Þjóðviljinn - 10.02.1989, Page 30
Hvað á að gera um helgina?
TAGE AMMENDRUP
Jú, ég ætla að heimsækja son minn sem býr í Osló og athuga hvort
hann hefur það. Blómin eru víst farin að springa út þarna, þannig að
þetta er eins konar sólarlandaferð hjá okkur hjónunum.
eb
MYNDLIST
Guðbjörg Lind Jónsdóttir sýnir
olíumálverk og vatnslitamyndir í
Nýhöfn, Hafnarstræti, opið virka
10-18, helgar 14-18. Hefst ld., lýkur
22.2.
ívar Valgarðsson og Níels Haf-
stein í Nýlistasafninu, opið virka
16-20, helgar 14-20. Lýkur 19.2.
„Steinn og stál.“ Grímur M.
Steindórsson sýnir í Bókasafni
Kópavogs Fannborg 3-5, opið virka
10-21. Id. 11-14. Lýkur 28.2.
Ljósbrot, Ijósmyndarar í fram-
haldsskólum, í Hafnarborg Hfirði,
opið dagl. 14-18 nema þd., lýkur
19.2.
Dúkristur Guðbjargar Ringsted í
Alþýðubankanum Akureyri, lýkur
10.3.
Erla B. Axelsdóttir sýnir í FÍM-
salnum, Garðastræti 6, opið 12-18
virka, 14-18 helgar, lýkur 19.2.
Elsa Rook frá Svíþjóð sýnir í Gallerí
List 24 akrýlverk, hefst Id. Opið
dagl. 10.30-18, sd. 14-18.
GaleríSál.Tryggvagötu 18,sýning
T ryggva Gunnars Hansens, 17-
21 dagl.
Listasafn Einars Jónssonar, opið
Id. sd. 13.30-16. Höggmyndagarð-
urinndagl. 11-17.
GalleríBorg. Pósthússtræti:eldri
meistarar. Austurstræti: grafík, leir,
gler og olía eftir yngri menn. Opið
10-18virka.
Listasafn íslands. Salur 1: Jón
Stefánsson, Jóhannes Kjarval,
GunnlaugurScheving. Salur2:
Þórarinn B. Þorláksson, Ásgrímur
Jónsson. Aðrir salir: Ný aðföng.
Leiðsögn sd. 15.00. Opið nema
mánud. 11-17.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar á
Laugarnesi, 50 verk Sigurjóns, 14-
17 um helgar. Söngtónleikar
myrkra músíkdaga Id. 17.00, fið-
lutónleikar m.m. sd. 20.30. Tón-
leikar Guðnýjar Guðmundsdóttur
og Gunnars Kvarans sd. 15.00.
Mokka v/Skólavörðustíg, Ríkey
Ingimundardóttir sýnir um óákv.
tíma.
GalleríGangskör,opiðþd.-föd. 12-
18, verk gangskörunga til sýnis og
sölu.
Safn Ásgríms Jónssonar, Berg-
staðastræti 74, þjóðsagna- og
ævintýramyndir Asgríms til febrúar-
loka.dagl. 13.10-16nemamánu-
og miðvd.
SPRON, Álfabakka 14, Breiðholti,
verk eftir Sigurð Þóri Sigurðsson,
opið virka 9.15-16 nema föstud.
9.15-18.Lýkur31.3.
Kjarvalsstaðir, vesturs., Kristján
Guðmundsson „Teikningar 1972-
1988", austurs. sýn. Halldórs Ás-
geirssonar. Opið dagl. 11-18, lýkur
sd.
Börn norðursins, sýning frá IBBY
um myndskreytingar í norrænum
barnabókum, Norræna húsinu, lýk-
ursd.
TÓNLIST
Myrkir músíkdagar, söngtónleikar
Id. 17.00 Listasafni Sigurjóns.
Signý Sæmundsdóttir (sópran),
Inga Rós Ingólfsdóttir(selló), Krist-
inn Sigmundsson (barítónn), Guð-
ríður S. Sigurðardóttir (píanó) flytja
verke. Karólínu Eiríksdóttur, Þor-
stein Hauksson, Vladimir Agopov,
Önnu Jastrzebska.
