Þjóðviljinn - 06.01.1989, Side 8

Þjóðviljinn - 06.01.1989, Side 8
„Morð með köldu blóði“ Sovétmenn hafa gagnrýnt Bandaríkjamenn harðlega vegna atburðar þess á miðviku- dagsmorgun, er bandarískar her- þotur skutu niður tvær líbískar. Útvarpsfyrirlesari Moskvuút- varpsins kallaði þessa aðgerð „morð með köldu blóði“ og eru það óvenju hörð orð í sam- skiptum risaveldanna, miðað við það sem gerst hefur undanfarið. Gennadíj Gerasímov, talsmaður sovéska utanríkisráðuneytisins, sakaði Bandaríkin af þessu tilefni um „pólitíska ævintýramennsku og opinbera hryðjuverkastarf- semi.“ Reuter/-dþ. Arabaríki styðja Líbíu Langflest Arabariki, einnig sum þau sem annars eru hlynnt Bandaríkjunum, hafa tekið af- stöðu með Líbíu í illdeilunni út af líbísku þotunum tveimur af gerð- inni MiG-23, sem Bandaríkja- menn skutu niður á miðvikudag- inn. Sum Arabaríkjanna hafa fordæmt Bandaríkin fyrir þetta með hörðum orðum og Saudi- Arabía lýsir yfir „sárum áhyggj- um“ vegna atburðarins og sam- stöðu með Líbíu. Egyptaland, sem hlynntast er Bandaríkjunum Arabaríkja og fær frá þeim mikla efnahagsaðstoð, fer vægast í sak- irnar og hvetur alla málsaðila til að sýna stillingu. ísrael er eina ríkið í Austurlöndum nær, sem er Bandaríkja megin í máli þessu. Shimon Peres, fjármálaráðherra ísraels, óskaði bandaríska sjó- hernum með hamingju af þessu tilefni og eitt þarlent blað kvað Líbíu vera eitt þeirra ríkja, sem hefði gott af slíkum lexíum annað veifið. Reuter/-dþ. „Marx-lenínisma eða dauðann“ Fidel Castro, forseti Kúbu, hefur lagt áherslu á það í ræðum undanfarna daga að kúbanska byltingin muni standa yfir í að minnsta kosti 100 ár í viðbót. „Marx-lenínisma eða dauðann," hrópaði hann í ræðu á sunnudag- inn í Santiago, helstu borginni á austurhluta eyjarinnar. Erlendur stjórnarerindreki sagði að tónn- inn í þeirri ræðu hefði verið „næstum maóískur“ og að ljóst væri að Castro væri lítt hrifinn af mörgu því, sem undanfarið hefur gerst í Sovétríkjunum. Hátíða- höld hafa staðið yfir á Kúbu undanfama daga af tilefni þess, að nú eru þrjátíu ár síðan Castro og skæruliðar hans komust þar til valda. Reuter/-dþ. Þetta er ekki í fyrsta sinn, sem slær í brýnu með Kínverjum og Afríkumönnum við nám hjá þeim. Myndin var tekin fyrir nokkrum árum í Peking, er afrískir námsmenn kvörtuðu yfir því með mótmælafundi, að vinátta landsmanna í þeirra garð væri fremur í orði en á borði. Einnig þá kom til sviptinga við lögreglu. Símahappdrætti 1988 Eftirtalin símanúmer hlutu vinning: 1. vinningur Nissan Pathfinder nr. 91-53520. 2.-4. vinningur Nissan Sunny Coupé nr. 91 -621445 - 91 -12338 - 94-80108. 5.-9. vinningur Nissan Sunny Sedan nr. 91-38200 - 91-687409 -91-651153 -92-15857-98-21244. 10.-29. vinningur vöruúttektir 91-22367 - 91-19725 - 91-38382 - 91-72017 - 91-673373 - 91-671848 - 91-74509 - 91-674100 - 91-26676 - 91-51045 - 91-52273 - 91-52837 - 93-13099 - 93-41226 - 96-71700 - 96-22320 - 96-22079 - 97-11094 - 98-22560 - 98-11533. Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra. FOSTUDAGSFRETTIR Skæruliðar Rauðra kmera - hyggst Sihanouk treysta á vígsgengi þeirra? Kampútsea Sihanouk herskar Stjórn Huns Sen sögð eflast Norodom Sihanouk fursti, fyrrum ríkisleiðtogi Kampútseu, sagði að viðræður þær, sem fram hafa farið undanfarið í París um framtíð landsins, hefðu ekki bor- ið árangur og væri nú ekki annar kostur fyrir hendi en að láta vopnin skera úr. í viðræðunum taka þátt fulltrúar stjórnarinnar í Phnompenh, sem nýtur stuðnings Sovétríkjanna og Víetnams, og kampútseanskra samtaka sem gegn þeirri stjórn berjast. Af þeim samtökum, sem njóta stuðnings Vesturlanda og Kína, eru öflugust Rauðu kmeramir illræmdu. Sihanouk kennir Hun Sen, forsætisráðherra Phnom- penhstjórnarinnar, um árangurs- leysi viðræðnanna. Vestrænir stjórnarerindrekar halda því fram, að stjórn Huns Sen, sem nú hefur verið áratug við völd, sé að eflast og að Sihanouk óttist því að hún dragi með vilja viðræðurnar á