Þjóðviljinn - 11.08.1989, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 11.08.1989, Blaðsíða 23
Clannad í fomútíð Maöur hrífst af tónlist af mörg- um ástæðum og á ólíkum for- sendum. Hægt er að njóta vond- rar tónlistar þannig að allt kors- lútti og líða svo illa undir góðri tónlist að maður liggur undir skemmdum, hafi ekki einhver vit fyrir manni. Mig minnir að skáldið á Gljúfrasteini hafi sagt eitthvað í þá áttina, að hann læsi aldrei betri bækur en vondar bækur og aldrei verri bækur en góðar bækur. Clannad er hljómsveit sem ég veit, af því ég hef sannreynt það, að gerir ákveðin andlit í mínu umhverfi gráflekkótt. Þessum andlitum líður svo illa undir ann- ars vandaðri tónlist Clannad, að allar meiriháttar stjörnur banda- rískrar sápugerðar, eins og J.R og Sú Ellen, fölna í samanburði. En samkvæmt mínum heimildum er Larry Hagman þekktastur fyrir það að hafa ekki skipt um svip síðan á fjórða mánuði í móð- urkviði. Við skulum ekki ræða hér mikið um þá sem þjást. Ummæli mín vegna þessarar plötu eiga nefnilega að vera gieðiboð- skapur. „Pastpresent“ eða „Fornútíð", eins og Sjeikspír-sellurnar mínar gráu og smáu kusu að þýða það, er safn nokkurra eldri og betri laga Clannad, að viðbættum öðr- um nýrri. Clannad hefur alltaf verið ein í herbergi í húsi tónlist- arinnar. Hugljúft sambland klassískra tónlistaráhrifa, áhrifa þjóðlagatónlistar og framtíðar- tónlistar. Færi ég í geimferð í boði grænna smávera með rauð- um doppum, gæti ég vel hugsað mér að spila þessa plötu á hring- ferð okkar um hnöttinn. Og þeg- ar hnettinum er illt í löndunum sínum vegna heimsku mannanna, er ég viss um að Clannad myndi slá á kvalirnar, alla vega þangað til sjúkrabíllinn mætti á staðinn og spilaði „Give peace a chance“. Svo maður slái á léttari strengi, þá er „Fornútíðin“ milt og gott meðal, ekki ólíkt áhrifum Prins Pólós á grenjandi krakka. Fólk sem á það til að fara á bömmera ýmis konar ætti t.d. að eiga plöt- una innan seilingar. Ekki það að ég sé alltaf á bömmer, öðru nær. Eg er svo hress að ég er hættu- legur umhverfinu á sunnu- dagsmorgnum, fyrir messu. Þegar fólk vill slappa virkilega vel af og/eða njóta tónlistar sem er mjög fagmannlega gerð, á það að hlusta á „Fornútíðina". -hmp Hvað er nú það? Pönkarinn við hliðina & ekkjan á hæðinni Bandaríkin eru stórt land og skrýtið. Eittafskringilegheit- um þessa lands öfga og stærða er að þar má finna á landakortinu borgaranöfn sem ætla mætti að hafi verið valin með það í huga að stríða ófæddum kynslóðum fjar- lægrarframtíðar. Einn bærerí Bandaríkjunum sem alið hef- ur af sér fjölda hljómsveita og það er Athena í Georgíu. The B-52‘s kemurfrá þessari borg, alveg eins og hljóm- sveitin R.E.M. The B-52‘s hefur verið líkt við Talking Heads. Á sjöundu breið- skífu hljómsveitarinnar, „Cosmic Thing“, má heyra að þessi sam- líking er ekki alveg út í hött. Það er þó ekki einfalt mál að líkja einhverjum við Talking Heads, vegna fjölbreytileika þeirrar grúppu og sérstöðu. Taktur hljómsveitanna er ekki ólíkur á köflum og karlraddir B-52‘s minna stundum á David Byrne. B-52‘s eru engu að síður annar grautur en Talking Heads. Ég hef ekki haft svo ýkja gam- an af Talking Heads upp á síð- kastið og ekki spilað mér til ánægju eitt einasta lag með þeim í einhverja mánuði. En ég nenni að hlusta á B-52‘s. Þau eru fersk- ari á yfirborðinu en þó hlaða megi skipsförmum af lofi (ég meina það) á Byrne og fylgdarlið hans, hefur einhæfnin verið held- ur mikil. Nýasta plata Talking Heads er undantekning. Annars minna raddir og radd- blandanir B-52‘s mig á The Sug- arcubes. Kvenraddirnar eru oft í stíl Bjarkar, söngkonu The Sug- arcubes en enginn líkist Einari, enda skilst mér að aðeins einn slíkur sé til í sólkerfinu. Að öðru1 leyti er ekkert líkt með B-52‘s og The Sugarcubes. „Cosmic Thing“ er skemmtileg og hress plata og hentar því ágæt- lega við ólík tækifæri. Hana má taka inn um eyrun í einrúmi, margmenni, fámenni en góð- menni, og það kæmi mér ekki á óvart persónulega þó bæði stór- menni og smámenni kunni að meta hana. „Cosmic Thing“ er því að sönnu eins konar fjöl- skylduplata. Það skiptir bara öllu máli í hvaða fjölskyldu maður er: Fjölskyldu Fúls á móti, pönkar- ans við hliðina, ekkjunnar á hæð- inni og svo framvegis. Hvar býrð þú? -hmp Daisy hill puppy farm, „hvad er detfor noget?