Þjóðviljinn - 14.04.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 14.04.1989, Blaðsíða 4
Jón Hjaltalín Magnússon er á beininu Handknattleikssambandið hefur verið mikið í fréttum að undanförnu. Eftir f rækilegan sigur karlalandsliðsins í B-keppninni í Frakklandi kom í Ijós að HSÍ skuldaði yf ir 10 miljónir, eða sem samsvarar þátttökunni í keppninni. Þá eru skiptar skoðanir um endurráðningu Bogdans Kowalczycks sem landsliðsþjálfara en verið getur að hann verði þjálfari liðsins nokkur ár til viðbótar. Er HSÍ farið að huga að heimsmeistarakeppninni hér á landi árið 1995? Er unglingastarfi ábótavant? Verður byggð ný íþróttahöll fyrir einn miljarð? Verður Jón Hjaltalín enn formaður árið 1995? fram á íslandi. Hafa þessi mál breyst eitthvað með tilkomu nú- verandi ríkisstjórnar? „Nei, nei. Tvær síðustu ríkis- stjórnir hafa lýst yfir stuðningi við umsókn HSÍ og þá um leið byggingu slíks íþróttahúss í sam- ráði við Reykjavíkurborg og aðra aðila. Svavar Gestsson, núver- andi menntamálaráðherra, lýsti því yfir þegar hann tók á móti landsliðinu eftir keppnina í Frakklandi að hann myndi vinna að því að slíkt hús risi. Það yrði að sjálfsögðu hagkvæm, fjölnota sýningar- og íþróttahöll og Steingrímur Hermannsson hefur verið sama sinnis, enda hefur hann setið í tveimur síðustu ríkis- stjórnum.“ Þegar fyrstu drög voru gerð að þessari höll hljóðaði kostnaðar- áætlun upp á innan við 300 milj- ónir en upp á síðkastið hefur því heyrst fleygt að slík höll myndi kost amk. miljarð í byggingu. Hverjar eru raunhæfar tölur í þessu sambandi? „Það hefur í raun aldrei verið gerð ítarleg kostnaðaráætlun fyrir byggingu slíks mannvirkis, heldur hefur verið reiknaðarút ákveðnar kostnaðareiningar á sambærilegri höll. Hún yrði fyrst og fremst sýningarhöll með þeim möguleika að hafa þar íþrótta- leiki þegar mikill áhorfendafjöldi er væntanlegur. Erfitt er að nefna ákveðna tölu í þessu sambandi en það kæmi mér ekki á óvart að kostnaður yrði eitthvað í kring- um 500 miljónir. Það veltur að sjálfsögðu á því hversu fjölnota þetta hús ætti að vera.“ Hefur verið eining innan HSI um þessi stóru mál eins og td. landsliðsþjálfaramálin? „Öll mál eru rædd og menn hafa auðvitað mismunandi skoð- anir á hlutunum, sem betur fer. Þegar upp er staðið komumst við að ákveðninni niðurstöðu og þá erum við allir samtaka um fram- kvæmd málanna, sem getur ein- mitt verið ein ástæða þess hve langt við höfum náð. Það var hins vegar algjör eining um ráðningu landsliðsþjálfara." Hvað með þig sjálfan sem for- mann HSÍ. Eigum við von á að sjá þig í formannsstólnum á komandi árum? „Ég var beðinn um að taka að mér formennsku fyrir ólympíu- leikana 1984, en ég sóttist ekki sérstaklega eftir stöðunni þá. Þetta hefur verið mjög ánægju- legt en tímafrekt starf, en það er ljóst að sambandið verður að endurskoða sína starfsemi. Það er ekki hægt að leggja svona mikla vinnu á stjórnarmenn í sambandinu og því þarf að finna nýjan rekstrargrundvöll til að hægt sé að ráða starfsfólk á full- um launum við reksturinn. Ég hef sem sagt ekkert ákveðið um framtíð mína hjá HSÍ, en er reiðubúinn að leggja mitt af mörkum til að heimsmeistara- keppnin 1995 fari sem best fram hér á landi.