Þjóðviljinn - 10.02.1989, Page 20

Þjóðviljinn - 10.02.1989, Page 20
Umsjón: KRISTÍN VALSDÓTTIR ANDRÉS GUÐMUNDSSON BARNAKOMPAN Eyrún Eggertsdóttir 6 ára gerði þessar tvær veðursögur. Palli var að búa til snjókarl. Palli nefnir snjó- Kári er hundfúll því þótt hann blási og blási karlinn Sigga. Siggi snjókarl er tveggja mánaöa fýkur hatturinn ekki af gömlu konunni en Palli er sjö ára. Hérna fer seglskipið Santa María. Inn í söguna vantar nokkur orð sem eiga að passa inn í seglið. Kross- gátan Skipið er búið að sigla marga daga um Atlants—1—. Skipverjar voru að verða matarlausir en gátu þó veitt nokkra fiska í gamalt —2— sem þeir voru með. Þeir villtust af því þeir höfðu ekkert—3—. Mýsnar nöguðu það í litla bita. Sæmundur skipstjóri sendi mann úpp í —4— en hann sá ekkert nema úfinn sjóinn svo langt sem augað eygði. Sjómennirnir höfðu safnað vatni í —5— svo allir gátu svalað þorsta sínum. —6— synti umhverfis skipið. Skipið var á ieið til eyðieyju að ná í —7— sem langafi Sæmundar hafði grafið fyrir langa löngu þegar —8— hafði elt hann og ætlað að ræna gullinu. Leikur meö vatn Margir hafa gaman af alls kyns vatnsleikjum hvort sem það er að sulla í polli eða hella á milli íláta. Hér kemur vatnsleikur fyrir krakka sem hafa áhuga á grúski. Það að hlutir fljóti er mörgum ráðgáta og sumum finnst lítið samhengi í því að járnnagli sökkvi en járnskip fljóti. En það er fleira en hluturinn sem á að fljóta sem skiptir máli. í þessari litlu tilraun breytið þið eðli vatnsins og þá gerast skrýtnir hlutir. Settu vatn í glas. Fáðu þér síðan hráa kartöflu eða ósoðið egg og settu í vatnið. Þessir hlutir sökkva til botns en þá skalt þú bæta í vatnið nokkrum matskeiðum af salti. Hvað gerist þegar saltið er uppleyst? Sekkur kartaflan? Draugasagan Einu sinni var stelpa sem hét Elísabet en var kölluð Elsa. Eitt kvöld fóru mamma hennar og pabbi út að skemmta sér. Þá þurfti hún Elsa að vera ein heima. Fyrst vildi hún ekki vera ein heima en neyddist til þess. Þegar foreldrar hennar voru farnir varð hún svolítið hrædd. Svo kveikti hún á sjónvarp- inu en í því var ekkert skemmtilegt svo hún slökkti og fór að hátta og ætlaði að fara að sofa. Þá heyrði hún eitthvað skrítið frammi. Hún hélt að mamma og pabbi væru komin en hún sá engan. Svo heyrði hún eitthvað inni í eldhúsi, eitthvað sem datt. Hún fór þangað og sá brotið glas á gólfinu. Hún hljóp inn í herbergi og upp í rúm, svo vissi hún ekkert fyrr en um morguninn þegar mamma hennar kyssti hana á kinnina því að hún þurfti að fara í skólann. Elsa sagði mömmu sinni að það væri draugur í eldhúsinu og hann hefði brotið glas og að hún hefði orðið svo hrædd að hún hefði stokkið upp í rúm og sofnað. Þá sagði mamma: Nei, Elsa mín. Þú bara sofnaðir og þig dreymdi þetta. Þetta var bara draumur en nú skalt þú drífa þig í skólann. í skólanum sagði Elsa öllum krökkunum frá því þegar hún var ein heima og þegar hún sá brotna glasið. Sóley Renee Onken, 11 ára ■jbujuæj 8 ‘njsi>|||n6 Z ‘|Je>|ei| g ‘nuunj g ‘jniseiu p ‘jjo>| e ‘jeu z ‘fBij i :nje6ssoj>| e usnen 20 SÍÐA — NYTT HELGARBLAÐ Föstudagur 10. febrúar 1989

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.