Þjóðviljinn - 23.03.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 23.03.1989, Blaðsíða 4
Alþýdubankinn hf Aðalfundur Aöalfundur Alþýöubankans hf. verður haldinn í Sóknarsalnum Skipholti 50A, Reykjavík, laugardaginn 8. apríl 1989 og hefst kl. 13.30. Dagskrá: a) Venjuleg aöalfundarstörf í samræmi við ákvæði 32. gr. samþykkta bankans, þar á meðal breytingar á samþykktum og ákvörð- un arðs. b) Tillaga um heimild til bankaráðs um útgáfu jöfnunarhlutabréfa. c) Tillaga um heimild til bankaráðs um nýtt hlutafjárútboð. Aðgöngumiðar að fundinum og atkvæðaseðlar verða afhentir í aðalbankanum, Laugavegi 31, dagana 5., 6. og 7. apríl næstkomandi. fh. Bankaráðs Alþýðubankans Ásmundur Stefánsson, formaður Félag járniðnaðarmanna Félagsfundur verður haldinn miðvikudaginn 29. mars 1989 kl. 20.00 að Suðurlandsbraut 30, 4. hæð. Dagskrá: 1. Félagsmál 2. Kjaramál og atvinnumál 3. Fræðslumál 4. Orlofsmál 5. Önnur mál Mætið vel og stundvíslega. Stjórn Félags járniðnaðarmanna Útboð Yfirlagnir 1989, klæðningar í Reykjanesumdæmi Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofangreint verk. Magn: 144.000 fermetrar. Verki skal lokið 15. júlí 1989. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 28. þ.m. Skila skal tilboðum á sama stað fyrir kl. 14.00 þann 10. apríl 1989. Vegamálastjóri o Ferðamál - námskeið Feir sem reka eða hafa í hyggju að hefja rekstur gistiheimilis eða bjóða upp á heimagistingu ath! Námskeið verður haldið í Menningarmiðstöð- inni í Gerðubergi (Breiðholti) dagana 28. mars til 27. apríl. Kennt verður á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17.30 - 21 og þrjá laugardaga kl. 12.30 -16 eða 18. Verð 12.000.-. Þátttaka tilkynnist í símum 12992 eða 23541. Námsflokkar Reykjavíkur Iðntæknistofnun íslands Herðablaða maðurinn fundinn? Flestir muna eftir „herða- blaðamanninum" sem rændi Iðnaðarbankann fyrir nokkr- um árum. Maður þessi komst upp með að ræna nokkrum hundruð þúsunda úr bankan- um en Rannsóknarlögreglan komst að því að maðurinn væri ma. með sérlega útstæð herðablöð. Lýsing RLR á manninum var reyndar sú fyndnasta sinnar tegundar og mikið grín var gert að henni á sínum tíma. Þátttakendur Stöðvar 2 í spurningaþættin- um Gettu á Rás 2, þeir Ómar Ragnarsson og Þórir Guð- mundsson, mundu lítið eftir þessu atviki því þegar Sig- urður G. Tómasson ias upp þessa skondnu mannlýsingu og spurði við hvern væri átt kom allt annað svar frá þeim félögum. Eftir mikla umhugs- un komust þeir að því að lýs- ingin gæti vel átt við um Hannes Hólmstein Gissur- arson frjálshyggjupostula! Þeir hafa kannski komist að einhverju sem RLR uppgö- tvaði ekki og varpað nýju Ijósi á þetta bankarán. Spurninga- þátturinn Gettu verður á dag- skrá Rásar 2 yfir hátíðirnar og er eflaust vel þess virði að lagt sé við hlustir. ■ AA-35 ára (slensku AA-samtökin halda að venju afmælisfund sinn á föstudaginn langa, en samtökin fagna i þetta sinn 35 ára afmæli sínu. Ótrúlega mikil starfsemi er rekin hér- lendis á vegum AA- samtakanna, en eðli málsins vegna ber ekki mikið á starf- inu útávið. í dag eru starfandi um 190 AA-deildir á