Þjóðviljinn - 10.02.1989, Page 10

Þjóðviljinn - 10.02.1989, Page 10
Síðumúla 6-108 Reykjavík - Sími 681333 Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans Ritstjórar: Árni Bergmann, Mörður Árnason, Silja Aðalsteinsdóttir Umsjónarmaður Nýs Helgarblaðs: Sigurður Á. Friðþjófsson Fréttastjóri: Lúðvík Geirsson Útlit: Þröstur Haraldsson Auglýsingastjóri: Olga Clausen Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson Verð: 100 krónur Á gervihnattaöld Á sunnudaginn var hófust sjónvarpssendingar frá gervihnettinum Astra sem Bretar sendu á loft skömmu fyrir áramót. Hann sendir á sextán rásum og eru líkur á aö þær veröi frá ýmsum Evrópulöndum, a.m.k. franskar, þýskarogsænskaren þó flestar enskar.Breski fjölmiðla- risinn Robert Murdoch hefur þegar tryggt sér afnot af sex rásum. íslendingar geta náð þessum útsendingum með bún- aði sem að vísu er dýrari en myndlykill, en á móti kemur að sendingarnar eru ólæstar og halda sjálfsagt flestar áfram að vera það, þannig að fyrir þá sem ella myndu verða áskrifendur að Stöð 2 borgar fjárfestingin sig á fáum árum. Núna geta þeir sem áhuga og efni hafa á að koma sér upp móttökudiskum náð ríflega þrjátíu sjónvarpssending- um. Að vísu flytja þær flestar svipað afþreyingarefni en þarna eru líka sérstakar kvikmyndarásir sem sýna bæði vandaðar kvikmyndir og afþreyingarmyndir, sérstakar rásir með barnaefni og einni rás ætlar Murdoch að koma upp síðar á þessu ári sem á eingöngu að sýna listrænt efni og menningarlegt, dans, leiklist, söng. Nú er að hefjast sú innrás erlendrar afþreyingar í stór- um stíl sem menn hafa lengi kviðið eða hlakkað til, hver eftir sínum stíl. Lengi hefur verið vitað að hún yrði ekki umflúin, og stoðar nú lítt verndarlöggjöf um íslenska texta við erlent sjónvarpsefni þegar fólk nær því beint frá gervi- hnetti. Hvernig eiga þeir að bregðast við sem óttast langtíma- áhrif þessarar nýju fjölmiðlabyltingar á íslenska tungu og menningu? Affarasælast er áreiðanlega að snúa vörn í sókn. Líta á þessa þróun sem orðinn hlut og snúa sér af krafti að uppbyggingarstarfi. Okkur hefur um skeið verið Ijóst að það þýðir ekki lengur að ala upp hlýðin börn sem taka hiklaust við skipunum. Þau gætu seinna fengið skipanir frá fólki sem vill þeim annað en vel - til dæmis um að gleypa ofan í sig vökva og pillur sem þau hafa ekki gott af - þá er betra að kunna að óhlýðnast, vera sjálfstæður og geta sagt sannfærandi nei. Við þurfum líka að ala börn upp í að gera kröfur um að efni sem þau lesa, hlusta á og horfa á sé vandað, kenna þeim að vera gagnrýnin. En uppeldi fer víðar fram en á heimilum þar sem að- staða er þar að auki misjöfn til að veita virkt viðnám við innrás erlendrar menningar. Nú þegar er komin hreyfing á ýmis atriði sem heyra undir menntamálaráðherra. Það nýjasta eru hugmyndir um forskóla sem tekur ábyrgð með heimilum á menntun barna á viðkvæmasta skeiði, þegar vitað er að þau eru næmust fyrir tungumálum. Svo ertalað um í fullri alvöru að skóladagurinn verði samfelld- ur vinnudagur allt frá byrjun. Það gefur kennurum næði til að vinna markvisst að mál- og menningaruppeldi. Einnig á að koma fjölmiðlanámi inn í skyldunámið, kenna börn- um bæði að neyta og nota fjölmiðla meðvitað, til að þeir geti síður notað þau. Fleira má nefna sem sýnirsóknarvilja. Útvarpsstjóri og nýr dagskrárstjóri lista- og skemmtideildar sjónvarps hafa hug á að setja íslenskt tal inn á allt barnaefni. Það er líka stórt skref. Og miklu skiptir að efla innlenda dagskrár- gerð í sjónvarpi, virkja hæft fólk til að búa til menningar: efni, fræðsluefni og afþreyingarefni til að keppa við erlent efni. Drjúgur meirihluti dagskrár á hverjum degi þarf að verða innlendur. Umfram allt þarf að vera vakandi, vita hvað við viljum gera og gera það. -sa Matarskattur á blýanta Á fundi í Kvenfélaginu Vor- hvöt þ. 1. febrúar sl. greindi ein félagskvenna frá því að hún teldi sig hafa fulla vissu fyrir að fjár- málaráðherra