Þjóðviljinn - 11.08.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 11.08.1989, Blaðsíða 6
Hvarf og dauði Ame Munch-Petersen Sumarið 1937 hvarf Arne Munch-Petersen, einn af helstu leiðtogum danskra kommúnista, í Moskvu. Marga grunaði að hann hefði orðið leyniþjónustu Stalíns að bráð í „hreinsununum“ sem þá stóðu sem hæst, en ekkert hefur verið með vissu vitað um örlög hans þangað til nú fyrir skemmstu Amiðju ári 1937 hvarf Arne Munch-Petersen, einn af leið- togum Kommúnistaflokks Dan- merkur, sporlaust í Moskvu. Ekkert var algengara í þeirri höf- uðborg um þær mundir, er ,4ireinsanir“ Stalínstímans stóðu sem hæst. Og margir erlendir kommúnistar voru ekki öruggari fyrir þeim örlögum en innlendir, væru þeir á annað borð staddir í „verkamannaríkin u. “ Hættan sem yfir erlendum kommúnistum í Sovétríkjunum vofði þessi árin var þó mismikil eftir því hvaðan þeir voru. í bráðri hættu voru kommúnistar, sem áttu ekki í önnur hús að venda, þ.e.a.s. voru frá ríkjum undir harð- og einræðisstjórnum af ýmsu tagi og áttu yfir höfði sér fangelsanir, pyndingar og dauða ef þeir sneru heim. Öðru máli gegndi með kommúnista frá lýð- ræðisríkjum. Þeir sluppu yfirleitt við að lenda í kvörninni, því að sovéskir valdhafar, sem helst vildu koma sér vel við föðurlönd þeirra, óttuðust að slíkar aðfarir gegn ríkisborgurum þaðan kynnu að spilla samskiptum við hlutað- eigandi ríki og orðstfr Sovétnkj- anna yfirleitt út á við. Ekki var heldur hægt að útiloka að komm- únistar lýðræðisnkjanna myndu þykkjast við og láta af hollustu við Sovétríkin, ef ferðir og dvalir þarlendis færu að gerast áberandi lífshættulegar forustumönnum þeirra. Á framabraut hjá Komintern Þessvegna þótti hvarf Munch- Petersens nokkrum tíðindum sæta. Að því best er vitað var hann eini háttsetti skandinavíski kommúnistinn, sem varð Stalín að bráð. Þó verður ekki sagt að hvarf þessa Dana og spurningar um örlög hans hafi mikið verið í sviðsljósi fjölmiðla og opinberrar umræðu, á því rúmlega hálfrar aldar tímabili, er liðið er frá því að síðast fréttist af honum fyrir hvarfið. En hann hefur aldrei gleymst alveg og nýlega réði Kaupmannahafnardeild sovésku fréttastofunnar APN sovéskan sagnfræðing, Mansúr Múkhame- dsjanov, til að grafast fyrir um örlög hans. Það virðist Múkham- edsjanov hafa gert í besta glasn- ostsanda og birtust niðurstöður hans fyrir skömmu í danska blað- inu Information. Ame Munch-Petersen fæddist árið 1904. Faðir hans var prófess- or í lögum og háskólakennari. Ame gekk tvítugur að aldri í. æskulýðssamband danskra kommúnista og í Kommúnista- flokk Danmerkur 1925. Hann var vel menntaður, duglegur og bráðgáfaður og varð fljóílega einn helstu ráðamanna flokksins. 