Þjóðviljinn - 25.02.1988, Page 17

Þjóðviljinn - 25.02.1988, Page 17
í UMFERÐINNI Kristján sýnir aðstööuna í nýju Tjónaskoðunarstöðinni. Sjá má að enginn hörgull er á tjónabílum, enda koma að jafnaði 20 bílar á dag til skoðunar. Mynd E.ÓI. fólk yrði ekkert skyldugt til að láta viðgerð fara fram á sama stað,“ sagði Kristján og bætti því við, að reynslan yrði að leiða í ljós hvort þau stæðu ekki undir ábyrgð sem skoðuninni fylgir. Rannsaka þarf orsök slysa „Hér er ekki spurt afhverju slysið varð. Við fáum aldrei nið- urstöður um það. Til að fá því svarað þarf sérstaka rannsókna- nefnd umferðarslysa, þar sem sérmenntaðir menn rannsaka or- sök slysanna, bæði með skoðun á öryggisútbúnaði ökutækjanna og aðstæðum á slysstað. Með því mætti afla mikilvægra gagna, sem nota má til að auka öryggi í um- ferðinni.“ Kristján sagði það mikla aftur- för og vanhugsaðan sparnað að hætta að láta bifreiðaeftirlits- menn skoða bíla á slysstað. Al- mennir lögreglumenn hefðu enga þekkingu til að rannsaka orsakir slysa og í skýrslum vantaði oft mikilvæg atriði eins og t.d. hraða ökutækja. Sjálfur telur Kristján að helstu orsakir fjölda tjóna hér að und- anförnu megi rekja til þess að fólkkeyri ofþétt. Flesttjón verða vegna aftanákeyrslu og mörgum hefði mátt afstýra ef fólk væri með allan hugann við keyrsluna, en ekki talandi í síma eða við samfarþega. Oft hefðu góð dekk og hemlar einnig komið að gagni. Tölvur í framtíöar* bílinn Kristján fylgist af áhuga með öllum nýjungum í hönnun bíla og bættum öryggisbúnaði. Segir hartn að á þessu sviði, sem og öðr- um sé tölvutæknin að ryðja sér til rúms. í suma nýja bíla eru komn- ir tölvustýrðir hemlar, sem auka mjög öryggi í akstri. Er þá heml- un hvers hjóls stýrt miðað við það viðnám er undirlagið veitir. Á leiðinni eru einnig tölvur í bfla sem bjóða munu upp á marga skemmtilega möguleika. Krist- ján tók sem dæmi um notagildi tölvunnar, að ef unglingar fengju lánaðan bílinn til bíóferðar, gætu foreldrarnir slegið inn hámarks- hraða og þann tíma þegar drepast ætti á bílnum. Þannig þyrfti ekki lengur að vera sífellt að taka lof- orð af unglingunum, um að aka ekki of hratt og mæta heim á til- skildum tíma. -mj Fróðleiksmolar úr umferðarlögunum • Eigi má stökkva af eða upp í ökutæki á ferð eða vera utan á ökutæki á ferð. • Ökumaður skal nota akbraut. Bannað er að aka eftir gangstétt eða gangstíg. • Eigi má stöðva ökutæki á gangstétt eða leggja því þar, nema annað sé ákveðið. • Ökumaður, sem mætir eða ekur fram hjá gang- andi vegfaranda, skal gefa honum tíma til að víkja til hliðar og veita honum nægilegt rými á veginum. • Án leyfis má eigi nema brott eða breyta umferðar- merki. • Hjólreiðamaður skal að jafnaði hafa fætur á fót- stigum og a.m.k. aðra hönd á stýri. • Ökumaður létts bifhjóls skal háfa báða fætur á fótstigum eða fóthvílum og aðjafnaði báðar hendur á N stýri. • Vélknúinn hjólastóll telst vera reiðhjól ef hann er ekki hannaður til hraðari aksturs en 15 km á klst. • Það leysir ökumann ekki undan sök, þótt hann ætli vínandamagn minna en 1,20 prómill. • Enginn má hjóla eða reyna að hjóla eða stjórna eða reyna að stjórna hesti, ef hann er undir svo miklum áhrifum áfengis eða annarra örvandi eða deyfandi efna, að hann geti eigi stjórnað hjólinu eða hestinum örugglega. Eða hvað? Er heitur morgunmatur lausnin? I nýju fréttabréfi Umferðarráðs er athyglisverð klausa um þátt heits morgunverðar í því að auka umferðaröryggi. Úr skýrslu umferðarráðs New Yorkborgar fást þær upplýsingar, að jafnvægisskyn ökumanns sem ekki sér líkamanum fyrir nægilega góðri næringu að morgni, geti orðið afar lélegt er á líður daginn. Sagt er að ef fólk borðar heitan morgunverð áður en það ekur til vinnu, sé því síður hætt við að lenda í umferðaróhappi en þeim sem þjóta matarlausir út. Ástæðan fyrir minnkandi jafnvægisskyni er sú að eftir 12-14 klukku- stundir án þess að borða heitan mat, lækkar líkamshitinn og verður rúmum 2 gráðum undir eðlilegum hita. Hjartsláttur getur orðið allt að 8 slögum undir meðaltali og blóðþrýstingur stigið um 10 stig. Auk þess lækkar sykurmagn í blóðinu. Off/VOl-PUSHWSnAY AUDIOLINE AUTO-SCAN/SKK • 18 MEMORY Vinsælu bíltækin ■ |P Einstök tæki á íslandi ■ llt Einstakt verð Verð aðeins kr. 9575,- I ALLA BILA i .Q3 Aðrir útsölustaðir: öll kaupfélög og stærri verslanir í landinu auk Esso oliustöðvanna. LW - MW - FM stereo - sjálfvirk stöðvaleitun og minni á 18 stöðvar. Digital klukka - næturlýs- 12 Watt ing - hraðspólun áfram á kassettu o.fl. o.fl. SJONVARPSMIÐSTÖÐIN HF., Síðumúia 2 - sími 689090

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.