Þjóðviljinn - 25.02.1988, Qupperneq 23

Þjóðviljinn - 25.02.1988, Qupperneq 23
ÍÞRÓTHR og þetta tíka... Zola Budd hlaupakonan berfætta var beðin um að staðfesta að hún ætlaði að búa í Bretlandi og minnka tengsl sín við Suður-Afríku fyrir skömmu. Það var Frjálsíþróttasamband áhugamanna í Bretlandi sem óskaði eftir þessu og ætla með því að reyna að koma í veg fyrir mótmæli þegar Budd keppir í langhlaupi á Samveldisleikunum í mars. Einnig vonast þeir til að þessi staðfesting eigi eftir að greiða leið hennar í hlaupinu en það hefur komið fyrir að fólk flækist fyrir henni í keppn- um. Fólkið er að mótmæla því að Bretar tóku við henni feginshendi þegar hún kom þangað og létu hana fá ríkisborgararétt innan tveggja vikna, sem er meira en lítið óvenju- legt. íþróttarstjórnunarfræði Stefán Konráðsson, sem var einn besti borðtennisspilari íslendinga um margra ára skeið, er nú staddur hér á landi til að kynna sér rekstur íþrótta- hreyfingarinnar. Hann hefur stundað nám við íþróttaháskólann í Osló und- anfarin tvö ár og lýkur námi nú í vor. Þar hefur hann lagt stund á íþrótta- stjórnunarfræði, en sú grein snýst um rekstur á íþróttafélögum. Stefán segir að þessi grein sé að ryðja sér til rúms víða enda sé nóg af menntuðum þjálfurum en rekstri íþróttahreyfinga sé víða ábótavant. Áður hafði hann kynnt sér (SÍ þeirra Norðmanna. Skyldi vera tími til kominn.... Ari Vatanen fékk synjun við áfrýjun sinni þegar honum var vikið úr keppni í París- Dakar rallinu. Þar var, eins og menn muna, bíl hans stolið rétt áður en leggja átti af stað frá einum áfangan- um en fannst skömmu síðar á rusla- haugum í grenndinni. Þá var búið að ræsa rallkappana og Vatanen orðinn of seinn. Helsta mótbára Vatanens og Peugeot liðsins var að skipuleg- gjendur keppninnar ættu að sjá um öryggi keppenda en henni var hafn- að. „Tframtíðinni verðum við að leigja okkur öryggisverði til að gæta farar- tækja okkar," sagði einn úr Peugeot liðinu. Russ kætist lan Russ, knattspyrnukappanum breska, er farið að líða betur á Ítalíu. „Mér gekk illa að koma mér fyrir og læra málið. Nú er það farið að ganga betur að tala ítölskuna og ég skil meira hvað hinir leikmennirnir eru að segja við mig," sagði Russ þegar hann var staddur í Englandi fyrir skömmu. „Ég varð líka að skipta um stíl og hef þurft að læra að spila með honum." Tottenham hefur fengið að láni Bobby Mimms, markvörð Everton, til að fylla upp í skarðið eftir Ray Clemence en hann hefur verið á sjúkralista að undan- förnu. Terry Venables segir að von- andi verði hægt að ganga frá félaga- skiptum Mimms til Tottenham fljót- lega en ekki hafa náðst samningar um kaupverðið. Heimsmet Stefka Kostadinova frá Búlgaríu sló sitt eigið heimsmet í hástökki innan- húss fyrir skömmu þegar hún sfökk 2.06 metra en fyrra met hennar var 2.05. Hún lét hækka rána uppí 2.10 en felldi. Stefka á einnig heimsmetið í hástökki utanhúss, sem er 2.09 og var sett á heimsmeistaramótinu í Róm 1987. Metið þá vakti litla athygli því sekúndu síðar sló Ben Johnson heimsmet í 100 metra hlaupi svo að Stefka greyið hvarf alveg í skuggann. Metahríð Heimsmetið í 50 metra grindahlaupi kvenna var slegið fjórum sinnum á einu móti. Það var austur-þýska stúlkan Cornelia Oschkenat sem átti metið, 6.71 sekúndu, en samlanda hennar Gloria Siebert byrjaði á að hlaupa á 6.69 sekúndum. Oschkenat hljóp þá enn hraðar og náði tímanum 6.68 sekúndum en Siebert