Þjóðviljinn - 19.08.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 19.08.1988, Blaðsíða 4
þJÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Vinna þeir í sirkus? Forstjórarnir sem Þorsteinn Páisson baö um að byg- gju til efnahagsráðstafanir hafa samkvæmt fréttum orðið sammála um sökudólginn í efnahagslífinu, og nú ætla fulltrúar fyrirtækjanna og stjórnarflokkanna að uppræta meinið í eitt skipti fyrir öll. Nú hefur komið í Ijós að skaðvaldurinn í íslensku samfélagi síðustu misserin eru of lágir vextir á húsn- æðislán. Forstjóranefndin sem stjórnarflokkarnir skipuðu hef- ur fundið út að ein allra mikilvægasta og brýnasta efnahagsaðgerð næstu vikna eigi að vera að hækka vextina á húsnæðislánum til jafns við aðra vexti. Ef þeir sem skulda húsnæðislán borga hærri vexti þá fellur allt í Ijúfa löð af sjálfu sér. Vextir af húsnæðislánum eru nú 3,5%, en algengir vextir um tíu prósent. Getur svo hver sá sem skuldar húsnæðislán reiknað fyrir sig hverju þarf að fórna til að allt verði aftur gott í hinum besta mögulega heimi allra heima. Helstu talsmenn ríkisstjórnarinnar í peningamálum, til dæmis viðskiptaráðherrann, hafa marglýst því yfir að þeir vilji ekki lækka vextina með handafli. En þótt hand- aflið dugi ekki til að lækka vexti er handafl ágætt til að hækka vexti. Og líkt því sem segir í heilagri ritningu, að hinir síðustu muni verða fyrstir og hinir fyrstu síðastir, er ætlunin að þegar þessir vextir hækka lækki aðrir vextir. Þetta minnir einhvern veginn alltsaman á sirkus, - nema að vant ert að sjá hvort forstjóranefnd stjórnarf- lokkanna er að líkja eftir loftfimleikahetjunum eða trúð- unum. Við þessar hugmyndir forstjóranna má gera fjöldam- argar athugasemdir, og ýmsar þeirra hafa sem betur fer þegar verið gerðar. Þegar kvartað er yfir því að ríkið þurfi að dæla fé til lífeyrissjóðanna vegna munarins á húsnæðislánavöxtum og almennum má til dæmis vel halda því fram að það sýni einmitt uppdráttarsýkina og veikleikana í íslensku peningakerfi að vextirnir skuli ekki fara eftir áhættunni við að lána peninga, - og séu þessvegna sjálfkrafa minnstir hjá ríkinu. Það er svo skýrt pólitískt val hvernig menn vilja að peningakerfið sé í laginu, hvort menn vilja - vegna hagsmuna eða á forsendum pólitískrar kreddu - að fé kosti jafnmikið hvernig sem það er notað, til sælgætis- innflutnings eða húsnæðiskaupa, eða menn vilja leggja nokkuð á sig til að örva brýnar og þjóðhagslega þarfar framkvæmdir með vaxtastjórn meðal annars. Þannig má velta vöngum. En aðalatriði máls er þó það að tillagan um hækkun vaxta af húsnæðislánum sýnir að forstjórarnir í forstjór- anefndinni eru jafn steingeldir í almennum efnahagsb- jargráðum og stjórnarflokkarnir sem skipuðu þá. Það eina sem þeim kemur til hugar er að sækja peningana sem þá vantar þangað sem alltaf er verið að sækja þá, í vasa almennings, til launafólks, og einna helst til þeirra sem allra síst mega við því. Til þess er venjulega fellt gengi, launasamningar bannaðir, verðlag hækkað. En það þurfti samanlagða snilli sex forstjóra til að finna út þá bjargráðaleið handa samfélaginu að þyngja skuldabyrðina hjá húsk- aupendum. Gætu þeir ekki komist að í spænska sirk- ustjaldinu? -m „Litla ríkisstjórnin“ Á sama tíma og forstjóranefnd nkisstjórnarinnar, „litla