Þjóðviljinn - 19.08.1988, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 19.08.1988, Blaðsíða 18
w Frumbýlingsandinn lif ir enn" „Ég hef alltaf verið raunvís- indamaður í eðli mínu, og skilur þetta atriði á milli mín og hinna sem eru bókmenntamenn ein- göngu," sagði prófessor Frédéric Durand, sem kennir tungumál og menningu Norðurlandaþjóðá í háskólanum í Caen í Normandí við háskóladeild sem hann hefur stofhað og síðan stjórnað frá upp- hafi. En prófessor Durand, sem var hér á dögunum til að taka þátt í málþingi því sem Stofnun Sig- urðar Nordals gekkst fyrir og ræddi þá við blaðamann Þjóðvilj- ans, hefði allt eins getað bætt því við að hann væri í eðli sínu dálítill „ævintýramaður" líka, því að fer- ill hans er ekki alveg í samræmi við þær hugmyndir sem almenn- ingur kann að gera sér um slíka fræðimenn í háskóla og hefur hann séð og lifað sitt lítið af hvoru. Prófessor Durand var fyrst spurður þeirrar sigildu spurning- ar, hvers vegna hann hefði farið að leggja stund á mál og menn- inga Norðurlanda: „í byrjun var ég á báðum áttum um það hvort ég ætti að leggja fyrir mig vísindi eða tungumál. Mig langaði til að verða járn- brautarverkfræðingur, og var ég þess vegna í stærðfræðideild „Menntaskóla Hinriks 4." í Paris. En ég varð að gefa þessi framtíð- aráform upp bátinn, því að ég gat ekki gert geometrískar teikning- ar. Þess vegna lagði ég síðan stund á þýsku við háskólann, en ég hef allar götur síðan verið vís- indamaður í mér. Háskólanámið gekk mjög vel og munaði ekki nema örlitlu að ég næði lokaprófi (agregation-prófi) aðeins tuttugu og eins árs og yrði yngsti maður- inn í Frakklandi með þá próf- gráðu í þýsku. En þá var síðari heimsstyrjöldin skollin á. Ur stærðf ræðinni í stórskotaliðið Raskaðist ekki allt nám við þá atburði? Þar sem ég hafði verið í stærð- fræðideild, var ég settur í stór- skotaliðið, þegar ég gegndi her- þjónustu, og var ég þar herforingja-nemi. Foringjar í stórskotaliðinu voru þá ríðandi og hestar voru notaðir til að draga fallbyssurnar. En vorið 1940 var ég í herbúðum í París. Augljóst var að franski herinn var þegar búinn að bíða ósigur, svo virtist sem herbúðirnar myndu fljótlega falla í hendur Þjóðverja, og þá var um að gera að bjarga því sem dýrmætast var, sínu eigin frelsi. Ég tók því mikla áhættu, því öruggast hefði verið Rætt við Frédéric Durand prófessor í Norðurlandamálum við háskólann í Caen að bíða rólegur í herbúðunum, ég gerðist liðhlaupi og þaut burt á reiðhjóli suður eftir Frakklandi. Komst ég til Auvergne og tók reyndar próf við háskólann í Clermont-Ferrand á þessum. reiðhjólaleiðangri. En áttir þú ekki á hættu að vera gripinn sem liðhlaupi? Ég átti vitanlega yfir höfði mér að vera handtekinn fyrir liðhlaup á frjálsa svæðinu. Þess vegna fór ég til Parísar, þar sem móðir mín var barnakennari, en borgin var á valdi Þjóðverja og þar var ég óhultur. Við vorum eins og svefn- genglar á þessum tíma. Maður trúði þá á mikla hugsjón, en var undir stjórn leiðtoga sem voru stundum svikarar. Það getur eng- inn ímyndað sér nú hvernig ástatt var í Frakklandi á hernámsárun- um. Allur vitnisburður er ótrygg- ur, og því hafa menn ekki rétt til að dæma núna löngu eftir atburð- ina. Gastu haldið áfram námi við þessar aðstæður? Ahuginn á Norðurlöndum vaknar Ég hélt í fyrstu áfram þýsku- náminu, og það var þá sem ég byrjaði að fá áhuga á Norður- löndum. Ég hafði sem sé fallið á agregation-prófi í fyrstu umferð, Frédéric Durand: Fornsögurnar einar sér hrökkva skammt, það þarf líka að leita til fornleifafræðinnar. en ég skrifaði prófritgerð um áhrif Ibsens á natúralismann í þý- skri leikritagerð. Einn af kennur- um mínum var André Jolivet, sem stjórnaði Norðurlandamála- deild Parísarháskóla, en á þess- um tíma kenndi hann einnig þýsku fyrir kennara, sem var far- inn til London og genginn í frönsku andspyrnuhreyfinguna þar undir forystu de Gaulle. Það var sama um hvað hann talaði, hann endaði alltaf tímana á því að tala um ísland. Ég lærði