Þjóðviljinn - 23.03.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 23.03.1989, Blaðsíða 7
Regnskógur, sem búið er að brenna og ryðja fyrir nautgriparækt. Þetta land verður smám saman að eyðimörk. þýðutylkingin var fylking gúmmí- safnara, indíána og smábænda gegn rányrkju landeigendanna. Það sem gerði Chico Mendez hættulegan í augum landeigenda og stjórnvalda var ótrúlegur ár- angur starfs hans: hann hafði komið á samskiptum milli frum- byggja Amazon, alþjóðlegra náttúruverndarsamtaka og al- þjóðastofnana eins og Alþjóða- bankans og Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins, sem hafa á síðustu árum beitt sér gegn lánveitingum til svæðisins án skilyrða um friðun. Taugaveikluð við- brögð í Brasilíu Þessir skilmálar alþjóðlegra fjármálastofnana fyrir lán- veitingu til Brasilíu hafa farið mjög fyrir brjóstið á brasilíönsk- um stjórnvöldum. Þannig sagði hermálaráðherra Brasilíu nýverið að herferðin til verndar Amazonsvæðinu væri komin frá „fölskum umhverfis- verndarsinnum í Evrópu og Am- eríku, og að markmiðið væri að gera Amazonsvæðið að alþjóða- eign.“ Reuter, fréttastofan sagði ný- verið að hernaðaryfirvöld í Bras- ilíu hefðu lengi óttast að útlend- ingar sæktust eftir málmauðæfum Amazonsvæðisins, og í því lægi skýringin á því, hvers vegna brasilísk stjórnvöld hefðu jafnan tekið svo illa í þá hugmynd um- hverfisverndarsinna að Brasilía fengi gefnar upp skuldir fyrir að friða skóga. Á síðustu árum hafa stjórnvöld víða á Vesturlöndum áttað sig á alvöru málsins og tekið upp þessa hugmynd umhverfis- verndarsinna. Jose Sarney, forseti Brasilíu, svaraði þessum tilæmælum af- dráttarlaust í síðasta mánuði, þegar hann sagði: „Það er ekki til sá erlendur peningur, sem getur keypt fermetra af brasilískri Am- azonjörð". Segir fréttastofa Re- uters að í brasilískum fjölmiðlum birtist nú daglega greinar og les- endabréf frá stjórnmálamönnum og almenningi, þar sem fordæmd er íhlutun útlendinga í málefni Amazonsvæðisins. „Þetta er taugaveiklun, brasilísku fjölmiðl- arnir eru farnir á taugum í þessu máli, og sama má segja um stjórnvöld“, er haft eftir vestur- lenskum diplómat, sem sagðist aldrei hafa séð myndast jafn breiða samstöðu í Brasilíu um eitt málefni. Þar hafa allir lagst á eitt í að benda á að það séu hin iðn- væddu Vesturlönd, sem beri mesta ábyrgð á menguninni í heiminum: þau hafi eytt sínum skógum, þau hafi leitt úrgang sinn út í andrúmsloftið, þau hafi eytt ozon-laginu, og það eru þau sem komið hafa sér upp kjarn- orkuvopnaforða sem ér ógnun við allt lífið á jörðinni. Náttúruverndar- sinnar í nauðvörn Þessi gagnrýni hefur ekki síst beinst gegn Bandaríkjunum, og náði hámarki þegar skýrslur bár- ust frá Tokyo um að Bush Banda- ríkjaforseti hefði beðið Japani um að lána Brasilíu ekki peninga til þess að leggja veg í gegnum Amazonsvæðið til Perú. Virtir bandarískir líffræðingar eins og Thomas Lovejoy við Smithsoni- anstofnunina í Washington hafa sagt að þessi vegur yrði upphafið að endalokum Amazon. Viðbrögðin við þessum málum í Brasilíu minna óneitanlega á þau viðbrögð sem orðið hafa hér á landi vegna afskipta náttúru- verndarsinna af hvalveiðum ís- lendinga. Spurningin er hins veg- ar hvort íslendingar ættu ekki að hafa forsendur til þess að bregð- ast við með upplýstari hætti en Brasilíumenn. Én einn forystu- manna náttúruverndarsamtaka í Brasilíu, Jose Lutzenberger, var nýlega inntur eftir því hvort hon- um fyndist barátta hans ekki vera vonlaus? Svarið var: ímyndaðu þér að þú lentir í skipbroti 30 km undan ströndinni í miðri hákarlavöðu. Möguleikar þínir á að ná til strandar væru nánast engir. En þú myndir ekki hætta að synda.