Þjóðviljinn - 11.08.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 11.08.1989, Blaðsíða 5
Islandsbanki Skilyrði að fullt traust ríki Fundi bankaráðs frestað. Bankaráðsmenn neita því að deilt sé um skipun íœðstu stöður. Magnús Geirsson: Bankarnir skiptast á um að gegnaformennsku í bankaráði og bankastjórn. Rættum að taka upp nýtt skipulag á starfsemi bankans Fundi bankaráðs íslandsbanka sem halda átti á þriðjudaginn var frestað um óákveðinn tíma. I samtölum sem Nýja helgarblaðið átti við bankaráðsmenn er ekkert hæft í þeirri staðhæfingu DV í gær að frestunin stafí af ágrein- ingi um skipan formanna bankar- áðs og bankastjórnar. Frestunin hafí eingöngu stafað af því að ekki hafí tekist að Ijúka því sem átti að Ijúka fyrir fundinn. Magnús Geirsson sem er annar fulltrúa Alþýðubankans í banka- ráði íslandsbanka sagði að í undirbúningsviðræðunum hefði verið um það samið að allar meiriháttar ákvarðanir þyrftu að njóta stuðnings 3/4 bankaráðs- manna. „Það þýðir að engir tveir aðilar geta verslað við fulltrúa Fiskveiðisjóðs um að bera þann þriðja ofurliði. Það verða allir að vera sammála. Síðan hefur verið rætt um að bankarnir þrír skiptist á um að skipa í embætti formanna bankaráðs og bankastjórnar og varaformanns bankaráðs eftir ákveðnum reglum. Af hálfu okk- ar í Alþýðubankanum var það gert að skilyrði fyrir sameining- unni að fullt traust ríkti milli aðila og það hefur ekkert orðið til þess að grafa undan því,“ sagði Magn- ús. Haraldur Sumarliöason sem situr í bankaráðinu fyrir hönd Iðnaðarbankans sagði að þeir hefðu kannski verið fullbjartsýn- ir þegar þeir settu fundinn sl. þriðjudag. „Við erum að reyna að skipuleggja til frambúðar og veltum í því sambandi fyrir okkur nýju formi á stjórn og skipulagi bankans. Vissulega líta menn misjöfnum augum á ýmis atriði, en það eru engar deilur. Það hef- ur einfaldlega tekið meiri tíma en við höfðum ætlað. Við erum bún- ir að fjalla um nöfn á banka- stjórum og rætt um skiptingu formannsembættanna og hefði málið eingöngu snúist um það hefðum við getað afgreitt það á þriðjudaginn," sagði Haraldur. Að sögn Haralds eru uppi hug- myndir um að skipta starfsemi bankans upp í svið og að sú skipt- ing gangi alveg upp í topp, þe. að bankastjórarnir verði ábyrgir fyrir ákveðnum sviðum. „Við ræddum um að fella alveg niður starfsheiti bankastjóra og nefna þá framkvæmdastjóra tiltekinna sviða. Niðurstaðan varð sú að það færi ekki vel í munni almenn- ings, fólki fyndist eflaust undar- legt að skipta við banka sem hefði engan bankastjóra," sagði Har- aldur Sumarliðason. Haraldur vildi ekki tilgreina hverjir myndu verða aðalbanka- stjórar íslandsbanka, það yrði að bíða fram yfir formlegan banka- ráðsfund sem væntanlega yrði haldinn um eða strax eftir helg- ina. \ Ætlunin er að fullri sameiningu bankanna verði lokið um næstu áramót og að þá taki íslands- banki formlega til starfa. -ÞH Breiðholt Hverfislögregla tekur til starfa Opnuð hefur verið hverfíslög- reglustöð í Breiðholti, að Drafnarfelli 14. Eigendur fyrir- tækja og verslana í Fellagörðum útveguðu lögreglunni húsnæði og bjóðast til að greiða húsaleiguna í 6 mánuði. Astæða þessa mun vera mikil vandræði sem skapast hafa af óspektum og skemmdar- verkum unglinga í hverfínu. Þrír lögreglumenn munu hafa aðstöðu í Drafnarfelli og munu þeir sinna öllu Breiðholtinu jöfnum höndum með áherslu á gangandi eftirlit. Þjónusta þeirra er fyrst og fremst hugsuð fyrir íbúa hverfanna og er það von lög- reglunnar að íbúarnir sýni þessu framtaki velvilja og nýti sér möguleika til aukinna tengsla við lögregluna. Lengi hefur verið þörf fyrir aukna löggæslu í Breiðholti, fjöl- mennasta hverfi borgarinnar en Lögreglan, félagsmálastofnun, Fellaskóli og Fellahellir og eigendur verslana og fyrirtækja í Fellagörðum hafa átt gott sam- starf undanfarið varðandi ýmis vandamál sem komið hafa upp í hverfinu. Nauðsynlegt þótti að lögreglan hefði aðstöðu á staðn- um. Lögreglustöðin í Breiðholti er tilraun með breytt fyrirkomulag löggæslu það sem m.a. er tekið mið af því hvernig grenndarlög- reglan er skipulögð á hinum