Þjóðviljinn - 19.08.1988, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 19.08.1988, Blaðsíða 16
Haukur Magnússon leggurstundá nám í áhættuleikí Bandaríkjunum og hefurleikið í einnimynd “ ta leiðin til að drepa sig er að vera ALDREIHRÆDDUR Hann er 21 árs gamali og er nýkominn heim frá Bandaríkj- unum þar sem hann leggur stund á nám sem Nýju helgarblaði er ekki kunnugt um að annar íslendingur hafi stundað. Skólinn er í Los Angeles og skólastjórinn er með frægari áhættuleikurum, hefur meðal annars séð um mest allan áhættuleik fyrir Charles Bronson. Haukur fékk snemma áhuga á bardagaíþróttum og byrjaði 16 ára að æfa svo kaliað „Fullcontact karate," sem er heldur ruddalegra en venjulegt karate. Um sama leyti hafði hann tekið stefnuna á áhættuleikinn. En þar sem hann bjó í Svíþjóð voru möguleikarnir fyrir ungan mann með svo sérstaka drauma ekki miklir. Síðasta vetur ákvað hann svo að halda til Bandaríkjanna, nánar tiltekið til Los Angeles sem er ekki langt frá draumaverksmiðjunni sjálfri, Hollywood. Þetta byrjaði um 13 ára aldur, maður var prílandi upp á alla skapaða hluti og ég var staðráðinn í að leika flest það eftir sem aðrir gerðu. Bróðir minn og vinur hans voru duglegir við að mana mig út í hitt og þetta. Ef þeir gerðu eitthvað átti ég að gera eins. Svo fór maður að æfa íþróttir og „Fullcontact Karate“ um sextán, sautján ára aldur og þá fór áhuginn á áhættuleik að kvikna. Mig fór snemma að hrylla við því að sitja á skrifstofu alla tíð og mátti ekki til þess hugsa. Haukur segist vera þeirrar skoðunar að menn verði snemma að ákveða hvað þeir ætli að gera í lífinu, það þýði ekkert að draga slíka ákvörðun. Og það er öruggt að hann hefur farið eftir þessari reglu sjálfur. En hvernig atvikaðist það að hann fór til Bandaríkjanna? Keypti hann bara flugmiða og lét guð og lukkuna ráða framhaldinu? Ég var búinn að hringja nokkrum sinnum og standa í bréfaskriftum við skóiann eftir að ég sá auglýsingu frá honum í blaði. Ég setti mig líka í samband við umboðsskrifstofu skólans í Amsterdam. Síðan ákvað ég þetta síðasta vetur, sótti um og fékk inni. Haukur segir bestu líftrygginguna felast í því að vera alltaf hræddur. Hræðsla er betri en kæruleysi. Hann virðist þó ekki hræddur þar sem hann situr á efstu hæð æfingaturns slökkviliðsins í Reykjavík. Myndir: Ari. Annars segir Haukur að það sé mjög langur biðlisti í skólann, venjulega um 100 manns. Þegar hann hafi komið til Los Angeles í maí hafi hann komist að því að skólinn var harðari og erfiðari en hann hafði búist við. Það kom ekki að neinni sök vegna þess að eftir því sem hlutirnir eru erfiðari því meiri áskorun eru þeir. Því harðara því betra, það er ekkert varið í að fá alla hluti auðveldlega upp í hendurnar. Töluvert andlegt álag Erfiðasti hlutinn eru iíkamsæf- ingarnar en það er mjög mikilvægt að vera í líkamlega góðu formi í þessari atvinnu. Þá fýlgir þessu töluvert andlegt álag. Það þýðir ekkert að stoppa ef þú meiðir þig við að kasta þér fyrir bfl til dæmis, þú verður að halda áfram. Það má ekki gefa sig þó maður sé kannski allur orðinn gulur og blár. En hvernig er venjulegur skóladagur hjá Hauki? Skóladagurinn byrjar um klukkan 9 með leikfimi, 150 armbeygjum, liggja á bakinu og halda löppunum í nokkurra sentimetra hæð frá gólfi í 15 mínútur og annað slíkt. Þessar æfingar eru gerðar í einn klukkutíma. Þá er farið út og hlaupið í hálftíma sem getur orðið erfitt í þeim mikla hita sem er í Los Angeles. Eftir hádegi eru síðan æfðar bflveltur, stökk yfir bfla eða fram af húsum, stökk milli hesta og allt það sem áhættuleikari þarf að gera og kunna. Skóladeginum lýkur síðan venjulega um klukkan 4. Hefur þér aldrei þótt þetta of hœttulegt og þá hvarflað að þér að hœtta öllu saman og fara heim? Nei, ég þori ekki að hugsa um það, vil það