ríkis- stjórnin“ situr að völdum í gömlu Rúgbrauðsgerðinni og reiknar út allar mögulegar og ómögulegar leiðir til að skerða kjör alþýðunn- ar ef það mætti verða til að forða fyrirtækjum forstjóranna frá gjaldþroti, hafa ýmsir sérfræð- ingar, hagfræðingar og aðrir spekulantar sem ekki fengu sæti í „litlu ríkisstjórninni" kallast á í fjölmiðlum um hvort sé réttlát- ari, markvissari og skilvirkari kjaraskerðing, niðurfærsla eða uppfærsla. Átgangurinn er slíkur að engu er nær en verið sé að lýsa kapp- leik milli Fram og KR þegar áhangendur niðurfærslu sem eiga stuðningslið í Alþýðuflokknum helst og uppfærslu sem flestir eru í röðum Framsóknarmanna, kall- ast á í blöðum og sjónvarpi. Forystumenn verkalýðshreyf- ingarinnar skiptast í flokka eftir flokkslitum og þeir einu sem enn- þá hafa fordæmt þetta gengisfell- ingarniðurfærslukjaraskerðing- artal innan hreyfíngarinnar eru hagfræðingar ASÍ og BFIM. Laun neðan fátækramarka í gær birtir síðan einn af virtari hagfræðingum þjóðarinnar, dr. Magni Guðmundsson grein í Al- þýðublaðinu, þar sem hann gerir grein fyrir hugmyndum sínum að lausn efnahagsvandans. f>að kveður við nokkurn annan tón hjá dr. Magna en hljómar dag- lega úr Rúgbrauðsgerðinni frá „litlu ríkisstjórninni“ og áhang- endum hennar. „Valið stendur ekki endilega á milli gengislækkunar og niður- færslu. Þriðja aðferð gæti orðið einhvers konar meðalvegur, og hún yrði líklega heppilegri við ríkjandi aðstæður. Almennar kaupgjaldslækkanir eru vand- kvæðum bundnar. Til dæmis eru lágmarkslaun í landinu neðan fá- tækramarka, og verkafólk hefir ekki í sig og á, nema með mikilli yfírvinnu,“ segir dr. Magni. Flann telur síðan upp nokkrar mögulegar leiðir: Gengið lækkað um mest 5%. Kaupgjald fryst en verðlag vöru og þjónustu um leið lækkað á kerfisbundinn hátt sam- hliða vaxtalækkunum. Það myndi bæta láglaunafólki tekju- rýrnunina af völdum gengislækk- unarinnar, segir dr. Magni. Vaxtakerfinu umbylt „Kjarni umbótanna yrði fólg- inn í umbyltingu vaxtakerfísins, sem er rót vandans. Pað er allri þjóðinni orðið ljóst, þó að ein- stakir ráðamenn, stofuhagfræð- ingar og sérhagsmuna-aðilar ríg- haldi í lánskjaravísitöluna. Hana á skilyrðislaust að afnema, en taka þess í stað upp gengisteng- ingu langtíma spariinnlána. Setja ætti þegar í stað þak á útlánsvexti og lækka síðan í áföngum, en tryggja útflutningsgreinunum rekstrarlán á sambærilegum kjörum og gilda á samkeppnis- mörkuðunum." „Loks verður að sjálfsögðu að hemja eftirspurn með því að stöðva erlendar lántökur, sem hafa snaraukizt vegna okurvaxt- anna á innanlandsmarkaðinum, svo og að stöðva halla á utanríkis- viðskiptum og halla á fjárlögum. Fjárfestingu má minnka, ef ann- að betra gefst ekki, með tíma- bundnum skatti á framkvæmdir, nema íbúðabyggingar. Slíkar að- gerðir hafa reynzt vel í Svíþjóð. Allt þetta er vel framkvæman- legt, án meiriháttar árekstra, segir dr. Magni. Knýjandi húsnæðisþörf Og dr. Magni heldur áfram að reyna að koma vitinu fyrir stjórnvöld og bendir á að það sé alger misskilningur að eftirspurn eftir húsnæðislánum sé mikil vegna lágra raunvaxta. Ástæðan sé fyrst og fremst sú knýjandi húsnæðisþörf sem við búum við. Sá húsnæðisvandi verði ekki leystur nema með fjöldabyggingu leiguíbúða á vegum ríkis og sveitarfélaga. Að lokum bendir