Þjóðviljinn - 14.04.1989, Qupperneq 23
Glerlist í Norræna
Á morgun, laugardag, kl. 15
opnar Sigríður Ásgeirsdóttir sýn-
ingu á verkum sínum í Norræna
húsinu. Sigríður stundaði nám í
Skotlandi og Þýskalandi og hefur
fyrst og fremst fengist við glerlist
en verkin á sýningunni eru öll af
því tagi.
Sigríður hefur haldið tvær
einkasýningar en aldrei fyrr í
Reykjavík. Verk eftir hana er
ma. að finna í SPRON, Iðnaðar-
bankanum við Lækjargötu, kap-
ellu kvennafangelsis í Cornton
Vale í Skotlandi og kapellu nýja
sjúkrahússins á ísafirði.
Sýningin í Norræna húsinu
stendur til 1. maí og er opin frá
12-19 virka daga og 14-19 um
helgar.
Eigendur Art-Húns.
SigríðurÁsgeirsdóttirmyndlistar-
kona. Mynd: Jim Smart.
Art-Hún
Fimm myndlistarmenn opna á
morgun sýningu á verkum sínum
í nýjum sýningarsal, sem hefur
hlotið heitið Art-Hún, að Stang-
arhyl 7 á Ártúnsholti í Reykjavík.
Þetta eru leirlistarmennirnir El-
ínborg Guðmundsdóttir, Sigrún
Gunnarsdóttir og Margrét Sal-
ome Gunnarsdóttir, Helga Ár-
manns. með grafík og Erla B.
Axelsdóttir málari. Vinnustofur
þeirra verða einnig til sýnis á
sama stað. Sýningin er opin frá
13-18 virka daga og 14-18 um
helgar.
Sólarferð til Akureyrar
Leikfélag Akureyrar frum-
sýnir í kvöld leikritið Sólarferð
eftir Guðmund Steinsson. Þetta
er lokaverkefni leikársins, en
sýningum er nýlokið á Hver er
hræddur við Virginíu Woolf og
Emil í Kattholti.
Sólarferð segir á gráglettinn
hátt frá ferð nokkurra íslendinga
á Costa del Sol, strandferðum og
skemmtanalífi. Höfundur vann
um tíma sem leiðsögumaður í sól-
arlandaferðum og tekst að segja
frá sérstæðum og dæmigerðum
uppákomum svo að margur mað-
Vorljóðaslettur
undir
pilsfaldinum
Á sunnudaginn kl. 16.00 sletta
fimm skáld ljóðum á vit gesta í
sýningarsalnum Undir pilsfaldin-
um í Hlaðvarpanum, Vesturgötu
3 í Reykjavík, þar sem Sigur-
laugur Elíasson sýnir grafík-
myndir. Þeir sem sletta úr verk-
um sínum eru Geirlaugur
Magnússon, Sigurlaugur Elías-
son, Óskar Árni Oskarsson,
Gyrðir Elíasson og ísak Harðar-
son.
Blóm eru vinsamlegast af-
þökkuð en þeim sem vildu minn-
ast ljóðanna síðar er bent á næstu
bókaverslun.
Listmálara-
félagiö á
Kjarvalsstööum
Listmálarafélagið opnar sýn-
ingu á um 7o málverkum að Kjar-
valsstöðum á morgun. í félaginu
eru 22 málarar, þar af sýna 15.
Sýningin stendur fram í júní. Ein-
ar G. Baldvinsson verður sjö-
tugur á árinu og er heiðursgestur
sýningarinnar, en með honum
hanga Ágúst Petersen, Benedikt
Gunnarsson, Björn Birnir, Bragi
Ásgeirsson, Elías B. Halldórs-
son, Einar Hákonarson, Einar
Þorláksson, Hafsteinn Aust-
mann, Hrólfur Sigurðsson, Jó-
hannes Geir, Jóhannes Jóhann-
esson, Karl Kvaran, Pétur Már
Pétursson og Sigurður Sigurðs-
son. Sýningin er opin alladaga kl.
11-18 fram í júní.
urinn þekkir sjálfan sig. Víst er
um að leikritið hitti í mark haust-
ið 1976 þegar það var frumsýnt í
Þjóðleikhúsinu og gekk þar fyrir
fullu húsi í heilan vetur.