Myrkir músíkdagar, fiðlutónleikar
sd. 20.30 Listasafni Sigurións. Hlíf
Sigurjónsdóttir (fiðla) og Orn
Magnússon (píanó) leika verk e.
JónasTómasson, HróðmarSigur-
björnsson, Caroline Ansink, Carl
Nielsen, Louis Andriessen.
Guðný Guðmundsdóttir (fiðla) og
Gunnar Kvaran (selló) leika í Lista-
safni Sigurjóns sd. 15.00 verk e.
Jón Nordal, Hándel-Halvorsen, Ko-
dály.
Kristinn H. Árnason á gítar, verk
e. Dowland, Bach, Britten, Ponce,
Albeniz, Langholtskirkju föd. 20.30.
Saxófónkvartett Jean-Yves Fo-
urmeau frá París í Óperunni sd.
20.30 á vegum Alliance frangaise.
Verk eftir Hándel, Mozart, Sciort-
ino, Offenbacho.fi.
Kammertónleikar í Hallgríms-
kirkju Id. 15.00. Kjartan Oskarsson
(klarínett), Björn Árnason (fagott),
Þorkell Jóhannsson (horn), Martin
Frewer (fiðla), David Burton (fiðla),
Sarah Buckley (víóla), Gary
McBretney (selló), Páll Hannesson
(bassi) leika klarinettkvintett Kv.
581 e. Mozart og oktett op. 166 e.
Schubert.
Ileana Cotrubas Ijóðasöngkona
með Raymond Janssen í Operunni
Id. 15.00, verk e. Enesco, Fauré,
Liszt, Wolf.
LEIKLIST
Háskaleg kynni e. Cristopher
Hampton/de Laclos, leikstj. Bene-
dikt Árnason, Þjlh. Id. 20.00 (frum-
sýning).
ÓvitaríÞjlh.ld.,sd 14.00.
„og mærin fór í dansinn..." Nem-
endaleikhúsinu Lindarbæ, föd.
20.00
Sjang-Eng í Iðnó föd. 20.00.
Sveitasinfónían í Iðnó ld., sd.
20.30.
Ævintýri Hoffmanns, Þjlh. föd.,
sd. 20.00.
Koss kóngulóarkonunnar í Al-
þýðuleikhúsinu, kjallara Hlaðvarp-
ans föd. 20.30, sd. 17.00. Allra allra
allra síðustu aukasýningar.
HITT OG ÞETTA
Pólitík á laugardegi. Björn Grétar
Sveinsson og Ögmundur Jónasson
á Hverfisgötu 105,4. hæð, Id. 11 -
14. Þjóðviljinn/ABR.
MÍR-bíó Vatnsstig 10 sd. 16.00,
stuttar frétta- og fræðslumyndir,
m.a. frá Úkraínu og Moldavíu. Skýr-
ingar á ísl. og ensku. Ókeypis inn.
Félag eldri borgara, opið hús í
Tónabæ laugard. frá 13.30, dan-
skennsla 14.30-17.30. Opið hús
sd. í Goðheimum, Sigtúni 3, spjall,
spil og tafl frá 14, dansað 20-23.30.
Opið hús í Tónabæ mánud. frá
13.30, félagsvist frá 14.00. Ath.
Þorrablót í Sigtúni 3 föd.
Laugardagsganga Hana nú, lagt
af stað 10.00 frá Digranesvegi 12.
Samvera, súrefni, hreyfing.
Ferðafélagið, sd. 13.00: Litli-
Meitill, göngu- og skíðaferð, frá
Þrengslum austan Litla-Meitils að
Hellisheiðarvegi, 800 kr. (frítt undir
15), brottför austanvið Umfmst.
Útivist, Ölfusárhringur- ökuferð
sd. 13.00.1000 kr., Bláfjöll-
Heiðmörk ný skíðagönguleið sd.
