Þjóðviljinn - 21.10.1988, Síða 30

Þjóðviljinn - 21.10.1988, Síða 30
Alþýðubankinn, Akureyri, kynning á verkum Drafnar Friðfinnsdóttur stendurtil4. nóvember. Bókasafn Kópavogs, Þóra Jóns- dóttir sýnir olíu- og vatnslitamyndir til 30. október. Bókasafnið eropið mán- udaga til föstudaga kl. 9-21, og laugardaga kl. 11-14. FÍM-saiurinn, málverkasýningu Bergljótar Kjartansdóttur lýkur á sunnudaginn, 23. október. Gallerí Borg, Helga Egilsdóttir sýnir olíumálverk. Sýningin stendur til 1. nóvember og er opin virka daga kl. 10-18, og kl. 14-18 um helgar. Graf íkgalleríið, Austurstræti 10, búningateikningar Alexanders Vassi- liev. Sýningin stendurtil 26. október, galleríið er opið á verslunartíma. Gallerí Gangskör, Anna Gunnlaugsdóttir, málverkasýning. Sýningin stendur til 24. október og er opin kl. 12-18 þriðjudaga til föstu- daga og kl. 14-18 um helgar. Gallerí Grjót, Skólavörðustíg 4 A, listamennirnir 9 sem að galleríinu standa sýna ný verk í tilefni fimm ára afmælis Grjótsins. Sýningin stendur til mánaðamóta og er opin virka daga kl. 12-18, ogkl. 14-18 um helgar. Gallerí Svart á hvítu, Laufásvegi 17, Rósa Gísladóttir opnar sýningu á höggmyndum og olíumálverkum á morgun kl. 14. Sýningin stendur til 6. nóvember og er opin alla daga nema mánudagakl. 14-18. Hafnarborg, Strandgötu 34 Hafnar- firði, málverkasýningu Gunnars Á. Hjaltasonar lýkur á sunnudaginn, 23. október. Sýningin eropin daglega kl. 14-22. Hafnargallerí, sýning á skissum nokkurra félaga í FAT (Félagi fata- og, textilhönnuða) stendurtil 28. október og er opin á verslunartíma. Hótel Selfoss, Elísabet H. Harðar- dóttir sýnir teppi og pappamassa- myndir. Sýningin stendur út mánuð- inn. Kjarvalsstaðir, Vestursalur, sýning Guðrúnar Gunnarsdóttur og Sigrúnar Eldjárn á olíumálverkum og textil- verkum. Austursalur, Sverrir Ólafs- son sýnir skúlptúra. Sýningunum lýk- ur á sunnudaginn, 23. október. Vestur- og Austur-forsalur, teikningar barna. Kjarvalsstaðir eru opnir dag- legakl. 14-22. Listasafn ASÍ, Veiðarfæri í 60 ár, kl. 17 á morgun verður opnuð sýning í tilefni þess að 60 ár eru liðin f rá því að netagerð varð löggilt iðngrein og að 50 ár eru liðin f rá stofnun Nótar, fé- lags netagerðarmanna. Sýningin verður opin kl. virka daga kl. 16-20, kl. 14-20 um helgar og stendur til 30. október. Listasafn Einars Jónssonar, er opið kl. 13:30-16 um helgar. Högg- myndagarðurinn er opinn daglega kl. 11-17. Listasafn íslands, sýning á verkum ungra íslenskra listamanna í tilefni 10 ára afmælis Nýlistasafnsins. Á neðri hæðum sýning á íslenskum verkum í eigu safnsins. Leiðsögnin Mynd mánaðarins fer fram á fimmtudögum kl. 13:30, og er mynd októbermánað- ar Sumarkvöld (Öræfajökull) eftir Ás- grím Jónsson, og er hún máluð árið 1912. Listasafnið er opið alla daga nema mánudaga, kl. 11-17. Mokka, Skólavörðustíg, Ásta Guð- rún Eyvindardóttirsýnirolíumyndir. Sýningin stendurtil 13. nóvember. Menningarstofnun Bandaríkj- anna, Neshaga 16, sýning Robert Dell hefst á morgun og stendur til 23. október. Skúlptúrar og teikningar. MÍR, Vatnsstíg 10, sýning á eftir- prentunum íkóna, og Ijósmyndum, sem tengdar eru starfi kirkju og