Þjóðviljinn - 31.03.1989, Side 11

Þjóðviljinn - 31.03.1989, Side 11
Nokkrir 52 þingmanna á Austurvelli í gær: Ólafur Ástgeirsson, Sigurður Rúnar Jónsson, Viðar Eggertsson og Hallfreður Örn Eiríksson. Á myndinni sést líka í þingmennina Sigurð A. Magnússon, Gísla Sigurðsson og Ragnar Baldursson. Þær hefðu sagt nei! Nokkrir herstöðvaandstæðingar úr núverandi þingliði bera saman bækur sínar ásamt Sigrúnu Helgadóttur líffræðingi. (Myndir: Jim) Ekkert táragas í þetta sinn, - og aðeins ráðagerðir milli Baldvins Halldórssonar og fulltrúa valds- ins. Jón Múli stóð keikur, - einn af fundarmönnum á Austurvelli 30. mars 1949. Því segi eg nei AtkvæðagreiðslanumNató-aðildendurtekin40 árum síðar I gær uppúr hádegi greiddu þingmenn atkvæði á Austurvelli og fór svo að 37 sögðu já, 13 nei en tveir sátu hjá. Ekki heyrir til sérstakra tíðinda að greidd séu atkvæði við Austurvöll, en sjald- an munu þingmenn þó hafa svar- að nafnakalli með jafnlítilli virð- ingu fyrir sannfæringu sinni. Þama greiddu menn nefnilega at- kvæði undir sögulegri nauðung, - herstöðvaandstæðingar vora að sviðsetja afgreiðslu Nató-aðild- arinnar réttum 40 árum síðar. Athöfnin á Austurvelli hófst með því að Árni Björnsson bauð um fjögurhundruð viðstadda velkomna til þingfundarins, og síðan tók við Baldvin Halldórs- son, sem ásamt þeim Erlingi Gíslasyni, Jóni Júlíussyni, Kjart- ani Bjargmundssyni, Sigurði Karlssyni og Viðari Eggertssyni fluttu heimildardagskrá byggða á ummælum og svardögum stjórn- málamanna og blaðaglefsum ár- atuginn fyrir 30 mars. Þá setti Jón Pálmason þingfor- seti (Erlingur) fund og tók 51 þingmaður sér stöðu í nokkram röðum framan við styttu Jóns Sig- urðssonar og gegndi nafnakalli. Fjórir gerðu grein fyrir atkvæði sínu: Páll Zophoníasson (Bald- vin) Framsóknarflokki sem sagði nei, Gylfi Þ. Gíslason (Viðar) Al- þýðuflokki sem sagði nei, Her- mann Jónasson (Kjartan) Fram- sóknarflokki sem sat hjá, og Hannibal Valdimarsson (Jón) sem sagði nei, Var klappað fyrir þessum greinargerðum öllum. Neimenn að auki voru tíu þing- menn sósíalista, en Skúli Guð- mundsson Framsóknarflokki sat hjá. í hópi þingmanna og áhorf- enda á Austurvelli voru margir þekktir baráttumenn í herstöðva- andstöðu, og ýmsir sem höfðu tekið þátt í fundinum á Austur- velli fyrir 40 árum, - en aðeins einn þeirra sem þátt tók í hinni raunverulegu atkvæðagreiðslu, Asmundur Sigurðsson þingmað- ur sósíalista, -sem sagði nei. Að lokum ákváðu viðstaddir að hittast fjölmennir aftur á sunnudag þegar herstöðvaands- tæðingar flykkjast í Háskólabíó. -m Allar kynslóðir mættar til leiks. Föstudagur 31. mars 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.