Leikstjóri sýningar LA er Hlín
Agnarsdóttir. Nínu og Stefán
leika Sigríður Einarsdóttir og
Theodór Júlíusson. Jón og Stellu
leika Þráinn Karlsson og Krist-
björg Kjeld í orlofi frá Þjóðleik-
húsinu. Ingólfur Björn Sigurðs-
son leikur hinn stimamjúka
spænska þjón. Leikmynd og bún-
ingar eru eftir Gylfa Gíslason og
Freyju Gylfadóttur.
Framverðir
kynslóðar
í Listasafni íslands (sal 2) hefur
verið opnuð sýning á málverkum
átta íslenskra listamanna: Bjarg-
ar Þorsteinsdóttur, Braga Ás-
geirssonar, Einars Hákonar-
sonar, Erró, Guðbergs Auðuns-
sonar, Gunnars Arnar Gunnars-
sonar, Tryggva Ólafssonar og
Vilhjálms Bergssonar. Þessir
listamenn hafa verið framverðir
sinnar kynslóðar og leggja í verk-
unum á sýningunni áherslu á
túlkun mannsins og umhverfis
hans. Safnið er opið alla daga
nema mánudaga kl. 11-17.
Heima
hjá afa
Við minnum á að sala að-
göngumiða er hafin á gesta-
leikinn frá Álaborg á leikritinu I
morfars hus eftir Per Olov Enqu-
ist í leikstjórn Stefáns Baldurs-
sonar. Einungis tvær sýningar
verða á verkinu á Litla sviði Þjóð-
leikhússins, föstudaginn 21. og
laugardaginn 22. apríl, og fjöldi
miða því mjög takmarkaður.
Leikritið gerist á einu kvöldi á
geðsjúkrahúsi og þykir ólíkt öðr-
um verkum höfundar. Það var
frumsýnt á Dramaten í Stokk-
hólmi í fyrravor, en áður en að
því kom höfðu 14 leikhús tryggt
sér sýningarrétt á því. Sýningin í
Álaborg hefur hlotið afbragðs
viðtökur.
Föstudagur 14. apríl 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 23
PÁLL SKÚLASON
Leigupenninn
Hlutverk hans og skylda gagnvart almenningi
Ritstjóri Helgarblaðsins falað-
ist eftir mér sem leigupenna um
nokkurra vikna skeið til að skrifa
hvaðeina sem mér sýndist. Ég hef
verið ráðinn til að halda fyrir-
lestra og erindi, en það er ný-
lunda fyrir mig að gerast leigu-
penni. Og nú vil ég gera leigu-
pennann sjálfan að umtalsefni..
Leigupenna vil ég kalla hvern
þann sem tekur að sér fyrir borg-
un að ræða eða láta í ljós skoðanir
á almannafæri, í blöðum, útvarpi
eða sjónvarpi. Starf leigupenna
er, eins og ég sé það, þríþætt.
Hann á að skemmta, fræða og
gagnrýna (nöldra í daglegu tali).
Helst á hann að gera þetta allt í
senn. Leigupennar hafa verið
mikið í blöðum og útvarpi og fer
fjölgandi; ýmist er fólk fengið til
þessa starfs vegna ritfærni eða
vegna sérþekkingar, nema hvort
tveggja sé. Flestir eru þeir á
Sunnudagsblaði Morgunblaðs-
ins. Þeir hafa ekki enn haslað sér
völl í sjónvarpi, enda hafa stjórn-
málamenn annast skoðanaflutn-
ing á þeim vettvangi ásamt verka-
lýðsleiðtogum og atvinnurekend-
um. Stundum bregða fréttamenn
sér líka í hlutverk leigupenna.
Nú kann ég ekki að rekja sögu
leigupennans, en forveri hans hjá
Forngrikkjum var sófistinn, sem
tók að sér fyrir borgun að ræða
hvaða skoðun sem var við hvern
sem var. Einn sérvitur sófisti,
Sókrates að nafni, hafnaði að
vísu borgun fyrir starfann enda
óvíst að hann hafi kunnað að
skrifa. (Með hegðun sinni virðist
Sókrates hafa sýnt ábyrgðarleysi
sem fjölskyldufaðir. Xanþippa,
kona hans, mun hafa verið skör-
ungur mikill og væntanlega séð
fyrir nauðþurftum hans og barna
þeirra. Er hennar grunsamlega
lítið getið í samræðum Platóns.)