1929 fór hann til Moskvu til náms í Alþjóðlega Lenínskólanum, sem heyrði undir Komintern, al- þjóðasamband kommúnista. í dönsku þingkosningunum 1932, er danski kommúnistaflokkurinn kom í fyrsta sinn mönnum á þing, varð Munch-Petersen annar af tveimur þingmönnum hans. Meðan á skólavistinni í Moskvu AÐ UTAN stóð höfðu ýmsir háttsettir menn hjá Komintern veitt þessum unga og bráðefnilega Dana athygli. Það leiddi til þess að hann í febrú- ar 1936, er hann var 32 ára, varð fulltrúi Kommúnistaflokks Dan- merkur í framkvæmdanefnd Komintern. Miklu um þann frama hans réði Wilhelm Knorín, þá ritari í framkvæmdanefndinni. Tók „hreinsanir“ góðar og gildar Um þær mundir var mesta hryðjan í „hreinsunum“ Stalíns að komast í ganginn. í janúar 1937 var Munch-Petersen við- staddur réttarhöldin yfir Karli Radek, Grígoríj Sokolnikov, Júríj Pjatakov og fleirum, en flestir þeirra voru dæmdir til dauða. Munch-Petersen virðist hafa tekið það háttalag gott og gilt, eða þá að hann lét hollustuna við Sovétríkin ganga fyrir, ef að honum hafa læðst einhverjar efa- semdir. Komintern sendi hann til Kaupmannahafnar þeirra erinda að sannfæra danska kommúnista um, að allt hefði verið í sómanum viðvíkjandi réttarhöldunum. Og það gerði Munch-Petersen af sannfæringarkrafti. Fjöldafund- ur danskra kommúnista, sem hann ávarpaði, lýsti í einu hljóði yfir fögnuði sínum yfir því að „þetta gengi hryðjuverkamanna, skaðvalda og njósnara" hefði verið afhjúpað. Eftir að Munch-Petersen tók sæti í framkvæmdanefnd Kom- intern dvaldist hann lengst af í Moskvu og bjó á Hótel Lúx, líkt og aðrir fulltrúar erlendra komm- únistaflokka sem störfuðu hjá Komintern. Þar voru fáir með miklu gleðibragði um þessar mundir. Varla leið svo nótt að ekki hyrfu fleiri eða færri fyrir- varalaust og sporlaust og enginn vissi að hverjum röðin kæmi næst. Einangrun og dauði Haustið 1957 höfðu dönsk blöð eftir Finnum, sem starfað höfðu hjá Komintern, að sumarið 1937 hafi Munch-Petersen verið farinn að óttast um sig. Hann hefði heyrt að orðrómur væri kominn á kreik um að hann hefði ein- hverntíma haft sambönd við trotskista, og ekkert gat verið lífshættulegra í Moskvu um þær mundir. Hvað sem til er í þessu, þá Iét Munch-Petersen sína nán- ustu í Danmörku ekkert af því vita. í júnílok barst kommúnista- flokknum danska bréf frá honum þess efnis, að hann kæmi fljótlega til föðurlandsins á vegum Kom- intern, og hann lét einnig konu sína og móður vita af þessu. En eftir það spurðist ekkert til hans. Að sögn Múkhamedsjanovs handtók NKVD (fyrirrennari KGB) Munch-Petersen 27. júlí 1937. Var hann sakaður um aðild að „gagnbyltingarsinnuðum1 trotskistasamtökum, sem stjórn- að hefði verið að alþýðuóvinun- um Pjatnítskíj, Knorín og öðr- um.“ Hann var síðan hafður í haldi í algerri einangrun í Bútýrk- afangelsi í Moskvu. Hann var þrásinnis yfirheyrður, en aldrei leiddur fyrir rétt og dæmdur, að því best er vitað. í fangelsinu fékk hann lungnaberkla og lést úr þeim í fangelsissjúkrahúsinu 12. nóv. 1940. Stóðst hann pyndingarnar? f Danmörku efast menn ekki um að upplýsingar þær er Múk- hamedsjanov leggur fram séu í stórum dráttum réttar, en þar þykir sumum sem ýmsum spurn- ingum viðvíkjandi málinu sé enn ósvarað. Múkhamedsjanov gefur t.d. í skyn, að ástæðan til þess hve lengi Munch-Petersen hafi verið hafður í haldi án þess að vera leiddur fyrir rétt hafi verið sú, að erfitt hafi reynst að fá fram „sannanir" fyrir „sekt“ hans. NKVD gerði sér á þessari tíð ekki mikla fyrirhöfn við slíkt. Aðferð- ir þeirrar stofnunar við „yfir- heyrslur" voru þesskonar, að flestir fangar gáfust upp fyrir þeim