ekki. Fyrst maður er byrjaður og búinn að leggja í þetta pening þá þýðir ekkert-að hætta. Það var einn sem var með mér í skólanum sem hætti. Hann sagðist þurfa að fara heim af því pabbi hans væri veikur en mig grunar að hann hafi einfaldlega gugnað á þessu. Hann var að vísu óheppinn; var rotaður og rændur úti á götu og var heppinn að vera ekki drepinn. Er hlaupið að því að fá vinnu við áhœttuleik í kvikmyndum? Þetta byggist voðalega mikið á því hverja þú þekkir og svo auðvitað hvað þú getur. Það sitja tugir manna um hvert starf þannig að þetta er bara slagur, hver er klókastur að koma sér að. Ég má teljast heppinn að hafa fengið þetta litla áhættuhlutverk sem ég fékk í mynd sem heitir „Trapped". Strákur sem var að kenna okkur sviðsetur slagsmál fyrir kvikmyndir. Hann tekur þá fólk sem hann þekkir og treystir. Það voru þarna strákar sem eru búnir að vera í skólanum lengur en ég en það var búið að drepa þá svo oft í myndinni að það var ekki hægt að nota þá meira. Þó sami maðurinn sé notaður í mörgum atriðum sést það ekki svo vel í fjarlægð en í nærmyndum sést auðvitað að sami maðurinn er á ferðinni. Búiö aö drepa alla sem hægt var aö drepa Það var búið að drepa alla sem hægt var að drepa í myndinni og það vantaði fleiri. Þetta atriði er í enda myndarinnar. Ég og_ nokkrir aðrir vorum bara að fylgjast með tökum og ekkert ákveðið að við yrðum notaðir. En svona er þetta í þessum bransa, maðutverður að vera réttur maður á réttum stað. Ég efast um að fslendingar eigi eftir að sjá þessa mynd. Þetta er svo kölluð B-mynd, framleidd fyrir sjónvarp. Hún fjallar um kókaínsala og fall hans af toppnum í ræsið. Ég leik einmitt í lokaatriðinu þar sem hann og nokkrir liðsmanna hans eru drepnir. Hvers konar skóli er þetta, eru margir nemendur í honum? Eigandi skólans heitir Kim Kahana og er þekktur áhættu- leikari í Hollywood og Angeles. Hann hefur leikið flest öll áhættuatriði fyrir Charles Bronson þó að síðustu árin hafi einhver annar tekið við því Kim er orðinn það gamall 57 ára. Ég hef horft á flest áhættuatriðin hans á myndbandi og á ekki til orð yfir sum þeirra. Sérstaklega man ég eftir einu atriði þar sem hann kemur á mótorhjóli og klessir framan á vörubíl. En vörubíllinn kemur aldrei við hann, í því felst áhættuleikurinn. Hann er með streng í bakinu sem kippir honum af hjólinu þegar hann er í ákveðinni fjarlægð frá vörubílnum. Þetta er allt nákvæmlega reiknað út og blekk- ingin sést aldrei í myndunum. Skólinn er ekki mjög fjölmennur, það eru um það bil 14 nemendur í honum hverju sinni. Gerirðu þér vonir um að fá eitthvað að gera hérna heima? Það væri auðvitað skemmtilegt að fá eitthvað að gera hér. En ef enginn markaður reynist vera fyrir menn eins og mig hér fer maður þangað sem vinnan er. Það er þó aldrei að vita hvernig kvikmyndagerðin þróast á íslandi, hún er það ung. En það væri gott fyrir íslendinga að geta notast við sitt eigið fólk f þessu eins og öðru svo ekki þurfi að flytja það inn erlendis frá eins og til dæmis var gert í leikritinu Rauðhóla-Ransí. Er það hluti af ykkar námi að leikstýra áhœttuatriðum? Já, með tímanum lærir maður að leikstýra því hvernig árekstur bfla eigi sér stað og svo framvegis. Það verður lfka að hafa rétt fólk, þýðir ekki að taka bara einhvern af götunni. Ég hef séð jafnmörg áhættuatriði sem hafa misheppnast og heppnast, atriði þar sem fólk verður fyrir slysum. Áhættuleikarinn er þjálfaður til að taka áhættuna fyrir aðra. Enda væri bagalegt að taka kvikmyndar stöðvaðist af því aðalleikarinn slasaðast. Þaö sem getur fariÖ úrskeiöis fer úrskeiöis Vill einhver tryggja menn eins og ykkur? Jú, jú, en það er dýrt. í Bandaríkjunum er hægt að kaupa 16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN - NYTT HElGARBLAÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.