Þjóðviljinn - 23.03.1989, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 23.03.1989, Blaðsíða 13
Kristur kom til manna í gervi flogaveiks fursta Rússneski sagnameistar- inn Fjodor Dostojevskí gerði margskonar kröfurtil sjálfs sín og sinna verka. Til dæmis taldi hann það bráðnauðsyn- legt að sögur hans væru skemmtilegarog spennandi. Skáldsagnahöfundurinn, sagði hann, hefur engan rétt til að vera leiðinlegur. í þeim andatók hann margt inn í sögur sínar sem ber keim af brögðum þeim sem reyfara- höfundur beitir til að halda at- hygli lesendasinnavakandi. En Dostojevskí ætlaði ekki bara að skemmtafólki. Hann taldi að sannur listamaður ætti að stuðla að siðrænum framförum með listsinni. Hann taldi sig eiga brýnt er- indi við sína lesendur. Og það erindi var ekki síst í því fólgið að sýna fram á nauðsyn trúar- innar, halda fram kristnu ford- æmi. Dostojevskí kemur einatt fram boðskap sínum um nauðsyn trú- arinnar með því að sýna fólk sem lendir í ógöngum vegna þess að það hefur villst af réttri leið, hafnað guði og syni hans. Fræg- asta dæmið um þetta er Raskoln- ikov stúdent, aðalpersónan í skáldsögunni Glæpur og refsing. Hann gerist morðingi vegna þess að hann ánetjast skaðlegum hug- myndum sem eru á kreiki í sam- tíma hans. Raskolnikov telur, að miklir menn sem ætli sér að vinna afrek í heiminum hafi rétt til að ryðja úr vegi venjulegu og gagns- lausu fólki, ef það er eitthvað að flækjast fyrir þeim. En Raskoln- ikov fær ekki vera í friði með þessa villu sína. Gegn honum teflir Dostojevskí Sonju Marmel- adovu, sem á rætur sínar í Nýja- testamentinu, en er mjög undar- lega saman sett persóna. Hún er bersynduga konan, sem fyrirgefst mikið af því hún elskaði mikið og um leið er hún einskonar Kristgerfingur. Hún er vændis- kona í Pétursborg, en heilög jafnan að finna sitthvað f hegðun, breytni, jafnvel útliti, sem minnir á meistara skáldsins, Jesú frá Nasaret. En hvergi gerir Dosto- jevskí jafn djarfa og ótvíræða til- raun til að koma Kristi á framfæri eftir Árna Bergmann manneskja engu að síður: hún hefur krossfest sig með þeirri smán sem vændið er til að bjarga lífi sveltandi barna, hálfsystkina sinna. Hún er kristileg auðmýkt og fórnfýsi holdi klædd. í frægum kafla sögunnar, þar sem morð- inginn ráðvillti, Raskolnikov, kemur til hennar með sína kvöl, les hún fyrir honum kaflann úr Lúkasarguðspjalli sem segir frá því að Kristur reisti Lasarus upp frá dauðum. Þessi kafli er svo fyrirboði þess sem síðar gerist í sögunni: það er einmitt Sonja sem fær Raskolnikov til að játa glæpinn og taka á sig kross þján- ingarinnar - margra ára Sibiríu- vist. Hún fylgir honum til Sibiríu Síbiríu rétt eins og Kristur sem segir: sjá ég er með yður allt til enda veraldar. Hún reisir Rask- olnikov upp frá hans andlega dauða, frá hans villu, rétt eins og Kristur Lasarus. Sonja er með öðrum orðum sigursæll Kristgerf- ingur. Fordæmi hennar ber ótví- ræðan árangur - þótt svo um það megi deila, hvort málalok í Glæp- ur og refsing búi yfir þeim mann- lega og listræna sannfæringar- krafti sem dugi til að hafa sterk áhrif á lesandann. Ekkert er erfiðara Sonja er ekki eini Kristgerfing- urinn sem við finnum í skáld- sögum Dostojevskís. í þeim drjúga flokki manna í persónu- safni hins rússneska skálds sem kallaður er „hinir auðmjúku", er við sína samtíðarmenn með því að setja eftirmynd hans niður á meðal þeirra, og í skáldsögunni Fávitinn sem út kom árið 1869. Þegar sú skáldsaga var í smíð- um skrifar hann frænku sinni Sof- íu ívanovu frá Genf í janúarbyrj- un árið 1868: „Meginhugmyndin er þessi: að sýna fullkomlega góðan mann. Þetta er erfiðasta verk í heimin- um. Öll skáld, ... sem hafa reynt að lýsa hinum, algóða manni hafa gefist upp. Verkefnið er óendan- lega erfitt. Það sem er fullkom- lega fagurt er Hugsjónin sjálf, en hvorki hjá okkur né heldur í allri hinni menntuðu Evrópu hefur Hugsjónin fundið sér trausta holdtekningu. í öllum heimi er aðeins ein jákvæð og göfug vera: Kristur, og því er sjálf tilvera þessarar einu óendanlega fögru persónu undireins óskiljanlegt undur... Ég skal rétt geta þess að mér finnst að Don Kikóti sé fullkomnastur af öllum göfugum persónum sem finna má í kristnum bókmenntum. En dás- Kristurá rússneskri helgimynd sem nefnist „Mynd sem eigi er af höndum gerð". Myshkínfursti er látinn í útliti draga dám af Kristi íkonanna. Fimmtudagur 23. mars 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.