Þjóðviljinn - 14.04.1989, Page 32

Þjóðviljinn - 14.04.1989, Page 32
EF ÞÚ VEIST HVAR MJÓDDIN ER ÞÁ VEISTU HVAR BRBDDIN ER BYKO er nú flutt af Nýbýlavegi á Skemmuveg 2-4, svæðið sem nú heitir ÐREIDDIN. Þar er kjarninn í BYKO, byggingavöruverslunin og timbursalan í allri sinni breidd. VERSLUNIN Að Skemmuvegi 4 finnurðu á tveimur hæðum eitt besta úrval landsins af byggingavörum. Þar er hugsað fyrir öllum þörfum. Verkfæri til allra verka, rafmagnsvörur, fjölbreytt garðáhöld, fittings og festingar af öllu tagi, gólfefni fyrir hvers konar gólf, öll hreinlætis- og blöndunartæki, málning í öllum regnbogans litum. Ólíkustu áhöld fást leigð hjá áhalda- leigunni Hörkutól. í kaffihorninu er svo alltaf gott að fá sér hressingu! Við byggjum á breiddinni BYKO TIMBURSALAN Að Skemmuvegi 2 færðu timbur frá A til Ö, til innanhúss- og utanhússnotkunar. Parket og panell af fjölmörgum gerðum, plötur og timbur í víðkunnu úrvali, margar tegundir harðviðar, þakefni og húsaklæðning, steypustyrktarjárn. Listar, gluggar og hurðir fást í öllum stærðum. Þú getur líka látið sérvinna fyrir þig timbrið eftir eigin þörfum. Hver sem smíðin er þá á timbursala BYKO rétta efnið fyrir þig. AUK/SlA k10-133

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.