Þjóðviljinn - 19.08.1988, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 19.08.1988, Blaðsíða 11
FOSTUDAGSFRETTIR Húsnœðislánin Jóhanna neilar hækkun Félagsmálaráðherra: Vaxtahækkun húsnœðislána ein og sér ekki til umrœðu afminnihálfu. Endurskipulagning húsnæðiskerfisins íburð- arliðnum Eg hef margoft lýst þ ví yfir bæði á þingi og við samráðherra mína að hækkun á útlánsvöxtum húsnæðislána er ekki til umræðu af minni hálfu nema í tengslum við endurskoðun húsnæðislána- kerfisins í heild, sagði Jóhanna Sigurðardóttir, fél- agsmálaráðherra í samtali við Þjó'ðviljann í gær. Ein af þeim tillögum um hlið- arráðstafanir í efnahagsmálum sem forstjóranefndin hefur kom- ið sér saman um að sögn Morgun- blaðsins er að vextir húsnæðis- lána verði hækkaðir til samræmis við markaðsvexti. Jóhannes Nor- dal Seðlabankastjóri hefur einnig ámálgað nauðsyn á slíkri vaxta- hækkun. Verði húsnæðislánavextirnir hækkaðir um 5% til samræmis við markaðsvexti, þýddi það að vaxtabyrði af miljón króna láni ASI Ofyrirleitin hugmynd Miðstjórn ASÍmótmælir. Greiðslubyrðin mundi tvöfaldast. Rökrétt- ara að lækka aðra vexti V kerfisins færðir upp til sam- ræmis við markaðsvexti mun greiðslubyrði húsnæðislána meira en tvöfaldast frá því sem nú er. Þetta segir í ályktun miðstjórn- ar Alþýðusambandsins í gær þar- sem mótmælt er hugmyndum um að efnahagsvandinn verði að hluta leystur með því að auka byrðir húsnæðiskaupenda. „Slíkt heljarstökk í vöxtum væri ófyrirleitin atlaga að lífs- Ríkisspítalar Fólk vill ekki launin Davíð Gunnarsson: Okkarfjárfesting ífólki. Ríkisspítalaróska eftir viðræðum við fjármálaráðuneytið Davíð Gunnarsson forstjóri rík isspítalanna segir rekstrar- vanda peirra felast í launamálum. Áætlanir um launakostnað stand- ist ekki meðal annars vegna þess að of margir séu í hlutastörfum og vinni mikla yfirvinnu. Davíð segir geðheilbrigðissviðið vera komið 15 til 16 milljónum fram úr áætl- un og það hefði verið mat stjórn- enda á því sviði að illskásti kost- urinn væri að loka deild 11 tíma- bundið. Davíð sagði í gær að ríkisspítal- arnir hefðu óskað eftir viðræðum við fjármálaráðuneytið um launamálin. Fyrirtæki eins og ríkisspítalarnir, þar sem 70% út- gjalda væru laun, gæti ekki gengið án þess að það hefði meiri áhrif á kjarasamninga. Ríkisspít- alarnir væru að slást um fólk á vinnumarkaði og bjóða því laun sem það vildi ekki vinna á. Þá væri samið um alls konar leiðir til að redda málum fyrir horn og launaáætlanir gengju ekki upp. Að sögn Davíðs átti geð- heilbrigðissviðið að koma halla- laust út á þessu ári þrátt fyrir það að unglinga- og barnageðdeild hefði verið stofnuð. Á miðju ári hefði hins vegar komið í ljós að eitthvað var að fara úrskeiðis og kostnaður fór framúr því sem áætlað var. Pað hefði síðan verið mat þeirra sem fara með stjórn þessa sviðs að illskásti kosturinn væri að loka endurhæfingar- deildinni. Davíð sagði að allir vildu að reksturinn héldist innan fjárlaga. En þegar hann gerði það ekki þyrfti annaðhvort að lækka launin eða draga úr þjónustu. Spítalarnir hefðu oft þurft að .loka deildum. Nú væri til dæmis svo kölluð fimm daga deild lokuð um tíma. „Okkar fjárfesting er ekkiítækjum, hún ermestí fólki. Við þurfum gott fólk og vel menntað sem er ánægt með sín laun," sagði Davíð. -hmp Bílasala Staöíest með gíró Pósthúsin taka við af Bifreiðaeftirlitinu. Af- greiðslustöðum fjölgar um hundrað Það má fá á öllum pósthúsum Frá og með 1. september