Þjóðviljinn - 23.03.1989, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 23.03.1989, Blaðsíða 22
Undur og stórmerki Egg leikhúsið sýnir í Kjallara Hlað- varpans og listasalnum Nýhöfn: Sál mín er hirðfífl í kvöld: Escurial eftir Michael de Ghelderode Þýðandi: Sigurður Pálsson Afsakið hlé eftir Árna Ibsen Leikstjóri: Sveinn Einarsson Leikmynd og búningar: Steinunn Þórarinsdóttir Lýsing: Árni J. Baldvinsson Leikendur: Viðar Eggertsson, Þór Tuliníus, Ingrid Jónsdóttir og Krist- ján Franklín Magnús. Egg-leikhúsið frumsýndi um síðustu helgi þessa tvo leikþætti með nokkuð nýstárlegum við- búnaði. Áhorfendum var gert að' klæða sig upp milli þáttanna og tölta úr einum sýningarsalnum í annan eftir mannauðu Hafnar- strætinu. En sá göngutúr var vel þess virði. Sýningin er afbragðs- vel heppnuð í alla staði og skemmtileg nýbreytni, spenn- andi tilraun með form og þemu sem skilur áhorfandann eftir með spurn í huganum en opnar hon- Ekki þykir þeim sem þetta skrifar óviðeigandi að líka list- grein við fagurt blóm. Þeir sem best þekkja Iífsskilyrði blóma segja okkur, að ekki skipti litlu rnáli í ræktun þeirra að frjómold- in sé góð og næringarrík. Úr hvers konar jarðvegi hefur íslensk leiklist vaxið? Því er fljót- svarað. Hún er vaxin úr þeim jarðvegi, sem óþreytandi störf áhugamanna í þessari listgrein hafa árum saman lagt fram af ósérplægni og miklum dugnaði. Ég hygg, að áhugi íslendinga á leiklist sé almennari en hjá nokk- urri annarri þjóð. Við unnum öll leiklistinni. Ékki einungis þeir sem við hana starfa, heldur allur almenningur. Allir helstu leikarar íslands á efri árum og miðaldra eiga upp- haf sitt sem slíkir á sviðum leikhúsa áhugamanna. Til dæmis voru allir þeir sem fyrstum gafst tækifæri til þess að vinna fyrir sér með leiklistarstörf- um hjá Þjóðleikhúsinu, komnir beint úr áhugamannaleikhúsinu við Tjörnina, Leikfélagi Reykja- víkur, sem nú er að vísu skipað atvinnumönnum í þessari list- grein. Sjálfur var sá sem þetta skrifar einn úr þeim gæfusama hópi. Eftir hálfraríaldar starf við leiklist, eru þó fegurstu og dá- samlegustu minningarnar bundn- ar við starfið sem ungur maður hjá leikfélaginu við Tjörnina. Meðal þeirra sem átt hafa heillavænlegan þátt í því að halda íslenskri leiklist lifandi eru til dæmis ýmsir framhaldsskólar, sem margir standa fyrir árlegum leiksýningum, sem jafnan er mjög vel tekið. Sá sem þetta skrifar er einn þeirra, sem þannig komst í fyrstu kynni við þessa listgrein. Ég gleymi aldrei fyrstu kynn- um mínum af leiklist áhuga- manna víða um land, þegar ég eftir nám erlendis, var beðinn að um nýjar víddir í gráma vetrar- kvöldsins. Hún er ánægjulegt list- rænt afrek sökum þess að leikstjórinn sýnir hér efnistök sem hafa ekki sést til hans í langan tíma og einnig vegna þess að leikendurnir sýna hér þjálni og dirfsku sem er fjarri leiksviðum okkar um þessar mundir. Það er rétt sem Sveinn Einars- son segir í prýðilegri leikskrá, eins og jafnan er hjá Egg- leikhúsinu, að leikhúsmenn okk- ar hafa fylgst þokkalega með því sem hæst hefur borið í leikritun á okkar dögum. Hann kvartar yfir síðbúinni hingaðkomu nokkurra sígildra höfunda, bæði eldri eins- og Frakkanna (má þá ekki gleyma Spánverjunum) og svo nýklassískra höfunda og nefnir þá til Gelderode og Witkcacy hinn pólska. Nú sæmir ekki að nefna snörur í hengds manns húsi, en óþarfi er að minna á að nýnæmi var á ákveðnu tímabili aðstoða við slíkar leiksýningar. Þar tel ég mig fyrst hafa kynnst áhuga á listgrein, sem lýsti sér í endalausri fórnfýsi, óeigingirni og dugnaði. Þetta þekkja allir, sem borið hafa gæfu til þess að stjórna