Þjóðviljinn - 14.04.1989, Síða 9

Þjóðviljinn - 14.04.1989, Síða 9
Tryggingastofnun Engar atvinnuleysisbætur Gleymdist að greiða út atvinnuleysisbœtur? BHMR: Hefur ekki verið hœgtað veita undanþágu vegna þess að ríkið hefur ekki skipað mann í undanþágunefnd. Birgir Guðjónsson: Varð útundan íannríkinu, en höfumþegar tilnefntfulltrúa. Kristbjörn Árnason: Sum verkalýðsfélög hafaþurft að greiða bœturúr eiginsjóðum. - Fyrirhugað aðforstjóriTRskrifi undir eftir helgi hafi undanþága ekki fengist Engar atvinnuleysisbætur hafa verið greiddar út frá Trygg- ingastofnun ríkisins fyrir félaga í verkalýðsfélögum í Reykjavík, Kópavogi og Mosfellsbæ, né fyrir opinbera starfsmenn um allt land frá því að verkfall BHMR skall á. Þá lögfræðingur atvinnuleysis- bótasjóðs hjá TR í verkfall og jafnvel þó TR hafi sótt um und- anþágu hafa engin svör borist frá undanþágunefnd. Undanþágunefnd er skipuð einum fulltrúa frá Stéttarfélagi lögfræðinga í ríkisþjónustu og öðrum tilnefndum af fjármála- ráðuneytinu. Samkvæmt upplýs- ingum frá BHMR hafa þeir ekki getað tekið á málinu, þar sem rík- ið hafði í gær enn ekki skipað full- trúa sinn í nefndina. Birgir Guð- jónsson hjá launamáladeild fjár- málaráðuneytisins sagði að í annríki undanfarinna daga hefði farist fyrir að skipa fulltrúa í þessa nefnd til þessa en úr því hefði nú verið bætt. Reyndar sagði Birgir að það hefði fyrst verið í gær sem maður frá Stéttarfélagi lögfræðinga hefði haft samband við sig og til- kynnt að hann væri fulltrúi félags- ins í undanþágunefnd. Hann sæi ekkert því til fyrirstöðu að fyrst báðir aðilar hefðu tilnefnt full- trúa mætti koma á fundi hið fyrsta. Áður en verkfall BHMR skall á þann 6. apríl höfðu flest stærri verkalýðsféiögin náð að fá greitt frá Tryggingastofnun vegna fé- laga sinna á atvinnuleysisbótum. Kristbjörn Árnason, formaður Félags starfsfólks í húsgagnaiðn- aði sagði að hins vegar hefðu ýmis félög brunnið inni og þurft að greiða félögum sínum atvinnu- leysisbætur úr eigin sjóðum. Þetta ylli félögunum eðlilega vandræðum og ekki síst ef áfram héldi. í dag hefði átt að borga út atvinnuleysisbætur hjá þeim verkalýðsfélögum sem greiða vikulega og eftir helgina kemur síðan aftur að greiðslu atvinnu- leysisbóta hjá þeim sem borga hálfsmánaðarlega. Hafi ekki ver- ið veitt undanþága fyrir lög- fræðing Tryggingastofnunar verður þetta fé tæplega greitt út. Reyndar telja yfirmenn Trygg- ingarstofnunar að forstjóri TR hafi leyfi til að skrifa undir nauðsynlega pappíra og vitnaði Ólafur Björgólfsson, deildar- stjóri hjá TR til lögfræðiálits ríkislögmanns í því efni. Hætt er hins vegar við að félagar í BHMR telji slíkt athæfi verkfallsbrot komi einhvern tíma til þess. í Reykjavík, Kópavogi og Mosfellsbæ voru alls 825 skráðir atvinnulausir í marsmánuði og samkvæmt upplýsingum TR munu nokkrir tugir félaga í BSRB, BHMR og KÍ vera skráðir atvinnulausir í landinu öllu. phh Mikið fjölmenni var á baráttufundi BHMR í gær. Mynd: Þóm. BHMR „Látum þá komast ao þiri fullkeyptu“ Fjölmennurfundur BHMR-manna íAusturbœjarbíói ígœr. PállHalldórsson: Viðrœðurnar vísvitandi dregnar á langinn. Starfsmenn sveitarfélaga sömdu á BSRB-nótum í gœr Einsetinn skóli á 5 árum Til að ná fram því markmiði að allir grunnskólar í landinu verði orðnir einsetnir árið 1995, þarf að taka í notkun rúmlega 100 nýjar kennslustofur á hverju ári næstu 5 árin. Þetta kemur fram í úttekt sem þau Jón Torfi Jónasson dóes- ent, Gerður G. Óskarsdóttir ráðunautur og Guðrún Ágústs- dóttir aðstoðarmaður ráðherra hafa unnið fyrir menntamálaráð- herra, um kostnað við lengingu skóladags og einsetinn skóla. f skýrslunni kemur fram að kostn- aður við slíka framkvæmd( er verulegur og þyrfti ríkissjóður að leggja fram um 50-80 miljónir aukalega til viðbótar við þá upp- hæð sem nú