Þjóðviljinn - 14.04.1989, Page 12

Þjóðviljinn - 14.04.1989, Page 12
Sören Kragh- Jacobsen: Vildi fá Ronald Reag- an tilaðleika sjálfansig. Mynd: Þóm. litlu landi eins og Danmörku.“ Um þetta getur blaðamaður borið því í Skugganum af Emmu brá fyrir ýmsum heimilisvinum úr Matador og öðrum dönskum myndum. En leyfum Sören að halda áfram: „En svo hef ég líka lent í því að vera stimplaður barnamyndahöf- undur. Áður en ég gerði Skugg- ann af Emmu sótti ég um styrk til að gera kvikmynd um mína eigin kynslóð en fékk synjun. Þá var hringt í mig úr barnamyndadeild danska kvikmyndasjóðsins og spurt hvort ég vildi ekki gera mynd eftir tiltekinni bók. Mér leist ekkert á hana og þá var ég spurður hvort ég ætti eitthvað í pokahorninu. Jú, ég dustaði ryk- ið af gamalli hugmynd og ákvað að leggja til atlögu við þá goð- sögn að karlmaður geti ekki leikstýrt stúlkubörnum. Mig langaði líka að gera mynd um stúlku sem ekki vekti samúð áhorfenda við fyrstu sýn, yfir- stéttarbarn. Svo náði ég í uppá- haldsleikarann minn, Börje Ahlstedt, og fór að leita að stúlku til að leika á móti honum. Það tók fimm mánuði." - Hvar fannst hún svo? „Auðvitað rétt hjá kvikmynda- verinu, það tekur fimm mínútur að hjóla heim til hennar. Og við sem vorum búin að þræða allt Sjáland! En hún er virkilega góð, efni í stjörnu." „Ég er að gera mynd um fyrsta andstöðuhópinn gegn þýska hernáminu sem varð til í Álaborg 1942. Hún er gerð í tilefni af því að í haust er hálf öld liðin frá upphafi stríðsins. Satt að segja vissu Danir ekki alveg hvernig þeir ættu að bregðast við þýska hernáminu framan af. Þetta var undarlegur tími, til dæmis var atvinnuleysið 35% þegar Þjóð- verjar komu en það hvarf á tveim vikum. Það var ekki fyrr en eftir að Sovétríkin voru komin út í stríðið árið 1942 sem skipulögð andstaða hófst. Þessi hópur sem ég fjalla um samanstóð af drengj- um á aldrinum 14-19 ára og ástæður þeirra fyrir andstöðunni voru afar mismunandi. Handritið að þessari mynd er eftir Bjarne Reuter sem var hér á ferð fyrir nokkru. Þetta er stærsta verkefnið sem ég hef tekist á hendur og ég verð var við mikinn stuðning.“ - En svo við snúum okkur að öðru, hefurþú einhverja skýringu á velgengni Dana í kvikmynda- gerð? Þeir virðast vera eina þjóðin á Norðurlöndum sem er að gera eitthvað sem umheimurinn tekur eftir. „Að sumu leyti er þetta tilvilj- un, spurning um að vera með rétta mynd á réttum fíma. Banda- ríkjamenn hafa komið auga á að það er enn eitthvað að gerast á Norðurlöndunum þótt Bergman Rætt við Sören Kragh-Jacobsen, kvikmyndaleik- stjóra og höfund barnamyndarinnar Skugginn af Emmu sem hefur hlotið mörg verðlaun Danskar kvikmyndir hafa átt miklu láni aö fagna á kvik- myndahátíöum heimsins und- anfarin misseri. Þess er skemmst að minnast að mynd Bille Augusts, Sigurvegarinn Pelle, fékk Óskarsverðlaunin sem besta erlenda kvikmynd- in. Þess er að vænta að hún verði sýnd hér á landi með haustinu, en það er enn verið að sýna í Regnboganum Gestaboð Babettu eftir Gabri- el Aksel sem fékk sömu verð- laun árið áður. Um síðustu helgi hófust sýn- ingar á nýlegri danskri kvik- mynd, Skugginn af Emmu heitir hún og er eftir Sören Kragh- Jacobsen. Eftir nokkrar bolla- leggingar og umræður komst ég að þeirri niðurstöðu að þetta væri barnamynd en það hefur vafist fyrir fleirum en mér. Væntanlega geta flestir fullorðnir tekið undir með gagnrýnanda Informatíon sem sagði að Skugginn af