germ- önsk málvísindi hjá Jolivet, og þá einkum og sér í lagi forníslensku, og svo lærði ég einnig undirstöðu- atriði í sænsku. En varla hefur námið getað haldið áfram snurðulaust á þess- um tímum? Árið 1941 kom stúdína, sem var við þýskunám, að máli við mig og bað mig að taka þátt í njósnum um umsvif Þjóðverja í Frakklandi. Fengum við það hlutverk að safna upplýsingum um loftbelgi, sem hafðir voru til að trufla flug flugvéla Banda- manna. Við lögðum af stað á reiðhjólum og leituðumst við að finna hvar þessir loftbelgir væru staðsettir, hve margir hermenn gættu hvers þeirra, og þar fram eftir götunum. Ég veit ekki hver kom upplýsingunum áleiðis eða hvort þær komu yfirleitt að nokkru gagni. En þetta stóð yfir í sex mánuði: þá var stúlkan hand- tekin og flutt til Ravensbruck - hún komst þaðan lifandi - en ég varð að fara huldu höfði í þrjú ár. Fallbyssur og jómffrúr Ég fór að vinna sem landbún- aðarverkamaður í Búrgund, og var vinnutíminn tólf tímar á dag virka daga og sex tímar á dag sunnudaga. En jafnframt var ég í hópi úr andspyrnuhreyfingunni sem hét „Þjóðarfylkingin" og var undir stjórn laumukommúnista. Við fórum bæ úr bæ til að fá stuðning bænda við andspyrnu- hreyfinguna, m.a. til að útvega felustaði fyrir vopn, sem kastað var niður til okkar í fallhlífum, og var okkur alls staðar gefið rauðvín, ein „fallbyssa" eða „jómfrú", en svo nefndust þá hálfs líters krúsir. Þar sem við heimsóttum gjarnan tuttugu bæi á dag voru þetta tíu lítrar af rauðvíni daglega, og hef ég ekki í annan tíma komist nær því að verða ofdrykkjumaður. Við fengumst einnig við að sækja vopnabirgðir sem geymdar voru í kirkjugörðum - þær höfðu verið faldar þar 1940, þegar franski herinn var á undanhaldi, svo að þær lentu ekki í hendur Þjóðverja - og var þetta hættulegt starf, þar sem við gátum alltaf búist við því að vera staðnir að verki. Árið 1944 gekk ég síðan í bar- dagasveitir andspyrnuhreyfing- arinnar og tók þátt í bardögum í sex mánuði. Þessar sveitir voru undir stjórn kommúnista en þær voru hinar einu sem völ var á. De Gaulle hafði þá snúið sér til So- vétmanna og sameinað and- spyrnuhreyfinguna undir stjórn kommúnista, en þetta vissum við ekki og var ekki talað um stjórnmál. Þarna voru mjög góðir menn, og svo voru svikarar sem við skutum, - þegar það voru ekki þeir sem skutu á okkur. Fyrir sveit glæpamanna Síðan atvikaðist þannig, að ég varð foringi sveitar, sem hafði einkum innan sinna vébanda ó- tínda glæpamenn. Við skipu- lögðum árás, sem nefnd var dulmálsheitinu „Jeríkó" á fang- elsið í Arras til að frelsa and- spyrnuhreyfingarmenn sem þar voru í haldi, en við þessa árás sluppu einnig venjulegir glæpa- menn. Þeir mynduðu síðan ands- pyrnuhreyfingarsveit og kusu mig fyrir foringja. Meðal okkar var jafnvel þýskur Gestapo- maður: honum hafði eitthvað orðið á í messunni og því hafði hann lent í fangelsi, en svo slapp hann í árásinni „Jeríkó" - og gekk þá sem sé í andspyrnug- reyfinguna. Við héldum til í Othe-skógi, og framdi ég meira að segja bankarán til að fjár- magna starfsemina. En við fröm- dum einnig skemmdarverk gegn Þjóðverjum og sprengdum m.a. í loft upp stýriútbúnaðinn í járnb- rautarstöðinni í La Roche- Migennes. Síðan tengdumst við 29. her- deild fótgönguliða bandaríska hersins, sem var þá fremst í suðurvígstöðvum innrásarhers Bandamanna í Frakklandi. Vor- um við með þessari herdeild í tvo mánuði og fylgdum henni til Rín- ar. Þá átti að setja okkur í franska herinn, en það vildu félagar mínir ekki, þeir höfðu mestan áhuga á því að stunda smygl. Varð það úr að ég strauk með þeim og var þá orðinn liðhlaupi í annað sinn. Þessu lyktaði þó með því að ég komst í starf hjá leyniþjónust- unni í París þetta sama ár, og fékk ég það starf að þýða skjöl sem þýski herinn hafði skilið eftir. Arið 1945 var ég aftur settur í herinn, en ég hélt samt áfram að 18 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN - NÝTT HELGARBLAO

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.