Þjóðviljinn - 21.10.1988, Qupperneq 27

Þjóðviljinn - 21.10.1988, Qupperneq 27
Miðilshæfileikar í kynlífi Að geta rætt málin saman er grundvallaratriði í að góðu ást- arsambandi. Mörgum finnst samt voðalega erfitt að ræða um sitt ástarlíf við maka sína. Hvers vegna er það svona erfitt? Þetta stafar aðallega af þrennu; félag- smótun, feimni og kvíða. í fyrsta lagi er fólk ekki vant að tala um kynlíf á eðlilegan hátt. Félag- smótun okkar hefur brugðist í þeim efnum. Þú mátt bara segja brandara ef þú ætlar að tala um kynlíf eða vera svo alvarlegur að enginn skilur þig. í öðru lagi er fólk oft feimið þegar kynlífsum- ræða er annarsvegar. Það er allt í lagi að vera feiminn ef siðferði- skennd viðkomandi krefst þess. Ef feimni verður að óraunsæjum tepruskap eða er svo mikil að ein- staklingurinn líður stöðugt fyrir og hálfskammast sín er annað uppi á teningnum. Slíkur einstak- lingur er etv. haldinn sterkri minnimáttarkennd eða er bældur í samskiptum við annað fólk, sér- staklega hvað varðar snertingu. í þriðja lagi er fólk oft stressað eða haldið kvíða yfir frammistöðu sinni í rúminu. Ef makinn vill tala um kynlífið túlkar hinn það sem árás á eigin getu eða ásökun um vanþekkingu. Kynlíf er eini vett- vangurinn þar sem fólk virðist eiga að vita alla hluti sjálfkrafa án þess að læra neitt sérstakt eða hafa eitthvað fyrir því. Þessvegna þegir fólk og smámsaman safnast upp ýmiskonar óleystur pirringur og verður að stórum vonbrigðap- akka sem er opnaður á endanum með oft miður óskemmtilegum uppákomum. Þegar annar aði- linn loksins brýst út með upps- öfnuðu vonbrigðin bregst hinn sár og reiður við og hugsar kann- ski sem svo: „Það var þá ekkert sérstakt í öll þessi skipti.“ Sú upp- götvun er ekki beint heppileg fyrir sjálfstraustið og það ástarlíf sem í vændum er. Léleg tjáskipti eru ein algengasta orsök þróunar hinna ýmsu kynlífsvandamála. Uppskriftir Upplifun kynlífs gerir kannski ekki ráð fyrir að ræða þurfi mál- in. Að minnsta kosti ekki ef tvær algengar „uppskriftir" urn ástarlíf eru skoðaðar. Báðar hugmynd- irnar leggja ofurkapp á samfarir sem hina einu sönnu leið til að njótasín kynferðislega. í rómant- íkinni er kynferðislegt samband tveggja aðila sveipað töfraljóma, birtan er þokukennd og viss spenna og himneskur unaður KYNLÍF INGIBJÖRG JÓNA JÓNSDÓniR hvíliryfir ástarleiknum. Allt ger- ist sjálfkrafa, næstum á yfirnátt- úrulegan hátt. Að sjálfsögðu þurfa elskendurnir ekki að tala saman um sínar kynferðislegu langanir og óskir heldur lesa þeir hugsanir hvor annars. Allt gerist áóaðfinnanlegan hátt. Forleikur- inn (segir til um hvað sé aðalat- riðið) er stórkostleg upplifun og ástarleikurinn endar í enn betri samfarablossa þeirra beggja - samtímis. En bíðið við; og hún fær fullnægingu hvað eftir annað uns hún biður hann vægðar! Til er alveg hellingur af lesefni sem lýsir rómantísku hugmyndafræðinni. Það þarf ekki annað en að kíkja í viss tímarit til að lesa slíkar útlist- anir. Hin hugmyndin sem margir gera sér af samlífi er vélræn. Samlíf er bein lína; löngun vakn- ar, munnar