Þjóðviljinn - 06.09.1987, Page 20
III REYKJHIÍKURBORG III
i* __________^
*«*. AA ■%«» *%l
J.cutáan. Stödui
Útideildin í Reykjavík
Viö í útideild erum að leita að karlmanni, til að
sinna litar- og vettvangsstarfi meðal barna og
ungiinga í Reykjavík. Um er að ræða tæplega
70% starf í dag- og kvöldvinnu.
Æskilegt er að viðkomandi hafi menntun á
félags- og/eða uppeldissviði, t.d. félagsráðgjaf-
ar, kennarar, uppeldisfræðingar o.fl.
Nánari upplýsingar um starfið eru gefnar í síma
20365 og 621611 milli kl. 13-17 virka daga.
Umsóknarfrestur er til 14. september.
Umsóknum ber að skila til Starfsmannahalds
Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð á
sérstökum eyðublöðum sem þar fást.
REYKJKMIKURBORG
Jtcuuan, Stöeuir
Þjónustuíbúðir aldraðra
Dalbraut 27
OWtur vantar gott starfsfólk til starfa í eftir talin
störf:
Eldhús - vinnutími 8-14 virka daga og aðra
hv«rja helgi.
Ræsting - vinnutími 8-12 eða 13-17.
Hetmtlish)á4> - vinnutími 8-16, hlutastarf kemur
til greina.
Þvottahús - í hlutastarf, 75% og 100% starf.
Vaktir - næturvakt 70% starf, morgun-, kvöld-
og helgarvaktir 100%
Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 685377.
REYKJKJÍKURBÖRG Jf |
ÁauMVi Stödun
Umsjónarfóstra
Umsjónarfóstra með daggæslu á einkaheimilum
óskast til starfa strax.
Um er að ræða 9 mánaða afleysingu vegna
námsleyfis.
Upplýsingar veitir Fanný Jónsdóttir deildarstjóri í
síma 27277.
REYKJKMÍKURBORG
JlauAun- Stödun
Kvarnaborg,
nýtt dagvistarheimili
í Ártúnsholti
óskar eftir fóstrum í heilar og hálfar stöður 15.
sept. n.k.
Upplýsingar veitir forstöðumaður, Margrét Pet-
ersen, í síma 27277.
REYKJHríKURBORG
JÍCUl&tXSl Stödu%
Hólabrekkuskóla í Breiðholti vantar nú þegar
skólaritara í 50% starf síðdegis og gangavörð í
100% starf.
Upplýsingar gefur skólastjóri eða yfirkennari í
síma 74466.
Umsóknum ber að skila til Starfsmannahalds
Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð, á
eyðublöðum sem þar fást.
Hörpuvindur
syrpulaufs
Haustið kemur heljargrátt og
verður að rökkri yfir manni
sem í senn er langþráð og letj-
andi. Þvíþráttfyriraðskamm-
degið verði mönnum skemill
stofuleti verður ekki annað
sagt en að haustið sé hress-
andi árstíð og ætti helst að
vera haldið á hverju ári. Það
er beinlínis unun að þenja
skyrtuhneppt brjóst á móti
hinum þungvöxnu dropum
gráskýjanna sem hrannast
upp yfir skólablárri Esju og
heyra hvín í hvössu laufi rosk-
inna trjáa meðfram malerísk-
um einstefnugötum Vestur-
og Miðbæjar. það er á köflum
stutt í að vera staddur í því
eina málverki sem vitað er að
Giorgione hafi málað. og það
er líka stutt í að manni renni á
milli rifja svona nettar sonnett-
ur eins og þessi byrjendabyrj-
un:
sálum eins og mér. Því þarna
veður hver inn sem vill og hverfur
jafnan út sem verri maður. Og
það árlega.
En það eru fleiri skólar sem
opna á haustin en Septem-
skólinn. Leikhúsin eru að kynna
vetrardagskrána og það er alltaf
jafn kindarlegt að sjá leikarana
raða sér á aðgöngutröppurnar
fyrir blöð og sjónvarp eins og
bekkjardeildir bamaskólanna.
Fullorðið fólk með sín eigin hóp-
kenndarbros í átt að leikhússtjór-
anum sem stendur fyrir framan á
stéttinni við míkrófón fjölmið-
lungsmannanna, reynandi að
telja fólki trú um að það verði nú
„fjör“ í leikhúslífinu þetta árið og
„geysilega góður andi“ ríki nú
meðal starfsfóiksins sem sé meir
en reiðubúið að takast á við hin
„skemmtilegu verkefni vetrar-
ins.“ Á bakvið glittir í glottin
þeirra sem fengu aðalhlutverkin
og skeifur hinna. Og svo er líka
gaman að stúdera þessi útjösk-
Nú kaldur blces um klappir veðurbarðar
og kynnirsína skoðun bert um angur,
sá gamli giljaþefur veturlangur
sem gerir mönnum él og tíðir harðar.