“ Er það draumurinn að sjá ís- lendinga sem heimsmeistara árið 1995? „Það á að vera okkar markmið að keppa að verðlaunasæti árið 1995. Við höfum mjög öflugt unglingastarf í öllum aldursflokk- um og höfum í hyggju að efla það enn frekar. Til þess þurfum við að skapa þessum ungu leik- mönnum aðstöðu til að verða sem bestir í þessari íþróttagrein og til þess þarf fjármagn. Ung- lingastarfið er mjög dýrt, sérstak- lega þar sem yngri landsliðin skila engum tekjum, hvorki í auglýs- inga- eða sjónvarpstekjum né í aðsókn.“ Er þá fjármagnið lykillinn að velgengninni? „Ja, sagði ekki Jón Sigurðsson forseti að fjármagn væri afl þeirra hluta sem hreyfa skal, þannig að án fjármagns getum við ekki gert mikið. Við eigum landslið á heimsmælikvarða í handknatt- leik sem er okkar þjóðaríþrótt og er leikin í 130 löndum. Liðið vek- ur athygli hvarvetna í heiminum og til að halda okkur við toppinn er nauðsynlegt að hafa peninga til umráða." -þóm HSÍ hefur verið í sviðsljósinu að undanförnu ma. vegna fjár- hagsörðugleika sambandsins. Hve miklar eru þessar skuldir og af hverju stafa þær aðallega? „Skuldirnar eru rúmlega 10 miljónir króna og stafa af mikiili fjárfestingu í að ná árangri á ól- ympíuleikunum 1988 og í B- heimsmeistarakeppninni 1989. Það má segja að undirbúningur og þátttakan í keppninni í Frakk- landi hafi kostað um 10 miljónir og auk þess höfum við varið um 8 miljónum í kvennahandboltann og mikilli upphæð í starfsemi yng- ri landsliða." Þið senduð fyrir skömmu gíró- seðla á hvert heimili í landinu í von um að almenningur greiddi niður skuldirnar. Hvernig hefur sú söfnun gengið? „Það hafa komið inn um 3-4 hundruð þúsund á dag og hafa nú safnast tæplega þrjár miljónir. Það er von okkar að við fáum áframhaldandi stuðning fólksins í landinu þannig að við getum safnað allt að 10 miljónum króna sem er það sem við þurfum í dag.“ En hver er kostnaðaráætlun landsliðsins fyrir HM 1990? „Áætlunin hljóðar upp á 23.5 miljónir og er þá miðað við einar fimm utanlandsferðir landsliðs- ins, æfingar í sumar og næsta haust og sérstaklega í desember og janúar, þátttöku í keppninni sjálfri, móttöku erlendra liða, sem verða sennilega 6-7 lið, þjálf- arakostnað og einnig er það stefna okkar að greiða leik- mönnum upp vinnutap.“ Hvað borgið þið þjálfara og leikmönnum háar upphæðir? „Þjálfari landsliðsins hefur á- kveðin grunnlaun sem eru mjög sanngjörn en auk þess fær hann bónusa ef vel gengur. Við gátum greitt leikmönnum ákveðnar upphæðir á mánuði í vinnutap sem þeir urðu fyrir vegna undir- búnings og keppni á ólympíuleik- unum og þá var þeim heitið bón- usum næðu þeir árangri í lands- leikjum. Fyrir keppnina í Frakk- landi gátum við hins vegar lítið hjálpað þeim og var leikmönnum það fullljóst áður en haldið var til keppninnar. Þeir lögðu gríðar- lega mikla vinnu á sig og er það von okkar að geta stutt betur við bakið á þeim fyrir A-keppnina á næsta ári.