“ -ólg/Reuter, Espresso, G.T.Prance: The Amazon o.fl. alla jarðarbúa fyrir þessu eru nokkrar. Þegar skógurinn er farinn, snarlækkar rakastigið og hitasveiflur verða miklu meiri. Þó það virðist ein- kennileg þversögn, er jarðvegur- inn undir þessum gróskumestu og fjölbreyttustu vistkerfum jarðar yfirleitt rýr og snauður af næring- arefnum. Hann er rauðleitur og leirkenndur, en verður gjarnan glerharður ef sól nær að skína á hann og minnir þá helst á múr- stein. Allt þetta samanlagt gerir það að verkum að plöntur ná ekki fótfestu." Regnskógar sem foröabúr tegunda og erfðabreytileika „Það má að lokum koma að því atriði sem líffræðingar líta hvað alvarlegustum augum, en það er sú stórfellda útrýming tegunda sem óhjákvæmilega fylgir eyðingu regnskóganna. Lífríki þeirra hefur ekki verið kannað nema að litlu leyti en menn telja að í regnskógum (sem þekja um 6-7% af þurrlendi jarðar) sé að finna a.m.k. helming af öllum tegundum lífvera. Þó gæti þetta hlutfall hugsanlega verið mun hærra. Áætlanir um útrýmingu eru geigvænlega háar. Tveir þekktir bandarískir vistfræðing- ar, Robert May og Jared Dia- mond, telja t.d. að með eyðingu regnskóga verði búið að útrýma 100.000 tegundum um næstu aldamót. Á hverjum degi verða því margar tegundir aldauða. Þarna er verið að útrýma tegund- um sem gætu komið manninum að ómetanlegu gagni t.d. sem lyf, til matar og í iðnaði. Alvarlegast er þó að með þessu er maðurinn að hafa ófyrirsjáanleg áhrif á þró- un lífs á jörðinni. Regnskógar eru líklega stærsta lífræna auðlind jarðarbúa og ég tel að í eyðingu þeirra felist ein allra alvarlegustu umhverfisáhrifin sem rekja má til umsvifa mannsins." Dökkar horfur - Hvaða framtíðarmöguleika sérð þú fyrir varðveislu þessarar auðlindar? „Þetta er ekki auðveld spurn- ing en þróun fólksfjölgunar mun hafa þar mikil áhrif. Það bendir fátt til þess að draga muni úr fólksfjölgun á þessum svæðum en hún er nú hvað örust í Suður- Ameríku og Mið-Afríku. Land- rými er minnst í Asíu en mest í Suður-Ameríku. Það er ekki auðvelt að segja fólki sem býr við hungur og skort að nú verði að friða skógana. Hins vegar er ljóst að hluti eyðingarinnar verður ekki rakinn til skorts á landrými og mat innanlands. Eyðingin í Suður-Ameríku er að stærstum hluta vegna þess að þar er verið að búa til graslendi fyrir nautgripahjarðir sem enda sem hamborgarar í skyndibitakeðjum í Bandaríkjunum og Evrópu. Það hefur sýnt sig að nýting Amason- svæðisins til nautgriparæktunar er ekki skynsamleg, hvorki út frá hagfræðilegu eða vistfræðilegu sjónarmiði. Jarðvegurinn er svo ófrjór að hann stendur aðeins undir viðunandi framleiðni í nokkur ár og þá þarf að ryðja ný svæði. Sem betur fer er að verða mikil viðhorfsbreyting hjá áhrifamikl- um aðilum. Eyðing regnskóga hefur lengi verið á dagskrá nátt- úruverndarsamtaka en nú hafa Alþjóðastofnanir eins og Alþjóðabankinn og Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn mótað ák- veðna stefnu sem miðar að skynsamlegri nýtingu skóganna og friðun hluta þeirra. Þá hafa einstök ríki gert stórátök til vem- dunar og má sérstaklega benda á Costa Rica í því sambandi." - Hefur þú sjálf komið í regn- skóg? „Já reyndar. Ég fór ásamt Gísla Má Gíslasyni prófessor í námsferð með líffræðinema til Malasíu í fyrra. Það var afar lær- dómsríkt og mikil lífsreynsla. Fjölbreytnin og gróskan er ævin- týraleg. Fyrir vistfræðing að komast í regnskóg er mikill og ómetanlegur skóli. í Malasíu er búið að eyða svo að segja öllum láglendisskógum á vesturströnd landsins, en nú er gengið ört á skógana á austurströndinni. Við keyrðum upp með austurströnd- inni frá Singapore og mættum á um 10 mínútna fresti stóram vöraflutningabflum hlöðnum trjábolum. Okkur var sagt að þeir gengju allan sólarhringinn.“ Þóra Ellen Þórhallsdóttir prófessor í grasafræði. Ljósm.: Smart. Flmmtudagur 23. mars 1989|NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.