13.00,600 kr. Brottför vestanvið
Umfmst, fríttf. börn m. full.
Víkingar í Jón/ík og Austurvegi, í
Norræna húsinu og Þjóðminjasafni,
opindagl. nemamánud. 11-18.
Raymond I. Page prófessor í eng-
ilsaxnesku í Cambridge flytur fyrir-
lestur um rúnir og aðrar heimildir Id.
16.00ÍNH,áensku.
GrímurThomsen og Magdalena
Thoresen. Elin Page, norskurbók-
menntafræðingur (eiginkona Ra-
ymonds, sjá víkingasýn.) flytur fyrir-
lestur um samband þeirra.
Skákþing Hafnarf jarðar hefst sd.
20.00, húsi Dvergs við Lækjargötu.
Tefltsd.,þd.,föd.
KFUM og K 90 ára, hátíð í Háskóla-
bíói sd. 14.00. Gengið frá styttu
Friðriks á Bernhöftstorfu 13.00 ef
veður leyfir.
Aðalfundur Samtaka Svarfdæl-
inga sd. 15.00 í Safnaðarheimili
Langholtskirkju.
Myndbandahátíð Samtaka ísl.
myndbandaleiga Hótel Borg fd. frá
17.00.
Gunnulf Myrbo prófessor talar á
fundi Félags áhugamanna um
heimspekisd. 14.30 stofu 101 Lög-
bergi um „Perils of Rationality" á
ensku.
ÍÞRÓTTIR
Handbolti ka. föd. 20.00
Landsliðið-Pressuliðið Höllinni.
Fótbolti. íslm. ka. 1.d. innanhúss
sd. 9.00-21.15 Höllinni.
Karfa ka. sd. 19.00 Stjörnuleikur,
Suðurnes-Landið Keflav. 1 .d.kv.
sd. 14.00Haukar-UMFG Strandg.
Blak. fslm. ka. föd. 19.30 Fram-
ÞrótturN. Vogask., 20.45 HSK-KA
Laugarvatn, 21.00 ÍS-Þróttur R.
Hagask., Id. 12.15HK-KADigra-
nes, 14.00 (S-Þróttur N. Hagaskóli,
fslm. kv. föd. 18.30 Víkingur-Þróttur
N. Hagask., 19.45 iS-Þróttur R.
Hagask., 20.45 UBK-ÞrótturN.
Vogask., Id. 11.00 HK-KA Digran-
es, 15.15 (S-Þróttur N. Hagask.
0
rininini t HARALDSSON
Rausið í Indriða G.
í Dægurmálaútvarpinu á mán-
udaginn var urðu merkileg
skoðanaskipti milli tveggja blað-
amanna af norðlenskum upp-
runa. Þar spjölluðu þau Indriði
G. Þorsteinsson, ritstjóri Tím-
ans, og Sigrún Stefánsdóttir, for-
stöðumaður Fræðsluvarps, um
það hvort nauðsynlegt væri að
koma á fót kennslu í blaða-
mennsku hér á landi.
Svo merkilegt sem það kann nú
að virðast er það alls ekki talið
sjálfsagt mál hvort rétt sé að
kenna fólki til verka í blaða-
mennsku. Því hefur verið haldið
fram að það sé einmitt kostur við
íslenska blaðamenn hversu fjöl-
breyttur bakgrunnur þeirra er,
þar eru menn með allra handa
menntun, jafnt háskólapróf sem
iðnmenntun, og sumir hafa lítið
verið í skólum.
Indriði er einn þeirra síð-
astnefndu og af því honum hefur
dugað meirapróf á bfl heldur
hann því fram bæði seint og
snemma að það sé eiginlega ekki
hægt að kenna blaðamennsku.
Og allra síst sé það á færi ein-
hverra ótíndra menntamanna að
auka færni stéttarinnar. Slíkt fólk
á helst ekki að koma nálægt blað-
amennsku eða kennslu hennar.
Það á bara að halda sig í ffla-
beinsturninum við Suðurgötu og
hætta að angra almennilegt fólk.
