Þjóðviljinn - 11.08.1989, Blaðsíða 11
Þráinn Bertelsson: Svartur húmor en þó ekki
kaldranalegur í Magnúsi
- Ég er ekki hræddur um að
Magnús fái ekki þær viðtökur
sem hann á skilið, segir Þrá-
inn Bertelsson, en nýjasta
mynd hans, Magnús, verður
frumsýnd í Stjörnubíói í kvöld.
- Magnús er mín sjötta mynd,
gamanmynd eins og þær sem
eru næstar honum í röðinni,
en kannski er í honum svolítið
öðruvísi húmor.
- Söguhetjan heitir Magnús
Bertelsson og er lögfræðingur hjá
Lögfræði- og stjórnsýsludeild
Reykjavíkurborgar. Hann er lið-
lega fertugur og hans áhugamál
eru hestar. Hann fer í sína árlegu
læknisskoðun og fær að vita að
hann er staddur í miklum lífs-
háska, og þá kemur auðvitað á
blessaðan manninn. Um hans
viðbrögð og fjölskyldunnar fjall-
ar svo myndin, auk þess sem
fylgst er með ýmsum fjölskyldu-
meðlimum.
- Þarna eru allir uppteknir af
sínum eigin málum, aðstæðum
eða háska sem koma þeim sjálf-
um við og sem tengjast svo saman
í myndinni. Kona Magnúsar
heitir Helena og er listmálari,
hún er að fara að opna málverk-
asýningu að Kjarvalsstöðum.
Tengdapabbi hans, Ólafur, býr á
Heimsenda, jörð sem er talin
standa í vegi fyrir eðlilegri þróun
borgarinnar. Hann er verið að
reyna að hrekja frá búi sínu. The-
ódór mágur hans er leigubflstjóri
og fluttur í hesthúsið því konan
hans hefur hann grunaðan um
framhjáhald, það er hans vanda-
mál og hennar vandamál er að
hún veit ekki hvar hann er og hún
reynir að finna hann. Dóttirin er
með splunkunýjan kærasta, son-
urinn er í mótorhjólagengi... í
þessari fjölskyldu hefur hver sinn
djöful að draga. Myndin fjallar
um það hvernig þessir djöflar eru
dregnir og allt þetta streð á fólk-
inu er vonandi dálítið hlægilegt.
Er Magnús mikið öðruvísi en
þínar fyrri myndir?
- Það er miklu meiri alvara á
bak við fyndnina. Það er í henni
svartur húmor, sem var ekki í
hinum, þó ekki kaldranalegur.
Mér leiðist kaldranalegur húmor.
Ég held að þar sem grínið er ann-
ars vegar noti ég meiri uppákom-
ur eða aðstæður sem margir
þekkja úr eigin lífi og annarra.
Þessar uppákomur reyni ég síðan
að fjalla um á svolítið grínaktug-
an máta, sem er gamall íslenskur
siður. Glotti ekki Skarphéðinn í
brennunni? Þetta er svona Skarp-
héðinshúmor.
- Annars er þetta bara mynd
um mannfólkið og um lífið yfir-
leitt, og um þjóðfélagið að ein-
hverju leyti. Þó ekkert frekar ís-
lenskt þjóðfélag, þetta er nú allt
svo svipað hér á Vesturlöndum.
Aðsókn fer eftir
þvíhvaðfólki
finnst myndin
skemmtileg
Hvernig líst þér á ástandið í
íslenskri kvikmyndagerð?
- Þegar á heildina er litið þá er
ástandið nokkuð gott miðað við
aðstæður. Það hefur mikið lærst á
þessum tíu árum eftir að nýbylgja
hófst í íslenskri kvikmyndagerð
með Landi og sonum. Síðan hafa
verið gerðar 25 myndir, sem
spanna geysilega vítt svið, en það
eru þó ekki nema 25 myndir, og
það finnst mér dálítið skuggalegt.
Ég hef engar tölur á reiðum
höndum yfir erlendar kvikmynd-
ir sem á þessum sama tíma hafa
verið sýndar hér í kvikmyndahús-
um, en hlutfallið hlýtur að vera
hrikalegt. Ef þessu væri líkt við
það að aðeins hefðu komið út 25
íslenskar bækur frá árinu 1980,
og allt annað sem þjóðin læsi væri
erlent, er hætt við að einhverjum
blöskraði. Þetta þykir kannski
fáránlegur samanburður, en
hvort er algengara núna að menn
taki við upplýsingum í gegnum
myndmiðil en prentmiðil?
