Þjóðviljinn - 14.04.1989, Síða 5
//////////
Fjarmagns-
fyrirtækin
blómstra
s
i
kreppunni
Hagkvæmm
eða okur?
Bankar og lánastofnanir hafa
skilað meira en einum milj-
arði króna í hagnað á síðasta ári,
á sama tíma og undirstöðuatvinn-
uvegirnir berjast í bökkum. Þær
spurningar heyrast nú hvort það
sé orðinn arðvænlegasti atvinnu-
vegurinn hér á landi að miðla
peningum á milli manna?
Eðli sínu samkvæmt hlýtur
rekstur banka og fjármiðlunar-
stofnana að miðast við það að
skila hagnaði, því traust banka-
kerfi er væntanlega undirstaða
heilbrigðs atvinnulífs í landinu.
Væri bankakerfið rekið með tapi
yrði líklega fljótlega fátt um ann-
an blómlegan atvinnurekstur í
landinu. Spurningin er hins vegar
sú, hvort sá hagnaður sem hér um
ræðir sé til kominn fyrir góðan
rekstur og hagkvæman hjá þess-
um fyrirtækjum, eða hvort hann
er til kominn fyrir óeðlilega
vaxtaálagningu og þjónustu-
gjöld.
Vaxtamunurinn
vex
Upplýsingar frá Seðlabankan-
um segja að munurinn á
innlánsvöxtum og útlánsvöxtum
bankanna hafi farið vaxandi frá
því að vextir voru gefnir frjálsir
1984. Þá var þessi munur 5%, en
hækkaði upp í 6,5% 1986 og 7%
1987. Tölurnar fyrir síðasta ár
liggja ekki fyrir.
Valur Valsson bankastjóri Iðn-
aðarbankans sagðist í samtali við
Þjóðviljann vilja draga þessar
tölur í efa: þær væri hægt að
reikna með ýmsu móti. Til dæmis
hefði aukin starfsemi veðdeilda
bankanna áhrif á þessa tölu, en
vaxtamunur þeirra er mun minni
en bankanna. Valur sagði að hjá
Iðnaðarbankanum hefði vaxta-
munur aldrei verið meiri en 1983,
árið fyrir vaxtafrelsið. Síðan
hefði hann minnkað um 10%.
Það Iiggur hins vegar ljóst fyrir
að bankakerfið hefur blásið út á
undanförnum árum, og það tals-
vert umfram vöxt innlána. Þann-
ig óx starfsmannafjöldi bankanna
um 140% átímabilinu 1973-‘86, á
meðan raunvirði innlána jókst
um 90%. Og rekstrarkostnaður
bankanna hér á landi er nú um
4,7% af niðurstöðu efna-
hagsreiknings að meðaltali sam-
kvæmt útreikningi Seðlabank-
ans. Már Guðmundsson efna-
hagsráðgjafi ríkisstjórnarinnar
tjáði okkur að sambærilegt hlut-
fall erlendis væri í hæsta lagi 3%
en oft mun lægra. Og ef litið er á
rekstrarkostnað bankanna sem
hlutfall landsframleiðslu kemur
hið sama í ljós: þessi kostnaður
var um 1,7% af landsframleiðslu
1973, 2,2% 1980 og 3,5% 1986.
Allar þessar tölur gefa til kynna
að bankakerfið sé að þenjast út
og að þjónusta þess verði sífellt
dýrari.
Aukið þjónustu-
hlutverk
Valur Valsson bankastjóri Iðn-
aðarbankans sagði í samtali við
Þjóðviljann að þetta ætti sér ýms-
ar skýringar. Meginskýringin
væri þó sú, að hlutverk banka-
kerfisins hefði verið að breytast á
undanförnum árum. Bankarnir
stundi nú ekki fyrst og fremst
lánsfjármiðlun, heldur sé þjón-
usta þeirra í æ ríkari mæli fólgin í
almennri greiðslumiðlun. Þannig
taki bankarnir að sér innheimtu
fyrir hvers konar þjónustuaðila,
einkum opinberar stofnanir eins
og Póst og síma, hitaveitu, gjald-
heimtuna o.s.frv. Þetta hafi haft
það í-för með sér að störf ýmissa
innheimtustofnana færðust til
bankanna. Valur segir að því sé
eðlilegt að mannafli hafi aukist
hlutfallslega meira en innlán. En
fleira komi til: mikil verðbólga,
sérstaklega eins og var á síðasta
áratug, auki álagið á bankana:
menn skipuleggi fjármál sín frá
degi til dags og afgreiðslutíðni
aukist. Og þótt innlánsaukning
hafi ekki verið meiri en þetta þá
höfum við tölur sem sýna að
aukning á færslum í bönkunum
hefur vaxið mun meira, og miðað
við þá tölu geti bankarnir sýnt
fram á aukningu afkasta á starfs-
mann.
Takmörkuö
samkeppni
Már Guðmundsson segir að sú
ákvörðun að leyfa frjálsa vaxta-
álagningu í bankakerfinu hafi
ekki skilað þeim árangri í aukinni
samkeppni og hagræðingu, sem
menn höfðu vonast til. Því ráði
tvennt, tiltölulega lítil samkeppni
á milli bankastofnana og
jafnvægisleysi í efnahagsmálum
sem skapað hafi óeðlilega mikla
eftirspurn eftir fjármagni.