Þó að ég geti ekki rakið sögu
leigupennans, hef ég ákveðna
hugmynd um félagslegt hlutverk
hans. Honum er ætlað, hvort sem
honum eða öðrum er ljóst, að
vera málsvari almenningsálitsins,
það er: fulltrúi, gagnrýnandi eða
boðberi heilbrigðrar skynsemi.
Þetta hlutverk er feikilega mikil-
vægt og það er frumskylda fjöl-
miðla að sinna því: þeir eiga ekki
aðeins að segja fréttir, heldur að
sjá til þess að skoðanir og hug-
myndir almennings fái að koma
fram og mótast opinberlega. Al-
menningur erum við öll og við
þurfum að hafa leiðir til að ræða
og móta sameiginlega skoðanir
okkar á öllum sameiginlegum
málum okkar. En það hefur eng-
inn einkarétt á almennings-
álitinu.
Almenningsálitið er fyrirbæri
af sama tagi og almannarómur,
almannaheill og almannavilji og
almannavald. Við öll, hver fyrir
sig og öll sameiginlega, erum
ábyrg fyrir því hver eru og verða
rómur, heill, vilji, vald og álit al-
mennings. Rómur, heill, vilji,
vald og álit almennings skipta
sköpum fyrir allt samlíf okkar,
ekki síst stjórnmálin. En for-
senda þess að þau hafi áhrif og að
tillit sé tekið til þeirra er að þau
séu borin fram opinberlega og
séu í sífelldri endurskoðun, séu
ævinlega til umræðu manna á
meðal. Þetta er þeim mun mik-
ilvægara sem þeir sem fara með
opinber völd hverju sinni hafa til-
hneigingu til að leggja sinn vilja
og sitt álit að jöfnu við vilja og álit
almennings. Stjórnvöldin þykjast
þess þá umkomin að ráðskast
með almannavaldið. Af þessari
ástæðu er brýnt að almenningur
rökræði opinberlega allskyns
hugsanir, skoðanir og hugmyndir
sem með honum bærast.
Hér nægja skoðanakannanir
engan veginn og raunar vafasamt
að þær geti nokkurn tíma opin-
berað það sem felst á almenn-
ingsálitinu. Það þýðir ekkert að
tína saman skoðanir fólks í könn-
unum og segja: „Þetta er álit al-
mennings." Tiltekin afstaða
meirihluta fólks í tilteknu máli á
tiltekinni stundu er í sjálfu sér allt
annað en meðvituð og mótuð
skoðun, en þannig hlýtur al-
menningsálitið að vera. En það
er alveg ljóst að almenningur er
ekki ein persóna, heldur saman-
stendur hann af ótal ólíkum pers-
ónum sem hafa hinar margvísleg-
ustu skoðanir. Til þess að meðvit-
uð og mótuð skoðun meðal al-
mennings nái að myndast þarf
fólk að gera upp hug sinn og segja
á almannafæri hvað það telur rétt
eða rangt í tilteknu máli. Þess
vegna getur almenningsálitið ein-
ungis verið byggt á því sem
heilbrigð skynsemi meðal al-
mennings segir.
Heilbrigð skynsemi segir okk-
ur að trúa hinu eða þessu, hafa
þessa skoðun eða hina. En
heilbrigð skynsemi er stundum
hleypidómaáill og iðulega mót-
sagnakennd. Hún segir okkur að
gera ekkert sem skaðar efnahags-
lega hagsmuni okkar, en hún
segir okkur líka að standa vörð
um sjálfstæði okkar hvað sem
það kostar. Þess vegna er
heilbrigð skynsemi iðulega ráð-
villt og þess vegna er almennings-
álitið líka oft á reiki. Þess vegna
er brýnt að unnið sé skipulega að
því að ræða skoðanir sem eru eða
gætu verið skoðanir heilbrigðrar
skynsemi meðal almennings.