Emmu væri „ein þeirra kvikmynda sem maður fer að sjá með börnunum, fremur af áhuga en skyldu- rækni“. Vekur litla samúð Dómnefndir á kvikmyndahá - tíðum hér og þarj Evrópu hafa hrifist af myndinni, þótt fullorðn- ar séu. Skugginn af Emmu hefur hlotið margvísleg verðlaun. Myndin var tvívegis kjörin besta mynd Danmerkur árið 1988 og í annað skiptið fékk hún hin eftir- sóttu Bodil-verðlaun. Hún var kjörin besta myndin á norrænu kvikmyndahátíðinni í Lubeck í fyrra og hlaut þrenn verðlaun á hátíð fyrir barna- og unglinga- kvikmyndir í frönsku borginni Laon. Loks ber að geta þess að Line Kruse sem fer með hlutverk Emmu fékk verðlaun á ítalskri barnakvikmyndahátíð. Það er fyllilega verðskuldað því undir- ritaður hefur sjaldan hrifist eins af leik barns í kvikmynd. Þessi 11 ára stúlka fór á kostum, ekki síst í samleik með Börje Ahlstedt hin- um sænska sem leikur hitt aðal- hlutverkið í myndinni. Söguþráður myndarinnar er á þá leið að Emma er fordekruð en vanrækt yfirstéttarstelpa snemma á fjórða áratug aldarinn- ar, heldur óyndislegt barn í upp- hafi myndar. Hún nýtur lítillar ástúðar hjá foreldrum sínum og þegar blöðin skýra frá því að syni flugkappans Lindberghs hafi ver- ið rænt fær hún þá hugmynd að láta sig hverfa til að reyna á við- brögð foreldranna. Hún leitar niður í fátækrahverfin þar sem hún rekst á Malthe, sænskan innflytjanda sem vinnur í holræs- um Kaupmannahafnar. Með þessum ólíku persónum tekst vin- átta sem helgast af því að bæði eru þau einskonar utangarðs- menn, hvort með sínum hætti. Leikstjóri myndarinnar, Sören Kragh-Jacobsen, kom hingað til lands í tilefni af frumsýningu myndarinnar. Hann er rúmlega fertugur og var útlærður rafvéla- virki þegar kvikmyndabakterían náði tökum á honum fyrir tuttugu árum. Hann hélt til Tékkóslóvak- íu og lærði gerð heimildakvik- mynda í Prag. Stuttu eftir að hann kom heim hóf hann störf við danska sjónvarpið og átti þátt í að koma á laggirnar vinsælum barna- og unglingaþáttum þar og í útvarpi. Hann gerði einnig nokkrar styttri sjónvarpsmyndir eftir handritum sem hann vann í samvinnu við Hans Hansen rit- höfund. Samvinna Sörens og Hans bar þann ávöxt að árið 1977 var frum- sýnd fyrsta leikna kvikmynd Sör- ens, unglingamyndin Sjáðu sæta naflann minn sem sýnd var hér á landi á sínum tíma. Fjórum árum síðar kom næsta mynd, Gúmmí- Tarzan eftir sögu Ole Lund Kirk- egaards, en hún hlaut nafnbótina Besta barnamynd heims hjá Un- icef. Tveimur árum síðar komu ísfuglarnir, enn í samstarfi við Hans Hansen. Það síðasta sem Sören gerði á undan Emmu var þáttaröðin Gullregn sem íslenska sjónvarpið sýndi í vetur við góðar viðtökur. Meðfram þessu öllu hefur Sören svo gefið út fimm hljómplötur með lögum og text- um eftir sig. Karlmenn geta leikstýrt stúlkum! Og um síðustu helgi hitti undir- ritaður Sören á Hótel Sögu og spurði fyrst af hverju hann fengist einkum við gerð barna- og ung- lingamynda. „Ég hef oft velt því fyrir mér sjálfur. Ætli það sé ekki aðallega vegna þess að þegar ég kom heim frá námi fór ég að vinna við dag- skrárgerð fyrir börn. Þá komst ég að því að mér fannst mjög gaman að leikstýra börnum. Eini mun- urinn á að leikstýra barni sem •hefur leikhæfileika og atvinnu- leikara er sá að barnið heldur ekki einbeitingunni eins lengi. Það er að mörgu leyti skemmti- legra að leikstýra börnum en full- orðnum, ma. vegna þess að mað- ur losnar við að vera alltaf með sama