- Við höfum til allrar ham-
ingju efni á að halda hér tvö
atvinnuleikhús, en af einhverjum
ástæðum höfum við ekki efni á að
halda úti íslenskri kvikmynda-
gerð nema einstaklingar séu nógu
óðir til að leggja allt sitt undir, -
og það hvað eftir annað. Þá á ég
fyrir alla muni ekki við það að
það eigi að skerða hlut leikhús-
anna, heldur að það mætti rétta
hlut kvikmyndanna.
Setur ekki íslenskur markaður
kvikmyndagerðinni nokkuð
þröngarskorður?
- Hvað leiknar myndir ganga
vel hér fer eftir því hvað fólki
finnst þær skemmtilegar og því er
greinilegt keppikefli fyrir ís-
lenska kvikmyndagerðarmenn
að gera myndir sem eru hvoru-
tveggja í senn, góðar og skemmti-
legar. Ég hef heyrt fólk segja, og
þá gjarnan með þjósti, að ekkert
gangi hér nema gamanmyndir.
En gamanmyndir ganga ekki
heldur nema þær séu góðar. Ann-
ars dettur botninn úr þeim.
Myndirnar verða að höfða til
áhorfenda. Það hvarflar ekki að
neinum að borga peninga fyrir að
láta sér leiðast.
- Þó að þær myndir sem hér
hafa verið gerðar séu mjög fjöl-
breytilegar vantar þó enn ýmis
svið, heimildarmyndir hafa hér til
dæmis engan markað. Markaður-
inn takmarkar að því leytinu til
að hér er ekki hægt að gera mynd-
ir sem er beint til ákveðinna hópa
eins og gert er erlendis. Til að
mynda eru hér ekki nema tvö til
þrjú þúsund manns sem hafa
áhuga á því að sjá svokallaðar
„listrænar og menningarlegar“
myndir og hér er enginn sem hef-
ur efni á því að gera mynd fyrir
svo litla prósentu áhorfenda. Við
verðum að gera myndir sem geta
höfðað til prestsfrúarinnar á
Raufarhöfn, mótorhjólagæja í
Reykjavík og sjómanna í
Vestmannaeyjum. Það er að vísu
ekki hægt að gera öllum til hæfis
með einni og sömu myndinni, en
það má komast býsna nálægt því.
- Það er í rauninni ekkert
verra hlutskipti að þurfa að höfða
til allrar þjóðarinnar en til dæmis
að vinna í Hollywood. Það eru
ekki síður takmarkanir að þurfa
að gera myndir sem höfða til eins
ákveðins aldurshóps, eða bara til
fólks sem er á aldrinum 16 - 24
ára. Það er ekkert einsdæmi í
Þráinn Bertelsson: Það verður að koma einhverjum skynsamlegum grundvelli
undir íslenska kvikmyndagerð. Mynd - Jim Smart.
kvikmyndaheiminum heldur að
mynd þurfi að skila aftur þeim
peningum sem lagðir eru í hana.
En það sem skilur á milli að hér á
landi hefur maður ekki efni á að
gera mistök. Erlendis getur mynd
sem gengur vel borið hallann af
mörgum öðrum sem ekki gera
það, en hér getur það tekið fólk
mörg ár að komast út úr slíku, -
kannski alla ævina.
Spurning um
pólitík
Hvað heldurðu að þurfi til að
breyta ástandinu?
- Það er ekkert annað hægt að
gera en leggja meira af mörkum
til kvikmyndagerðar svo dragi úr
þessari geigvænlegu óvissu um
hvað mikið verði skorið niður af
framlögum til kvikmyndagerðar
á hverju ári. Það væri ekki hægt
að reka hér Þjóðleikhús með því
að einn veturinn væru kannski til
peningar til að setja upp eina sýn-
ingu, næsta vetur ef til vill tvær,
veturinn þar á eftir enga, og svo
framvegis. Það verður að koma
einhverjum skynsamlegum
grundvelli undir íslenska kvik-
myndagerð. Nema auðvitað að
menn séu þeirrar skoðunar að
hér þurfi ekki kvikmyndagerð.