trú- arsafnaða í Sovétríkjunum. Sýningin verður opin næstu vikur á mánu- dögum, miðvikudögum og föstu- dögum kl. 17-18:30. Norræna húsið, Anddyri, sýning á Ijósmyndum sænska málarans Bruno Ehrs verður opnuð á morgun. Norræna húsið er opið kl. 9-19 virka dagaog kl. 12-19 um helgar. Kjallari, Ólafur Sveinn Gíslason sýnir skúlp- túra kl. 14-18 alla daga. Sýningunum lýkur 6. nóvember. Nýhöfn, Hafnarstræti 18, Borghildur Óskarsdóttir sýnir verk úr leir og gleri til 26. október. Nýhöfn er opin virka daga kl. 10-18 og kl. 14-18 um helg- ar. Nýlistasaf nið, sýning á verkum er- lendra listamanna I tilefni 10 ára af- mælissafnsins. Sparisjóður Reykjavíkur og ná- grennis, Álfabakka 14, Breiðholti, sýning á verkum Jóhannesar Geirs stendur til 25. nóvember. Opið kl. 9:15-16alla virkadaga. Tunglið, Lækjargötu, málverkasýn- ing Elínar Magnúsdóttur lýkur á sunn- udagsmorgun, opið í kvöld og annað kvöld kl. 22-3. Undirpifsfaldinum, Hlaðvarpanum, Vesturgötu 3, Halldór Dungal sýnir málverk til 30. október. Opið daglega kl. 14-18. LEIKLIST Alþýðuleikhúsið, Ásmundarsal v/ Freyjugötu. Elskhuginn, laugardag kl. 20:30, sunnudag kl. 16.00. Kjallari Hlaðvarpans, Vesturgötu 3, Koss kóngulóarkonunnar, frumsýning á sunnudag. Frú Emilfa, leiklestur á Þremur systr- um eftirTsjekhov, í Listasafni íslands á morgun og sunnudag kl. 14. íslenska Óperan, Madame de la Carliere, f ranskur gestaleikur á mán- udagskvöld kl. 20:30. Leikfélag Akureyrar, Skjaldbakan kemst þangað líka, föstudag og laug- ardagkl. 20:30. Leikfelag Hafnarfjarðar, Emil í Katt- holti, í Bæjarbíói á morgun kl. 16, sunnudag kl. 16og 17. Leikfélag Mosfellssveitar, sýningar eru hafnar á ný á „Dagbókinni hans Dadda." Sýnt er í Hlégarði. Gestir geta notið veitinga meðan á sýningu stendur. Leikfélag Reykjavíkur, Hamlet, í kvöld kl. 20. Sveitasinfónía, laugardags- og sunnudagskvöld kl. 20:30. Nemendaleikhúsið, Lindarbæ, Smáborgarabrúðkaupið eftir Brecht og Sköllótta söngkonan eftir lonesco, laugardag og sunnudag kl. 20.30. Þjóðleikhúsið, Ef ég væri þú, Litla sviðinu, síðasta sýning á laugardags- kvöld kl. 20:30. Marmari, Stóra svið- inu laugardagskvöld kl. 20. Ævintýri Hoffmanns, Stóra sviðinu, frumsýn- ing í kvöld kl. 20, önnur sýning á sunnudagskvöld kl. 20. Hvar er ham- arinn? íslensku óperunni, sunnudag kl. 15. TÓNLIST Páll Jóhannesson tenórsöngvari og Ólafur Vignir Albertsson píanó- leikari halda tónleika í Norræna hús- inu á morgun kl. 17, og á Akranesi á sunnudaginn kl. 16. Á efnisskránni eru sönglög eftir m.a. Gluck, Caccini, Giordani, Gylfa Þ. Gíslason og Sigfús Einarsson. Sigríður Ella Magnúsdóttir mezz- ósópran og Jónas Ingimundarson pí- anóleikari halda Ijóðatónleika að Gerðubergi á sunnudagskvöldið kl. 20:30. Á efnisskránni eru sönglög eftir Schubert, R.Strauss, Rossini og íslenska höfunda. HITT OG ÞETTA MÍR, Vatnsstíg 10, sovéska kvik- myndin Mimino verður sýnd á sunnu- daginn kl. 16. Aðgangur er ókeypis ogöllum heimill. Yoga og sjálfsvitund, frítt helgar- námskeið á veaum Sri Chinmoy set- ursins hefst á Árnagarði kl. 20 í kvöld. Ferðafélag íslands, Rjúpnadyngja- Heiðmörk, dagsferð á sunnudaginn kl.1'3. Hana nú, lagt upp í laugardags- gönguna í fyrramálið kl. 10 frá Digra- nesvegi 12. Úti vist, Siglubergsháls - Vatnsheiði - Bláa lónið, dagsferð á sunnudaginn kl. 13. Hótel ísland, sunnudagskvöld með Svavari Gests. Félag eldri borgara, opið hús íTón- abæfrákl. 