Þetta hafa þeir sem bera
ábyrgð á fjölmiðlum fyrir löngu
gert sér ljóst. Þess vegna kapp-
kosta þeir að fá fólk úr hópi al-
mennings til að leggja orð í belg
opinberrar umræðu þar sem al-
menningsálitið mótast. Þann hóp
fólks sem fjölmiðlar kaupa til að
sinna þessu mikilvæga verki kalla
ég leigupenna og hef þá í huga
tvær aðrar starfsgreinar: leigubíl-
stjóra og leigumorðingja. Leigu-
penni flytur skoðanir og rök með
svipuðum hætti og leigubflstjóri
flytur fólk og farangur. Og leigu-
penni vinnur oft svipað og leigu-
morðingi eða málaliði. Hann
reynir að útrýma vissum skoðun-
um, berjast gegn vissum hug-
myndum og verja með þeim hætti
aðrar skoðanir eða hugmyndir;
hér skiptir engu höfuðmáli hvort
hann er sjálfur sannfærður um að
viðkomandi skoðanir séu hættu-
legar eða heilsusamlegar eða
hvort þær séu réttar eða rangar.
Leigupenninn getur tekið að sér
að ráðast á eða verja hvaða
skoðun sem vera skal af hvaða
ástæðum sem vera skal. Einn
frægasti leigupenni landsins,
Flosi Ólafsson, er ákaflega slung-
inn við að leggja allskyns skoðan-
ir að velli og beitir til þess hvers-
kyns brögðum að hætti sófista.
(Þess má geta að flestir virðast
gera þá kröfu til leigupenna að
þeir séu fyndnir. Því miður er
þessari kröfu oft fylgt á kostnað
málefnalegrar umræðu.)
Eina krafan sem gera þarf til
leigupenna er sú að hann vinni
verk sitt vel og sómasamlega.
Höfuðverkefni hans er að vega
að skoðunum, en ekki að fólki;
þess vegna verður hann sífellt að
gæta þess að gera greinarmun á
skoðunum fólks og fólkinu sjálfu.
Illa innrættir leigupennar gera
iðulega ekki þennan greinarmun,
þeir ráðast á fólk í stað þess að
ráðast gegn skoðunum þess og
geta þá svipt fólk ærunni með
óhugnanlegri hætti en leigumorð-
ingjar sviptafólk lífinu. Hérerþó
sökin ekki ávallt leigupennans
heldur fólksins sjálfs, sem kann
þá ekki að gera greinarmun á
sjálfu sér og skoðunum sínum og
telur hverja gagnrýni á skoðanir
sínar, vinnubrögð eða afstöðu
vera persónulega árás á sig. Þessi
voðalegi hleypidómur er því mið-
ur nokkuð útbreiddur meðal
landsmanna og veldur því að viti-
bornar opinberar skoðanadeilur
koðna oft niður í ómerkilegt
skítkast. Eða þá að fólk hikar við
að segja meiningu sína af ótta við
að særa náungann sem það veit
að er haldinn þessum hleypi-
dómi. í stað opinberrar umræðu
kemur þá baktal, ef ekki róg-
burður sem við gerum okkur
stundum sek um nánast óafvit-
andi; við segjum þá gjarnan: „Ég
hef heyrt... Mér hefur verið
sagt... Állirsegja..." ogsvokem-
ur dómurinn um manneskjuna
fram í kjaftasögunni sem fólk
kjamsar á, en enginn ber ábyrgð
á og ekki er fótur fyrir. Almanna-
rómur, sem þarf að vera áreiðan-
legur og sannur, birtist þá í líki
Gróu á Leiti.
Fyrirfram - þ.e.a.s. óháð at-
hugun, yfirvegun og umræðu-er
aldrei að vita hvaða skoðanir eru
réttar eða rangar og fyrirfram er
ekkert um það vitað hvað sker úr
um réttmæti eða óréttmæti
skoðana. Einmitt þess vegna er
brýnt að ræða allar skoðanir og
rök þeirra. Sómi leigupennans,
skylda hans gagnvart almenningi,
felst í því að leggja spilin á borð-
ið, ræða opinberlega hvaða mál
sem vera skal og segja hvað hon-
um finnst máli skipta. Þar með
leggur hann málið í dóm
heilbrigðrar skynsemi þess al-
mennings sem hann þjónar með
skrifum sínum.
P.S.
Tveir vinir mínir - hvor í sínu
lagi - hafa stungið upp á því að
nota „málapenni" (sbr. málaliði
og málpípa) yfir þá stétt sem ég
kalla hér leigupenna. Legg ég til
að það verði notað sem spariorð
(sbr. bifreið og bfll, knattspyma
og fótbolti og fjöldamörg önnur
orð sem hafa ólíkan blæ en sömu
tilvísun). Sumum finnst orðið
„leigupenni" hafa neikvæðan blæ
og geta þeir þá kallað sig mála-
penna.