Þjóðviljinn - 16.01.1987, Blaðsíða 7
Umsjón:
Helgi
Hjörvar
Utvarp fram haldsskóla?
Það ætlar ekki að gera það
endasleppt fjölmiðlafrelsið
margblessaða. Við heyrum
að möguiegafari ný útvarps-
stöð í loftið fyrri hluta þessa
árs. Ætti sú að standa ungur
fólki nokkru nær en aðrar,
enda ekki ætlunin að þar ríði
lágkúrulegir auglýsingaþættir
síbylju, heldurverðurþarungt
fólk sem geri þætti fyrir ungt
fólk.
Að minnsta kosti ef marka
má orð Hrannars B. Arnars-
sonar, formanns Félagsfram-
haldsskóla.
Það félag samanstendur af
Menntaskólunum við Hamra-
hlíð, í Kópavogi, við Sund og í
Reykjavík, fjölbrautaskólunum í
Ármúla, Breiðholti, Flensborg
og Garðabæ. Verslunarskóli ís-
lands, Iðnskólinn í Reykjavík og
Kvennaskólinn í Reykjavík. Auk
þess Fjölbrautaskólinn á Suður-
landi sem er nýgenginn í söfnuð-
inn.
Formanninn heimsóttum við í
vikunni til að forvitnast um hvort
félag framhaldsskóla hefði komið
einhverju í verk frá því að það var
stofnað, en frá stofnun þess
sögðum við í nóvember.
Undir borði
„Jú eitthvað er það. Félagið er
auðvitað að stíga fyrstu skrefin
þannig að mest er þetta undir-
búningsvinna, fyrir nú utan að
þessu er alls ekki ætlað að verða
bákn, heldur fyrst og fremst sam-
starfsvettvangur.
En ef við eigum að tíunda
eitthvað er það auðvitað ályktun-
in sem við samþykktum vegna
reglugerðar frá Sverri Her-
mannssyni menntamálaráðherra
um einkunnagjöf, sem fræg varð
að endemum. Sverrir dró hana
auðvitað umsvifalaust undir borð
við þetta og er óskandi að hún
megi híma þar alla tíð.
Við áttum frumkvæði að
spurningakeppni framhaldsskól-
anna, sem nú er hafin í útvarpi,
en úrslitum hennar verður sjón-
varpað. f bígerð er svo blað um
málefni skólanna, félagslíf og
-mál. Við vonum að það geti orð-
ið einhver umræðuvettvangur
fyrir þessi mál, en slíkan hefur
vantað lengi“.
Gömul hugmynd
Og síðast en ekki síst er út-
varpsstöðin..."
Útvarpsstöð?
„Já, þetta er gömul hugmynd,
eða eigum við að segja langur
draumur, sem við erum fyrst nú
að sjá að getur auðveldlega orðið
að veruleika. Fjölmargir fram-
haldsskólanemar hafa verið með
þetta í maganum alveg frá því að
útarpið var gefið frjálst. En menn
hafa alltaf sett kostnaðinn fyrir
sig.“
Ekki að ástæðulausu er það?
„Jú í rauninni. Þó draumurinn
hafi verið langur dreymdi okkur
ekki um að þetta gæti orðið jafn
ódýrt og raun ber vitni. Þær leiðir
sem við höfum fundið eru
beinlínis hlægilega ódýrar.“
Innan við
5% af veltu
Og hvað er hlægilegt?
„Það sem um ræðir er
stofnkostnaður sem samsvarar
innan við fimm hundraðshlutum
af ársveltu nemendafélaganna
sem aðild eiga að félaginu. Síðan
er rekstrarkostnaðurinn. Við
gætum fengið inni í fullkomnu
hljóðveri og leigu á því greiðir
hvert nemendafélag fyrir sitt
fólk. Sá útgjaldaliður ætti að vera
áþekkur og fyrir hefðbundin fé-
lög - svo fremi að það sé einhver
áhugi hjá nemendum.“
Vel á minnst. Er áhuginn á
þessu mikill?
„Já. Allir þeir sem ég hef rætt
þetta við hafa verið mjög já-
kvæðir. Enda er þetta stór
skerfur til félagslífs í skólum, ef af
verður.
Ég held líka að það sé nauðsyn-
legt fyrir þennan hóp sem á eftir
að lifa og hrærast í sannkölluðu
fjölmiðlasamfélagi, að kynnast
þessum miðlum. Hingað til hafa
framhaldsskólanemar verið lítið
annað en óvirkir neytendur og
það er kominn tími til að þeir
verði annað og meira.“
Lítil reynsla
En hafið þið nokkra reynslu af
svona starfsemi?
