Þjóðviljinn - 23.03.1989, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 23.03.1989, Blaðsíða 24
MEÐ GESTS AUGUM GESTUR GUÐMUNDSSON Kveðjuorð um sameiningu Það er komið að kveðjustund. Ég hef nú skrifað pistla í Þjóðvilj- ann í hverri viku í rétt ár og vil standa við þá ákvörðun sem ég tók fyrir mörgum mánuðum: að hætta á ársafmæli fyrsta pistilsins - áður en ég breytist í eina klisj- una. Þær eru nógu margar á síð- um dagblaðanna. Svo að ég leyfi mér að vera svo- lítið sjálfhverfur á þessari kveðjustund, vil ég upplýsa að ég hef orðið var við að pistlarnir hafa verið lesnir víða, og margir hafa vikið að mér þakklæti eða ábendingum á förnum vegi og orðið mér þannig til uppörvunar. Aðrir hafa þó kveiknað sér undan höggum, að vísu fæstir á prenti, því að íslendingar forðast almennt ritdeilur en velja frekar leið Gróu á Leiti til þjóðmálaum- ræðna. Þá leið hef ég frétt af móðgunum sem ég hef skilið eftir í nánast öllum herbúðum á vinstri væng stjórnmálanna, frá toppkrötum og yfir til vinstri sós- íalista og er ég í sjálfu sér ekki óánægður með það. Það er nú svo að heimurinn tekur á sig ákveðna mynd þegar hann er skoðaður til lengdar úr sama glugganum, hvort hann er á Alþýðuhusinu, Hverfisgötu 105, Laugavegi 18, Síðumúla 6, Mjölnisholti 14 eða öðrum óhlutbundnari húsum ís- lenskrar vinstrihreyfingar, og menn hætta smám saman að trúa því að heimurinn geti með réttu haft aðra lögun í augum annarra. Róttæk samfélagsgagnrýni get- ur ómögulega skoðað heiminn út um slíka glugga. Iðnrekendur hennar hljóta að valsa um á göt- unum, kíkja á bak við glæstar forhliðar, snúa við grónum steinum og reyna að átta sig á þeim straumum sem hrærast í litskrúðugu mannhafinu. Þeir reyna að samræma róttæka þjóðfélagssýn ákveðnu virðing- arleysi fyrir vanahugmyndum og temja sér þá meginreglu að sparka upp á við fremur en niður. Ekki er nein hefð fyrir slíkri gagnrýni í íslenskri þjóðmála- umræðu, og þegar ég tók að mér ritun pistla af þessu tagi hafði ég aðeins óljósar hugmyndir um það hvaða stefnu þeir myndu taka, að formi og innihaldi. Hvort tveggja hefur orðið breytilegt og markast af því sem efst hefur verið á baugi. Spurningin um samein- ingu vinstri aflanna hefur leitað á með ýmsum hætti og því ekki úr vegi að ljúka þessum pistlaskrif- um með nokkrum athuga- semdum um það mál. Satt best að segja virðist hreyf- ingin til sameiningar vinstri manna fremur vera að hjaðna en hitt, á meðan hægri menn fylkja enn á ný liði í Sjálfstæðisflokkn- um. Kvennalistinn leggur áfram meiri áherslu á sérstðu sína en það gefur honum samleið með öðrum félagshyggjuöflum. í verkalýðshreyfingunni sameinast A-flokkamenn um andúð á menntamönnum í báðum flokk- um. í Alþýðubandalaginu heldur stór hluti flokksmanna dauða- haldi í það sem hingað til hefur aðgreint flokkinn frá Alþýðu- flokki. Sameiningarkenning Jóns Baldvins minnir á fyrirgefning- arkenningu íslömsku kirkjunnar: ef sósíalistar viðurkenna að þeir hafi haft rangt fyrir sér opnar hin kratíska móðurkirkja sinn náð- arfaðm sem þeir villtust út úr fyrir hálfri öld. Furðulegast er að sjá unga menn taka undir jafn afturhverfa pólitíska afstöðu. Lofsöngvar sumra yngri manna um hinn sam- einaða jafnaðarmannaflokk minna stundum á þá söngva sem hljómuðu fyrir ca. 15 árum um hinn eina og sanna bolsévíska byltingarflokk. Þá reistu menn Lenín og Trotský frá dauðum og skipuðu í öndvegi ásamt Maó Tse Tung elliærum. Nú eru pólitískar vofur þeirra Eduard Bernsteins og Stefáns Jóhanns Stefánssonar komnar á kreik og ungir menn halda í alvöru að þær eigi erindi við pólitískan vanda samtímans. Að mínu viti er það forsenda sameiningar á vinstri væng, að leiðir bæði komma og krata hafa reynst ófærar eða eru í það minnsta gengnar á enda. Einfald- ar formúlur þessara hugmynda- strauma reyndust