Þjóðviljinn - 16.01.1987, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 16.01.1987, Blaðsíða 1
Vegna viðtalsins við „Hallgrím" sem Þjóðviljinn birti í gær hefur Operan nú boðið honum á sýningu á Aidu. Fátœktin „Hallgrímui" í Óperuna íslenska Óperan býður öryrkjanum sem Þjóðviljinn rœddi við í gœr á sýningu áAidu. Vegna viðtals sem Þjóðviljinn birti í gær við 65 ára gamlan öryrkja sem getur ekki látið það eftir sér að sækja óperusýningar af sínum litlu efnum, hefur Óper- an boðið manninum tvo miða að sýningu á Aidu. „Ég er mjög þakklátur og hefði gaman af að fara“ sagði boðsgest- urinn í samtali við Þjóðviljann, „ég hugsa að ég fái son minn með mér á sýninguna." Öryrki þessi skýrði frá því í við- tali við Þjóðviljann í gær að hann yrði að lifa á örorkubótum sem eru undir lágmarkslaunum. „Ég reyni að lifa spart og fer aldrei í bíó“ sagði hann meðal annars í viðtalinu við Þjóðviljann. „Mig langar oft í Óperuna en það þýðir ekki að láta sér detta það í hug.“ Hann hefur nú fengið ósk sína uppfyllta vegna þessa góða boðs íslensku Óperunnar. vd. Fátœkt 5 heimili á tveimur árum „Ég hefði aldrei trúað því að ég ætti eftir að ganga í gegnum það sem ég hef gengið eftir að ég skildi. Það sem kemur mér þó mest á óvart í þeirri reynslu er það hversu illa ég hef farið út úr viðskiptum mínum við þær stofn- anir sem hafa þann tilgang að hjálpa fólkí,“ segir Karen Guð- mundsdóttir, einstæð móðir með tvö börn sem hefur þurft að flytja 5 sinnum á tveimur árum. í við- tali hér í blaðinu greinir Karen frá reynslu sinni af Félagi einstæðra foreldra og Félagsmálastofnun, en hún ber þessum stofnunum ekki fagra söguna. -K.Ól. Sjá bls. 5 | FÁTffiKT j) Sjómannasamningarnir Skárra en kjaradómur Óskar Vigfússon: Ágœtt miðað við aðstæður. Magnús Kjartansson: Gáfum allt ofmikið eftir Eftir hádegið í gær undirrituðu samningsaðilar í deilum sjó- manna og útvegsmanna sam- komulag það sem náðist í deilunni klukkan 8 í gærmorgun. Þá höfðu samningsaðilar setið við samn- ingaborðið í samfellt 21 klukku- stund, en mest af þeim tíma fór í að ná samkomulagi um kostnað- arhlutdeild sem er eftir samkomulagið 75% en var áður 71%. Þá var samið um það að kostnaðarhlutdeildin verði tengd olíuverði svo og um starfsaldurs- hækkanir og ýmis réttindamál sjómanna. Krafa sjómanna hafði, áður en slitnaði uppúr viðræðum á sunn- dag, verið 79% og tilboð úvegs- manna 73%. Sjómenn hafa því verulega slegið af kröfum sínum. „Miðað við þær aðstæður sem fyrir hendi voru eru þetta ágætir samningar og með því að binda oh'uverð og skiptaprósentu höf- um við tryggt okkur réttmæta hlutdeild í ágóðanum," sagði Óskar Vigfússon formaður Sjó- mannasambandsins um samning- ana. Ekki voru þó allir á eitt sáttir um ágæti samninganna: „Við gáf- um allt of mikið eftir,“ sagði Magnús Kjartansson fulltrúi Öldunnar í samninganefnd Far- manna og fiskimanna og Sveinn Kristinsson hjá Sjómannafélagi Eyjafjarðar sagðist kvíða því að koma heim með pakkann. Sjó- menn voru þó flestir sammála um það að hefði frumvarp ríkis- stjórnarinnar náð í gegn að ganga hefðu sjómenn komið ver útúr kjaradeilunni en ella. Utvegsmenn virtust ánægðari almennt en sjómenn með þessa samninga. „Ég vil ekki trúa öðru en að við höfum verið að gera rétt með þessum samningum," sagði Kristján Ragnarsson formaður LÍÚ og Einar Guðfinnsson full- trúi úvegsmanna á Vestfjörðum sagði: „Við erum ánægðir og ég held að allir sem að samningun- um stóðu séu það.“ Að sögn Kristjáns Ragnars- sonar kosta samningarnir útvegs- menn á milli 250-300 miljónir, en hver prósenta í kostnaðarhlut- deild er talin vera á milli 50-60 miljónir. Að sögn Hólmgeirs Jónssonar hagfræðings Sjómannasambandsins er út- gerðin, eftir þessa samninga, skilin eftir með 3% gróða miðað við 6% ávöxtun. Samningarnir voru bomir undir félagsfundi í gær og á nokkrum stöðum í dag. Ef samn- ingarnir verða samþykktir verður verkfalli aflýst samstundis. —K.