Þjóðviljinn - 19.08.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 19.08.1988, Blaðsíða 13
Að standa sig í rúminu meo aðstoð [j sprautu Róttækar og tvísýnar tilraunir til að ráða bót á getuleysi karla Skrýtluhöfundar jafnt sem sál- fræöingar vita það vel (já og hver veit það ekki?) að fátt óttast karl- ar jafn mikið og að missa kraft sinn til ásta. Um aldir hafa menn leitað ýmissa ráða við þessum vanda og seint fundið það sem dugði. Nú síðast er reynt að sprauta efnum beint í liminn - en útkoman getur verið í meira lagi tvísýn. Það er skammt reyndar á milli grófrar skrýtlu og veruleika í þessum málum. Steinsteypa og kókaín Skrýtlan: Maður kemur til læknis og biður hann um hjálp við getuleysi. Læknirinn reynir allt sem honum dettur í hug, en það kemur ekki að haldi. Að lokum segir hann sisona: Það er barasta ein aðferð eftir. Hún er óbrigðul að því leyti, að þér mun örugglega rísa hold. En henni fylgir einn galli. Hver er sá? spyr sjúklingurinn vongóður. Hann er sá að árangurinn hverfur ekki aftur. Hvað meinarðu? spyr sjúkling- urinn. Limurinn mun upp rísa en ekki linast framar, segir læknirinn, þú verður að drattast með hann þannig fram á þitt endadægur. Sjúklingurinn hugsar sig um stundarkorn en segir svo hetju- lega: Það verður ekki á allt kosið. Láttu mig heyra hvert ráðið er. Það er einfalt, segir læknirinn. Þú færð sprautu beint í liminn. í henni er mjög einföld mixtúra: einn þriðji vatn, einn þriðji sand- ur og einn þriðji sement.... Veruleikinn: 34 ára gamall uppi í New York var farinn að þjást af getuleysi. Hann sprautaði kókaíni upp í þvagrás- ína. Nokkrum mínútum síðar hafði limur hans risið mjög myndarlega og uppinn og vin- kona hans voru næsta glöð yfir árangrinum. En eins og í skrýtl- unni vildi spjót lífsins ekki leggj- ast út af aftur. Á þriðja degi leitaði maðurinn veinandi af kvölum hjálpar á sjúkrahúsi. Þótt skömm sé frá að segja missti hann lim sinn. Stoltur sem hani Óæskileg langtímastaða lims- ins breiðist nú út beggja vegna Atlantsála segir í nýlegri grein í vesturþýska vikublaðinu Spiegel. Fyrirbærið er gamalþekkt - lækn- ir kalla það príapisma og kenna við Priapos, son grísku ástargyðj- unnar Afrodítu. En ástæðan fyrir því að pína þessi breiðist út er sú, að margir freistast til að sprauta sig með ýmsum efnum í liminn, honum til hressingar og þenslu. Ýmsir læknar mæla ákaft með þessari aðferð. Einna fremstur í flokki þeirra er breskur þvag- færalæknir, prófessor Giles Brindley. Á starfsbræðraþingi í Las Vegas lét hann brækur sínar síga og sprautaði sig í limrótina með efni sem papaverin heitir. Árangurinn lét ekki á sér standa, og prófessorinn sýndi hann á sviðinu „stoltur eins og hani." Papaverin er ekki ný uppgötv- un. Apótekari einn í Darmstadt vann efnið úr draumsóley árið 1848. Það örvar staðbundna blóðrás og virkar um leið gegn brottstreymi blóðs. Þeir læknar, sem með papaver- insprautum mæla, stæra sig af því að hafa gert liðónýta menn í tut- tugu ár hamingjusama á skömmum tíma. Þeir segja að með litlum skömmtum af því í limrótina geti menn orðið sér úti um nauðsynlega reisn í tvær-þrjár stundir. Um leið er sagt að menn eigi aðeins að sprauta sig við Þessi mynd er írá Pompei og sýnir Priapos sem hefur lim svo mikinn að hann vigtar hann á reislu. bestu aðstæður - að degi til, ódrukknir, óþreyttir. Ef þeir bregða út af settum reglum geti ýmisleg slys komið fyrir: læknar verði að koma á vettvang til að slá niður sársaukafulla standpínu með lyfjum sem hafa áhrif á blóð- þrýsting eða með því blátt áfram að dæla blóði úr