Þjóðviljinn - 23.03.1989, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 23.03.1989, Blaðsíða 18
„Við erum ekki merkile annað en tunguna sem við Rætt við Vigdísi Finnbogadóttur forseta um skáldskap og tungu Nú í vikunni kom út hjá Máli og menningu bók sem ber heitið íslensk kvæði. Vigdís Finnbogadóttir valdi Ijóðin og tileinkar bókina íslensku æskufólki áöllum aldri. Þetta er væn bók, 226 blaðsíðurað stærð, og geymirtæplegaeitt hundrað Ijóð 37 skálda auk nokkurra gamalla viðlaga. Verk þessara skálda er að finna í ýmiss konar eldri safn- ritum og skólaljóðum því þarna eru þekktustu skáld 19. og 20. aldar, þó kemur valið sí og æ á óvart þegar bókinni er flett. Það er óvænt og nýtt, öðruvísi hugsað en lesandi á von á. Vigdís Finnbogadóttir var heimsótt og spurð í þaula um vinnubrögð sín og hugs- unina á bak við bókina. „Ætli þaö flokkist ekki undir hugsanafléttu,“ svaraði Vigdís. „Mig langaði til að koma til skila til æskufólks á íslandi hugmynd- um mínum um ljóð og hve mikils virði þau eru fyrir sjálfsvitund okkar sem þjóðar. Við valið á hverju einasta ljóði setti ég mig í spor þess sem er ungur og skynjar ekki tímann öðruvísi en eitthvað sem er framundan, reyndi að muna hvernig ég var sjálf, hvern- ig ég brást við þegar ég Ias ljóðin fyrst. Ég setti mig í spor þess sem er ungur og með viðkvæma iund. Við rígfullorðið fólk höfum þessa lund auðvitað ennþá en hún er öðruvísi viðkvæm. Ég setti mig í spor unglings sem kann að hrífast af því myndræna sem hann les. Ég rifjaði upp þann tíma þegar maður gekk um með djúpa van- metakennd, var reiður út í allt og alla. Ég setti mig í spor þess sem er að velta fyrir sér „hver er ég?“ og ég setti mig í spor þess sem vill hrífast af náttúrunni í kringum sig. Oft þarf einhver að benda okkur á það sem fagurt er í nátt- úrunni þegar við erum ung, og það gera einmitt skáldin. Þetta eru sporin sem ég setti mig í með- an ég fór í gegnum ljóðagerð allra skálda sem ég mundi eftir að væru til. En ég tók fljótlega þá stefnu að byrja ekki mjög framarlega í ljóðasögu íslands. Það hefði ver- ið til að æra óstöðugan að fara alla leið aftur í miðaldir. Ég setti mér að byrja um siðaskipti - er ekki Jón Arason elstur í bókinni? Þar byrja ég og stika greitt fram- an af, svo styttast skrefin þegar nær dregur okkar tíma. Strax tók ég líka þá ákvörðun að hafa engin ljóð eftir núlifandi skáld í bókinni nema eftir Hall- dór Laxness. Hann hefur haft svo djúp áhrif á mig, þjóðarvitund mína og smekk á íslenskar bók- menntir. Ég á honum svo stóra þökk að gjalda að ég gat ekki hugsað mér að sleppa honum. Þess vegna gerði ég hann að full- trúa núlifandi skálda.“ Hvers vegna tókstu þá ákvörð- un að sleppa öðrum lifandi skáldum? „Vegna þess að það er svo erf- ítt að velja úr nýjum skáldskap, hann er til allrar guðs lukku svo mikill að vöxtum. Ég hefði orðið að taka ljóð eftir öll skáld sem ég hef mætur á - og ég les allan nú- tímaskáldskap sem ég kemst yfir, safna ljóðum í ljóðaskápinn góða og vonandi fræga á Bessastöðum. Það hefðu orðið mörg bindi ef ég hefði orðið að gera þeim öllum skil. Ég hefði ekki getað hugsað mér að taka einn og sleppa öðr- um sem væri mér álíka kær. Ég held að þetta hafi verið ágæt lausn.“ Ljóö benda á önnur Ijóð Hvernig sérðu fyrir þér að svona bók verði notuð? „Það er búið að gefa út nokkuð af ljóðasöfnum á íslandi og ég nota þau mikið sem ég á, íslands þúsund ár, ljóðasafn Almenna bókafélagsins, íslenska lýrik... Ég vildi forðast að endurtaka það sem þar er, en allan tímann sem ég var að vinna að valinu, skemmta mér við að lesa og velja - ég skemmti mér svo vel meðan ég var að þessu! - þá vildi ég að ljóðin í bókinni vísuðu á þessi eldri ljóðasöfn og sérútgáfur skáldanna sjálfra auðvitað. Þetta ljóðakver á að vekja löngun til að lesa meira. En það er erfitt að velja úr ljóð- um sumra skálda án þess að taka það sem hefur birst í öðrum söfn- um. Til dæmis er ekki hægt að komast hjá því með Jónas Hall- grímsson, ekki heldur Snorra Hjartarson eða Jón Helgason. Þessi kvæði þeirra eru perlur tungunnar, þjóðargersemi sem ekki er hægt að líta framhjá.