Þjóðviljinn - 14.04.1989, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 14.04.1989, Qupperneq 3
A-B-G-framboð? Feitt kall Embætti dómkirkjuprests í Reykjavík hefur nú verið aug- lýst og rennur umsóknarfrest- ur úr 3. maí nk. en einsog kunnugt er hefur Þórir Step- hensen látið af embætti dóm- kirkjuprests og verið ráðinn staðarhaldari í Viðey. Séra Kristinn Ágúst Friðfinns- son hefur verið settur prestur í Dómkirkjunni síðan Þórir lét af embætti og hefur verið ýtt á Kristin að sækja um embættið en hann ekki gefið nein svör enn. En ýmsir aðrir hafa sýnt þessu brauði áhuga, þeirra á meðal séra Hjálmar Jóns- son á Sauðárkróki, textahö- fundur Geirmundar Valtýs- sonar, Karl Matthíasson á Suðureyri, Auður Eir í Þyk- kvabæ, Örnólfur Jónsson í Grindavík, Jakob Hjálmars- son á ísafirði og Vigfús Þór á Siglufirði, enda eftir töluverðu að slægjast. Þetta þykir sæmilega feitt prestakall auk þess sem dómkirkjuprestur nýtur töluverðrar virðingar.B Páll Pétursson þingflokks- formaður Framsóknarflokks- ins á óvæntasta leikinn frétta- skýringu Mannlífs um Alþýðu- flokkinn, en þar segir Höllu- staðabóndinn að hann geti vel séð fyrir sér sameiginlegt framboð Alþýðuflokks, Al- þýðubandalags og Fram- sóknarflokks í næstu sveitar- stjórnakosningum, og einnig sameiginlegt framboð þess- ara flokka í einstaka kjör- dæmum. Ekki nema von að menn taki andköf. í fróðlegri grein hjónanna Gests Guðmundssonar og Kristínar Ólafsdóttur, sem Þjóðviljalesendur kannast vel við, er niðurstaðan annars helst sú að eftir nokkra koll- hnísa sé Alþýðuflokkurinn að verða á ný „hentistefnuflokk- ur sem eigi sér enga hugsjón æðri en að verma valdastól- ana“. Talið er líklegast að ríkisstjórnin sitji út kjörtímabil- ið, - og því spáð að Jón Sig- urðsson taki við formennsku af Jóni Baldviní Hanni- balssyni 1992 eða ‘94.■ meiri háttar í nokkra daga á ca. 1 kg stykkjum af brauðostinum góða. Verð áður: kr. 505/kílóið Tilboðsverð: kr.506/ kílóið VILTU FORÐAST GREIÐSLU- ERFIÐLEIKA VEGNA ÍBÚÐARKAUPA EÐA BYGGINGAR? Hafðu þá í huga að það hefur reynst mörgum allt annað en auðvelt. Eftirfarandi ráð gætu þó komið sér vel. BYRJAÐU Á RÉTTUM ENDA Hafir þú sótt um lán hjá Hús- næðisstofnun til byggingar eða kaupa á íbúð, þá skaltu engar ákvarðanir taka fyrr en þú hefur fengið senda tilkynningu um afgreiðslutíma láns frá TAKTU MIÐ AF GREIÐSLUGETU ÞINNI Þú skalt byggja eða kaupa íbúð sem er í samræmi við greiðslugetu þína. Greiðslu- getan ræðst I stuttu máli af tekjum þínum, framfærslu- kostnaði og lánamöguleikum. LEITAÐU AÐSTOÐAR KUNNÁTTUMANNA Þegar þú gerir áætlun um kaup eða byggingu, skaltu fá aðstoð fagmanna við að meta greiðslubyrði fyrirhugaðra fram- kvæmda og bera hana síðan saman við greiðslugetu þína. Sé greiðslugeta þín ekki nægjanleg, máttu alveg treysta því að dæmið gengur ekki upp. FÓLK HEFUR MISST ALEIGU SÍNA VEGNA RANGRA ÁKVARÐANA. HAFÐU ÞITT Á HREINU RÁÐGIAFASTÖÐ HÚSN^EÐISSTOFNUNAR

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.