Þjóðviljinn - 06.09.1987, Side 8
Á maður nokkuð að vera að veita þeim skálki Magnúsi Hanssyni greiðslutrest? Ég held ekki.
Ég verð að segja þér eitt,
Magnús - sá orðrómur
gengur að þú sért í einhverj-
umerfiðleikum.
Það er virðulegur banka-
maður úr Reykjavík með pípu-
hatt sér við hlið sem segir
þetta við Magnús Hansson.
Magnús Hansson hellir í glas
gestsins og eyðirtali hansog
félaga hans, það er allt í lagi
með hansfjármál, maður
verður, segir hann með flátt-
skap að spekúlera svolítið til
að safna auði. Og svo;stormar
inn Sigríður, móðir Nonna og
Manna, og truflar þessi fjárm-
ál og þau hverfa af skrifstof-
unni til að ræða það sem ekki
megaaðrirheyra.
Lítið
verið var
móðir
er Magnús
kapítalisti
í sínum
sem
við
er
Wilson
merki-
legt við það, ef þessi sótraftur hér
væri ekki á sjó dreginn til að segja
setninguna sem fyrst var til vitn-
að. Við Arnmundur Backmann,
sem er einn af ágætum sumar-
bændum í Flatey, vorum klæddir
upp og settir í hlutverk virðulegs
bankavalds sem komnir eru til
Akureyrar fyrir meira en öld til
að skoða reikningana hjá ein-
hverjum forvera Haf-
skipsmálsins.
Eg sagði við Ágúst Guðmunds-
son, sem stjórnar þessari þýsk-
bresk-norsku sjónvarpsmynd
sem byggir á Nonnabókunum
eins og kunnugt er, að mér þætti
stórmerkilegt að vera kominn til
Flateyjar til að segja eina setn-
ingu. Hann hló við og sagði: Þér á
eftir að finnast það enn skrýtnara
að það tekur kannski þrjá eða
fjóra tíma að segja hana.
Allt það umstang
Ekki fór samt svo illa. Senurn-
ar tvær þar sem bankamennnirnir
virðulegu segja nokkur orð eða
sjást baksviðs tóku ekki nema tvo
tíma í upptöku. En sama er mér.
Það er reyndar merkileg reynsla
að.prófa það dagstund á eigin
skinni hvflík þolinmæðisraun það
er að búa til kvikmynd, hvurslags
umstang og vesin og bið og skipu-
lagsflækjur eru á bak við kannski
þrjátíu- fjörtíu sekúndur á
skermi. Manni verður einna efst í
huga að undrast það að það skuli
yfirleitt hægt að leika vel í kvik-
mynd.
Þetta uppgjör við Magnús
Hansson, sem Arnmundur sagði
glottandi að væri náttúrlega
vendipúnkturinn í sögunni, fór
fram á mánudagsmorgni. Daginn
áður voru leikarar og einir fjörtíu
statistar önnum kafnir við að
mynda skipakomu. Sekkir og
tunnur frá lýsisbræðslu M. Hans-
sonar á bryggjunni, fín hjón á leið
til Kaupmannahafnar, lítill strák-
ur á handahlaupum, einfættur
maður undir vegg tollskýlisins,
skúta úti á legunni og bát er róið
að bryggju. Þar er kjominn Har-
aldur útilegumaður, sem kemur
við sögu í „Á Skipalóni“, en er
hér stækkaður mjög og verður að
einskonar bindiefni í þeirri sögu
sem spunnin er með hliðsjón af
íslandsþáttum Nonna. Og Nonni
og Manni taka á móti honum og
spyr j a hvaðan hann sé að koma...
Það var komið mikið lið úr
Stykkishólmi og allt kykvendi í
Flatey kom á fiimu, líka kett-
lingur lítill, sem drengur lék sér
að undir tunnu. Og náttúrlega
heilmikið um fyrirhöfn og kostn-
að sem lítið verður úr: smíðuð
hafði verið sérstök bryggja og
gripaflutningabátur dreginn út í
Flatey frá Bjarnarhöfn, því ætl-
unin var að skreyta filmuna með
atriði þar sem hestum er skipað
út. Af því var ekki: það tók svo
langan tíma að taka á móti Har-
aldi útilegumanni, að á meðan
fjaraði undan bryggjunni og
bátnum, aðeins einn tökudagur
eftir í Flatey, og þar fór það.
Góð skemmtun
En flestir virtust hafa góða
skemmtun af því að vera með.
Hólmarar voru komnir í búninga
fyrir klukkan átta á sunnu-
dagsmorgni, þeir höfðu lagt af
stað með Baldri klukkan fimm
um morguninn og sumir höfðu
ekkert farið að sofa því það var
ball á staðmim. Hress ung kona
kvaðst hafa verið færð úr danska
búningnum og lækkuð í tign, nú
var hún orðin saltfiskkerling hjá
M. Hanssyni og hafði góð orð um
að gera allt vitlaust á eyrinni, fara
í kvennabaráttu, gera stræk.
Þegar fólkið var komið í bún-
inga sem áttu að sýna allt litróf
samfélagsins á Akureyri fyrir
röskum hundrað árum sló niður
þessum þanka hér: Það er ekki
nema von að kvikmyndamenn
séu haldnir söknuði eftir þeim
tímum þegar það sást strax á
hverri klæðispjötlu sem menn
báru, á hverri hreyfingu má ég
segja, hverjir þeir voru í samfé-
laginu.
Og eldgos líka
í hléi sem á verður spyr ég
Ágúst Guðmundsson að því,
hvers konar meðhöndlun þær
sakleysislegu Nonnabækur fái
áður en þær verða framhaldssaga
í sjónvarpi á okkar dögum. Og
svörin voru eitthvað á þessa leið:
Vissulega er farið frjálslega
með. Til dæmis er Haraldur sem
þeir Nonni og Manni rekast á,
gerður að heilmikilli persónu.
Hann hefur orðið manni að bana,
en við sýknum hann af því og
komum - með aðstoð Nonna sem
er viss um sakleysi hans - ábyrgð-
inni yfir á Magnús Hansson. Það
má segja já að við skerum morðið
sundur og skeytum það saman.
Frumkvæðið að gerð þessarar
myndar kemur frá Þjóðverjum.
Joachim Hammann gerði hand-
ritið og svo fór Bretinn Richard
Cooper yfir það og kom að ýms-
um breytingum og ég hefi síðan
reynt að taka burt úr því ýmislegt
sem mér fannst óíslenskt. Þessir
menn höfðu hvorugir komið til
íslands, en það gerir ekkert til.
Heyrt og séðvið upptökur ó Nonnakvikmyndinni í Flatey
8 SÍÐA —
| Sunnudagur 6. september 1987