“ En svo velurðu allt önnur Ijóð eftir önnur skáld en lesandi á von á... „Já, þá komum við kannski að því hvernig ljóðasmekkur minn hefur þróast. Ég hef lesið ijóð síðan ég var barn, og þegar ég var unglingur þá var ég afskaplega hrifin af ljóðum með miklum til- finningum. Eftir því sem ég þroskaðist - eða eftir því sem ég eltist, skulum við segja - þá fór ég að vinsa meira úr og hafna því sem mér fannst of mjúkt. Yfir- mjúkt. Eða of mælskt. Ég leita í ljóðum að því sem heiðríkja tungunnar getur túlkað og gerir hvergi eins og í ljóðum; því sem snertir viðkvæma strengi í manni sjálfum. En það er mikill munur á viðkvæmni og væmni. Strengirnir sem ljóðin snerta eru einatt það skásta í manni sjálfum, sem er samkennd með öðrum og umheiminum. Maður reiðist sjaldan yfir ljóði. Maður skilur kannski reiði í ljóði, og beiskju, en maður reiðist ekki sjálfur. Maður upplifir skilning. Ljóðið opnar manni gáttina til að skiija eitthvað í dýpt og vídd. Á þessa strengi leika skáldin, en öguð skáld gera þá kröfu til sjálfra sín að ekki fari neinn hljómur inn í ljóðið sem skýtur skökku við og ekki er hreinn og tær. Mörgum íslendingi hefur verið það gefið að vera „lullandi hag- mæltur“ eins og Böðvar Guð- mundsson orðaði það, skínandi hagmæltur mætti líka segja. En þeir hafa ekki alltaf gefið sér tíma til að fága gáfu sína heldur Iátið sitthvað gossa í hita geðhrifanna. Það gerir ekki Snorri Hjartarson, ekki Ólafur Jóhann heldur, ekki Guðmundur Böðvarsson eða Halldóra B. Björnsson. Þetta fólk hefur legið yfir verki sínu og skrifað það upp aftur og aftur. Því miður tekur hagmælskan stundum völdin af skáldum; þeim er svo létt að yrkja að ljóðin verða rennandi flaumur orða og þá stundum yfirborðskennd. Þetta kemur fyrir dýrleg skáld eins og Matthías Jochumsson og Davíð Stefánsson þó að það megi auðvitað ekki segja frá því! Svo finnur maður ljóð eins og Leiksýningu eftir Davíð sem segir svo hnitmiðað og skemmti- lega frá raunveruleika sem hver einasti unglingur skilur. Ég hef orðið gagnrýnni með aldrinum. Til dæmis hélt ég að ég hefði miklar mætur á Fákum eftir Einar Benediktsson en svo upp- götvaði ég að það var bara síðasta versið sem mer iannst gott, „tt inni er þröngt tak hnakk þinn og hest“. Ég varð oftar hissa þegar ég kom að ljóðum sem ég hélt að væru hrífandi en reyndust ekki vera það nema að hluta til, og ég varaðist að velja ljóð sem ekkj héldu spennu frá upphafi til enda.“ Lföð eru smitandi „Ég dreg ekki í efa að meðal æskunnar í landinu blundar mikil skáldagáfa eins og á öllum tím- um, en mergurinn málsins er að kunna orð og tungu til að yrkja á. Þessi bók er líka til að vekja þann sem dormar til áhuga á málinu. Ég vildi óska að þegar ungur pilt- ur eða ung stúlka les eitthvert af þessum ljóðum þá uppgötvi hann eða hún innra með sér að mikið sé snjallt að setja þetta tiltekna efni fram í ljóðformi og fari að reyna við það sjálf. Um leið og fólk fer að fást við ljóðagerð styrkir það tungumálið almennt. Upprunalega held ég að Mál og menning hafi beðið mig að taka saman þetta safn vegna þess að ég hef Iátið þau orð falla hér og þar að ég sé þess fullviss að það væri íslenskri tungu mikill styrkur ef við færum að syngja aftur gömlu ættjarðarljóðin í skólum. Með því að syngja lærir ungt fólk versin og