“ En vinna stjórnarmenn sam- bandsins sem sjálfboðaliðar eða fá þeir greidd laun fyrir vinnu sína? „Allir stjórnarmenn í HSÍ og að ég held í íþróttahreyfingunni allri eru ólaunaðir, en þeir geta tekið að sér tímabundin störf fyrir einhverja þóknun sé það tal- ið hagkvæmara en að leita til aug- lýsingastofa eða verktaka." Síðustu mánuði hefur mikið verið rætt og ritað um þjálfara- mál karlalandsliðsins. Þið höfðuð á tímabili aðra þjálfara í sigtinu en Bogdan Kowalczyck en að lok- um varð hann ráðinn. Mistókst HSÍ í þessari leit sinni að nýjum þjálfara? „Ja, bæði nei og já. Við lögðum mikla áherslu á að fá Paul Tie- deman og það var reiknað með að það yrði gengið frá því í byrjun febrúar eða fyrir keppnina í Frakklandi. Við fengum þær upplýsingar frá A-Þjóðverjum að hann væri á lausu og stæði okkur til boða. Okkur var gefið tækifæri til að gera honum tilboð og töldu þeir það tilboð sanngjarnt. Við fréttum síðan í lok keppninnar í Frakklandi að því miður væri ekki mögulegt að fá hann í þann tíma sem við óskuðum eftir. Þess vegna hófum við viðræður við nokkra þjálfara eftir keppnina, þe. Zolan Sibovits, núverandi þjálfara Kuwait, Ivanescu, fyrr- verandi þjálfara V-Þýskalands og svo Bogdan Kowalczyck. Allir sýndu þeir starfinu áhuga en það var mat landsliðsnefndar að Bog- dan væri sá sem æskilegast væri að hafa fyrir keppnina í Tékkó- slóvakíu.“ Bogdan hefur því ekki verið eini kostur ykkar í þessari stöðu? „Nei, en hann var talinn alla- vega jafn góður kostur og það er rétt að geta þess að launakröfur hans voru lægri en hinna tveggja. Það hefur að sjálfsögðu ákveðið að segja í þeirri stöðu sem sam- bandið er í dag en auk þess treystum við honum fyllilega til að klára þetta verkefni. Hann þekkir okkar leikmenn mjög vel en aðrir þjálfarar hefðu ekki haft tækifæri til að sjá leiki í deildinni til að velja leikmenn til þjálfunar í sumar.“ Voru launakröfur Bogdans aðrar nú en áður? „Launakröfur voru ekkert vandamál í þessum umræðum og það var enginn ágreiningur um þær. Hann hefur verið með samning við HSÍ undanfarin fimm ár og fékk bara eðlilega launahækkun, eins og sagt er.“ Stefna HSÍ hlýtur að vera að hafna meðal 7-9 efstu þjóða á HM í Tékkóslóvakíu og tryggja sér þannig rétt til að leika á OL ‘92 og HM ‘93. Hafið þið eitthvað kort- lagt þjálfaramálin eftir keppnina í Tékkó? „Já, það eru uppi hugmyndir um að halda Bogdan áfram eftir keppnina í Tékkóslóvakíu og reikna með ákveðinni endurnýj- un í liðinu. En það er rétt að það komi fram að aðrir þjálfarar eru einnig inni í myndinni. Þá höfum við tvö og hálft ár til að undirbúa okkur fyrir ólympíuleikana ‘92. “ En er ekki orðið tímabært að huga að því hver skal þjálfa liðið allt til heimsmeistarakeppninnar á íslandi ‘95? „Jú, það er hárrétt. Við von- umst að sjálfsögðu eftir góðum árangri í Tékkóslóvakíu og takist það tryggjum við okkur rétt til að leika á OL 1992 og HM 1993. Keppnina 1995 höldum við síðan sjálfir þannig að það er raunhæft að ráða þjálfara sem yrði til ársins 1993 og jafnvel allt til 1995. Að sjálfsögðu ráðum við þjálfara að- eins til eins árs í einu og hann yrði því að standa sig.“ Eru íslenskir þjálfarar þar einnig inni í myndinni? „Já, já. Þeir eru það.“ Varðandi keppnina hér á landi árið 1995. Þið höfðuð loforð frá fyrri ríkisstjórn um að reist yrði ný íþróttahöll ef keppnin færi Getum ekkert án peninga 4 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 14. apríl 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.