ekki þess megnugar að skapa sósfalískt samfélag, og reyndar hafa hvorki rússneskt alræði né kratískt vel- ferðarríki reynst lífvænlegar þjóðfélagsgerðir. Villimanns- legur kapítalismi af ætt þeirra Thatchers og Reagans gæti skákað báðum samfélagsgerðum í náinni framtíð. Á hinn bóginn sækja fram nýjar félagshreyfing- ar og berjast fyrir ýmsum hug- sjónum sósíalismans á ferskari og raunsærri hátt en hinir eldri flokkar. Innan græningja og kvennalista er sannara lýðræði en í flokkum ættuðum frá fyrri öld og hugsjónir um jafnrétti kynja og skynsamlega sambúð manns og náttúru eru þar færðar í rót- tækari og nútímalegri búning. Baráttugrundvöllur þessara hreyfinga er þó ekki nægilega breiður né þjóðfélagsskilningur þeirra nægilega róttækur til þess að þær geti tekið sæti sósíalískra hreyfinga. Sósíalískar hreyfingar þurfa að ganga í gegnum hraða endurnýj- un hugmynda og starfshátta til að þær klemmist ekki á milli hinna nýju hreyfinga og þess kapítal- isma sem hefur endurnýjað krafta sína með hatri á ríkisvald- inu. Hér á íslandi ber okkur að horfa til þeirrar endurnýjunar sem verður um allan heim, í um- bótahreyfingu austantjalds, á vinstri armi krata um allan heim, meðal kommúnista sem hafa snú- ið baki við fornum kreddum og meðal þeirra fjölmörgu hópa vinstri sósíalista sem hafa reynt að halda uppi merki hugmynda- legrar endurnýjunar vinstriafla utan allra skotgrafa. Það er hins vegar ástæðulaust að leita að fyrirmyndum í þessari fjölskrúðugu flóru, heldur ættum við að nýta hana sem hráefni í eigin lausnir. Ég er ekki frá því að við höfum ákveðið forskot fólgið í því að hefðbundnum flokkum íslenskra sósíalista eru fúnar stoðir en ókreddubundin sósía- lísk vitund hins vegar útbreidd meðal alþýðu manna. Hins vegar verður sameining A-flokkanna aldrei án aðdrag- anda. Vilji menn í alvöru sam- eina þessa flokka og fleiri félags- hyggjuöfl, hljóta þeir að byrja á því að efna til samstarfs þvert yfir flokksmörkin og langt út fyrir þau á sem flestum sviðum: Innan verkalýðshreyfingar og sveitar- stjórna, í samtökum og samstarfi að tilteknum málum, jafnvel á Alþingi að ákveðnum málum. Jafnframt þarf að eiga sér stað mun víðtækari og almennari um- ræða en hingað til um þjóðfélags- sýn félagshyggjuafla og leiðir til umbóta og baráttu. Formenn, þingflokkar og æðstu flokks- stofnanir munu aldrei hafa frum- kvæði um sameiningu, heldur getur hún einungis orðið ávöxtur þrýstings að neðan. Um leið og ég fer í frí frá hinni daglegu þjóðmálaumræðu, lýsi ég þeirri von að aðrir haldi uppi merkinu af auknum krafti. KVIKMYNDIR____________________ Bestu kvikmyndaverk sögunnar Fyrir hálfum mánuði minntist ég í þessum vikulegu skrifum mínum á nýja bók sem reynir að svara því hverjar séu bestu kvik- myndir allra tíma. Bókin heitir „John Kobal presents the 100 top movies“ og er sumsé ritstýrt af kvikmyndagagnrýandanum John Kobal. Bókin var unnin þannig að 80 kollegar hans frá 22 löndum voru fengnir til að nefna 10 bestu myndir sögunnar og myndunum síðan gefin stig skv. hefðbund- num aðferðum. Þær 100 sem efst- ar urðu er síðan gerð skil í bók- inni en aðrar ekki nefndar á nafn. Listar eins og þessi hafa verið gerðir öðru hvoru síðustu áratug- ina og vekja alltaf nokkra athygli. Þetta er að sjálfsögðu meira til gamans gert og skal tekið mátu- lega alvarlega en niðurstöðurnar eru engu að síður forvitnilegar fyrir margra hluta sakir. Flestir gegnrýnendur eiga hins vegar svo erfitt með að setja saman topp-10 lista að tvísýnt er um áreiðanleika topp-100 listans. Topp-10 Ef við skoðum fyrst hvaða verk voru hlutskörpust í kjörinu kem- ur það víst fáum á óvart að Citiz- en Kane, eftir Orson Welles, hafnaði í efsta sæti listans. Mynd- in hefur síðustu 20 árin verið hampað af mörgum sem besta og áhrifamesta kvikmynd sem gerð