Þjóðviljinn - 21.10.1988, Síða 6

Þjóðviljinn - 21.10.1988, Síða 6
Fyrir ofan Málarann við Grensásveg er falt leiguhúsnæði. Eins og drepið er á í þessum pistli situr mikið af Nýlega var byggt ofan á „Miðbæinn" á horni Háaleitisbrautar og efri hæðunum eftir, en frekar að jarðhæðirnar gangi út. Safamýrar, en þar er nú þegar húsnæði til leigu. Myndir: Jim Smart. Steypt í kapp við Viðbótin við verslunar- og skrifstofuhúsnæði í höfuðborginni hefur margfaldast milli ára síðan 1985, en þó halda stórhýsin áfram að rísa. Framboðið er gífurlegt og leigan hefur snarlækkað Meira en helmingi meira af verslunar- og skrifstofuhús- næði í Reykjavík var fullgert árið 1986 en árið á undan, eða um 193 þúsund rúmmetr- ar á móti tæplega 91 þúsund rúmmetrum 1985. Það ár var samanlagður rúmmetrafjöldi fyrir öll fullgerð hús í borginni um 813 þúsund, en liðlega miljón árið 1986. Þennan fróðleik er að finna í Árbók Reykjavíkurborgar 1987 og má af honum sjá að aukningin í verslunar- og skrifstofuhúsnæð- inu er meira en helmingi meiri en í öliu öðru húsnæði, hverju nafni sem það nefnist, en flokkunin er að öðru leyti þessi í árbókinni; íbúðarhús, skólar og sjúkrahús, iðnaðar- og verksmiðjuhús, og bílskúrar og geymslur. Þessi sannindi hafa undanfarið skilað sér í því að óhemjumikið framboð virðist vera á húsnæði af þessu tagi í borginni. Auglýsingar þar að lútandi eru alla jafna margar í helsta málgagni fast- eignaviðskiptanna, Sunnu- dagsmogganum, en að auki verða sífellt meira áberandi spjöld eða miðar úti í gluggum þarsem pláss- ið fyrir innan er ýmist auglýst til sölu eða leigu. Ljósmyndari blaðsins festi nokkrar slíkar út- stillingar á filmu fyrr í vikunni og má sjá afraksturinn hér á opn- unni. Þrátt fyrir þetta eru mörg stór- hýsi fyrir verslunarrekstur og skrifstofuhald í byggingu, og má sem dæmi nefna til þeirrar sögu skipulagshryðjuverk það sem rís nú sem óðast oní Borgarleikhús- inu nýja og kennt er við þá forn- frægu prentsmiðju ísafold, en forráðamenn fyrirtækisins hafa auglýst á heilsíðum að hluti ný- byggingarinnar sé til sölu. Og það er ekkert smotterí sem bætist við með þessu eina húsi, því að þar verða meðal annars tvær 2000 fermetra verslunarhæðir og fimm 300 fermetra skrifstofu- og þjón- ustuhæðir. Atli Vagnsson hjá fasteigna- sölunni Vagn E. Jónsson sagði aðspurður um þessi mál að sér sýndist hvorttveggja vera á ferð- inni: mikið framboð á tiltölulega gömlu húsnæði, sem væri á vissan hátt úrelt og illa staðsett og því á of háu verði, en að j afnframt væri markaður fyrir húsnæði sem væri 6 SÍÐA - NYTT HELGARBLAÐ Föstudagur 21. október 1988

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.