landinu þar af um 90 deildir í Reykja- vík og erlendis eru starfandi 5 íslenskumælandi AA-deildir. Hátíðarsamkoman á föstu- daginn langa er ( Háskólabíói og hefst kl. 21.00. Þangað eru allir velkomnir.B Togarasala til Chile Sjólastöðin í Hafnarfirði hefur um margra mánaða skeið verið með tvo togara á sölulista, sem lítill áhugi hefur verið á hér heima, enda báðir kvótalausir. Hér er um að ræða gamla Sjóla sem skemmdist illa í eldsvoða úti fyrir Vestfjörðum fyrir nokkr- um árum og gamli togarinn Karlsefni sem lagt var á síð- asta ári. Sjóli er nú í Flekks- fjord skipasmíðastöðinni í Noregi þar sem verið er að endursmíða togarann, en Karlsefni liggur í Hafnarfjarð- arhöfn. Ýmsir erlendir útgerð- armenn hafa haft áhuga á þessum togurum en sam- kvæmt heimildum Nýja helg- arblaðsins er nú nánast búið að ganga frá sölu beggja tog- aranna til Chile.B VÖRUGJALD AF INNLENDRIFRAMLEMDSLU Vörugjaldsskyldar vöpur Greiða skal vörugjald af innlendri framleiðslu, pökkun eða annarri aðvinnslu vara sem falla undir þau tollskrárnúmer sem tilgreind eru í lögum um vörugjald. Vörugjald er 9% á flestum vöruflokkum, en á aðra leggst einnig sérstakt 16% vörugjald, þ.e. samtals 25% vörugjald. Meðal vöruflokka, sem bera 9% vörugjald, eru þessir: 1 Forsmíðaðir hlutar í byggingar og mannvirki, svo sem gluggar, hurðir, burðarvirki, grindurog handrið, hvort sem þessir hlutar eru úr steinsteypu, tré, járni, stáli, áli eða plasti. * Flestar aðrar trjávörur, svo sem húsgögn og innréttingar. ■ Flestar aðrar vörur úr málmi til bygginga og mannvirkja, svo sem loftræstikerfi, stokkar, túður o.þ.h. ■ Sement, steinsteypa og vörur úr steinsteypu, svo sem gangstéttahellur, götu- og stéttahellur, kantsteinar o.fl. ■ Gler og glerspeglar, ofnar til miðstöðvarhitunar, málning og lökk, hreinlætistæki, gólfefni, gólfdúkar, veggfóður, einangrunarefni, ýmis heimilistæki, lampar og Ijósabúnaður. Meðal vöruflokka, sem bera 25% vörugjald, eru þessir: ■ Sykur hvers konar, sælgæti, kakóvörur, sætakex, ávaxtasafi og gosdrykkir. Nánari upplýsingar um vörugjaldsskylda vöruflokka er að finna í reglugerð nr. 47/1989, um vörugjöld. _______________________ Vörugjaldsskyldir aðilar Skylda til að innheimta og standa skil á vörugjaldi hvílir á þeim sem framleiða, vinna að eða pakka vörgjaldsskyldum vörum innanlands. Einnig á þeim sem annast heildsöludreifingu þessara vara. Þessum aðilum er skylt að tilkynna um starfsemi sínatil skattstjóra I þvi umdæmi sem þeireiga lögheimili. Eyðublöðfást hjá skattstjórum. Vörugjaldsskírteini Athygli skal vakin á því að innlendir framleiðendur eiga rétt á skírteini sem heimilar kaup á hráefnum og aðvinnslu vegna framleiðslunnar án vörugjalds. Útgáfa skírteinanna er í höndum skattstjóra. Upplýsingar um vörugjaldsskyldu, vörugjaldssk I rteini o.fl. fást hjá skattstjórum. • llmvötn, snyrtivörurog hárþvottalögur. 1 Yfirbyggingar fyrir vélknúin ökutæki, tengivagna o.fl. Ýmsir fylgihlutar fyrir ökutæki. RÍKISSKAITSUQRJ' Áríðandi er að vörugjaldsskyld starfsemi sé tilkynnt til skattstjóra sem fyrst.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.