áður en langt um leið og játuðu á sig hvaðeina, sem þeir voru sakaðir um, sama hverskon- ar uppspuni það var. Einstaka menn stóðust þó pyndingarnar og játuðu aldrei neitt á sig, og hugs- anlegt er að Munch-Petersen hafi verið einn þeirra. Hugsanlegt er líka talið, að sovésk yfirvöld hafi verið eitthvað hikandi við að DAGUR ÞORLEIFSSON dæma hann, af ótta við að það hefði slæmar afleiðingar fyrir stjórnvöld þeirra í Danmörku og á Vesturlöndum yfirleitt. Eitt af því, sem leiddi til þess að NKVD læsti klónum í Munch- Petersen hefur að líkindum verið að hann var skjólstæðingur Knor- íns, sem áður ' hafði lent í „hreinsununum.“ Undir þeim kringumstæðum ofsóknarbrjál- æðis hefur ekki verið erfitt fyrir sovésku leyniþjónustuna að finna Dananum allt mögulegt í viðbót til foráttu, eftir að hún einu sinni hafði fengið þá hugmynd að hann væri „óvinur alþýðunnar." Eitt af því, sem þá gat orðið Munch- Petersen til áfellis var að hann var af háborgaralegri fjölskyldu. Múkhamedsjanov nefnir í viðbót í þessu sambandi að Munch- Petersen hafi 1922 starfað í stúd- entasamtökum jafnaðarmanna, um hríð verið stuðningsmaður Thögersens nokkurs, sem átti í deilum við aðra forustumenn danskra kommúnista 1929 og Komintern dæmdi að færi með villu og að hann hefði lesið trotskísk rit. Nákunnugur pólskum komm- únistum Erik Nörgaard, danskur blaða- maður og rithöfundur, sem mikið hefur rannsakað feril Munch- Petersens, hefur komið fram með þá tilgátu, að aðalástæðan til þess að NKVD fékk illan bifur á hon- um hafi verið náin samvinna hans við Adolf Schelley, aðalritara Al- þjóðasambands sjómanna og hafnarverkamanna. Schelley hafði verið „afhjúpaður“ sem „njósnari og moldvarpa" skömmu áður en Munch- Petersen var handtekinn. Schell- ey var f pólska kommúnista- flokknum, en forustulið hans, út- lægt í föðurlandi sínu og hafði leitað hælis í Sovétríkjunum, varð sérlega illa úti í „hreinsun- unum.“ Var því að mestu útrýmt í þeim. Ekki er ólíklegt að Munch- Petersen hafi fengið gagngera vitneskju um þær aðfarir frá Scheliey og að handlangarar Stal- íns hafi metið málin svo, að Dan- inn „vissi of mikið“ um þetta til þess að þorandi væri að láta hann ganga lausan. 1982 lét Gert Petersen, leiðtogi Sósíalíska þjóðarflokksins danska, í ljós að hann teldi að þessi hefði verið ástæðan til þess að Munch-Petersen hefði verið handtekinn. Petersen sagði þá einnig, að hann efaðist ekki um að Aksel Larsen, þáverandi leið- toga danskra kommúnista, og öðrum forustumönnum þeirra hafí verið tilkynnt um handtök- una. Petersen segir Larsen hafa gefið þetta í skyn í sinni áheyrn, jafnframt því sem hann hafí tekið fram, að hann væri sannfærður um að ákærurnar á hendur Munch-Petersen hafi haft við rök að styðjast. Opinberlega hafa forustumenn danskra kommún- ista alltaf þvertekið fyrir að þeir hafi vitað neitt um örlög félaga síns, eftir að hann hvarf. Ole Sohn, núverandi formaður Kommúnistaflokks Danmerkur, segir í viðtali við Information að það sé „langt í frá fullvíst“ að So- vétmenn hafí látið Aksel Larsen vita um fangelsun og fangelsisvist flokksbróður hans.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.