við það varðveitast orð og orðatiltæki í málinu. Ég hef haldið þessa predikun víða um land af því að ég er baráttumaður fyrir íslenskri tungu. Ég berst fyrir gróðri og ég berst fyrir þess- ari tungu. Og um leið er ég að berjast fyrir þjóðerni og þjóðar- sæmd. Mér verður stundum mikið niðri fyrir þegar ég fjalla um þessi mál, og það er svo merkilegt að mér finnst fólk er- lendis oft skilja þetta betur en fólk hér heima. Ef við náum gömlu ljóðunum inn í daglegt tungutak okkar þá erum við komin á greiðfæran veg. Þá eykst okkur orka við að smíða nýyrði vegna þess að það verður sjálfsögð krafa. Og þá myndast sterkir þrýstihópar um að fá öll hugtök þýdd á íslensku. Við sem búum í þessu landi erum ósköp venjulegt fólk, ekkert skemmti- ilegri, greindari, fallegri eða |merkilegri en annað fólk í iheiminum nema að því eina leyti að við tölum þetta tungumál. En við erum líka algerlega sér á blaði fyrir það. Við tölum. gsum og 'sköpum á þessu tungumáli, við éigum minningar á þessu tungu- máli, munum upphaf okkar, jnunum allt um okkur sjálf á þess- ari tungu, engri annarri. i Og við skulum vera raunsæ: tungumálið er á undanhaldi. Þetta sérstæða mál okkar gæti verið statt á þeim krossgötum þar sem önnur tungumál tóku þeim breytingum að þau urðu óþekkj- anleg frá upphafi sínu. Erum við kannski stödd á þeim tímamótum þegar norðurlandamálin þróuð- ust frá fornnorrænu máli með rík- um beygingablæbrigðum yfir í að vera endingalaus mál, málfræði- snauð mál, beygingalaus mál? Tungumálið á í vök að verjast. í ö'nn dagsins gleyma menn ef til vill þeim auði sem í því er fólginn. Hugsaðu þér - með hverju orði sem glatast í tungumálinu týnum við skilningi á heilu blaðsíðunum í frásögnum fyrri alda og bók- menntum tungunnar. Við verð- um að taka eitthvað til bragðs." Ljóð eru vinir Þú last Ijóð margra skáldanna i safninu þínu þegar þú varst ung - hvernig var að koma að þeim aft- ur? „Ég hef alltaf öðru hverju lesið þessi skáld, munað þau og leitað fanga hjá þeim. Ég er þannig innréttuð að ég hef aldrei lært neitt sérstaklega utanbókar. Ég er ekki ein af þeim sem ganga fram og fara með langa bálka eins og margir sem ég þekki og dáist afskaplega mikið að. Ég man ekki ljóð frá orði til orðs nema þau sem ég lærði með runuminni sem barn og unglingur. En ég man að ég man sitthvað sem ég veit hvar ég á að leita að. Eins og tölva. Ég hef ákveðið efnisyfirlit í kollinum og ég hef stundum allt að því lygilegt sjónminni. Þegar mig vantar eitthvert efni get ég gengið að bókahillunum og stöðvast við bók sem ég veit að ég get notað. Þegar ég kom aftur að þessum ljóðum var ég að hitta gamla kunningja. Það þótti mér skemmtilegast við verkið. Ég sat á löngum einkafundum með þessum gömlu vinum mínum og las fram og aftur, fyrst eins og ég lít á heiminn núna og síðan rifjaði ég upp hvernig var að hitta þá fyrst. Ég lét minninguna um það oft ráða vali, til dæmis þegar ég tók öfugmælavísurnar hans Bjarna Jónssonar með. En þá uppgötvaði ég líka að þær ganga ekki allar lengur. Lifnaðarhættir og lífskjör fólks eru svo breytt að mikið í skáldskapnum nær ekki til manna. Hver hugsar um hvað það þýðir upphaflega að fara í grafgötur með eitthvað eða að eitthvað fari fyrir ofan garð og neðan? Þetta er gamalt bænda- mál. Það er verið að tala um tún- garðinn og heimreiðina. Ljóðin sem ég valdi þurftu að vera nú- tímafólki ljós. En nokkur skáld urðu þjóðar- sómans vegna að vera með þó að þau séu torskilin, af því að þau höfðu svo mikil áhrif á sína samtíð. Nú vitum við til dæmis að Einar Benediktsson er erfiður og 18 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Fimmtudagur 23. mar* 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.