Ól. HP-könnun AB og Kvennó vinna á Kratasóknin dvín. Alþýðubandalagið nálægt tveimur mönnum á Reykjanesi Inýbirtri skoðanakönnun Skáís í Helgarpóstinum sækja Alþýðu- bandalagið og Kvennalisti á mið- að við fyrri kannanir blaðsins. Kratasóknin dvínar og Sjálfstæð- isflokkur stendur í stað með rúm- an þriðjung svara þeirra sem af- stöðu tóku. Þriðjungur spurðra neitar að svara, segist óákveðinn, ætlar að skila auðu eða sitja heima. Af þejm sem afstöðu tóku sögðust 24,2% styðja Alþýðuflokk (28,6 í síðustu HP-könnun, 11,7 í kosn- ingunum ’83), 15,7% styðja Frámsókn (16,2-18,5), 0,4% styðja BJ (0,2-7,3), 35% styðja Sjálfstæðisflokk (34,7-38,7), 15,7% styðja Alþýðubandalag (13,6-17,3), 8,8% styðja Kyennalista (6,4-5,5), 0,2% styðja Flokk mannsins. ÍHelgarpóstinum reiknast til að faaru kosningar eins fengju kratar 15 þingmenn, Framsókn 10, íhaldið 23, Allaballi 10 og Kvennó 5. Könnun Helgarpóstsins er skipt í þrennt, Reykjavík, Réykjanes og landsbyggðin, og kemur í ljós að kratar tapa frá si'öustu HP-könnun um 6% í Reykjavík og á Reykjanesi, um 2% á landsbyggðinni. Framsókn og Sjálfstæðisflokkur standa alls- staðar í stað. Kvennalisti tapar 2% í Reykjavík, vinnur 2% á Reykjanesi og á landsbyggðinni. Alþýðubandalagið vinnur 2% í Reykjavík, stendur í stað á lands- byggðinni og vinnur 5% á Reykjanesi frá síðustu HP- könnun, úr 8 í 13% og er mjög nálægt tveimur mönnum þar samkvæmt þessum tölum. f könnuninni var einnig spurt um afstöðu til ríkisstjórnarinnar og sögðust 40% hlynntir, 36% andvígir, aðrir óákveðnir eða neituðu að svara. Könnunin er símakönnun og hringt í 800 manns. - m Sjómenn gera klárt eftir að skrifað var undir samninga í gær, en verkfalli verður samstundis aflétt samþykki sjó- menn samningana. (Á innfelldri mynd eru Kristján Ragn- arsson formaður LÍU og Óskar Vigfússon formaður Sjó- mannasambandsins). Mynd E.ÓI. Undirskriftatafir Vestfirsk fýla eða vélstjóraþóf Um tveggja tíma töf varð á því að samningar sjómanna væru samþykktir í „Karphúsinu“ í gær og fengu fréttamenn og ýmsir aðrir þá skýringu að vélstjórar krefðust leiðréttingar á einhverj- um atriðum rétt áður en undir- skriftin átti að fara fram. Þjóðviljinn hefur hins vegar fyrir því heimildir að önnur ástæða fyrir þessari töf hafi verið sú að Bolvíkingar hafi ekki viljað samþykkja vegna þess að fulltrúi þeirra í samninganefnd Vestfirðinga hafi ekki verið boð- aður á fundinn í síðustu lotu samningaviðræðnanna. Útvegs- menn svöruðu þessari hótun með því að neita að skrifa undir fyrr en allir aðilar væru með og fólst lausn mála í því að réttir aðilar á Bolungarvík voru beðnir afsöku- nar á mistökunum. Þess má geta að formaður Verkalýðs- og sjó- mannafélags Bolungavíkur er Karvel Pálmason, en Pétur Sig- urðsson formaður ASV er einn af helstu stuðningsmönnum Sig- hvats Björgvinssonar. -K.Ól. Ferðalög Út vil ek Það sóttu 400 manns um að komast á námskeið í farseðlaút- gáfu og fargjaldaútreikningi hjá einni ferðaskrifstofunni fyrir nokkru. Flugleiðir eru að hefja ferðir til Massachussets í Bandaríkjunum. f mars nk. verður hafin útgáfa á nýjum vegabréfum hér á landi, m.a. vegna kvartana erlendis frá um falsanir í íslenskum vegabréf- um. f blaðauka Þjóðviljans í dag um ferðalög erlendis er sagt nán- ar frá þessu. Einnig er viðtal við Einar Gíslason starfsmann RALA að Keldnaholti um ferða- lög hans til Mexíkó og Egypta- lands. Sjá nánar „Út vil ek“ bls. 9-16. Föstudagur 16. janúar 1987 11. tölublað 52. árgangur

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.