hefur verið. Hún var hins vegar ekki svo vel metin í fyrstu og það tók hana um 20 ár að öðlast þessa viðurkenningu. í öðru sæti varð mynd sem í gegnum tíðina hefur hlotið við- líka lof og Borgari Kane. Hún er frönsk, gerð af einum mesta meistara kvikmyndanna fyrr og síðar, Jean Renoir. La Regle du Jeu, eða Leikreglur, var gerð árið 1939 og eyðilögðu þýskir Nasistar nær öll eintök af myndinni. Um 1960 fundust síðan nokkur eintök af myndinni sem hægt var að splæsa saman í hina réttu mynd Renoirs. Af jákvæðum dómum um þessa mynd má vitna í kvik- myndahandbók Scheuers sem segir ma.: „The greatest film ever made. Period, no arguments. ...masterpiece af masterpieces“. Og til marks um hver áhrif mynd- arinnar urðu á aðra kvikmynda- gerðarmenn var eftirfarandi haft eftir Alain Resnais þegar hann sá myndinaí fyrsta sinn: „...einfald- lega mesta upplifun sem ég hef kynnst í bíói. Gagnvart mér hafði öllu verið snúið við. Öllum mín- um hugmyndum um kvikmyndir hafði verið breytt“. Sannarlega stór orð atarna. Mynd númer þrjú var síðan ein þeirra sem Kvikmyndaklúbbur- inn sýnir í apríl. Það er Bardaga- fleytan Potemkin, eftir Sovét- manninn Sergei Eisenstein. Þeir sem ekki hafa séð myndina ættu endilega að nota tækifærið nú og hinir hafa gott af því að sjá hana einu sinni enn. Að öðru leyti vísa ég til pistils míns um klúbbinn þann 10. þm. Næstu myndir listans eru allt annáluð meistaraverk: Númer fjögur varð 8 1/2, eftir Federico Fellini, fimmta varð Singin in the Rain, í leistjórn Genes Kellys og Stanley Donens, og sjötta Mo- dern Times, eftir Charles Chapl- in. Þar á eftir komu Jarðarberja- lundur Ingmars Bergmans, Gull- æði Chaplins, Casablanca, eftir Michael Curtiz og tíunda varð Rashmoon, eftir Akira Kuros- awa. Þannig heldur listinn áfram upp í 100 en ekki er gerlegt að fara nánar í þau smáatriði hér. Ýmsar vangaveltur Eins og vænta mátti eiga ný- legar myndir ekki upp á pallborð- ið hjá spekingunum. Af þeim tíu bestu var 8 1/2 þeirra nýjust, eða frá 1963. Næstu myndir á listan- um sem gerðar voru síðasta aldarfjóðunginn eru 2001: A Space Odyssey, eftir Stanley Ku- brick (1968) nr. 18, Andrei Ru- blev, eftir Andrei Tarkovski (1966) nr. 26 og Fanny og Alex- ander, eftir Bergman (1982), er nr. 27. Þegar listinn er skoðaður til hlítar vekur margt athygli. Þeir kvikmyndastjórar sem flestar myndir eiga á listanum eru þeir Fellini og Chaplin, eða fimm myndir hvor. Hjá Fellini eru það 8 1/2 nr. 4, La Dolce Vita nr. 39, Amarcord nr. 46, Na Notti di Ca- biria nr. 54 og La Strada nr. 83 en Chaplin á Modern Times nr. 6, The Gold Rush nr. 8, City Lights nr. 12, The Great Dictator nr. 86 og Monsieur Verdoux nr. 92. Þá eiga Luis Bunuel og Alfred Hitchcock fjórar myndir á listan- um og þeir Bergman, John Ford, Eisenstein, Kurosawa, Roberto Rosselini og Andrei Tarkovski allir þrjár myndir. Það er ekki síður athyglisvert að velta því fyrir sér hvaða mynd- ireru ekki á listanum. Kobal get- ur þess í formála að hann var mjög hissa á að engin mynda Franks Capra komst á listann. Þá voru heldur engar myndir eftir Frakkana Jean-Luc Goddard,' Claude Chabrol og Luis Malle og Bandaríkjamenn eins og Preston Sturges, D. W. Griffith, King Vi- dor og George Cukor eru út- undan í valinu. Samt eru 38 myndanna 100 frá Bandaríkjun- um! Einn snjallasti kvikmynda- gerðarmaður vestan hafs í dag, Woody Allen, á eina mynd á list- anum sem er Manhattan nr. 73 frá árinu 1979. Að lokum til að sýna hversu ósammála gagnrýnendurnir eru er rétt að geta þess að aðeins þrír topp-10 listar státuðu eingöngu að myndum sem enduðu á topp- 100. Þessir þrír listar voru engu að síður svo fjölbreyttir að engin mynd var á öllum þremur Iistun- um! ÞÓM 24 SÍÐA - NYTT HELGARBLAÐ Fimmtudagur 23. mars 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.