er varið til byggingar kennslurýmis, til að tryggja ein- setinn grunnskóla um allt land. Kostnaðarauki við fjölgun kennslustunda 6-12 ára barna uppí 35 stundir árið 1994 yrði frá 200 miljónum 1990 uppí rúmlega 600 miljónir 1994. Eftir það lækki kostnaðurinn fram til aldamóta niður í 166 miljónir vegna fækk- unar nemenda. Nafn mannsins sem fórst Maðurinn sem fórst í fyrradag þegar dráttarbáturinn Björninn sökk við mynni Hafnarfjarðar- hafnar hét Guðmundur Magnús- son. Hann Iætur eftir sig eigin- konu og uppkomna dóttur. DAS er að nýju með íbúð sem aðalvinning. Mynd-Jim Smart íbúð í aðalvinning hjá DAS Nýtt happdrættisár er að hefjast hjá DAS og að þessu sinni er aðalvinn- ingurinn 4-5 herbergja fullgerð íbúð í Grafarvogi að verðmæti 7 milj- ónir króna. íbúðin verður dregin út að ári og verður þá einungis dregið úr seldum miðum. DAS-íbúðin er að Jöklafold 41 og verður hún almenningi til sýnis um helgar og á tyllidögum fram að fyrsta útdrætti á nýju happdrættisári, þann 9. maí n.k. Verðbólgan tæp 30% Vísitala framfærslukostnaður fyrir apríl er 2,2% hærri en í sl. mánuði. Um0,6% af hækkuninni stafar af hærra matvöruverði og 0,2% vegna hækkunar á bensíni og bifreiðakostnaði. Þá veldur húsnæðisliður vísitölunnar 0,3% hækkun og verðhækkun á öðrum vörum og þjónustu er uppá 0,9%. Síðustu þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað um 6,6% sem jafngildir 28,9% verðbólgu en hækkunin síðustu 22%. 12 mánuði er VISA lækkar þjónustugjöld Stjórn VISA íslands hefur ákveðið að lækka hæstu mörk þjónustugjalda um 0,25%. Nær þessi lækkun til allra sérverslana og annarra þjónustuaðila, en lækkunin tekur gildi frá og með 18. apríl n.k. Árgjöld VISA- korthafa hækkuðu hins vegar um síðustu mánaðamót um 20-25%. Félagsmenn í BHMR fjöl- menntu á baráttufund í Aust- urbæjarbíói í gær. Flutt voru ávörp, sungið og leikflokkurinn Hugleikur skemmti verkfalls- mönnum. Páll Halldórsson formaður BHMR sagði í ávarpi sínu að frá síðustu samningum hefðu kaupmáttaur lækkað uml5-20%. „Við höfum um tvennt að velja: láta rúlla yfir okkur einn ganginn enn eða snúast til varnar.“ Páll sagði að samningaviðræð- ur væru vísvitandi dregnar á lang- inn. „Við buðum þriggja ára samning til að ná markmiðum okkar en ríkið bauð okkur ekkert annað en BSRB-samningana og einhverjar rannsóknir." Þá benti hann á að reynslan hefði sýnt að verkfall tæki viku til tíu daga að ná fullum áhrifum en þá færi að reyna á þolrifin í stjórnvöldum. „Látum þá kom- ast að því fullkeyptu hvað það kostar að hunsa réttlátar kröfur okkar.“ Ekki voru neinir fundir með samninganefnd ríkisins og BHMR í gærdag en samningan- efndirnar hittust kl. 21 í gær- kvöldi. í gær náðist samkomulag á milli launanefndar sveitarfélaga og starfsmanna 22 sveitarfélaga á Hótel Örk. Þeir samningar eru á nótum BSRB-samkomulagsins. Alþingi Borg eða ekki Borg Fjörugar umræður urðu um hugsanleg kaup á Hótel Borg í sameinuðu þingi í gær. Sýndist sitt hverjum en virtust ívið fleiri mótfallnir en hlynntir af þeim sem til máls tóku. Andstæðingar kaupa báru ýmsu við og viðruðu sitthvað til lausnar húsnæðisvanda hins háa alþingis. Þannig vildi Þorvaldur Garðar Kristjánsson hvergi hvika frá áætluninni um þinghöll uppá 2,5 miljarða. Eykon var andvígur Borgarkaupum, heilli þinghöll (og ráðhýsi líka) og stakk uppá hálfri þinghöll + kaup á Oddfell- owhúsi. Birgir ísleifur Gunnars- son er andvígur og benti á að skrifstofur Reykjavíkurborgar væru til sölu sem og ýmislegt ann- að skrifstofuhúsnæði í miðborg- inni. Þeir Vestlendingar Alex- ander Stefánsson og Skúli Alex- andersson bentu á hús Pósts og síma sem fýsilegan kost en Ingi Björn Albertsson vill að alþingi hafi höfuðstöðvar á Þingvöllum. ks Föstudagur 14. apríl 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.