mætast, brjóst og kynfæri snert og samfarir hefjast sem enda hjá gagnkynhneigðu pari með fullnægingu hans. Litt- eratúr í sex-terapíu er uppfullur af ráðum þar sem reynt er að gera við bilun í þessu kynferðislega, vélræna gangverki. í rómantíska og vélræna kynlífinu eru orðin óþörf. Talið saman Eina leiðin til að finna út hvað manni finnst gott og hvað ekki er að tala um það eða gefa til kynna með öðrum hætti hvaða örvun mann langar í. „Segðu mér hvað þér finnst gott?“ eða „Ef ég geri eitthvað sem þér finnst ekki gott, láttu mig bara vita?“ eru áhrifa- mikil skref í að opna tjáskiptin. Þó að svarið sé: „Mér finnst allt gott sem þú gerir" er búið að gefa til kynna að það sé alltílagi að ræða málin og að enginn þurfi að fara „íkleinu" út af því. En það er einnig nauðsynlegt að ræða sam- an utan svefnherhergisins um það sem liggur manni á hjarta í þessu sambandi. Það hefur góð áhrif og getur hreinsað andrúmsloftið. Heimsbikarmót Stórmeistarasambandsins Kasparov sýnir klæmar Lagði Timman að velli með svörtu mönnunum. Tal tapaði ífyrstasinn hérlendis, fyrir Beljavskíj sem nú trónir einn á tihdinum Jan Tlmman - Garrfj Kasparov Kóngslndversk vörn 1. d4-Rf6 2. c4-g6 3. Rc3-Bg7 (Það er athyglisvert að Kasparov teflir nú hina hvössu kóngsindversku vörn til jafns við Grúnfelds-vörnina.) 4. e4-d6 5. O (Samisch-afbrigðið svokallaða, eitt traustasta vígi hvíts gegn kóngsindversku vörninni.) 5. ...-0-0 6. Be3-e5 7. d5-c6 8. Bd3 (Af ýmsum cr talið nákvæmara að leika 8. Dd2 til að hindra næsta leik svarts.) 8. ...-bS 9. cxb5-cxd5 10. exd5-e4! (Kasparov hugsaði sig um í röskar 40 mín- útur. Þessi skemmtilegi peðsleikur byggir á hugmyndinni 11. fxe4 Rg4 og svartur hefur gott spil fyrir peðin. Engu að síður er áli- tamál hvort 11. fxc4 hafi ekki verið besta leið Timntans.) 11. Rxe4-Rxd5 12. Bg5-Da5+ 13. Dd2-Dxd2+ 14. Bxd2-Bxb2 15. Hbl-Bg7 16. Re2-Rd7 17. Rxd6? (Timman hefði sennilega betur látið þetta ógert. Kasparov fær rífandi spil fyrir peð- ið.) 17. ...-Rc5 18. Bc2-Be6 19. Re4-Hac8 20. 0-0-Rxe4 21. Bxe4-f5 22. Bd3-Rb6! 23. Rcl-Hfd8 World Cup Chess Tournament, Reykjavfk 1988 ' 40.10J988 21:23 Nafn I 2 3 4 5 6 7 H 9 10 11 12 13 14 15 16 17 IH Alls Roð 1 Alcxamlcr Bcliavskv M V4 V4 1 1 0 '/i '/4 '/4 1 V4 '/4 '/4 1 1 9 1 2 .lan Timman V4 V4 0 1 '/4 1 V4 •/4 '/4 0 1 0 '/4 1 7V4 5-9 \ (íyula Sax V4 V4 i. 1 Vi '/4 '/4 '/i '/4 0 V4 1 '/4 '/4 '/í 7'/i 5-9 4 Jaan Ehlvcst 0 1 0 S- 1 V4 Ti 1 '/4 '/4 V4 '/4 •/4 1 1 8V4 2-3 5 Prcdrai: Nikolic 0 0 V4 0 h 1 '/4 '/4 '/4 '/4 '/4 1 '/4 V4 '/4 6'/i 12-13 6 Arlur Júsudov 1 V4 V4 V4 0 M. '/4 V4 V4 V4 '/4 '/4 '/4 1 '/4 V/i 5-9 7 Ulf Andcrsson Vi 0 */i V4 '/i M >» '/4 1 V4 '/4 V4 V4 1 7 10-11 H Jonathan Socclman Vi ‘/2 V4 0 '/i Vi V4 k V4 '/4 '/4 0 1 V4 '/4 6'/i 12-13 9 Zoltan Ribli V4 V4 V4 V4 V4 V4 V4 V4 V4 V4 0 0 '/4 V4 6 14-15 10 Laios Portisch 0 V4 1 V4 V4 '/4 ■f, 1 V4 V4 0 0 0 V4 0 5'/i 16-17 11 Jóhann Hjartarson Vx 1 '/4 '/i '/4 V4 4L 0 V4 I V4 1 1 7V4 5-9 12 Andrci Sokolov V4 0 0 0 '/4 '/4 '/4 1 f 1 '/4 '/4 V4 '/4 1 7 10-11 1' (Jarrv Kasoarov Vx 