nú stóðst þú fyrir námskeið- um nýlega í fargjaldaútreikning- um og farseðlaútgáfu. Var mikil aðsókn að þeim? „Já, það má nú eiginlega orða það þannig,“ segir Auður og brosir. „Áður en við auglýstum námskeiðið var eitthvað um það í fréttum og fólk fór strax að spyrj- ast fyrir um þetta hjá okkur. Og daginn sem við skráðum á nám- skeiðin myndaðist biðröð hérna fyrir utan af fólki sem vildi taka þátt í þeim. Það voru um 400 manns sem sóttu um en aðeins var tekið við fjórtán manns á námskeiðið. Þannig að það má víst segja með réttu að m'ikil að- sókn hafi verið að námskeiðinu. Við höfum síðan haldið nám- skeið sem þessi og þó aðsóknin hafi ekki verið jafn gífurleg á þau og hið fyrsta hefur ekki vantað fólk, síður en svo. Og það virðist hafa verið mikil þörf fyrir þessi námskeið. Af þeim sem útskrif- uðust af þeim er nú um helmingur farinn að starfa að ferðamálum." -Hvað er þá svona óskaplega heillandi við þetta starf? Það er kannski erfitt að segja. Af vanþekkingu halda sjálfsagt margir að starfið feli í sér fjöl- margar ferðir til sólríkra landa, strandferðir með tær upp í loft. En þetta er erfitt og krefjandi starf sem krefst hæfileika og þekkingar. Fólk sem byrjar að starfa við þetta fær bakteríuna eða hættir fljótlega. Maður kynn- ist fjölmörgu fólki, er í sam- skiptum við marga, bæði hér- lendis og erlendis. En þessi nám- skeið voru 40 kennslutímar og þar voru aðeins kennd grunnat- riði. Ætli megi ekki segja með réttu að það taki starfsmann yfir- leitt ár að verða þokkalegur í starfi." Met miðað við höfðafjölda -Hvað heldurðu að margir ís- lendingar starfi nú á ferðskrif- stofum? „Ætli það séu ekki um það bil 150 til 200 manns, þegar flugfé- lögin eru undanskilin. Ferða- skrifstofurnar eru hins vegar ein- ar 10 til 15 og er það áreiðanlega met þegar miðað er við höfða- fjölda." —Og ekkert mál að reka þær allar? „Nei, það virðist ekki vera. Það er reyndar af og til um ein- hvers konar sameiningar og eignaskipti en markaðurinn virð- ist reyndar vera nokkuð stöðug- ur. Hins vegar eru nokkrar litlar ferðaskrifstofur sem oft geta átt í erfiðleikum í samkeppni við stærri stofurnar. En markaðurinn virðist hins alltaf vera að aukast. Á síðasta og þar síðasta ári var mikið talað um væntanlega fækk- un í ferðum íslendinga til út- landa. Þessi fækkun á ferða- lögum varð hins vegar aldrei. Þróunin varð þveröfug í reynd og það er ekkert sem bendir til að ferðagleði íslendinga sé að rninnka." Helgarferðirnar vinsælar -Kannast þú við að ferðalög ís- lendinga til útlanda hafi aukist mikið eftir leiðtogafundinn margfræga eins og tölur frá Flug- leiðum virðast benda til? „Ja, það hefur aldrei verið jafn mikil aðsókn í helgarferðir okkar til Amsterdam, Glasgow og Lundúna og í október, nóvember og desember. En hvort það stóð í einhverju sambandi við leiðtog- afundinn þori ég ekki að segja til um. Það hafa kannski verið þeir sern græddu svo vel á fundinum. En pundið var hagstætt á þessum tíma og það hefur sjálfsagt haft sitt að segja.“ -En hverjar eru helstu breytingarnar sem þú hefur orðið vör við? „Islendingar eru orðnir ferða- Feröalög Óvæntur ferðahugur í nóvember Það vakti nokkra athygli Flugleiðamanna í nóvember síðastliðnurn að þann mánuð- inn jókst mjög straumur fólks til útlanda. Óvenjulegt var það vegna þess að nóvember er yfirleitt einn daufasti mánuðurinn á árinu í ferðalögum landans. En það sem vakti sérstaka athygli var að þetta virtist tengjast leiðtogafundinum fræga. Strax eftir hann jókst straumur íslendinga erlendis að miklum mun. Einn Flugleiða- maður orðaði þetta á þann veg að það hefði verið „eins og allar stífl- ur hefðu brostið“. Fólk finnur enga sjáanlega skýringu aðra en þá að íslendingar hefðu gerst svona miklir heimsborgarar eftir fundinn. IH Auður Björnsdóttir. „Þessi vinna er alltaf jafn skemmtileg", segir hún. vanari, ef svo má segja, og sjálf- stæð ferðalög hafa aukist, þ.e. að fólk velur meira að ferðast utan skipulagðra hópferða. Flug og bíll er einn anginn af þessari þró- un. Síðan má nefna skíðaferðirn- ar sem dærni um eina af nýjung- unum. Þær hafa aukist mjög á undanförnum árum. Fólk fer jafnvel í sólarferða á sumrin og skíðaferð að vetri til. Slík ferða- lög hófust að einhverju marki hjá íslendingum eftir 1980 og þau aukast stöðugt. Þau hafa meðal annars komið til vegna tíðari ferða fólks til útlanda". Fólk skiptir meira fríum sínum „Önnur breyting er að fólk skiptir meira fríum sínurn en áður. Fer kannski í sumarfrí til sólarlanda en einnig í stuttar ferðir á veturna. Helgarferðir til ýmissa landa eru dæmi urn slíkt. Mér sýnist að fólk spari við sig í einhverju öðru og velji í þess stað ferðir til útlanda. Nú, svo hafa fargjöld lækkað miðað við kaupgetu.“ En hver er helsti munurinn á íslenskum og erlendum ferða- löngum, eins og þú þekkir það? „Helst er það nú kannski að íslendingar plana hlutina mikið seinna en gerist erlendis. Fólk hérlendis er kannski að rjúka í þetta hálfum mánuði áður en far- ið er. Slíkt gerist varla erlendis. En þetta er allt að breytast til batnaðar. Við hjá Samvinnuferð- um-Landsýn höfurn kynnt fyrir nokkrum árum svonefnda Ferða- veltu. Þ.e. að fólk getur greitt andvirði ferðarinnar í nokkra mánuði áður en farið er og eftir að komið er úr ferðalaginu. Það ásamt öðru hefur leitt til þess að íslendingar eru farnir að skipu- leggja ferðalög sín betur,“ segir Auður og bætir við að svona í lokin „vil ég óska íslendingum góðs ferðaárs.“ IH ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.