Við fáum þetta allt snyrtilega
innpakkað frá Bandaríkjunum
og Englandi. Það eru gerðar
betri, vinsælli og stærri myndir
erlendis og enginn vandi að finna
rök fyrir því að það eigi ekki að
púkka upp á þetta hér á landi.
Sumum finnst þetta full gott
handa okkur. En fyrir okkur sem
öðruvísi erum þenkjandi er ís-
lensk kvikmyndagerð okkar
framlag til þess að það fólk sem
hér býr sé og haldi áfram að vera
íslenskt, og geti haldið áfram að
kalla sig þjóð.
Hvað finnst þér um þœr myndir
sem hér eru í kvikmyndahúsum?
- Við fáum mjög einhæft úr-
val, við fáum eiginlega allar eng-
ilsaxnesku myndirnar og þar eru
góðir bitar saman við, en við
fáum eiginlega ekkert annað, svo
þetta er mjög einhæfur kostur.
Það þykir sæta tíðindum ef hér er
sýnd mynd sem ekki er bresk eða
bandarísk. Sömuleiðis vantar
mikið á að menn hafi áttað sig á
mikilvægi myndmiðla og þeim
upplýsingum sem við fáum frá
þeim. Mér finnst skelfilegt til
þess að hugsa að þegar ég var lítill
var hér meira úrval kvikmynda
en nú er og þar að auki öflugir
kvikmyndaklúbbar sem sýndu
örlítið brot af klassíkinni.
- Annars er þetta allt orðið
gamalt þras. Það er búið að segja
þetta ótal sinnum, og spurning
um hvað lengi maður ætli að
halda áfram að segja þetta. En
annað hvort gefast menn upp og
láta kaffærast eða það verður
loksins farið eftir þeim sjálfsögðu
kröfum að íslenskri kvikmynda-
gerð verði fundinn framtíðar-
grundvöllur.
- Þetta er pólitísk spurning.
En vandinn er sá að þeir sjálf-
menntuðu hagfræðingar sem hér
leggja fyrir sig pólitík í atvinnu-
skyni virðast starfa eftir því kjör-
orði að bókvitið verði ekki í
askana látið, þótt flestir aðrir viti
að ekki er til meiri fjarstæða en
þetta ágæta mottó. En maður
verður víst að halda áfram að
vera bjartsýnn enn um hríð. Eru
ekki Svavar og Ólafur Ragnar í
áhrifastöðum? Þeir gætu bjargað
þessu. Það er ekki að ástæðu-
lausu að maður lítur til Alþýðu-
bandalagsráðherranna í von um
einhverja úrlausn, það var Ragn-
ar Arnalds sem kom fótunum
undir þetta á sínum tíma.
- Það er hægt að lofa þeim
stjórnmálamönnum, sem komast
vilja á spjöld sögunnar, að þetta
er verðugur vettvangur og þarft
starf í sögu þjóðarinnar og ís-
lenskrar tungu.
Egill Ólafsson og Laddi fara
með aðalhlutverk í Magnúsi, en
leikendur auk þeirra eru þau
Guðrún Gísladóttir, Jón Sigur-
björnsson, Margrét Ákadóttir,
Arni Pétur Guðjónsson, Lilja
Þórisdóttir, Erlingur Gíslason,
Randver Þorláksson, Þröstur
Leó Gunnarsson, María Elling-
sen, Örn Árnason, Gunnar
Eyjólfsson, Edda Vilborg Guð-
mundsdóttir, Ingimar Oddsson
og fleiri. Tónlistin er eftir Sigurð
Rúnar Jónsson, Sigrún Guð-
mundsdóttir gerði búninga og
Geir Óttarr leikmyndina. LG
Ólafur bóndi á Heimsenda (Jón Sigurbjörnsson), flokkar póstinn sinn.
Helena, kona Magnúsar (Guðrún Gísladóttir), opnar málverkasýningu á Kjar-
valsstöðum.
Glotti ekki
Skarphéðinn
í brennunni?
Föstudagur 11. ágúst 1989 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 11