Þjóðviljinn - 19.08.1988, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 19.08.1988, Blaðsíða 19
undirbúa agregation-prófið í þýsku. Strauk ég úr hernum til að gangast undir prófíð þetta vor, og var þá orðinn liðhlaupi í þriðja sinn, en ég náði nú loksins próf- inu. Þá hefur þú getað haldið áfram þínum ferli sem háskólamaður. Hægist um í stríðslok Eftir þetta fór lífið að verða dálítið einfaldara. Haustið 1945 fékk ég starf sem þýskukennari í Lille og ári síðar í París, og jafn- framt fór ég að vinna að dokt- orsritgerð undir stjórn Jolivets. Var hún um norrænt efni, sem sé danska skáldið og rithöfundinn J. P. Jacobsen. Árið 1947 var ég síð- an útnefndur menningarfulltrúi í Helsinki og sendikennari við há- skólann þar. Var ég í Finnlandi í þrjú ár og ferðaðist víða. M.a. fór ég á skíðum gegnum Lappland að vetrarlagi. Þá var þar allt í rúst- um, því að Þjóðverjar höfðu eyðilagt öll þorpin, og þurfti ég að ganga samfellt í þrjá daga og þrjár nætur; lá leiðin gegnum svartar brunarústir í hvítum snjó. Ég hélt áfram að læra sænsku upp á eigin spýtur og síðan dönsku á sama hátt. Þegar ég kom aftur til Frakk- lands fékk ég starf sem þýsku- kennari í Rennes og var þar í eitt ár. En þá bauðst mér tækifæri til að fara til Caen og stofna Norður- landamáladeild við háskólann þar. Á þessum tíma var nánast engin kennsla í Norðurlandamál- um á þessum stað og þurfti ég því að byggja deildina upp frá grunni. Fyrst var ég einn, en eftir eitt ár tókst mér að fá því fram- gengt að háskólinn fe'ngi sendi- kennara í sænsku. Skömmu síðar varði ég doktorsritgerð mína um „Hlutverk okkar var að sækja vopnabirgðir sem geymdar voru í kirkjugörðum - þær höfðu verið faldar þar 1940 þegar franski her- inn var á undan- haldi — og var þetta hættulegt starf, þar sem við gátum alltaf búist við því að vera staðnir að verki." En meðan prófessor Durand var að ljúka þessum orðum, vildi. svo til að einhver kom inn um opnar dyr fyrir aftan hann og leit inn í setustofuna, þar sem þetta spjall fór fram. Stóð hann þá snarlega upp og lokaði dyrunum. Prófessor á faraldsfæti Mér er meinilla við að hafa opnar dyr fyrir aftan bakið á mér, sagði hann svo til skýringar. Það eru leífar frá þeim tíma, þegar ég að ferðast. Einu sinni fór ég t.d. fótgangandi í gegnum Danmörk. Svo fór ég leynilega á austur- strönd Grænlands, þegar dönsk yfirvöld bönnuðu það. Ég fékk leyfi til örstuttrar ferðar, en ég svindlaði og komst á föiskum for- sendum með Loftleiðum til Kúl- úsúk. Þar fann ég Grænlending sem vildi sigla með mig til Ang- magssalik, en ég varð að borga honum í brennivíni. Varð árang- urinn sá að ég sigldi með sauðdrukknum Núíta í þoku milli gnæfandi ísjaka.Til íslands kom ég í fyrsta skipti 1955 og var það æfintýraferð við býsna erfið skil- yrði: gisti ég í tjaldi uppi á há- lendinu. En síðan hef ég komið J.P.Jacobsen og jafnframt auka- doktorsritgerð um sænska ljóðlist á árunum milli heimsstyrjald- anna. Núna stendur deildin með miklum blóma, og eru við hana níu kennarar, fjórir Frakkar og fimm sendikennarar, þ.á m. einn finnskur, því að við deildina eru ekki 'aðeins kennd norræn mál heldur líka fínnska. Svo hefur hún sitt eigið bókasafn. Hersveitir Þjóðverja þramma inn í París í júní 1940. „Þá var um að gera að bjarga því sem dýrmætast var, sínu eigin frelsi," segir Frédéric Durand. var í andspyrnuhreyfingunni. Ég vil sjá menn áður en þeir koma auga á mig... Hættirðu alveg flökkulíflnu þegar þú varst orðinn prófessor við háskólann í Caen? Engan veginn. Ég hélt áfram þrisvar sinnum til íslands. Ég hef einnig mikið stundað siglingar, og ég lærði flug og flaug í fimmtán ár. En hvað olli því að þú fórst að hafa sérstakan áhuga á íslandi og íslenskri menningu fyrri tíma? Bók um víkinga á leiðinni Fyrst hafði ég einkum áhuga á nútímabókmenntum. En á sjö- unda áratugnum fór ég að hafa áhuga á víkingum vegna sögu Normandís. Vegna minna eigin siglinga fór ég síðan að hafa áhuga á siglingatækni víkinga og vesturferðum þeirra. Byrjaði ég á því að lesa Eiríks sögu rauða, sem er til á frönsku í tvítyngdri útgáfu, sem prófessor Gravier gerði, en síðan hef ég lesið flestar stærri sögurnar, Njálu, Laxdæla sögu og Fóstbræðra sögu. Sjálfur hef ég þýtt Kormáks sögu. En annars eru f slendingasögurnar ekki góð- ar heimildir um siglingatækni, heldur verða menn að styðjast mikið við fornleifafræðina til að fá upplýsingar um hana. Árang- urinn af þessum áhuga mínum er m.a. sá að ég hef skrifað bók um víkinga. En hvað fínnst þér um ísland nútímans? ísland er mjög áhugavert land, því að það er bæði gamalt og ungt: hér eru fornsögur og hér er flugmennska. Árið 1944 áttu menn erfitt með að ímynda sér litla þjóð týnda úti í miðju Atl- antshafi. í mínum augum eru vík- ingarnir til: það voru menn sem vissu hvað þeir vildu, létu hendur standa fram úr ermum og tóku grundaða áhættu. Það var frum- býlingsandinn og hann er ennþá lifandi: það var í þeim anda sem fslendingar fóru upp á Vatna- jökul til að sækja flugvél sem hafði nauðlent þar á skíðum ári áður. En það var fyrsta flugvél Loftleiða. Ég hef mikinn áhuga á íslenskri flugmennsku og hef reynt að kynna mér'hana. M.a. hef ég kynnt mér sérstaklega ís- lensk nýyrði í flugmennsku.e.m.j NYTT HELGARBLAÐ - ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 19

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.