í byggðakjörnum verða gulir garðar
oggaflarsnúa rauðir móti sólum.
Fyllast lífi skráargöt á skólum
og skýrist einnig margt h vað birtu varðar
hinni margslungnu innbyrðis
sambýlissögu allra þeirra.
Já, það er á haustin sem liðir
manna liggja að og frá og í veg
fyrir aðra. Allt virðist gerast í
einu. Farmiðarnir flækjast í ný-
legum lyklakippum innan um
passa og gjaldeyri, ávísanir,
reikninga og minnismiða. Opn-
anir og lokanir, kveðjur og heils-
anir, farpantanir og fatapress-
anir, léttvín og leigubflar, korna-
brauð og landsleikir, símanúmer
og heimilisföng. Allt binst í kal-
saman hnút haustsins sem að vísu
raknar úr nokkrum dögum síðar.
En í honum miðjum og undir
honum miðjum rembihnúti him-
ins, ekur maður þunnsteyptri
fólksbifreið með vakandi barni í
aftursætunum og reynir að muna
allt sem maður þarf að gera áður
en úr honum raknar. En maður
verður of seinn og fyrr en varði
fer allt úr böndunum, myrkrið
skellur framan á bifreiðinni,
regnið tekur að bylja á þakinu og
auglýsingatími á öllum rásum,
gömul skuld að norðan kemur
upp í hugann um leið og maður
minnist óseldra verka og allra
væntanlegra matarboða. A þetta
bætist væl hins vakandi barns og
þá rúllar maður niður rúðunni á
rauðu Ijósi og stingur opnum
munni út í hauströkkrið. En það
verður ekkert Múnk-Iegt óp úr
því heldur aðeins ámátlegt hljóð
Nei, haustið gerir mann ekki
linan heldur stífan, stífni andans
segir nú til sín og fjörið færist
hægt og örugglega eins og veður-
lægð yfir menningarlífið, vitarnir
loga glatt á ný eftir sumarlangan
senustuld sólarinnar og allir litlu
valtýrarnir voga sér út úr þrastar-
lundum sínum, kjaga yfir þögnu-
ðu holtin og treysta sér varlega
inn á fyrstu listsýningar vetrarins,
án þess þó að klífa neina erfiða
umfjöllunarstiga.
Já, maður er að sýna. Einn ég
sit og sýni, inní litlu safni, og eng-
inn kemur að sjá það, nema litla
músin. Og hoppaðu upp og lok-
aðu augunum, bentu í austur og
bentu í vestur, bentu á þann sem
þér þykir bestur. Og þeir gera
það. En það þýðir ekkert að vera
vondur því allir eru svo góðir við
mann, þó að í draumum haust-
rökkursins kíki þeir yfir axlir
manns, gagnrýnendurnir, svo
maður blotnar létt við hjartastað
þegar hinir andlegu sultardropar
falla af nánasarnefjunum. Dag-
inn eftir vaknar maður svo með
þá félagana á öxlinni eins og páf-
agauka sem gjamma fram í fyrir
hvorum öðrum og mér við mál-
verkið, meira af gulu, ögn til
hægri, ekki þessa, en ef þú mynd-
ir nú raða þeim öllum í hring?
En haustið er andvarp manns-
ins sem togast upp í hraustlegan
vindstreng sem skekur staðnaðar
sáiir eins og skvaldurslegt laufið,
þær hrekjast inn í söfn og sali þar
sem Iognið ríkir eins og í mynd
Helga Þorgilss af sjálfum sér ber-
um liggjandi á Fellsstrördinni
með Barðaströndina í baksýn
ásamt nokkrum agúrkusneiðum.
Sú mynd sannar þó að blíðan get-
ur verið jafn skekjandi og rokið,
og af norðurgafli Austursalarins
lætur maður hann hreyfa ögn við
sér áður en maður þokar sér yfir í
þann vestri þar sem Septem-
hrollurinn einn ræður ríkjum.
Það er reyndar spurning hvort
ekki ætti fyrir löngu að vera búið
að banna þær sýningar fyrir van-
færum konum og viðkvæmum
uðu andlit sem hafa þurft að
ganga í gegnum svo óteljandi
persónuskapanir, hugaruppgjör,
sálaropnanir og bara allar hugs-
anlegar innlifanir mannsins. í
þeim reyndustu eru ristar rúnir
gervallrar leiksögunnar, burtséð
frá öllum „persónubundnu"
vandamálum hvers þeirra og
úr hörmulegum dægurlagatexta.
í „spegilmyndum á votu malbiki"
verður þetta aðeins „öskur trúðs-
ins í nóttinni."
Reykjavík 4. sept. 1987
Hallgrímur Helgason
Ps. Að lokum legg ég til að Guð-
mundur Torfason verði loksins
valinn í alvörulandsliðið okkar.
20 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 6. september 1987