Þjóðviljinn - 06.09.1987, Blaðsíða 11
tjmiU ?j«-Uin*8Íaifl
utUismM wr
Félagssklrtelnl f Dagsbrún frá upphafi og fram á fjórða áratuginn er meðal þess söguhnossgætis sem leyndist í
kassanum góða.
Varpa nýju
liósi ó söguna
Þorleifur
sýnir
Kristjönu
Valgeirs-
dótturfél-
agatal
Dagsbrún-
arfrá
fyrstu tíð:
Hér hefur
Jón nokkur
Guð-
mundsson
verið rek-
inn úrfé-
laginu áríð
1910...
(Myndir:
E.ÓI)
„Þessi skjöl eru mjög
merkileg og varpa nýju og
skýrara Ijósi á ýmislegt í sögu
verkalýðshreyfingarinnar
sem áður var á huldu. Fyrir
mig persónulega eru þetta
slík uppgrip að fögnuður minn
ermikill,” sagði Þorleifur Frið-
riksson sagnfræðingur, en
hann fékk heilan kassa af
skjölum í hendurnar sem eru
frá upphafsárum verkalýðs-
hreyfingarinnar.
Þorleifur vinnur um þessar
mundir að því að rita sögu Dags-
brúnar, en skjöiin eru einmitt úr
fórum Péturs G. Guðmunds-
sonar, sem kjörinn var formaður
félagsins 1913 og var lengst af í
fararbroddi verkalýðshreyfingar-
innar. Hann var einstaklega
hirðusamur um skjöl og heimild-
ir, en eftir andlát hans var þeim
pakkað niður í kassa. Og þar
voru þau um langt skeið.
Það var síðan Ásgeir, sonur
Péturs, sem fann skjölin og ætlaði
upphaflega með þau til Banda-
ríkjanna, en hann er búsettur
þar. „Það hefði verið hroðalegt
að missa skjölin þangað,” segir
Þorleifur, „enda alls óvíst að þau
hefðu nokkru sinni komið til ís-
lands aftur. í Bandaríkjunum eru
í gildi mjög strangar reglur um
útflutning skjala og heimilda
þaðan. Eftir samræður þeirra
Guðmundar J. Guðmundssonar
féllst Ásgeir á að veita félaginu
afnot af þessum heimildum. Þeir
eiga því báðir miklar þakkir
skildar, en Ásgeir hefur áður
látið okkur í té merkar heimildir
úr fórum föður síns.
Endurritar eigin sögu
Sem fyrr segir vinnur Þorleifur
nú að því að rita sögu Dagsbrún-
ar. Hvaða þýðingu hafa þessi
skjöl fyrir hann?
„Það er ýmislegt sem ég verð
að umskrifa. Ég er enn að flokka
og skrá þessa pappíra en það er
alveg ljóst að þeir eru afar þýð-
ingarmiklir. Sagan er þess eðlis
að hún er í sífelldri endursköpun
og það er mjög ánægjulegt að fá
tækifæri til að betrumbæta sína
eigin sögu. Þá hlýtur maður að
vera að nálgast sannleikann.”
- En hvemig er almennt ástatt
um heimildir um sögu verkalýðs-
hreyfingarinnar?
„Ástandið er f raun mjög alvar-
legt að því leyti. Það er afar brýnt
verkefni að koma upp
rannsóknastofnun og skjalasafni
verkalýðshreyfingarinnar. í þess-
um málum erum við heilli öld á
eftir t.d. bæði Dönum og Svíum.
Og þótt þessi skjöl sem við vorum
að fá núna séu stórkostleg þá eru
þau bara brotabrot af því sem við
vitum að ætti að vera til - og er
þegar best lætur geymt í kössum á
háaloftum og í kjöllurum. Þessir
pappírar hefðu líka hæglega get-
að glatast ef skilningur Ásgeirs
hefði ekki komið til. Saga verka-
lýðshreyfingarinnar verður ekki
X * t l o *
ua fraafwralvkoatnaft í ttil fyrir vartrttattmaf^SlakyXdu { Beykjavík,
5 ittnna £ htjirdli, diö«ð við vorðloe suooriB 191» og sumarlB 191S.
BÚtíUrauB
Xvflti ,
Öa#ogrjon
** Msar&ajöl
^áBáónir
Kart^flur
. Oylrofur
Butiinur
^‘öv« akjur
Sykur ,
Ksfft*obront
Kaffi’fcwtir
Kakaö
Scilöriíki
íólg
Krfa
UJÓlk
Saltkjöt
tt kjöt
Hyr fiakur
Trouíiakur
1/4 kg. a aann a öag « 456,25 kg*
1/8 - - - - - 228
- - ari •
12
6 — - — - - •
2 - - - - - -
14 - ~ - -■■-•
1 - - - - ~ -
1 - - _ - - •
50 ~ - - - - «
10 ~ - - - - -
11/2 - - - - •
1 1/2 - - ~ - •
57 1/2 - - - - -
2 1/2 ~ I I I I I
1 ------
25 -.............
