Þjóðviljinn - 23.03.1989, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 23.03.1989, Blaðsíða 11
Steingrímur J. Sigfússon bragðar á nýstárlegum lambakjötsrétti. Mynd: ÞÓM Bananahangikjöt Þetta er tilvalinn forréttur eða smáréttur svona um hátíðirnar. Hrátt hangikjöt 4 bananar 4 matskeiðar rifinn gráðostur 3 matskeiðar matarolía 2 matskeiðar vínedik nokkur piparkorn 1. Skerið hangikjötið í örþunn- ar sneiðar. Best er að skera kjötið ef það er freðið. 2. Afhýðið bananana. Blandið saman matarolíu og vínediki og kryddið með pipar. 3. Leggið bananana á diska og raðið hangikjötssneiðunum á bananana, hellið matarolíu- vínediksblöndunni yfir hangi- kjötið og sáldrið svo gráðostinum yfir. LAMBAKJÖT á bók og myndbandi Sauðfjárbændur kynna matreiðslu á lambakjöti í nýútkominni bók r Islenska lambakjötið er frá- bært, einstakt í sinni röð. Það þarf því afbrigðilega vondan kokk í sérlega bölvuðu skapi til að geta gert úr því annað en góðan mat, segir Steingrímur J. Sigfús- son landbúnaðarráðherra m.a. í formála nýju kokkabókarinnar. Markmið bókútgáfunnar og kynningarinnar í sambandi við hana er fyrst og fremst að vekja athygli á alíslenskri afurð sem framleidd er við íslenskar að- stæður. Jóhannes Kristjánsson for- maður landssambands sauðfjár- bænda er mikill áhugamaður um að fólk borði það sem þjóðlegt er og sagði hann í samtali við Þjóð- viljann, að í bígerð væri að gefa út myndband þar sem mönnum er kennt að úrbeina skrokka og matreiða lambakjöt á nýstár- legan máta. Landssamband sauðfjárbænda hefur leitast eftir samvinnu við ferðaþjónustu bænda til þess að fá þá til þess að selja ferða- mönnum íslenskan mat og kynna hann sérstaklega fyrir útlending- um. Lítil bók um lambakjöt er 90 síðna matreiðslubók gefin út í kiljuformi og auk lambakjöts- uppskriftanna er þar að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar um kryddtegundirog meðlæti. Bókin kostar í lausasölu kr 400 og verð- ur henni dreift í verslanir á næstu umlambakjöt dögum en bændur munu sjálfir sjá um að dreifa henni um landið. Það er vel við hæfi að birta hér FLÖSKUSKEYTI Lífi fátækari Það var aldeilis stuð á ketti ein- um í Osló um daginn. Hann lenti óvart í spennibreyti með þeim af- leiðingum að hann missti eitt af sínum níu lífum og stór hluti Os- lóarvarrafmagnslaus. Kötturinn lifði af og fannst á reiki skammt frá spennubreytinum með svið- inn feld og krulluð veiðihár enda hafði hann fengið ein 10 þúsund voltískrokkinn. 650 þúsund fermetrar Tyrkir heimta nú að komast í heimsmetabók Guinnes með stærstu byggingu í heimi því ný- legavígðu þeirþrettán hæða verslunarmiðstöð í Istanbul sem er 650 þúsund fermetrar aö gólf- fleti. Framtil þessa hefur mark- aðshús í Hollandi verið stærst en gólfflötur þess er um helmingi minni en verslunarmiðstöðvar- innarílstanbul. Nunnukapp- reiðar 25. júní fara fram alþjóðlegar kappreiðar nunna í þænum Trim á írlandi. Fyrstu verðlaun í kapp- reiðunum eru 70 þúsund krónur eina af þeim nýstárlegu upp- skriftum sem finna má í bókinni. cb en nunnurnar fá ekki að njóta verðlaunanna sjálfar heldur eiga þær að verja þeim í góðgerða- starfsemi. Dýrmús Nýlega var teikning eftir Walt Disney af Mikka Mús til sölu á uppboði í New York. Hún var slegin kanadískum safnara á 5,6 miljónir króna og er það þriðja hæsta verð sem greitt hef ur verið fyrirteiknimyndafígúru. Einungis munu vera til sex teikningar af Mikka sem Walt sjálfur teiknaði. Til föðurhúsanna Tvær myndir eftir hinn heimsfræga popplistamann Andy Warhol eru nú á leiðinni til T ékkóslóvakíu og verða þær settar upp í listasafni í austur Sló- vakíu þar sem foreldrar hans bjuggu áður en þau fluttu til Bandaríkjanna. Það er bróðir Andy Warhol, John, sem fer með myndirnartilföðurlandsins. Ein- hver áhöld voru uppi um það hvort T ékkar myndu þiggja þessa gjöf en menntamálaráðu- neytið í Slóvakíu sá ekkert at- hugavert við það og bað um nán- ari upplýsingar um þennan af- komanda tékknesku þjóðarinnar og varorðiðviðþví. Flmmtudagur 23. mars 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.