Vafalaust er það hæft í þessum
skoðunum Indriða að til þess að
verða góður blaðamaður þarf
einhverja sérstaka hæfileika sem
ekki verða sóttir í skóla, rétt eins
og það þarf sérstaka hæfileika til
að verða góður vísindamaður,
pólitíkus eða skósmiður. í öllum
störfum er einhver kjarni sem
lærist hvergi nema í starfi og um
það ættu menn ekki að þurfa að
rífast.
Hins vegar gildir það sama um
blaðamennsku og flest önnur
störf að hún krefst ákveðinnar
þekkingar og handbragða sem að
sjálfsögðu er hægt að kenna í
skóla. Lengi vel hafa blaðamenn
tekið þessa þjálfun út í starfinu og
mistökin birst öllum lesendum
blaðsins sem þeir starfa við, Tím-
inn ekki undanskilinn.
Mér er sagt að alls staðar þar
sem kennsla í blaðamennsku hef-
ur verið sett á iaggirnar hafi hún
haft jákvæð áhrif á gæði fjölmiðla
í viðkomandi landi. í Danmörku
var horfið frá einhvers konar iðn-
meistarakerfi og komið á fót
blaðamannaskóla um 1970 og hef
ég heyrt blaðamenn segja að sá
skóli hafi reynst mikið heillaspor
fyrir danska fjölmiðla og að sjálf-
sögðu notendur þeirra sem fá
betri blöð í hendur.
Nú er búið að skipa nefnd til að
undirbúa fjölmiðlakennslu á há-
skólastigi hér á landi. Þetta er að
vísu ekki fyrsta nefndin sem á að
gera slíkar tillögur. Ég átti sæti í
nefnd fyrir hartnær fimmtán
árum sem gerði tillögur um að
kenna blaðamennsku til BA-
prófs við Háskóla íslands en þær
tillögur rykféllu í ráðuneytinu og
man nú enginn lengur um hvað
þær snerust.
Mér skilst hins vegar að það
sem verið er að ræða núna sé að
koma á fót styttra námi í blaða-
mennsku sem fólk geti bætt ofan
á annað nám, til dæmis BA- eða
BS-próf í einhverri háskólagrein.
Með því móti ætti áðumefnd fjöl-
breytni í stéttinni að vera tryggð.
Að því undanskildu að skósmiðir
eða rútubílstjórar ættu kannski
erfiðara en áður með að verða
blaðamenn. Má vera, en ég held
að ef fólk sem ekki er með há-
skólapróf vill verða blaðamenn
og hefur til þess ótvíræða hæfi-
leika muni það áfram eiga aðgang
að stéttinni. Það er ekki verið að
ræða um að löggilda starfsheitið
blaðamaður.
Það er von mín að raus í
mönnum á borð við Indriða G.
Þorsteinsson verði ekki lengur
látið koma í veg fyrir að hægt sé
að læra blaðamennsku hér á
landi. Að vísu er hægt að læra
þetta fag víða erlendis og að sögn
Sigrúnar Stefánsdóttur í þessum
sömu umræðum eru nú um 70
manns í slíku námi. En blaða-
mennska hefur þá sérstöðu mið-
að við mörg önnur störf að við-
fangsefni hennar er íslenskt
samfélag og helsta atvinnutækið
íslensk tunga og hvorugt verður
numið í erlendum háskólum.
Ég treysti hins vegar starfs-
mönnum Háskóla fslands vel til
að kenna verðandi blaða-
mönnum um íslenskt þjóðfélag
og íslenskt mál. Auk þess eru í
blaðamannastétt ýmsir þeir sem
hafa getið sér gott orð sem kenn-
arar á námskeiðum og í fram-
haldsskólum, já og meira að
segja við erlenda blaðamanna-
skóla. Úr þessu liði ætti að geta
orðið til ágætis blaðamannadeild,
hvað sem tuldri nátttrölla úr
kaldastríðinu líður.
30 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 10. febrúar 1989