1 V4 1 Vi V4 V4 1 0 f V4 1 V4 '/4 V4 HV4 2-3 14 Mikhail Tal 0 '/i ‘/4 V4 l 1 1 V4 V4 V4 á V4 V4 V4 V4 H 4 15 Viktor Kortsnoi '/i 0 '/4 V4 0 1 1 0 V4 0 '/4 0 '/4 1 6 14-15 16 John Nunn */4 '/4 V4 •/4 14 '/4 V4 1 V4 V4 V4 V4 1 y 0 7V4 5-9 17 Boris Soassky Vz '/4 0 '/4 0 '/4 '/4 '/4 '/4 0 '/4 '/4 '/4 '/4 K SVi 16-17 1H Marecir Pétursson 0 0 Vi 0 V4 '/4 0 1 0 0 V4 V4 0 1 s 4Vi 1H (Stöðumyndin scgir skýra sögu. Allir menn svarts standa frábærlega vel, hrókarnir og biskuparnir ráða lögum og lofum og aðeins tímaspursmál hvenær svartur vinnur lið.) 24. Bg5-Hd7 25. Hel-KH 26. Be2 (Svartur hótaði í mörgum tilvikum - Hxcl+ og — Hxd2.) 26. ,..-h6 27. Bh4-Rd5! (Enn aukast yfirburðir svarts.) 28. Bdl-Bd4+ 29. Bf2-Bxf2+ 30. Kxf2-Rc3! (Nú tapar hvitur skiptamun og Timman á enga möguleika gegn tækni heimsmeistar- ans.) 31. Bb3-Bxb3 32. Hxb3-Rdl + 33. Hxdl-Hxdl 34. Rd3-Hd2+ 35. Ke3-Hxg2 36. Ha3-He8+ 37. Kd4-He7 38. Re5+-Kf6 39. Rc6-Hd7+ 40. Kc4-Hc2+ 41. Kb4-Hxh2 (Frípeð svarts á h-línunni ræður úrslitum.) 42. Ha6-Kg5 43. a4-h5 44. Hxa7-Hxa7 45. Rxa7 -og Timman gafst upp um leið. Einfaldasta leiðin cr 45. ... h4 o.s.frv. Alexander Beljavski - Mikail Tal Móttekið drottningarbragð 1. d4-d5 2. c4-dxc4 3. c4-e5 4. Rf3-exd4 5. Bxc4-Bb4+ 6. Rbd2-Rc6 Mynd: Þóm. 7. 0-0-Rf6 (Algengara er 7. ... Rge7.) 8. e5-Rd5 9. Rb3-Rb6 10. Bg5-Be7 11. Bxe7-Rxe7 12. Bd3-Bf5 13. Rfxd4-Bxd3 14. Dxd3-0-0 15. Hadl-DdS 16. De2 (Tal hefur ratað í erftðleika vegna bágrar stöðu drottningarinnar. Uppskiptin sent hann stofnar nú til létta ekki á stöðu hans.) 16. ...-Dc4 17. Ðxc4-Rxc4 18. Hcl-RxeS 19. Hxc7 (Hvítur vinnur nú pcð og þótt svartur fái virka stöðu fyrir er hvergi veikleika aö finna í stöðu Beljavskíjs sem tekst með markvissri taflmcnnsku að auka yfirburði sína.) 19. ... Rd5 20. Hxb7-Hfb8 21. Hxb8+-Hxb8 22. Hdl-Rb4 23. a3-Rbd3 24. Hd2-g5! (Hindrar framrás f-peðsins cn engu að síður tckst hvítum að reka riddarana af höndum sér.) 25. Kfl-HeS 26. Ra5!-f5 27. b4-f4 28. b5-g4 29. Rac6-f3 30. gxf3-gxf3 31. Rxf3! (Vinnur annað peð og þá eru úrslitin ljós.) 31. ... Rxf3 32. Hxd3-Rxh2+ 33. Kg2-Rg4 34. Rxa7 - og Tal gafst upp. Þctta var hans fyrsta tapskák á fsiandi í 59 viðureignum. Hann hefur unnið 29 skákir og gcrf 29 jafntefli. SKAK HELGI ÓLAFSSON Úrsllt í 14. Umfcrí Margeir Pétursson - John Nunn 1-0 Boris Spassky - Viktor Kortsnoj Vi-'/i Alexander Beljavsky - Mikhail Tal 1-0 Jan Tintman - Garry Kasparov 0-1 Gyula Sax - Andrei Sokolov 1-0 Jaan Ehlvcst - Jóhann Hjartarson 'A-Vi Predrag Nikolic - Lajos Portisch Vi-Vi Artur Júsúpov - Zollan Ribli Vi-Vz Ulf Andersson' - Jonathan Speelman Vz-Vz 15. tlmfcrð Jonathan Speelman - Margeir Pélursson . Zoltan Ribli - Ulf Andersson Lajos Porlisch - Artur Júsúpov Jóhann Hjartarson - Predrag Nikolic Andrei Sokolov - Jaan Ehlvest Garry Kasparov - Gyula Sax Mikhail Tal - Jan Timman Viktor Kortsnoj - Alexander Bcljavsky John Nunn - Boris Spassky Föstudagur 21. október 1988 NYTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 27

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.