fólkið eins og raunin er í Næstum of mikið af öllu - En hvað ertu að segja með þessari mynd? „Ég held ég sé alltaf að segja sömu söguna. Hún fjallar um sigur Iitla mannsins, ekki endi- lega neinn stórsigur heldur bara gildi þess að fólk hafi trú á sjálfu sér. Svo segir hún líka frá vináttu. í sjálfu sér er þetta margsögð saga, en algild þó. Þetta er hins vegar fyrsta . myndin mín sem ekki gerist í nút- íðinni. Myndin er öðrum þræði óður til fjórða áratugarins sem hefur hrifið mig mjög. Þá var ekkert heilagt og alltaf næstum því of mikið af öllu í listinni; til- finningarnar fengu að vera til.“ Sören hefur áður komið til ís- lands í tilefni af frumsýningu mynda sinna. Og í fyrra kom hann til að athuga hvort hann gæti ekki gert kvikmynd hér á landi. „Ég hef haft áhuga á að gera kvikmynd hér á landi. Hún átti að gerast í kjallara Höfða meðan leiðtogafundurinn stóð yfir og aðalpersónan var maður sem sat þar og stjórnaði hitanum og raf- magninu og öllu því sem þarf til að svona fundur lukkist. Fyrir til- viljun fer hann að hlera samtöl leiðtoganna og kemst að því að vandamál þeirra eru þau sömu og hans og eiginkonunnar: þeir vildu gjarnan bæta sambúðina en treystu ekki hvor öðrum. Ég eyddi heilmiklum tíma í þessa hugmynd og skrifaði þrjú þykk handrit. Ég var um tíma að velta því fyrir mér að fá Ronald Reagan til að leika sjálfan sig! En nú er ég búinn að leggja hana á hilluna, íbili amk. Kannski ræðst ég í þetta eftir nokkur ár, kannski verður þetta sjónvarpsmynd, hver veit.“ Mynd frá stríðsárunum - En hvað ertu þá að fást við núna? sé hættur. Og við njótum góðs af því. En því má ekki gleyma að Danir eiga sér langa hefð í kvik- myndagerð. Við höfum verið að frá 1908 svo þessi velgengni núna er afleiðing af langri þróun. Við höfum komið okkur upp einu besta styrktarkerfi við kvik- myndagerð sem til er í heiminum og þetta kerfi hefur gert okkur kleift að gera tilraunir og gera mistök. Það gefst ungum kvik- myndamönnum í stærri löndum, td. Bandaríkjunum, miklu síður. Nú, og svo virðumst við hafa frá einhverju sérstöku að segja, einhverju sem aðrir kunna að meta. Það sést til dæmis á vin- sældum Matador-þáttanna víða um lönd. Erik Balling er líka sér- stakur og hefur einstakt lag á að segja sögu.“ Ævintýrið gjald- gengt á ný - Fyrir svosem áratug kvörtuðu margir undan því að raunsœið vœri að ganga af dönskum kvik- myndum dauðum. Eruð þið lausir undan því? „Já, ég held við séum að kom- ast út úr sósíalrealismanum sem tröllreið danskri kvikmyndagerð um langt skeið. Við höfum kom- ist að því að ef við ætlum að gera okkur vonir um að fá fólk út af heimilunum og í bíó þarf að bjóða því upp á eitthvað betra en gervihnettirnir dæla inn í stofurn- ar. Það þarf að vera ævintýri, fantasía, og ekki endalaus nafla- skoðun leikstjóra sem höfðu það skítt í æsku. Það er líka að koma upp ný kynslóð leikstjóra sem hugsar öðruvfsi en við hin, menn á borð við Lars von Trier en hann hefur ýtt við mörgum. Viðhorfin hafa breyst. Á síðasta áratug var kjör- orðið: Við erum mörg - og okkur fer fjölgandi. Það mátti helst ekki gera myndir nema þær snerust umfjöldann.alþýðuna. Núer allt í lagi að gera myndir um einstakl- inginn og ævintýrið er orðið gjaldgengt á nýjan leik,“ segir Sören Kragh-Jacobsen. _þH sósíalrealismanum 12 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 14. apríl 1989

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.