bætti það fljótlega og náði að hlaupa á 6.67. Enn kom Oschkenat til skjalanna og hljóp á 6.66. Þegar blaðið fór í prent- un stóð það met enn, en við látum vita um leið og það verður bætt. Handbolti Stórsigur KA yfir Víkingi Það var engin frægðarför hjá Víkingi í gær þegar þeir fóru til Akureyrar og voru gcrsigraðir af heimamönnum Víkingar voru yfir allan fyrri háifleik og virtust á sigurbraut en á síðustu mínútunum fyrir leikhlé náðu KA-menn að jafna 9-9 og skömmu síðar 10-10 Enn komust gestirnir yfir í byrjun síðari hálfleiks 10-11 en síðan ekki söguna meir. Heima- menn náðu að jafna 12-12 og gerðu enn betur og komust í 15- 12. Enn seig á ógæfuhliðina hjá Hæðargarðsstrákunum og náði KA að auka forskotið í 20-15. Þegar leið að leikslokum var staðan orðinn 25-19 og þótt Vík- ingar næðu að klóra í bakkann í lokin var stórsigur KA staðr- eynd, 26-19. Af KA-mönnum var Axel Björnsson mjög góður og náði að halda Bjarka Sigurðssyni alveg niðri. Brynjar varði einnig vel í markinu. Af Víkingum er það helst að frétta að Kristján Sig- mundsson varði ekki skot í síðari hálfleik og skipti Sigurður Jens- son við hann um miðjan hálfleik. Það sem helst skóp sigur heima- manna var að sóknarlotur gest- anna enduðu á Brynjari Kvaran eða fóru framhjá markinu en KA náði að skora úr fjölda hraða- upphlaupa. Það var eins gott fyrir ZSKA Moskvu að þeir þurftu ekki að fara til Akureyrar að spila við KA. England Watford áfram í bikamum Stoke lagði Leeds Watford hefur nú komist þriðja árið í röð í átta liða úrslit í enska bikarnum. Það var Trevor Senior sem gerði fyrsta mark Watford eftir aðeins 5 mínútur og er það fyrsta mark hans á heimavelli Watford Vicarage Road. En leikmenn Port Vale voru ekki á því að gef- ast upp enda slógu þeir sjálft Tottenham út úr bikarnum. Þeir voru nálægt því að jafna hvað eftir annað, skutu rétt yfir og Gary Ford hitti í stöngina snemma í síðari hálfleik. En það var Gary Porter sem gerði út um leikinn með fallegu skoti sem flaug yfir markvörð Vale, Mark Grew. Watford leikur því við Wimbledon 12. mars. Watford-Port Vale.............2-0 Italía Gullit fékk eins leiks bann Fœr líklega sektir Ruud Gullit, knattspyrnumað- ur Evrópu, fékk eins leiks bann fyrir að hafa móðgað dómarann í leik Milan gegn Ascoli 14. febrú- ar. Gullit fékk þá gult spjald fyrir brot og þegar dómarinn sýndi honum spjaidið, klappaði hann og rétti sá svartklæddi honum þá rauða spjaldið. Gullit sver að hann klappi alltaf saman höndun- um til að koma einbeitingunni í lag og félagar hans hjá Milan staðfcstu það. En það samþykkti aganefndin ekki. Einnig er búist við að kappinn fái sektir frá félagi sínu en tals- maður félagsins vildi ekki segja hvað það yrði mikið. Gullit mun því missa af leik liðsins gegn Sampdoria á sunnudaginn. Þó var talið að Hollendingurinn fengi tveggja leikja bann þannig að hann þykir hafa sloppið sæmi- lega. -ste l.deild T ottenham-Manchester City.. . 1-1 Þjóðviljinn r 68 13 33 2.deild Stoke-Leeds........................2-1 Skoski bikarinn Partick-Clydeband..................4-1 Bjarka Sigurðssyni var alveg haldið niðri I í minn r> 68 18 66 Blaðburður BESTA TRIMMIÐ og borgar sigí BLAÐBERAR ÓSKAST Fimmtudagur 25. febrúar 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 23’ Víðs vegar um borgina Hafðu samband við okkur þJÓÐVIUINN Síðumúla 6 0 68 13 33

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.