leiksýningum útum land. Meðal þeirra sem við leiklist fást víða um land ber því mikið á mannkostum, sem allir gætu tekið sér til fyrirmyndar. Þetta er jarðvegurinn, sem ís- Iensk leiklist er vaxin úr og er hann góður. Ég taldi þess vegna skyldu mína (sjálfur orðinn leikari að atvinnu) að reyna að gera eitthvað að gagni fyrir þetta dásamlega áhugasama fólk, og stofnaði í þeim tilgangi Bandalag íslenskra Ieikfélaga, sem síðan hefur vaxið og blómgast, ís- lenskri leiklist til heilla. Þeir sem nú geta haft atvinnu af leiklistarstörfum mega aldrei gleyma því úr hvaða jarðvegi þessi listgrein er sprottin. miklu fljótara að komast á íslensk leiksvið en nú er. Frá 1958 stóð íslenskt leikhús sig miklu mun betur í kynningu nýrra strauma í leiklist og helst það um nærri tíu ára skeið, bæði í Grímu, í Iðnó undir stjórn Sveins og á sama tíma í Þjóðleikhúsinu. Þegar litið er aftur gegnir furðu hvað verk- efnaval var framsækið á þessu tímabili og fylgdi gróskunni sem var í samtímaleikritun. Enn verð- ur manni hugsað til sýninga á Tango hjá LR, oft bregð ég upp- töku á Biederman í kassettutækið mér til skemmtunar og varð ekki Síðasta segulband Krapps kveikjan að því að Viðar Eggerts- son sneri sér að leiklist? Nú kynnir Egg-leikhúsið okk- ur Gelgerode í fyrsta sinn á ís- lensku leiksviði og má með sanni segja að tilgangur skáldskapar þessa virta flæmska skálds hafi kveikt í samstarfshópnum. Djúp- köfun skáldsins vísar á hinstu rök dauða, ástar, illsku og valds. Þáttur hans er leikinn í tveim gerðum: sú fyrri tekur mið af hefðinni bæði í svip og túlkun, innibæld og torráðin. Kóngur sit- ur og drepur tímann meðan drottning hans deyr af eitri, eljari hans hirðfíflið verður að bregða á leik herra sínum til þóknunar og er það grátt gaman. Viðar Egg- ertsson fer á kostum í hlutverki kónga og beitir öllum sínum kröftum í beinan og djúpan far- veg. Staldra verður við radd- beitingu hans sem hefur ekki ver- ið hans sterkasta hlið, en nær nú að njóta sín á dimmum tónsvið- um raddarinnar. Þór Tuliníus er fíflið og fórnarlambið, sál á ystu nöfn niðurlægingar og kvalar. í seinni gerð þáttarins skipta þeir um hlutverk. Sveinn setur þá þáttinn í nýtt samhengi opinnar og frjálslegri túlkunar þar sem spuninn sýnist lagður til grund- vallar skipan leiksins í rúmið. At- hyglisvert hvernig tilfinninga- sícyn sýninganna tveggja er mis- vísandi, hvernig bæld og haturs- full túlkun fyrra dæmisins verður í raun áhrifaminni en hin opna og leikandi leið í því seinna. Éins og hin opna tjáning gefi skynjun og túlkun lausari taum. Þannig verð- ur kóngshlutverk Þórs og trúðs- hlutverk Viðars ríkari veisla áhorfandanum. Milliþátturinn er nýtt íslenskt leikrit, tilbrigði um stef Gelder- ode, Afsakið hlé heitir það og er eftir Árna Ibsen. Það er sviðsett á marmaragólfi Nýhafnar innanum málverk Grétars Reynissonar og er valdataflið nú fært til í tíma. Við erum stödd í gjaldþrota fyrir- tæki á íslandi og forstjórinn er að Ieita að blóraböggli. Einkaritar- inn vill hjálpa til og gerir hvað hún getur. Það eru Kristján Franklín og Ingrid sem bera hit- ann og þungann í þessum siðag- amanleik sem er ferskur andblær við staðnaðan heim konungs- dæmis Gelderode. Árni leikur sér á kunnuglegum slóðum sem hafa þótt furðulegt sé ekki birst á íslenskum leiksviðum til þessa. Hann hefur greinilega ríka gáfu til að skrifa gamanleiki (sem ég átti hreint ekki von á) í frjáls- legum og opnum stíl þar sem leikandinn fær að tala við áhorf- andann, leikurinn er settur í skemmtilegan ramma kynningar og lykta. Leikararnir flytja þetta af þrótti og kímni, fundvísir á kvik viðbrögð og