Norðurlöndunum. Stefnt er að því að stöðin verði starfrækt í 6 mánuði en að þeim tíma liðnum verður tekin ákvörðun um fram- haldið í ljósi fenginnar reynslu. Lögreglustöðin verður opin frá klukkan 11 til 19 alla virka daga og á öðrum tímum ef ástand og aðstæður gefa tilefni til. «Þ Unglingar brugðu sér í heimsókn þegar lögreglustöðin í Breiðholti var opnuð í gær og þáðu kaff i og með því. Mynd - Kristinn. Fjármálaráðuneytið Mörður ráðinn upplýsingafulltrúi Skattkerfisbreytingarfyrirhugaðar. Mörður Arnason: Hugarfarsbreyting verði hjá Islendingum gagnvartsköttum. Margt líktmeð blaðamennsku ogstarfi upplýsingafulltrúa Mörður Árnason, fyrrum rit- stjóri Þjóðviljans, tók við starfí sem upplýsingafulltrúi fjár- málaráðuneytisins um síðustu mánaðamót, en staða upplýsinga- fulltrúa hefur ekki verið mönnuð það sem af er þessu ári. Mörður sagði í samtali við Nýja Helgarblaðið að fyrirhug- aðar væru miklar skattkerfis- breytingar og myndi hann sjá um að skipuleggja upplýsingastarf vegna þeirra. Annarsvegar er hér um að ræða virðisaukaskattinn en hann á að leysa söluskattinn af hólmi um næstu áramót. Einnig má nefna samræmdan skatt á fjármagnstekjur, en nefnd undir forsæti Más Guðmundssonar er að ganga frá tillögum um hann þessar vikurnar. „Þá er ráðuneytið um þessar mundir að taka saman ýmis gögn um ríkisútgjöld og -tekjur og er ráðgert að koma þeim upplýsing- um á framfæri við almenning og efla þannig almenna umræðu um fjármál ríkisins. Eitt af því sem menn vonast til að komi út úr annarsvegar kerfisbreytingunum og hinsvegar aukinni umræðu um fjármál ríkisins er að íslendingar geri hjá sér langþráða hugar- farsbreytingu gagnvart sköttum og fari t.d. að hjálpast að við að svíkja ekki undan skatti.“ Auk þessa mun Mörður starfa að ýmsum útgáfu- og ráðgjafa- störfum í ráðuneytinu, m.a. í Mörður Árnason nýráðinn upp- lýsingafulltrúi fjármálaráðuneyt- isins. tengslum við fjölmiðla og al- menning. En eru það ekki mikil viðbrigði að fara úr ritstjórastól í starf sem upplýsingafulltrúi fjármálaráðu- neytisins, að setjast hinumegin við borðið? „Það er margt líkt með þessum störfum. Þau byggjast í kringum fréttir,upplýsingarogpólitík. Að ýmsu leyti lít ég ennþá á mig sem blaðamann," sagði Mörður Árnason. -Sáf Norðurlönd Ráðherrar þinga á ísafirði Árlegur haustfundur utan- ríkisráðherra Norðurlanda verð- ur haldinn á ísafírði dagana 14.- 16. ágúst. Þar verður m.a. rætt um stöð- una í alþjóðamálum, afvopnun- armál, störf norrænu embættis- mannanefndarinnar sem unnið .hefur skýrslu um kjamorku- vopnalaus svæði á Norðurlönd- unum, málefni Sameinuðu þjóð- anna, umhverfisvernd og mannréttindi. Auk þess munu þeir fjalla um svæðisbundin deilumál, þ.á.m. í sunnanverðri Afríku og Mið-Austurlöndum. norræn þróunarsamvinna verður einnig á dagskrá fundarins. Auk Jóns Baldvins Hannibals- sonar mun Uffe Ellemann- Jensen utanríkisráðherra Dan- merkur, Pertti Paasio utanríkis- ráðherra Finnlands, Thorvald Stoltenber utanríkisráðherra Noregs og Sten Anderssson utan- ríkisráðherra Svíþjóðar, sitja fundinn. Skotveiði Námskeið í gæsaveiðum Loksins mega áhugamenn um gæsaveiðar fara að stunda áhugamál sitt, því gæsaveiðitíma- bilið mun hefjast 20. ágúst. í til- efni af þvt ætlar Skotveiðifélag Reykjavíkur og nágrennis að halda námskeið fyrir gæsaveiði- menn nú í ágúst. Námskeiðin verða með þeim hætti að 15. og 16. ágúst verða haldnir fræðslufundir í Veiðiseli, Skemmuvegi 14 kl. hálf níu. Þar verða flutt 6 til 7 erindi, auk þess sem sýnikennsla fer fram. Vænt- anlega í meðferð skotvopna. Mánudagana 21. og 28. ágúst og 4. september hafa þátttakend- ur í námskeiðinu forgang að skot- vellinum í Óbrynnishólum og njóta þar kennslu. Þeir sem svo mæta bæði kvöldin í Veiðisel og eitt kvöld á skotvöllinn fá í hend- urnar vottorð um að þeir hafi ver- ið á gæsaveiðinámskeiði, og eiga að vita hvað og hvernig þeir skjóta. Námskeiðsgjald er eitt þúsund krónur fyrir aðra en skuldlausa félagsmenn. Þátttaka á að til- kynnast í st'ma 72783, 40190 eða 14477. ns Föstudagur 11. ágúst 1989 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.