Þjóðviljinn - 19.08.1988, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 19.08.1988, Blaðsíða 17
tryggingu fyrir einn dag og iðgjöldin fara eftir því sem maður er að gera. Ég tryggði mig hérna heima áður en ég fór út, fann á endanum tryggingafélag sem vildi tryggja mig. Hauícur segir nám áhættuleik- arans vera endalaust, því ljúki aldrei vegna þess að ekkert á- hættuatriði sé nákvæmlega eins og annað. Hann treysti sér til að framkvæma mörg erfið atriði og sviðsetja. Hann ætlar aftur í skólann eftir áramótin og veit ekki hvað hann verður lengi. En hvernig lýst skyldfólki hans á að hann leggi þessa atvinnu fyrir sig? Því lýst ekki vel á það. Sérstaklega er afa mínum illa við þetta undir niðri. Þó held ég sé hann ánægður með mig. Móður minni er að sjálfsögðu ekkert um þetta gefið og er stöðugt að minna mig á að fara varlega. En ég ræð því auðvitað hvað ég geri, maður getur ekki setið í fangi móður sinnar allt sitt líf. Annars held ég að ef áhættuleikari undirbýr sitt verk vel þá sé hann ekki í meiri hættu en gengur og gerist. Murphie's- lögmálið gildir þar eins og annarsstaðar; ef eitthvað getur farið úrskeiðis þá fer það úrskeiðis. Kennarinn minn datt til að mynda niður stigann í skólanum og fingurbraut sig og ekki er það almennt tekið sem vegna þess að þeir verða kærulausir. Ég er alltaf hræddur en það eykur bara á spennuna. Að éta eða verða étinn Hvað er það sem togar 21 árs gamlan mann út í svona vinnu og ég spyr eins og skyldfólk þitt; er þér ekkert annt um lífið? Jú, mér er annt um lífið og eins og ég sagði áður þá er ég alltaf skíthræddur. Svo er það spenn- an, þetta er starf sem fylgir mikil tilbreyting og ef maður nær því að verða þekktur í faginu eru miklir peningar í boði. Ef ég fyndi leikara sem ég líkist myndu möguleikar mínir aukast til muna. Síðan gefa smáverkin í Ahættuleikari þarf aögetakastað sér fyrír tilþrifum og lifa þaö af. bíl með sannfærandi Þegar stokkið er fram af húsum er mikilvægt að reikna lendingar- staðinn vel út. Ef stokkið er hálfum metra of langt út af sjöundu hæð getur skekkjan í lendingu orðið allt að tíu metrar. mikil áhætta að ganga niður stiga. Þegar við erum að henda okkur fram af húsi erum við ekki alveg einir að verki. Það eru menn fyrir neðan sem halda í loftdýnuna og einn sem fylgist með stökkinu frá hlið og kallar; „of stutt" eðá „of langt" ef stökkið misheppnast, og þá færa hinir dýnuna til. Ef stokkið er hálfum metra of langt út af húsi á sjöundu hæð getur það orðið að allt að tíu metra skekkju þegar niður er komið. Skrokkuririn fylgir. stefnu höfuðsins, ef hausinn er út á hlið þá stekkurðu út á hlið. Þegar ég segi fólki að ég sé áhættuleikari spyr það gjarnan hvort mér finnist ekki gaman að lifa? En fólk sér auðvitað ekki annað en það sem birtist á hvíta tjaldinu og auðvitað þykir mér gaman að lifa. Það geta allir skapaðir hlutir farið úrskeiðis og menn hafa bakbrotnað, fótbrotn- að og jafnvel lamast eða dáið. Þeir sem eru aldrei hræddir eiga aúðveldast með að drepa sig B-myndunum, sem maður gæti hugsanlega fengið, pening beint í vasann. Það er gert upp við lok hvers vinnudags. Maður verður að hafa augu og eyru opin. Það er gefið út sérstakt blað í hverri viku í Los Angeles þar sem eru fréttir af því sem er að gerast og þetta blað er eins konar biblía áhættuleikara. Þá er að reyna að troða sér að og ef maður er heppinn fær maður starf. Jafnvel þó búið sé að ráða áhættuleikara getur hann verið látinn fjúka ef annar birtist á staðnum sem er líkari einhverjum leikaranna. Hann fær þó borgað hafi hann gert samning. Þetta er spurning um að éta eða vera étinn. Eru bara strákar í þessu en ekkert kvenfólk? Nei, nei það eru stelpur í þessu líka þó þær mættu vera fleiri. Það eru til margar ágætar áhættuleikkonur og kvenfólk verður oft illa úti í kvikmyndum og þess vegna er nauðsynlegt að eiga góðar áhættuleikkonur eins og áhættuleikara. En karlmenn þurfa oft að taka að sér áhættuhlutverk fyrir kvenleikara og klæða sig þá upp eins og konur. Kunningi minn lék til dæmis gamla konu sem datt út um glugga á annarri hæð. Það er tími til kominn að kveðja en að lokum spyr ég Hauk hvernig borg Los Angeles sé. Hann segir að borgin sé hrein og klár glæpaborg, þar sem kókaínbarónar eigi í stöðugu stríði og ekki sé ráðlegt að fara langt einn síns liðs á kvöldin. Hann er þó staðráðinn í að fara aftur og þegar hann gengur út velti ég því fyrir mér hvort áhættuleikurinn sé kannski meiri í daglega lífinu hjá honum í borginni en þegar hann hendir sér fram af húsum eða kastar sér viljandi fyrir bfl? -hrr> -, NÝTT HELGARBLAÐ - ÞJÓÐVILJINN SlOA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.