Þjóðviljinn - 25.02.1988, Blaðsíða 2
— SPURNINGIN1
Spurt í Þjóðminjasafn-
inu:
Hvað er langt síðan þú
komst síðast í safnið?
Jón Kristjánsson
Ábyggilega 10 ár. Ég hef bara
komið einu sinni.
Alexander Stefánsson
Um eitt og hálft ár. Ég hef komið
þó nokkuð oft, svona 10-12 sinn-
um. Ég á það til að fara á sérsýn-
ingar.
Guðmundur Bjarnason
Ætli ég hafi ekki verið um 15 ára
þegar ég kom hingað í skóla-
ferðalagi. Það er í eina skiptið
sem ég hef komið á Þjóðminja-
safnið.
Ingi Björn Albertsson
Það eru um 20 ár síðan. Ég hef
komið svona þrisvar sinnum,
alltaf verið dreginn með skólan-
um.
Salome Þorkelsdóttir
Það er ekki svo langt síðan, um 2
ár. Ég hef komið nógu oft til að
geta ekki talið það. Ég kem helst
af einhverju sérstöku tilefni og
Ijom líka nokkrum sinnum hingað
sem barn.
FRETTIR
Bjórinn
Læknar í Þingtíðindi
Fyrstu umrœðu um bjórinnfrestað í tvígang. ÓlafurÞ. Þórðarson las upp
nöfn allra lœknanna sem skrifuðu undir stuðning við bjórinn
Erfíðlega ætlar að ganga að
Ijúka fyrstu umræðu um
bjórfrumvarpið í neðri deild Al-
þingis og virðast þingmenn hafa
mikla þörf fyrir að tjá sig um mál-
ið, þótt skammt sé um liðið síðan
deildin ræddi hliðstætt frumvarp
á mörgum fundum fyrir jól.
Meirihluti allsherjarnefndar
ákvað að flytja nýtt frumvarp í
stað þess að koma með breyting-
artillögur við frumvarp Jóns
Magnússonar og fl. þingmanna.
Ólafur G. Einarsson mælti fyrir
þessu nýja frumvarpi á þriðjudag
og síðan lýsti Guðrún Helgadótt-
ir stuðningi við frumvarpið, en
hún var einn af meðflutnings-
mönnum Jóns á fyrra bjórfrum-
vaipinu.
Ólafur Þ. Þórðarson var næst-
ur á mælendaskrá og fór fram á
að málinu yrði frestað og urðu
um það hörð orðaskipti. Ólafur
fékk þó vilja sínum framgengt og
var málið tekið aftur á dagskrá í
gær.
Þrír andstæðingar bjórsins
töluðu í gær, þeir Arni Gunnars-
son, Sverrir Hermannsson og
Ólafur Þ. Þórðarson. Þeir læknar
sem skrifuðu undir að leyfa bæri
bjórinn voru töluvert á milli tann-
anna á ræðumönnum í gær. Árni
Gunnarsson sagði að þeir sem
léðu nafn sitt við þetta frumvarp
hafi ekki kynnt sér afleiðingu
þess ef bjór yrði leyfður. Ólafur
Þ. Þórðarson sá ástæðu til að lesa
upp nöfn allra læknanna sem
skrifuðu undir, svo að nöfn þeirra
yrðu skjalfest í Þingtíðindum, en
þeir eru á annað hundrað talsins.
Umræðu var frestað um fjög-
urleytið í gær þegar Ólafur Þ. var
í miðri ræðu, því að þingmenn
voru boðnir í Þjóðminjasafnið
klukkan fimm.
-Sáf
Gerviefni í lögnum
Þörf á virku eftirliti
Lagnafélag Islands: Brýn nauðsyn á lagnaefnisráði. Til upplýsingar
um hvort lagnaefni og samsetningartœkni sé viðurkennd
Stúdentaráðskosningar
Hreinar
línur
Þórunn
Sveinbjarnardóttir:
Röskva, breiðfylking
félagshyggjufólks, býður
stúdentum upp á
ótvírœðan valkost
Lánamálin og málcfni Félags-
stofnunar stúdenta eru þau mál
sem kosningabaráttan snýst fyrst
og fremst um, að mati Þórunnar
Sveinbjarnardóttur, formanns
Röskvu, en kosningar til
Stúdenta- og Háskólaráðs fara
fram 15. mars.
„Röskva“ er nafn hinna nýju
heildarsamtaka félagshyggju-
fólks í Háskólanum, og standa
bæði Félag vinstri manna og Fé-
lag umbótasinna að henni. Vöku-
menn hafa kallað hið nýja félag
hræðslubandalag, og sagði Þór-
unn að fólk tæki þeim stimpli
með jafnaðargeði; meira máli
skipti að breiðfylking félags-
hyggjufólks í Háskþlanum væri
orðin að veruleika og byði hún
stúdentum upp á ótvíræðan val-
kost í komandi kosningum.
Þórunn sagðist ekki verða ann-
ars vör en að stofnun hins nýja
félags mæltist vel fyrir og sagði að
allnokkur hópur fólks hefði nú
komið til starfa sem áður hefði
staðið álengdar í pólitískum efn-
um. Því ríkti bjartsýni í röðum
félagsmanna.
Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður Röskvu, breiðfylkingar félagshyggjufólks
í Háskólanum: Stofnun hins nýja félags mælist vel fyrir.
Hjá Staðlaráði íslands er nú til
umfjöllunar tillaga frá sex
manna nefnd sem fagráð
Lagnafélags íslands skipaði sl.
vor um að komið verði á fót lagn-
aefnisráði. Verk- og valdsvið þess
verði að gera kröfur um þol rör-
lagna og hafa framleiðslueftirlit
með vörum til ýmisskonar lagna
úr mismunandi gerviefnum sem
nú ryðja sér til rúms hér á landi.
Á blaðamannafundi sem
Lagnafélag íslands boðaði til
kom fram að verulegur skortur er
á virku eftirliti með notkun og
gæðum þeirra mismunandi gervi-
efna sem í notkun eru í dag. Því
beri að koma á virku eftirliti með
notkun slíkra efna þannig að not-
endur og eftirlitsaðilar hafi ávallt
upplýsingar um það hvort lagna-
efni og samsetningartækni séu
viðurkennd og hvert sé notkunar-
svið þeirra.
Stjórn Lagnafélagsins vill með
öllum tiltækum ráðum fyrir-
byggja slys vegna rangrar notk-
unar þessara nýju rörlagnaefna
með því að efla þekkingu þeirra
sem með efnin fara. En því miður
hafa orðið slys af völdum þekk-
ingarskorts á því hvernig vinna
ber með þessi gerviefni, plast og
önnur efni, sem hægt hefði verið
að koma í veg fyrir ef nauðsynleg
þekking hefði verið fyrir hendi
hjá viðkomandi fagmönnum.
Til að efla þekkingu á þessum
mismunandi gerviefnum og notk-
un á þeim, tóku Lagnafélagið og
Iðnskólinn í Reykjavík höndum
saman og héldu námskeið fyrir
pípulagningamenn, hönnuði og
byggingarfulltrúa þar sem þeim
var kennt að nota þessi mismun-
andi gerviefni og hvernig þau
kæmu að sem bestum notum í
þeirra starfi. Það er von Lagnafé-
lagsins og Iðnskólans að hægt
verði að gefa út fræðsluefni sem
að gagni megi koma fyrir alla þá
aðila sem málið snertir. .erh