- Það á að vera sjálfsögð krafa,
segir Már, að bankar og fjár-
magnsfyrirtæki skili hagnaði, en
vandinn hér á landi er hins vegar
sá að þessi hagnaður stafar meðal
annars af því að munurinn á
innláns- og útlánsvöxtum er of
hár.
Með öðrum orðum, þá sé þj ón-
usta þessara stofnana of dýr í
skjóli of lítillar samkeppni.
Dæmi af víxli
Finnbogi Jónsson fram-
kvæmdastjóri Sfldarvinnslunnar
á Neskaupsstað er á sama máli.
Sfldarvinnslan skilaði nýverið
ársreikningum sínum, og sam-
kvæmt þeim var fjármagnskostn-
aður til lánastofnana á 3. hundr-
að miljónir. í þessu sambandi
nefndi Finnbogi þjónustugjöldin,
sem væru óeðlilega há hjá stóru
fyrirtæki eins og Síldarvinnsl-
unni. Þannig hefði hann t.d. ný-
lega þurft að greiða tæpar 50 þús-
und krónur í þjónustugjöld fyrir
að framlengja einn vixil upp á 8
miljónir í 2 mánuði. Þjónustu-
gjöldin hefðu í þessu tilfelli verið
hærri en forvextirnir. - Það þarf
enginn að segja mér að þetta hafi
verið kostnaðurinn við að renna
þessum víxli í gegn, sagði Finn-
bogi, eða sem samsvaraði hátt í
mánaðarlaunum eins starfs-
manns, og það er enginn vafi að
það er hægt að hagræða mikið í
bankakerfinu frá því sem nú er.
Hagræðing
og einokun
Málið er hins vegar ekki svo
einfalt að hagræðing leysi allan
vandann: með sameiningu banka
og stærri og hagkvæmari eining-
um minnkar samkeppnin enn
vegna smæðar markaðsins hér á
landi og einokunaraðstaðan vex.
Már segir því að samfara samein-
ingu banka og aukinni hagræð-
ingu verði annað tveggja að
koma til: erlend samkeppni eða
aukið opinbert eftirlit og stýring.
Valur Valsson bankastjóri
segir að íslenska bankakerfið sé
sterkt, og þurfi ekki að óttast er-
ienda samkeppni að því tilskildu
að um sömu starfsskilyrði sé að
ræða: að hinir erlendu bankar
þurfi að uppfylla sömu bindi-
skyldu gagnvart Seðlabankanum
á lágum vöxtum (en hún auki á
vaxtamuninn), að þeir verði
skyldaðir til þess að kaupa ríkis-
skuldabréf eins og innlendir
bankar, og að þeir verði skyldug-
ir að sinna greiðslumiðlun og al-
mennri þjónustu eins og íslensku
bankarnir. Að þessum skilyrðum
uppfylltum segir Valur að ís-
lenskir bankar myndu veita er-
lendum bönkum harða sam-
keppni hér á landi.
Erlend
samkeppni
Már Guðmundsson er á ann-
arri skoðun: hann segir að
reynsla erlendis frá bendi til þess
að hrun geti orðið í innlendu
bankakerfi við skyndilega og
óhefta erlenda samkeppni. Þetta
hafi til dæmis gerst í Chile. Fyrsta
skrefið í þá átt ?ð endurbæta
bankakerfið hljóti því að vera að
styrkja innlenda banka með sam-
einingu og aukinni hagræðingu,
þannig að þeir verði í framtíðinni
betur búnir undir erlenda sam-
keppni. Síðan verði að opna fyrir
slíka samkeppni í áföngum,
þannig að tryggt verði að ekki
komi til kollsteypu.
Valur Valsson bankastjóri seg-
ist sammála því að sameining
banka sé æskilegt markmið.
- Meginatriði er hins vegar að
menn sýni fullan vilja, og að þetta
gerist á viðskiptagrundvelli, en
ekki með utanaðkomandi þving-
unum. Aðspurður um fyrirætlan-
ir Iðnaðarbankans í þessum efn-
um sagði Valur að það væri eng-
inn launung að þeir hefðu talið
eðlilegast að fara fyrst í viðræður
við Verslunarbankann um sam-
einingu.
Efnahags-
hringiðan
í lokin spurðum við síðan Finn-
boga Jónsson hvort hinn hái fjár-
magnskostnaður fiskvinnslufyrir-
tækja stafaði ekki fyrst og fremst
af því að þau væru með hlutfalls-
lega allt of mikið lánsfé í rekstrin-
um.
Það er rétt, sagði Finnbogi, að
vaxtakostnaðurinn stafar að
hluta til af þessu: eigið fé í sjávar-
útvegsfyrirtækj um er allt of lítið.
Fyrirtækin þurfa hagnað til þess
að geta byggt upp eigið fé, og það
er augljóst að auka þarf eigið fé
fyrirtækja hér á landi almennt,
jafnt í sjávarútvegi sem annars
staðar. Rekstrargrundvöllur
sjávarútvegsfyrirtækja hefur hins
vegar ekki verið slíkur undanfar-
ið að eiginfjárstaðan væri bætt,
og við stöndum nú þvert á móti
frammi fyrir því að jafnvel rót-
gróin fyrirtæki eru komin í
greiðsluþrot.
Þannig er hringrás efnahags-
vandans að eitt leiðir af öðru og
ef einhvern lærdóm mætti draga
af þessari samantekt þá er hann
þessi: hér duga engar ódýrar
lausnir!
-ólg
Föstudagur 14. apríl 1989 nÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 5