langinn, í þeirri von að hún þurfi ef til vill ekki á samkomu- lagi við andstöðusamtökin að halda. Reuter/dþ. Sameinuðu þjóðirnar Heimsefnahagur batnaði Sum þróunarlönd drógust aftur úr Hagvöxturinn í heiminum s.l. ár varð meiri en nokkru sinni síð- an 1984, samkvæmt skýrslu á vegum Sameinuðu þjóðanna sem birt var í gær. Gengur þetta þvert á spár í byrjun ársins, en þær voru flestar á þá leið að um sam- Bandamenn Bandaríkjanna í Atlantshafsbandalaginu hafa áhyggjur nokkrar út af atburði þeim undan Líbíuströnd á mið- vikudagsmorgun, er bandarískar orrustuflugvélar skutu niður tvær líbískar herþotur. Eru það einkum ítalir og Spánverjar, sem óttast að þetta kunni að hafa í för með sér aukna spennu í sam- skiptum rikja við Miðjarðarhaf. drátt yrði að ræða í efnahagslífi heimsins yflr árið. Þrír af hverjum fjórum jarðar- búum búa í löndum, þar sem rauntekjur á mann að meðaltali hækkuðu á árinu, en hinsvegar yrðingar Bandarfkjamanna um þetta góðar og gildar. Þetta er ekki í fyrsta sinn, sem illindi Bandaríkjanna og Líbíu vekja ugg innan Atlantshafs- bandalagsins. Flestum Vestur- Evrópuríkjanna í bandalaginu leist ekki á blikuna er Banda- ríkjamenn gerðu loftárás á Tríp- ólis, höfuðborg Líbíu, í apríl 1986. Reuter/-dþ. lækkuðu rauntekjur á mann í löndum, þar sem fjórðungur jarðarbúa býr. Því fer sem sagt fjarri að hagvöxturinn hafi verið jafn yfir heiminn allan. í mörgum þróunarlöndum hafði hagvöxtur- inn aðeins við fólksfjölgun eða ekki það. Alþjóðleg verslun jókst tvöfalt á við það sem verið hefur að meðaltali á þessum áratug. Samkvæmt skýrslunni stafar efnahag heimsins sem heildar nú mest hætta af miklum fjárlaga- halla Bandaríkjanna og þó eink- um af miklum viðskiptaójöfnuði á milli ýmissa þróaðra ríkja og markaðsbandalaga. Mun þar einkum átt við stórlega hagstæð- an viðskiptajöfnuð Japans og fleiri Austur-Ásíuríkja. Háar er- lendar skuldir margra ríkja, eink- um í Rómönsku Ameríku og Afr- íku, urðu og vaxandi áhyggjuefni á árínu. Heildarframleiðslan í heimin- um jókst um 4% á árinu, en 3.4% árið 1987. Gert er ráð fyrir að heldur dragi úr hagvextinum á þessu ári. Reuter/-dþ. Nató og Líbíuflugvélar ítalir og Spánvetjar áhyggjufullir Sovétríkin Fleiri Gyðingar flytja Flestir fara til Bandaríkjanna - aðeins fáir til ísraels Þá er ekki grunlaust um, að Gaddafi Líbíuleiðtogi muni láta hefndir fyrir koma, og þá ekki endilega á Bandaríkjamönnum sjálfum, heldur t.d. þeim banda- manna þeirra, sem hann á auðveldast með að að ná til. Tals- menn Bandaríkjahers fullyrða fyrir sitt leyti, að flugmenn bandarísku vélanna, sem skutu þær líbísku niður, hafi ekki átt annars kost, þar eð líbísku flug- mennimir hafi stefnt vélum sín- um beint á þá. Hafi bandarísku flugvélamar, sem em af gerðinni F-14, verið búnar að víkja sér undan fimm sinnum til að forðast árekstur við þær líbísku, en síðan hafi flugmennimir séð fram á að þeir væm nauðbeygðir að grípa til vopna. Svo er að heyra að önnur Nató-ríki hafi tekið full- Fleiri Gyðingar fluttu frá Sov- étríkjunum i des. s.l. en í nokkr- um öðrum mánuði fyrr á þessum áratug, að sögn Alþjóðlegu fólks- flutningastofnunarinnar, sem sinnir málefnum flóttamanna. Þann mánuð fluttu frá Sovétríkj- unum 3510 Gyðingar. Bandarískur stjómarerindreki lét svo um mælt af þessu tilefni, að Ijóst væri að stómm auðveld- ara væri nú orðið en áður var fyrir sovéska Gyðinga að fá leyfi þar- lendra yfirvalda til að fara úr landi. í nóv. s.l. fluttust 2284 þeirra frá föðurlandi sínu. Á öllu s.l. ári fluttust 20.082 Gyðingar frá Sovétríkjunum. Þrátt fyrir miklar tilraunir ísraela til að ná sem flestu af þessu fólki til sín, til að vega upp á móti vaxandi fjölda araba bæði í ísrael sjálfu og á svæðum hersetnum af því, flut- tust þangað aðeins rúmlega 1400 þessara sovésku útflytjenda. Flestir hinna fluttust til Banda- ríkjanna. Reuter/-dþ. 8 SÍÐA - NYTT HELGARBLAÐ Föstudagur 6. janúar 1989

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.