dr. Magni á að rekstrarkostnaður banka hér- lendis sé fimm sinnum hærri en þekkist erlendis. Sá kostnaður verði ekki lækkaður með sam- runa banka. „Hann lækkar þá fyrst, er hætt verður að greiða há- vexti á veltiinnlán sem hvergi er gert í víðri veröld nema á ís- landi,“ segir dr. Magni og ráð- leggur ríkisstjórninni þ.e. að segja þeirri sem Þorsteinn stýrir, að setja upp sitt efnahagspró- gramm og láta síðan kjósa um það við áramót eða að vori. Að halda sig á jörðinni Það er víst að „litla ríkisstjórn- in“ í Rúgbrauðsgerðinni og sú „stóra“ sem tekur við völdum að nýju þegar Þorsteinn kemur úr fríinu á Florida, gætu lært mikið af að því skoða tillögur dr. Magna sem miða af því að losa um þá kreppu efnahags- og vaxtamála sem stjórnin sjálf búið til með blindri trú á „frelsi“ fjármagns- markaðarins. Tillögur Magna ganga í svipaða átt og þær tillögur sem formaður Alþýðubandalags- ins, Ólafur Ragnar Grímsson, hefur lagt fram um lögbundið há- mark á vexti, vextir á langtíma- lánum verði fastbundnir og láns- kjaravísitalan verði afnumin. Hitt kemur kannski ekki á óvart að þær tillögur sem eru að fæðast hjá „litlu ríkisstjórninni" í Rúgbrauðsgerðinni ganga í allt aðrar áttir og taka lítið mið af því að verja kjör og kaupmátt launþega. Þar er númer eitt að lækka kaupið og hækka vexti af húsnæðislánum, eins og spámað- urinn Jóhannes boðaði fyrr í vik- unni. Dr. Magni hefur hins vegar með tillögum sínum sýnt, að það eru vissulega fleiri leikir til í stöðunni en að fara „upp“ eða „niður“, það er líka hægt að halda sér á jörðinni og gera fólki en ekki aðeins fyrirtækjum kleift að komast af á mannsæmandi hátt. _|g Þjóðviljinn Síðumúla 6 ■ 108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Rltstjórar: Árni Bergmann, Mörður Árnason, Óttar Proppó. Fróttastjórl: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hjörleifur Sveinbjömsson, KristóferSvavarsson, Magnfríður Júlíusdóttir, Magnús H. Gíslason, Lilja Gunnarsdóttir, Ólafur Gíslason, Ragnar Karlsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Stefán Stefánsson (íþr.), Sævar Guðbjörnsson, Tómas Tómasson, Þorfinnur Ómarsson (íþr.). Handrlta- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljóamyndarar: EinarÓlason, Sigurður MarHalldórsson. Útlltateiknarar: Kristján Kristjánsson, KristbergurÓ. Pótursson Framkvæmdastjóri: HallurPáll Jónsson. Skrifatofuatjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrifatofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglý8lngastjórl: Olga Clausen. Auglý8ingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir, Sigurrós Kristinsdóttir. Símavar8la: Sigríður Kristjánsdóttir, ÞorgerðurSigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiðslu-og afgrelðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. Afgrelðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumenn: Katrín Bárðardóttir, ÓlafurBjörnsson. Utkoyrsla, afgrelðala, ritatjórn: Síðumúla 6, Reykja vík, símar: 681333 & 681663. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setnlng: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í Inusasölu: 70 kr. Helgarblöð: 80kr. A8krlftarverð á mónuði: 800 kr. 4 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN - NÝTT HELGARBLAÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.