vansælum lim. Hvað er getuleysi? Það fylgir sögunni að það séu einkum rosknir menn sem hafa fengið sér yngri konur sem leita á náðir papaverinsprautunnar. Getuleysi á sér margar orsakir og mönnum ber ekki saman um hvernig eigi að skilgreina það. Fram á næstliðinn áratug höfðu menn það helst fyrir satt að það stafaði einkum af sálrænum ástæðum. En seinni rannsóknir sýna að líkamlegar orsakir eru fleiri og öflugri, einkum hjá mönnum sem nokkuð eru við aldur. Hér kemur margt til: syk- ursýki, áfengisssýki, hár blóð- þrýstingur, hormónaskortur eða taugaboðatruflanir í mænunni. Það má og vera að bindivefir limsins hafi orðið of gljúpir vegna ofreynslu á yngri árum eða vegna þeirrar samfaratækni sem dregur fullnægingu mjög á langinn af ásettu ráði - er þetta þó umdeilt. Menn vita og næsta lítið um það hve útbreitt getuleysi er. Sér- fræðingar sveifla sér frá einu prósenti upp í fimmtíu prósent karlmanna eins og að drekka vatn. Svo er líka spurt: eru ein mistök eða örfá ástæða til að tala um getuleysi? Eða eiga menn ekki að taka mark á slíku, eins og margir kynlífsfræðingar segja, fyrr en viðkomandi karlmaður verður fyrir því í meira en annað- hvert skipti sem hann reynir sig til samfara, að ekki kemur til upp- risu eða þá að sæði er úthellt alltof snemma eða alls ekki? Erfitt stríð Sá vandi sem síðast var nefnd- ur er útbreiddur og eins og allir vita er hann fyrst og síðast tengd- ur aldri manna. Kyngeta karl- manna minnkar smám saman - hjá þeirri staðreynd komast menn ekki. En margir vilja ekki sætta sig við þessa meðferð undir tímans tönn - síst karlar sem hafa átt við velgengni að búa og eru gefnir fyrir samkeppni. Því er, þrátt fyrir um margt neikvæða reynslu þeirra sem prófa, enn eftirspurn eftir aðgerðum þar sem einhverjum „halígræjum" er komið fyrir í limnum eða innspýt- ingum gerviefna. Enda þótt slík- ar tilfæringar virki bæði neikvætt á náttúrlega upprisu holdsins - sem enn kann að vera á dagskrá - og geri fullnægju sjaldgæfa. En leitin að hinu upplyftandi og vonandi skaðlausa getulyfi heldur áfram. Papaverin er ekki lengur eitt á markaðnum. Nýjung er efnið prostaglandin E, sem lík- ist hormón. Dugi papaverin ekki, er reynt að bæta við litlum skammti af phentolamin, sem er sterkt lyf, venjulega aöems notað þegar alvarleg hjartabilun ber að dyrum. Á villigötum Heilbrigðisyfirvöld eru náttúr- lega tortryggin á allt þetta. Spieg- el kann frá því að segja að í Vestur-Þýskalandi hafi engin getuleysislyf verið leyfð beinlínis. Engu að sfður er talið að annar- hver þvagfærafræðingur þar- lendis gefi mönnum einhverjar sprautur. Þeir eru að vísu sjálfir hræddir við þær aukaverkanir sem leika að minnsta kosti hluta sjúklinganna grátt. Margítrekað er að það þurfi að prófa sig mjög varlega áfram með þá skammta sem hver þolir. Einn þeirra sem illa fór út úr slíkum tilraunum var reyndar læknir sjálfir: hann sprautaði sig með þrem skömmtum af papaverini. Upp- risan stóð í tuttugu og sex klukku- stundir - en það var líka í síðasta sinn á ævi þess góða manns að honum reis hold. Wilfred Dogs heitir sérfræð- ingur í samspili líkamlegra og sál- rænna þátta í mennskri kind. Hann segir, að með getusprau- tum hafi menn anað inn á blind- götur og látið hæpna „hugmynda- fræði hins mesta penis" villa sér sýn. Og hvað um konurnar sem upplifa það að við aðstæður, sem hlaðnar eru tilfinningaspennu, dragi karlinn fram sprautu og „hlaði sig" ? spyr hann. Geta þær annað en fengið hláturskast eða fyllst ógeði? NÝTT HELGARBLAÐ - ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.