4 - - - - - .
1 1. á <i$8 á,h«iiailið
25? kg« á arl a Micailið
75 - - ~ ~
750
250
60
30
10
70
5
5
250
50
7„_
7,5
W.5
25
12.5
5
125
20
25
565 1.
5 -
1914
7b,oo
65,3*
16,80
9,50
4,00
22,40
1,3C
1,75
20,00
5,oo
4,95
6,oo
98,56
41.25
12,12
13.25
153,75
18,00
23.75
80,30
18.75
41.25
105,oo
1915
266.13
214,68
59,40
35.70
19.70
70, co
9,90
7,oo
125,oo
15,00
18,75
4X1,00
3&5,&>
100,00
26,35
ö6,oo
67,50
262,80
50,oo
150,oo
270,oo
xina utgjtíia. til fttðia a ari
fítáinolia
Kol
Uppkveikáa
FatnaÖur
a^ofatnaöur
^uaaleigft
Xmialegur koetnaöur
Fwöiakoöatsður
Annar koataaður
JOO 1« a ari,
10 akpd. a ari
50^50 150,00
Kr. 895,82 2912,90
54, oc 171,oo
46,00 320,no
10,0« 40,OO
l5ö,co 525,oo
6d,<.x> 172,00
144,00 452,00
134.30
kr. 546,oo 1845,30
895,02 2912,90
646 * ot> .-1KS.2Q
kr. 4958,20
X»tlun,þeaai rax lögö til grxmdvallar í aaamingua ua kftupgjttldöoorirs verk»-
saanna i Eoykiavlk 1919« Hlutföllin voru yfirleitt talic. na?rrl aar? i* En
^yöalan of EiJcil, borlö sanan við t»r tekiur sea verksusetin yfirlftltt höföu
arift 1914.
Áastlun um framfærslukostnað á ári fyrir verkamannafjölskyldu í Reykjavík,
árin 1914 og 1919. Ef myndin prentast vel geta lesendur séð hve allar
nauðsynjar hækkuðu á styrjaldarárunum.
Lög Verkamannafélags Reykjavíkur sem stofnað var árið 1908 til höfuðs
Dagsbrún. Lítið var um þetta félag vitað enda varð því ekki auðið langra lífdaga
- einn af forystumönnum Dagsbrúnar lót kjósa sig formann þess gagngert til að
drepa það niður! Á myndinni eru einnig aukalög Dagsbrúnar frá árinu 1913, en
þar var auglýstur kauptaxti félagsins. Atvinnurekendur sættu sig ekki við hann
og fyrsta Dagsbrúnarverkfallið varð að veruleika. Þá sem oft síðar hafði þetta
móðurskip íslenskrar verkalýðshreyfingar sigur.
Lög fyrlr hlutafélag Alþýðublaðs-
ins sem reykvískt verkafólk gaf út á
árunum 1906-1907 ásamt fundar-
gerðarbók. Ritstjóri Alþýðublaðsins
gamla var Pjetur G. Guðmundsson,
en skjölin sem fundust eru úr fórum
hans.
skrifuð án fullnægjandi heimilda
og verkalýðshreyfing sem ekki
þekkir sögu sína er dæmd til að
vera veik.”
Merk skjöl frö upphafs-
árum verkalýðshreyf-
ingarinnar dregin fram í
dagsljósið. Þorleifur
Friðriksson sagnfrœð-
ingur: Nauðsynlegtað
stofna rannsóknamið-
stöð. Verkalýðshreyfing
sem ekki þekkir sögu
sína dœmd til að vera
veik
- Og hvað er verið að gera í
þessum málum?
„Á síðasta ári var stofnað Fé-
lag áhugafólks um verkalýðssögu
og nú eru í því hátt í tvöhundruð
manns. í þessu félagi er fólk úr
öllum áttum og úr öllum
stjórnmálaflokkum og það hefur
sett á laggirnar nefnd sem á að
knýja á um að draumur okkar um
rannsóknamiðstöð verði að veru-
leika.
Skilningur ráðamanna og for-
ystumanna verkalýðshreyfingar-
innar er sem betur fer að aukast -
því vissulega er það dapurlegur
vitnisburður um þjóð sem nýtur
þess á tyllidögum að kalla sig
söguþjóð, ef hún þekkir ekki sína
eigin nútímasögu.”
-hj
Sunnudagur 6. september 1987 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11