13:30ámorgun. Dans- leikur hefst kl. 21. Félagið minnir á að danskennsla er hafin í T ónabæ á laugardögum kl. 17:30og 19:30. Sunnudagur kl. 14, opið hús í Goð- heimum, Sigtúni 3, Frjálstspil og tafl, dansaðfrákl. 20-23:30. Hvað á að gera um helgina Grímur Sæmundsen læknir Ja, þú segir það... þú veist að ég erflokksbundinn Sjálfstæðis- maður, og þess vegna hafði ég hugsað mér að eyða hluta af laugardeginum í flokkinn og fara á stef nuskrárráðstefnu flokksfé- laganna í Reykjavík. En þegar þeirri „þolraun" lýkurætlaég að skreppa í Skalla-blak með hress- ustu mönnum norðan Alpa og þótt víðarværi leitað. Nú, svo kík- ir maður í Heilsugarðinn. Sunnudeginum ætla ég svo að eyða með fjölskyldunni. Hver veit nema ég komi við í Borgarleik- húsinu með syni mínum á sunnu- daginn, ef vel liggur á okkur, sagði GrímurSæmundsen lækn- ir og fyrrum knattspyrnuhetja. Templarahöllín, Eiríksgötu 5, skemmtikvöldin verða á hverjum föstudegi í vetur. Allir sem vilja skemmta sér án áfengis velkomnir. Þriggja kvölda félagsvist hefst í kvöld kl. 21. Tíglarnir leika fyrir dansi. Kvæðamannafélagið Iðunn, fundur á Hallveigarstöðum á laugardag kl.20. Borgf irðingafélagið f Reykjavík, vetrarfagnaður á laugardag í Sóknar- salnum Skipholti 50A. Byrjað með félagsvist kl. 20, dans að loknum spil- um. Breiðf Irðingar, vetrarfagnaður í fé- lagsheimili Kópavogs, laugardag kl 21.30. Eskflrðingar og Reyðf irðingar í Reykjavík halda sitt árlega síðdegis- kaffi fyrir eldri sveitunga ásunnudag kl. 15 í Sóknarsalnum, Skipholti 50A. Húnvetningafélaglð heldur vetrar- fagnað í félagsheimili Seltjarnarness, Suðurströnd á laugardag kl. 21.30. Upplyfting leikurfyrirdansi. Blblíuerindi í safnaðarheimil Nes- kirkju, sunnudag kl. 15. Þórir Kr. Þórðarson flytur erindið. FJOLMIÐLAR ÞROSTUR HARALDSSON Klúður og hvalveiðar Stundum fara fjölmiðlarnir dá- lítið í taugarnar á mér. Ekki veit ég hvort ég er eitthvað næmari en venjulega en mér finnst vera óvenjumikið um klúður og vit- leysur í sumum fjölmiðlum þessa dagana. Stundum er það bara notalegt klúður eins og þegar Þorsteinn Pálsson talar ofan í frétt sem honum kemur ekkert við í Sjónvarpinu. Eða þegar Helgi Ólafsson fer að raða tafl- mönnum eins og hann viti ekki af því að með því skyggir hann á Jóhann kollega sinn Hjartarson sem Páll Magnússon er að tala við. Það innskot úr Borgarleik- húsinu varð reyndar styttra en til stóð vegna þess að myndin klikk- aði. Sjaldan ein báran stök. En stundum fara þessi mistök í taugarnar á mér. Eins og fram hefur komið í þessum pistlum hlustar undirritaður mest á Rás 2 og síðdegis á þriðjudaginn var viðtal við lækni frá Krabbameins- félaginu um rannsóknir á krabb- ameini í brjóstum kvenna. Allt í einu í miðri setningu kemur stef stöðvarinnar og þaggar niður í honum. Ég hélt nú að þessi mis- tök yrðu leiðrétt strax að loknu stefinu en svo reyndist ekki, það kom lag. Ég varð