gjör- breytist skriffinnska kringum kaup og sölu notaðra bíla. Þá hætta afgreiðslur Bifreiðaeftir- lilsins að taka á móti tilkynning- um um eignarbreytingar og á að skila tilkynningum um slíkt á pósthús. Bifreiðaeftirlit rfkisins og Póstgíróstofan sem hafa samstarf um þetta í samráði við dóms- og kirkjumálaráðuneytið. Póstgíró- stofan hefur gefið út nýtt póst- eyðublað sem nefnist „Tilkynn- ing um eigendaskipti ökutækis". landsins án endurgjalds. Með nýja fyrirkomulaginu fjölgar afgreiðslustöðum þessara tilkynninga um hundrað í öllum byggðum landsins og tíminn sem líður frá því að eigendaskipti eru tilkynnt og þar til innfærsla fer fram, styttist að mun. Þau atriði sem skrá skal á nýja eyðublaðið eru hin sömu og áður nema að á nýja eyðublaðið skal einungis skrifa fast númer ökutækisins, ekki skráningarnúmerið. -«rh kjörum þess fólks sem berst við að koma þaki yfir höfuðið," segir í ályktuninni. Miðstjórnin hafnar því alfarið slfkum vaxtahækkunarhugmynd- um og bendir á að rökréttara væri að stjórnvöld gripu til ráðstafana til þess að færa markaðsvexti í 3,5% eins og húsnæðislánavext- irnir eru. ... -rk ykist á ári úr 35.000 krónum mið- að við 3,5% vexti, í 85.000 krón- ur hækki vextirnir í 8,5%. Jóhanna sagði að hún vildi í sjálfu sér ekki tjá sig um einstak- ar hugmyndir sem nefndin væri að fjalla um fyrr en hún hefði séð nefndarálitið í heild. Hún sagði að ljóst væri að lengi hefði vakað fyrir mönnum að samræma þyrfti útlánavexti hús- næðislána þeim vöxtum sem líf- eyrissjóðirnir lánuðu ríkinu í húsnæðiskerfið. - En það verður ekki gert með einhliða vaxtahækkun sem yrði mjög þung fyrir heimilin. Lág- launafjölskyldur þyldu ekki slíka einhliða hækkun, sagði Jóhanna, sem sagði að vaxtahækkun yrði þá að mæta með niðurgreiðslum í gegnum skattakerfið svo tryggt væri að vaxtabyrði þeirra sem væru að kaupa eða byggja í fyrsta sinn eða eru að stækka hóflega við sig vegna fjölskyldustærðar ykist ekki frá því sem nú væri. Jóhanna sagði^ð nefnd sem nú vinnur að endurskoðun húsnæð- islánakerfisins myndi væntanlega skila áliti fyrir þingbyrjun í haust. -rk Ölduselsskóli Fleiri flýja Sex kennarar hafa nú sagt upp störfum sínuni við Ölduselsskóla vegna ráðningar Sjafnar Sigur- björnsdóttur sem skólastjóra við skólann. Fyrstur til að hætta var yfirkennarínn sjálfur, Daníel Gunnarsson, einsog kom fram í Þjóðvujanum í gær, en nú hafa fímm kennarar til viðbótar sent inn uppsagnir sínar. Flestir kennaranna biðu þess að Daníel gerði upp hug sinn til þess hvort hann vildi vera eða hverfa frá skólanum eftir að að- stæður breyttust á þann veg sem flestir kannast við. Kennarar við skólann segjast nú vera komnir í nokkra klemmu vegna þess hve seint Daníel hafi látið endanlega uppi um áform sín því nú er erfitt fyrir þá að segja störfum sínum lausum og fylgja dæmi fyrrum yfirkennarans og núverandi skólastjóra Banka- mannaskólans. Þannig er farið um flesta kenn- ara í Ölduselsskóla að þeir telja sig verða að vera um kyrrt því nú er búið að ráða í flestar þær kenn- arastöður sem þeir hefðu getað ráðið sig í í vetur. -tt Viðeyjarhátíð á 202 ára afmælinu. Vigdís Finnbogadóttir forseti, Davíð Oddsson borgarstjóri og eigin- kona hans við athöfnina í eynni í gær þarsem framkvæmdum við endurbyggingu Viðeyjarstofu og -kirkju lauk formlega og staðarhaldaranum nýja, Þóri Stephensen, voru afhentir lyklar. (Mynd: Ari). NÝTT HELGARBLAÐ - ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.