“ spyr ég nú bara eins og gamall amtmaöur. Þessi hljómsveit gæti að ósekju verið frá Kúl- úsúk, Tókíó eða Súðavík, því ekkert er gert til að hjálpa manni við að komast að hinu rétta. Daisy hill er í minni vit- und bara nafn sem ég hef heyrt. Tónsmíðar hljóm- sveitarinnareru aldrei spilað- ar á uppáhalds útvarpsstöð- inni minni, Kanaútvarpinu, né heldurdótturstöðvum hennar áíslandi. Hvernigáég, heyrnarsljór útvarpshlust- andi, að átta mig, þegar upp- lýsingarnar eru af svona nán- asarlegum skammti? Enn á ný spyr ég, en nú eins og túp- eraðfjallalamb. Einhverjír hafa reynt að sannfæra mig um um að Daisy hill sé hljómsveit af íslensku bergi brotin og að hún hafi komið fram, sennilega, á tónleikum í Reykjavík. Það hlýtur að hafa verið þegar ég lá í malaríunni hér um árið og allir hljóta að hafa saknað mín. Með þessum formála er ég í rauninni að reyna að segja einn mjög einfaldan hlut og hann er: Hvað er hægt að ganga langt í vanvirðunni við þá sem kunna ágætlega við það sem maður er að gera, með upplýsingaleysi? Og nú spyr ég að eigin vali. 12“ Daisy hill hefur nefnilega að geyma eina þá bestu nýbylgju sem íslendingar hafa framið, op- inberlega. Og þá er Hallbjöm DÆGURMÁL HEIMIR MÁR PÉTURSSON Föstudagur 11. ágúst 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 23 ekki undanskilinn. En ég hef ekki hugmynd um hverjir eiga þennan heiður og á umslagi „Spraycan", sem Daisy hill sendi frá sér ný- lega, er ekki verið að hafa fyrir þvf að létta manni róðurinn. Kannski eins gott, því ef svo væri hefði ég aðeins eitt orð um þessa plötu að segja: „Gott“. Ef ég vissi t.d. að þessir tónlistarmenn væru allir skyldir Dolly Parton, hefði þessi grein hæglega geta endað sem umfjöllun um undirfatnað frá Seglagerðinni. „Spraycan“ er gefin út af bresku útgáfufyrirtæki og í ný- legu viðtali í öðru íslensku blaði upplýsa nafnleysingjarnir, að þeir hafi selt 10 eintök af plötunni í Bretlandi. Það sýnir og sannar að Bretar eru jafn vanþakklátir og íslendingar, þannig að við get- um hætt að skammast okkur fyrir að hafa ekki misst tennurnar af fögnuði yfir The Sugarcubes. Smekkleysingjar allra sveitar- félaga sameinist. „Spraycan“ er ósköp einfald- lega ómissandi í útileguna. -hmp Millilent í kvöld Bandaríska hljómsveitin Vandals datt niður úr himnunum rétt í þessu. Hún mun því halda tónleika í Casablanca í kvöld. Hljómsveitin er á leið í tónleikaför til Evrópu til að fylgja eftir síðustu breiðskífu sinni „Slippery When 111“. Vandals hefur áður gefið út tvær plötur og náð allnokkrum vinsæld- um í sinni heimabyggð, Suður-Kalifomíu. Einn hljómsveitarmeðlima hefur stundað háskólanám hér á landi og skýrir það e.t.v. millilending- una á íslandi. Hljómsveitin spilar tónlist í ætt við Mojo Nixon og Skid Roper. Brak er íslensk hljómsveit sem mun sjá til þess að hleypa blóðinu af stað þangað til Vandals stígur á svið. í Braki era tveir fyrram meðlimir Sogbletta, Gunni Tender og Addi Rock. —hmp Júpiters í Blönku Annað kvöld verða stórtónleikar í Casablanca. Þá mun stórsveitin Júpiters kitla eyra þeirra sem kunna að meta kraftmiklar stórsveitir. En stórsveitir hafa ekki verið starfandi um árabil þannig að nú er tækifæri til að njóta slíkrar sveitar. Tónleikarnir hefjast klukkan 11.30. Júpiters varð til sem lúðrasveit í marsmánuði og skipuðu hann fimm meðlimir. Síðan hefur mikið gerst og hljómsveitin blásið út að vöxtum. Á tónleikunum annað kvöld spila hvorki fleiri né færri en 13 manns með hljómsveitinni á básúnur, trompeta, saxafóna, rafmagnsorgel, hljóðgerfil, gítar bassa, trommur og ýmis konar slagverk. Tveir af uppranalegum meðlimum Júpiters eru enn á skútunni, tenórsaxaleik- ararnir Þorgeir Kjartansson, Þrumufleygur og Haraldur Flosi (Stráksi). Efnisskráin verður fjölbreytt. Meðal höfunda verða Edward Grieg, Dollar Brand, Steingrímur Eyfjörð, Herbie Hancock og Ingi T. Láras- son ásamt fleirum. Hljómsveitin stefnir að því að taka upp „lifandi“ plötu í haust. Takið því forskot á sæluna. -hmp

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.