„Ekki er hún mikil. Flestir
skólarnir hafa að vísu rekið út-
varp í tvo til þrjá daga á ári, á
svokölluðum opnum dögum, en
þá sinna menn ýmsum tómstund-
amálum í stað náms.
Á þessa daga höfum við fengið
sendi hjá Pósti og síma, en tækni-
málin yfirleitt verið basl. Dag-
skrárgerðin líka, því útvarpsstöð
er of viðamikið fyrirtæki fyrir
einn skóla. Állt of fáir þurfa að
gera allt of mikið, einsog þekkist í
allri félagsstarfsemi.
Vönduð dagskrá
En þetta hefur gefið þeim sem
að dagskrárgerð hafa unnið æði
mikið, bæði reynslu og ánægju.“
En verður þetta ekki líka ótta-
legt basl?
„Nei alls ekki. En þetta verður
ólíkt faglegra. Tæknihliðin ætti
að vera í góðu lagi og það verða
miklu fleiri um dagskrárgerðina,
þannig að minna kemur í hlut
hvers og eins. Þeim mun vand-
aðra ætti það líka að verða.“
En verður þetta ekki einsog
hinar útvarpsstöðvarnar, tónlist
og spjall dag út og dag inn?
„Nei, það held ég ekki. Ég held
að framhaldsskólanemar hafi
meiri metnað en svo að þeir verði
bara eftiröpun. Auk þess, ef ég
þekki þessa skóla rétt, myndu
þeir skapa sér sérstöðu hver og
einn. Svo þetta ætti að verða fjöl-
breytt dagskrá.“
Engir viðvaningar með þágu-
fallssýki?
„Það verða varla neinir ís-
lenskufræðingar sem ritskoða hið
talaða orð og eflaust læðist
eitthvað með. En það verður
varla svo að það slái við mörgu
því sem fyrir er, þó vafasamt sé
að miða við það versta.
En þegar menn sjá kannski
ekki fram á að gera nema einn
útvarpsþátt um ævina held ég að
þeir vandi líka til hans. Lélegt
málfar stafar ósjaldan af metnað-
arleysi og þreytu, og þjakar helst
þá sem oftast og lengst tala í út-
varp.“
En gæti dagskrárgerð ekki
tengst náminu á einn eða annan
hátt?
Ýta á
skólayfirvöld
„Sem stendur er fjölmiðlafræði
hvergi kennd nema í Fjöl-
brautaskólanum í Breiðholti, en
ég veit að yfirvöld í öðrum fjöl-
brautaskólum og í M.H. eru að
ræða þessi mál. Svo er líka verið
að ræða það að taka fjölmiðla-
fræði upp í Háskólanum og gera
að sérbraut.
Mér sýnist að útvarpsstöð á
okkar vegum myndi auðvelda
mjög verklega þáttinn í náminu
og hvetja yfirvöld til að færast nú
nokkra áratugi nær samtímanum,
smá smurolía á möppurnar."
En hvað með skipulag dag-
skrár?
„Það er allt meira og minna
óráðið. Enda er skipulag alltaf
aukaatriði ef áhugi er fyrir hendi.
En það mætti t.d. hugsa sér að
áhugamenn í hverjum skóla væru
með einn þátt í viku og hefðu
fullkomlega frjálsar hendur með
hann.
Það yrði varla neinn frétta-
flutningur á þessari stöð og engir
fastir liðir eins og venjulega. Við
yrðum að byrja smátt en bíddu
bara...“
Hvað með hlustun, yrði hún
einhver heldurðu?
„Það læðist að mér sá grunur
að ef fólk ætti að velja um mús-
íkglamur og málvillur á Bylgj-
unni og Rás 2 annars vegar og
frumlegt og óútreiknanlegt út-
varp ungs fólks hins vegar, þá
stilli hin þjóðlega forvitni á það
síðarnefnda.
Reynslan af svona stöðvum í
Bandaríkjunum er að í grennd
við háskóla og menntaskóla eru
það þær sem njóta einna mestra
vinsælda.
Svo má benda á að einna vin-
sælasta efni fjölmiðlanna er ein-
mitt frá okkur komið, spurninga-
keppnin og ræðukeppnirnar."
Og hvenær verður ákvörðunin
tekin?
„Þetta verður rætt núna næstu
daga og sennilega sagt af eða á í
næstu viku. Þetta er ævintýri sem
er ekki til neins nema lenda í.“
Glætan tekur undir það, þakk-
ar fyrir sig og vonar að þetta verði
eitt af góðu ævintýrunum.
Sjá einnig viðt.al bls. 8
Föstudagur 16. janúar 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7