að fara frá tæk- inu svo ég veit ekki hvort maður- inn komst að til að ljúka máli sínu. Þó svo hafi verið þá eru þetta mistök sem eiga ekki að koma fyrir á útvarpsstöð allra lands- manna. Mér finnst útvarps- mönnum hafa verið óvenju mis- lagðar hendur að undanförnu og hef reynt að afsaka það með því að nýtt fólk sé að koma til starfa með vetrardagskrá. En það á varla við um tæknimennina, eða hvað? j Kannski er hægt að útskýra þetta með blankheitum sem vissulega hrjá stofnunina eftir langt kuldaskeið í menntamála- ráðuneytinu. Nú eru breyttir tímar og nýr ráðherra þegar bú- inn að skipa nefnd sem á að skila tillögum strax í næsta mánuði um það hvernig Ríkisútvarpið verði eflt. Það veit á gott að í nefndinni eru eingöngu núverandi og fyrr- verandi starfsmenn stofnunar- innar. Vonandi að þessi nefnd starfi vel og að Svavari takist að finna aura til að framkvæma til- lögurnar sem hún mun skila. En ég verð að segja eins og er að ekki er allt vont í Sjónvarpinu um þessar mundir. Nú er nýlokið sýningum á einhverjum maka- lausustu framhaldsþáttum sem ég hef séð lengi. Þar á ég að sjálf- sögðu við Ævi og ástir kvendjöf- uls eftir sögu Fay Weldons. í þessum þáttum sanna Bretar enn og aftur að fáum fer betur að búa til sjónvarpsefni. Og svo sá ég þátt á þriðjudag- inn um mengun í Norðursjónum. Hún hefur töluvert verið í frétt- um undanfarna mánuði út af sela- dauða og þörungaplágu. í þessari þýsku mynd (sem reyndar er orð- in þriggja ára gömul) var gerður samanburður á ástandi sjávar úti fyrir suðurströnd Noregs árið 1985 og átján árum áður. Þýsku Halldór borðar hval í boði Þjóðviljans. vísindamennirnir höfðu kafað í sjónum með myndavél sumarið 1967 og sáust klipp úr þeirri myndatöku innan um nýjar myndir af nákvæmlega sömu stöðum. Útkoman var vægast sagt sláandi. Þar sem áður var fjölskrúðugt líf fiska, krabba og annarra kvikinda var nú lítið ann- að en þörungar og aftur þörung- ar, í bland við leðju. Sjórinn birt- ist manni eins og risaskepna að köfnun komin vegna súrefnis- skorts og skíts. Eftir á að hyggja fannst mér tímasetning myndarinnar virki- lega góð. í fréttunum á undan var nefnilega enn eitt viðtalið við Halldór Ásgrímsson með þrjóskusvip og í varnarstöðu fyrir hvalveiðar íslendinga sem allir aðrir en hann og Kristján Lofts- son sjá að eru að koma okkur í verulega klípu meðal þjóða heims. Það er einmitt eins og í mynd- inni um Norðursjóinn sem íbúar Vestur-Evrópu líta á hvalina: sem risaskepnur í útrýmingar- hættu vegna tillitsleysis íslend- inga, Rússa og Japana. Þeir líta á þessar þjóðir sömu augum og þeir líta þá iðnjöfra sem eru búnir að eyðileggja fyrir þeim Norður- sjóinn og skógana. Frammi fyrir þeirri staðreynd fáum við litlu þokað í einu vet- fangi. Það er alveg sama hversu góð rökin eru fyrir hvalveiðum og hversu mjög rökin gegn hval- veiðum ráðast af tilfinningasemi. Við erum búin að tapa þessari orrustu áróðursstríðsins og tím- inn verður að leiða í ljós hvort nokkur von er til þess að við vinn- um stríðið. 30 SfÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 21. október 1988

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.