hefði í hyggju að leggja matarskatt á blýanta. Væru rök hans einkum orð utan- ríkisráðherra þess efnis að á til- teknum vinnustað hér í Reykja- vík legðu menn sér umrædda „matvöru“ til munns. Þessi kona hefur traust tengsl inn í stjórnsýsluna og veit hvað hún er að tala um. Miklar um- ræður urðu um málið á fundinum og kom margt athyglisvert fram. Sjálfsagt gerir fjármálaráð- herra ráð fyrir, að sú stofnun sem hann tekur mið af og mun vera afkastamikill neytandi, sé alls ekki eina stofnunin í landinu þar sem menn naga blýanta. Væri ekki eðlilegt áður en lengra er haldið að hann léti gera úttekt á því hver heildarneysla á blýöntum er? Ennfremur þyrfti að kanna hver raunveruleg notkun er á blýöntum sem skriffærum, því tölvuvæðingin bendir til að hvergi sé lengur neitt skrifað með þessum verkfærum. Kannski kaéþjtiþá í ljós að allir blýantar s^ijí^Wí^m, fari ein- „ „ ,ín8a gsunarefu ymar sidteröjlegu£ og ættu raunair'lrtHeiða Ul þe$S“*áð um- rædd neysluvara verði bönnuð með öllu, fremur en að ríkið ætli sér að hagnast á neyslunni. Enda yrði sá gróði tvíbentur, eins og auðvelt er að færa rök fyrir: 1. Blýantar innihalda ýmis aukefni, m.a. litarefni, sem reynst geta hættuleg heilsu manna, en ekki hafa verið neinar viðvaranir á þeim blýöntum sem seldir hafa verið hér á landi. 2. Blýantar eru trefjaríkir og gætu þess vegna í fljótu bragði virst góðir fyrir meltinguna. En óhófleg neysla eins og t.d. í 8 klst. á dag, viku eftir viku árið um kring, eins og gefið hefur verið í skyn að gert sé sums staðar, hlýtur að enda með ósköpum, sem af fagurfræðilegum ástæðum verða ekki tíunduð hér, en leiða að lokum til doða og sinnuleysis. 3. Séu blýantar nagaðir alveg inn að blýi má fljótlega gera ráð fyrir blýeitrun hjá viðkomandi. Áugljósustu einkennin eru óeðli- lega mikill blámi um munn. En hættulegustu afleiðingar hennar eru heila- og taugaskemmdir. 4. Engum þarf að blandast hugur um hverjar afleiðingar það hefði fyrir þjóðarbúið ef starfs- menn helstu lykilstofnana lands- ins yrðu blýeitrun að bráð. Ef til vill hefur þjóðin nú þegar orðið að gjalda þessarar eitrunar í ein- hverjum mæli. Reykjavík 6. febrúar 1989 Kvenfélagið Vorhvöt Markús Örn Antonsson afhendir Karólínu Eiríksdóttur tónbók- menntirnar. Rúv gefur tónbók- menntir Ríkisútvarpið hefur, á nærri 60 ára starfsferli, eignast merkilegt nótnasafn. Eftir athugun á safn- inu, sem farið hefur fram undan- farna mánuði, komst fram- kvæmdastjórn að þeirri niður- stöðu að einungis hluti safnsins kæmi stofnuninni að verulegum notum, mikill hluti þess mundi nýtast betur annarsstaðar. Því var ákveðið að bjóða ís- lenskri tónverkamiðstöð að gjöf allt íslenska safnið og Tónlistar- skólanum í Reykjavík nokkurt safn gamalla íslenskra nótna og fræðibóka og auk þess það af er- lendum nótum, sem skólinn teldi að koma mætti honum og nem- endum hans að gagni. Af þessu tilefni boðaði út- varpsstjóri forstöðumenn þess- ara stofnana og nokkra starfs- menn Ríkisútvarpsins á sinn fund 1. þessa mánaðar og var þar formlega gengið frá afhendingu þessara gjafa. -mhg ÚR MYNDASAFNINU Er þetta biblíusögutími eða kynlífsfræðsla? Hver man ekki eftir móyrjóttu ullarpeysunum með dökku þverröndunum eða ullarjökkunum frá Álafossi í fánalitunum? Eða gúmmískónum með hvítu röndinni og hálstauinu úr snúrum með gylltri spennu með nautshaus, sem komin var beint úr draumaveröld Roy Rogers og félaga? Eða vatnsgreidda hárinu sem kom í spíss niður á ennið og svörtu gúmmístígvélunum sem dugðu jafn vel utan dyra sem innan? Spurningin er bara, hvar stelpurnar eru að finna: er þetta í biblíusögutíma eða kynlífsfræðslu? Fróðlegt væri að fá nánari skýringu á myndinni frá einhverjum sem þarna kannast við sjálfan sig. Myndin er tekin í einhverjum barnaskóla Reykjavíkur snemma á 6. áratugnum. 10 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ , Föstudagur 10. febrúar 1989

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.