skoplega af- stöðu. Sveinn setur leiknum ögn stflfærða stefnu sem brúar vel gönguna frá hinni hefðbundnu túlkun fyrsta þáttarins í opinn leikmáta þess síðasta. Kristján og Ingrid standa sig með mikilli prýði í hlutverkum sínum. Þá er ótalin leikmyndin sem er falleg og hrein og lýsing sem er afbragðsgóð. í heild er þessi sýn- ing hin ánægjulegasta og öllum aðstandendum til sóma. Alþjóðaleikhúsdagurinn Mánudaginn 27. mars nk. er Alþjóðaleikhúsdagurinn. Eins og venja hefur verið í hartnær aldarfjórðung verður dagsins minnst í leikhúsum um allan heim með stuttu ávarpi til leikhús- gesta. Leiklistarsamband íslands fór þess á leit við Ævar R. Kvaran leikara að hann semdi ávarp dagsins að þessu sinni og varð hann góðfúslega við þeirri bón. Ávarp Ævar R. Kvaran leikari María Sigurðardóttir og Jóhann Sigurðarson sem Appolonía og Niels. HAUSTE Þjóðleikhúsið HAUSTBRÚÐUR eftir Þórunni Sig- urðardóttur. Leikstjóri: Þórunn Sigurðardóttir. Tónlist: Jón Nordal. Leikmynd: Karl Aspelund. Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmunds- son. Leikarar: Bríet Héðinsdóttir, Bryndís Pétursdóttir, Eva Hrönn Guðnadótt- ir, Gísli Halldórsson, Guðrún Ólafs- dóttir, Halldór Björnsson, Jóhann Sigurðarson, Jón Símon Gunnarsson, Lilja Þórisdóttir, María Sigurðar- dóttir, Ragnheiður Steindórsdóttir, Rúrik Haraldsson/Flosi Ólafsson, Sig- urður Sigurjónsson/Viðar Eggerts- son, Unnur Ósp Stefánsdóttir, Þór- unn Magnea Magnúsdóttir og fleiri. Frumsýning 10. mars. Þórunn Sigurðardóttir er leik- skáld af ásetningi. Hún hefur heillast af leikritun, hefur yndi af glímunni við textann, segir hún, og er rétt að byrja þótt hún hafi séð þrjú af verkum sínum á sviði. Sú afstaða er aðdáunarverð. Leikrit sitt um Appoloníu Schwartzkopf helgar hún minn- ingu Sigurðar E. Olasonar og er það vel sæmandi. Þórunn er að sækja í sjóði sem standa öllum leikjahöfundum okkar opnir, sagan býður með allar gáttir opnar hverjum þeim sem vill smíða leiki úr fornum og sínýjum veruleika þjóðarinnar. Þórunn gengur óhrædd í sjóðinn og tekur hér til mál sem er flest- um kunnugt, grimm og óútskýrð örlög, ástir og ástleysi, grimmd og glæpi - sprengiefni ef þú kannt að snúa kveik og slá neista með tinnu. Leikstjóra- hlutverkið ... Sýningin Þórunnar á Haust- brúði er blandin ánægja. Þórunn hefur leiðst út á veikbyggða ís- skörina þegar hún afréð að leikstýra verkinu sjálf. Nálægð hennar við verkið hefur ljóslega blindað leikstjórann fyrir ýmsum göllum leiksins og verður að vísa hluta þeirrar ábyrgðar á hendur leikhússtjórninni sem og Þórunni sjálfri. Höfundar hafa ekki þá fjarlægð né miskunnarleysið sem þarf til að leikstýra eigin hu- gverkum. ... og skáldsins Haustbrúður er gallað verk, það er lengi framanaf sýningunni afar langdregið og ómarkvisst og hefði mátt stytta það verulega að ósekju, jafnvel umskrifa hluta framanúr verkinu til að þjappa merkingu saman og skerpa per- sónur. Mörg orð eru höfð um fá efnisatriði, lopinn teygður úr öllu hófi þegar rakin eru Hafnarár Ni- </> o x * * IAJ _1 PÁLL BALDVIN BALDVINSSON els Fuhrmanns og Appoloníu. Þessi ámælisatriði má rekja að hluta til persónugerða leiksins og að hluta til grunnhugmynda skáldsins sem ég vík að síðar. Þórunn situr í þeim öfunds- verða sessi að smíða nýtt mál úr okkar daglega tali og bóklegu átj- ándu aldar máli og ferst henni það þokkalega úr hendi. Taltexti hennar er hversdagslegur, laus við skáldskaparmál, snauður af líkingum og myndmáli hver- skonar, ýkjum og sérviskumálf- 22 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Flmmtudagur 23. mars 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.